Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1986, Blaðsíða 5
DV. FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986. 5 Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Spurt á Stokkseyri: Hverju spáir þú um úrslit kosninganna hér á Stokkseyri? Ingibergur Magnússon vélstjóri: Ég spái því að Alþýðubandalagið fái tvo menn, Sjálfstæðisflokkurtvo, Óháðir tvo og H-listinn einn. Annar Maria Clausen afgreiðslustúlka: Ég spái bara þvi að Alþýðubandalagið fái flest atkvæði. Einar Guðmundsson verslunarmað- ur: Ég held að þetta verði mjög svipað og í síðustu kosningum. Ef einhverjar breytingar verða þá mun Alþýðubandalagið bæta við sig á kostnað H-listans. Jóhann Þórðarson sjómaður: Al- þýðubandalag fær líklega þrjá menn, H-listinn tvo, Óháðir einn og Sjálf- stæðisflokkur einn. Gunnar Geirsson sjómaður: Jesús minn almáttugur, ég pæli ekkert í þessu! Stokkseyri: Atvinnu- og vatnsmálin í ólestri Á Stokkseyri hafa menn miklar áhyggjur af atvinnumálum og vatns- málum. Allir eru sammála um að þangað vanti nýtt úthafsskip. Staðurinn haií ekki borið sitt barr eftir að togarinn Bjami Herjólfsson var seldur á nauð- ungaruppboði. Vatnsmálin eru vægast sagt í ólagi. Kalda vatnið er ónothæft vegna óhreininda sem í því eru. Nú stendur til að bora eftir vatni vestan við Ölf- usá. Þaðan verður siðan að leggja vatnsleiðslu. Þetta er dýrt fyrirtæki og líkur á að Eyrarbakki verði með í þessum framkvæmdum. Svo er það hitaveitan sem hrjáir íbúa Stokkseyrar. í fyrsta lagi er hitakostn- aður allt of hár og við það bætist svo að vatnið er ekki nægilega heitt. Úr þessu verður að leysa, segja hrepps- nefndarmenn. Þorsteinn Pálsson fjíirmálaráðherra hefur þegar lofað þvi að beita sér fyrir skuldbreytingum á lánum hitaveitna sem eiga í fjárhags- erfiðleikum. En vatnið hitnar lítið við það. Þess vegna verða íbúar á þessu svæði að reyna að bora eftir heitara vatni til þess að hlýrra verði í húsum T og einnig til að forða húsunum fiá skemmdum. -APH D-listi: Nær engar framkvæmdir „Það hafa verið mjög litlar eða nær engar framkvæmdir þetta kjörtímabil. Einnig hefur ríkt máttleysi í að halda uppi atvinnu fyrir fólkið hér. Atvinnu- ástandið er búið að vera mjög lélegt og við fáum ekki ungt fólk hingað ef engin er atvinnan," sagði Jón Karl Haraldsson sem skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. „Við viljum bæta atvinnuástandið héma svo ekki bresti á fólksflótti héð- an. Það er nauðsynlegt að auka hráefnisöflunina og nýta betur fiysti- húsið. í þessu sambandi verðum við að fá úthafsskip. Við viljum einnig búa þannig í hag- inn að ungt fólk setjist að hér og það verði stutt til framkvæmda." Jón telur einnig að brýnt sé að leysa E-listi: Hefur verið kraftur í fram- kvæmdum hér „Meirihlutasamstarf E-listans og Alþýðubandalagsins hefur gengið mjög vel. Talsverður kraftur hefúr verið í framkvæmdum - sérstaklega fyrri hluta kjörtímabilsins. Unnið hef- ur verið við gatnagerð, byggingu verkamannabústaða og knattspymu- völl og byggð ný kennslustofa," sagði Einar Sveinbjörnsson, efsti maður á lista Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og annarra áhugamanna um sveitar- stjómarmál. „Við höfum átt í erfiðleikum með kalda vatnið. Þegar hafa verið gerðar tilraunaboranir og líklegt að reynt verði að fá vatn vestan megin við Ölf- usá. Einnig þurfum við að styrkja hrá- efnisöfiun fyrir frystihúsið héma svo og að leita allra leiða til að efla aðra atvinnustarfsemi." D-listi Sjálfstæðisflokksins 1. Helgi ívarsson 2. Jón Karl Haraldsson 3. Guðrún Guðbjartsdóttir 4. Sigrún Anný Jónasdóttir 5. Hinrik Ingi Árnason 6. Sveinsina Guðmundsdóttir 7. Sveinbjörn Guðjónsson 8. Magnús Ingi Gislason 9. Ragnhildur Jónsdóttir 10. Sigrún Valdimarsdóttir 11. Henning Frederiksen 12. Helgi Kristmundsson 13. Aðalbjörn Baldursson 14. Tómas Karlsson E-listi Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og annarra áhugamanna um sveitarstjórnarmál 1. Vernharður Sigurgrímsson Jón Karl Haraldsson. vandamál hreppsins i sambandi við hitaveituna og öflun ferskvatns. -APH Einar Sveinbjörnsson. Einar lagði einnig áherslu á að hreppsnefndin yrði að beita sér fyrir frekari uppbyggingu fyrir íþróttaað- stöðu á Stokkseyri. -APH 2. Einar Sveinbjörnsson 3. Elsa Gunnþórsdóttir 4. Birkir Pétursson 5. Einar Helgason 6. Ragnheiður Jónsdóttir 7. Þórhildur Guðmundsdóttir 8. Unnur Guðmundsdóttir 9. Stelán M. Jónsson 10. Ólalur Auðunsson 11. Siggeir Pálsson 12. Ragnheiður Sigurgrímsdóttir 13. Gylfi Pétursson 14. Haraldur Júliusson G-listi Alþýðubandalagsins 1. Margrét Frimannsdóttir 2. Grétar Zóphóniasson 3. Guðbjörg Birgisdóttir 4. Þórður Guðmundsson -s 5. Elfar Þóröarson 6. Guðjón M. Jónsson G-listi: Heita og kalda vatnið í ólestri „Það verður að gera úrbætur í vatnsmálum okkar. Besti kosturinn til að ná í nothæft kalt vatn er að ná í það vestur fyrir Ölfús. Þetta em mjög dýrar framkvæmdir og er jafnvel mögulegt að þetta gætu orðið sameig- inlegar framkvæmdir Stokkseyrar og Eyrarbakka. Hitaveitumál okkar em einnig í ólestri. Hitaveitan hér er ein sú dýr- asta hér á landi. Hitakostnaður er orðinn mjög hár og getur farið upp í 6 til 7 þúsund krónur á mánuði. Við sitjum uppi með mjög erfið lán vegna hitaveituframkvæmdanna og viljum að ríkið beiti sér fyrir þvi að þessu láni verði skuldbreytt. Einnig er vatn- ið frá veitunni ekki nægilega heitt og ljóst er að gera þarf átak til að reyna að fá heitara vatn,“ sagði Margrét Frímannsdóttir, oddviti og efsti maður á lista Alþýðubandalagsins. Margrét hefur einnig áhyggjur af atvinnumálunum. „Það verður að leita allra ráða til að styrkja stöðu frystihússins hérna. Það var stór biti H-listi: Stjórn hita- veitunnar hefur sofið „Við stefnum að því að koma vatns- málunum hér í lag. Stjóm hitaveit- unnar hefur sofið á þessu og staðið sig með afbrigðum illa,“ sagði Steingrím- ur Jónsson, efsti maður á lista óháðra kjósenda. „Hús héma ligga undir skemmdum vegna þess að vatmð frá hitaveitunni er ekki nógu heitt. Þetta verður að leysa. Einnig verðum við að fá lánum vegna hitaveitunnar breytt i langtíma- lán.“ Steingrímur segir að það séu ótal önnur mál sem þurfi að vinna að. Það 7. Jenný Jónasdóttir 8. Halldór Ásgeirsson 9. Sigriður Gisladóttir 10. Anna Jósefsdóttir 11. Katrín Guðmundsdóttir 12. Þórður Guðnason 13. Björgvin Sigurðsson 14. Hörður Pálsson H-listi óháðra kjósenda 1. Steingrímur Jónsson 2. Eyjólfur Óskar Eyjólfsson 3. Eggert Guðlaugsson 4. Hafsteinn Jónsson 5. Sigrún Guömundsdóttir 6. Erna Halldórsdóttir 7. Sigurvin Ólafsson 8. Höröur Jóelsson 9. Geir Valgeirsson 10. Ingibjörg Magnúsdóttir Margrét Frímannsdóttir. að kyngja þegar við neyddumst til að selja togarann Bjama Heijólfsson. Eina von okkar núna er að fá hingað nýtt togskip." Að sögn Margrétar var opnaður leikskóli á kjörtímabilinu. Ymislegt annað hefur verið gert í sambandi við félagsmál. Komið var á fót heimili fyr- ir aldraða og gerðar endurbætur á gmnnskólanum. -APH Steingrímur Jónsson. verði að vinna meira að gatnagerð og einnig sé brýnt að byggja dagheimili. -APH Úrsllt 1982 Fjónr listar voru í framboði i kosn- ingunum 1982 á Stokkseyri. Úrslit urðu þessi: Sjálfstæðisflokkur (D) 59 1 Framsóknar- og Alþýðufl. (E) 81 2 Alþýðubandalag (G) 87 2 Óháðir kjósendur 76 2 Þessir vom kjömir í hreppsnefiid: Helgi ívarsson (D), Vemharður Sig- urgrímsson (E), Ólafúr Auðunsson (E), Margrét Frímannsdóttir (G), Grétar Zóphóníasson (G), Steingrím- ur Jónsson (H) og Ástmundur Sæmundsson (H).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.