Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1986, Blaðsíða 11
DV. FIMMTUDAGUR 22. MAl 1986. 11 Viðtalið Viðtalið Viðtalið Viðtalið Helgi Pétursson, blaðafulltmi SIS: „Reynt að troða í mig marxískum fræðurn" „Ég var hafður úti í bandi þegar ég var lítill í Norðurmýrinni. Ég slapp þó stundum og einu sinni stalst ég upp á Laugaveg og klemmdi mig á hurðinni á Liverpool," sagði Helgi Pétursson, nýráðinn blaðafulltrúi Sambands íslenskra samvinnufé- laga. „Þá þótti mér veröldin stór, en hún hefur skroppið saman síðan,“ sagði Helgi sem er 37 ára gamall. Helgi fluttist ungur með gölskyldu sinni í Kópavog og hóf skólagöngu þar. Á þeim tíma var hann farinn að raula heilmikið. „Ég kunni ýms lög og marga texta mjög snemma, sem endaði með þvi að ég og félagar mínir í Kópavogi stofnuðum Ríó tríóið þegar við vorum enn í skyld- unámi. Við skemmtum á skólaböll- um og víðar.“ Marxísk fræði Helgi varð fljótt áberandi í skóla- lífinu, hann varð formaður skólafé- lagsins og gat spilað og sungið. „Við félagamir létum þó oft eins og fífl í skólanum." Helgi hóf síðan nám í Kennaraskólanum og lauk þaðan prófi 1970. Hann kenndi í Kópavogi í 3 ár. „Nemendurnir voru mjög skemmtilegir og það gekk á ýmsu. Ég var bara nokkrum árum eldri en þeir og varð þeirra ráðgjafi í mörgum erfiðum málum sem oft heija á ungl- inga á gelgjuskeiði." „Síðan lenti ég í ferðalögum, ferð- aðist um allan heim með Ríó tríóinu, dvaldi í Noregi um tíma og vann „free lance“ hjá norska útvarpinu. Þá ákvað ég að fara í stjómmála- fræði í Árósum í Danmörku. En þar reyndu þeir að troða í mann marx- ískum fræðum. Ég flosnaði upp frá námi og kom heim 1975, fór að vinna hjá Dagblaðinu og datt þá endanlega í blaðmennskuna." Fjólubláir kjúklingar Árið 1979 var Helgi ráðinn rit- stjóri Vikunnar og ári seinna réðst hann til Ríkisútvarpsins sem frétta- maður. „Það var gaman á Vikunni, hún leið að vísu fyrir tæknilega galla á þessum tíma, t.d urðu kjúklingar gjaman fjólubláir og sósur grænar, þegar blaðið kom úr prentun.“ Helgi fór síðan til Washington að læra fjölmiðlafræði og kom heim þaðan 1983 og fór beint á fréttastofu útvapsins aftur. Árið 1985 varð hann síðan ritstjóri hjá dagblaðinu NT, en þar var hann stutt, útgáfii blaðs- ins var hætt. „Það urðu mér von- brigði er ég áttaði mig á því að gmnnur þess blaðs var eitt fen og reksturinn í molum,“ sagði Helgi. Eignast framsóknarmenn Eftir að Helgi kom heim úr marx- ísku fræðunum í Danmörku náði hann sé í konu, Bimu Pálsdóttur, og er nú búinn að eignast með henni fjögur böm.„Það hefur verið sagt um mig að ég haldi að eina leiðin til að fjölga framsóknarmönnum sé að eignast þá sjálfur." „Ég reyni að eyða frístundum mín- um með fjölskyldunni og nánustu ættmönnum. Tengdaforeldrar mínir eiga sumarbústað og þar dveljum við mikið á sumrin. Ég hef gaman af að bregða mér út á meðal fólks og stytta mér stundir. Ég er nánast alveg hættur að spila. Á næstunni mun ég sennilega ferðast mikið um landið, á milli kaupfélaga. Ég hlakka til þess, ég hef skammarlega lítið séð af mínu eigin landi.“ Þingmennska og metnaður Því hefúr verið haldið fram að Helgi gengi með þingmanninn í maganum. „Ég hef engin slík áform, ég er kominn hér í ágæta stöðu hjá Sambandinu. Það er mjög nauðsyn- legt að kynna betur starfsemi fyrir- tækis af þessari stærðargráðu. Þetta er umfangsmikið verkefni, en ég veit að ég fæ aðstoð, því hér er mikið af ungu og vel menntuðu fólki í ábyrgðarstöðum." Um metnaðar- gimi sína sagði Helgi: „Ég held að ég færi heim og legði mig ef ég fyndi eitthvað sem fullnægði mínum metn- aði.“ -KB »Það hefur verið sagl um mig að ég héldi að eina leiðin til að fjölga fram- sóknarmönnum væri að eignast þá sjálfur," sagði Helgi. Hér er hann ásamt bömum sínum fjórum, þeim Bryndísi, 8 ára, Pétri, 7 ára, Heiðu Kristínu, 3 ára, og Snorra 2 ára. <////• ■'“////‘ ''lllll’. 'H''‘iinit,■"////> ’llllii ‘lllW ‘Ht” /u. .///////'- “11111’ ‘H/.\ ,////llll‘' -iIH“T Sjálfstæðismenn, greiðum heimsenda gíróseðla. Skrifstofa happdrættisins í Valhöll er opin alla daga Aðeins dregið úr seldum miðum. DREGIÐ 27 MAI 1986 Glæsilegir vinningar að verðmæti kr. 1.749.780,- 3 fólksbifreiðir: Nissan Cherry GL 5 dyra, Corolla 1300 5 dyra og Suzuki Swift 5 dyra. 14 glæsilegir ferðavinningar SJÁLFSTÆÐISMENN STÖNDUM SAMAN UM D-LISTANN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.