Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1986, Blaðsíða 4
4 DV. FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986. Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Hafskipsmálið: „Rannsokum fyrst og fremst Útvegsbankann“ -segir formaöur alþingisnefndar „Okkur er ætlað að rannsaka við- skipti Hafskips og Uvegsbanka f slands en eftir að RLR hóf sína rannsókn munum við fyrst og fremst beina aug- um okkar að Útvegsbankanum," sagði Jón Þorsteinsson lögfræðingur í sam- tali við DV en hann er formaður þriggja manna nefridar sem Alþingi kom á fót til að rannsaka Hafskips- málið. Með Jóni í nefndinni eru þeir Sigurður Tómasson endurskoðandi og Brynjólfur I. Sigurðsson dósent. Jón vildi ekkert tjá sig um starf nefndarinnar hingað til, henni væri ætlað að gefa skýrslu til ráðherra í árslok. Hins vegar væri ljóst að verka- skipting væri á milli þeirra aðila sem nú rannsaka Hafskipsmálið. Aðspurður hvort nefridin hefði að- gang að skýrslu þeirri sem skipta- ráðandi fyrirtækisins sendi ríkissak- sóknara og var upphaf rannsóknar RLR sagði Jón að gott samstarf væri milli rannsóknaraðila. „Þessi rannsókn er mikið verk og allgott samstarf hefur verið milli okk- ar og skiptaráðanda og við höfúm séð mikið af gögnum málsins," sagði Jón Þorsteinsson. Þingnefridin heldur nú reglulega fundi, sá síðasti var haldinn kvöldið sem sexmenningamir voru handteknir og sá næsti er áformaður í dag. -FRI Staða sex- menninganna hjá Hafskip Þeir sex menn, sem handteknir voru í upphafi rannsóknar RLR á Hafskipsmálinu, gegndu eftirfar- andi stöðum innan fyrirtækisins: Björgólfúr Guðmundsson forstjóri; Ragnar Kjartansson stjómarfor- maður og áður forstjóri; Páll Bragi Kristjónsson fjármálastjóri, lét af því starfi fyrir um 18 mánuðum; Sigurþór Guðmundsson aðalbók- ari; Helgi Magnússon endurskoð- andi; Þórður Hilmarsson, yfirmaður áætlanadeildar. -FRI Skip Hafskips í Reykjavíkurhöfn áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Rannsókn á vegum skattalögreglu? „Það á ömgglega eftir að koma í ljós hvort þetta mál kemur inn á borð hjá okkur,“ sagði Garðar Valdimars- son skattrannsóknarstjóri í samtali við DV er hann var spurður hvort skattalögreglan myndi rannsaka Haf- skipsmálið. „Við verðum í sambandi við rann- sóknarlögregluna og hún mun eflaust kalla okkur til ef ástæða er en að öðm leyti vil ég ekki tjá mig um þetta mál.“ Aðspurður hvemig sambandi við RLR væri almennt háttað hjá embætti hans sagði Garðar að bæði væri um formlegt og óformlegt samband að ræða, „við sækjum mál til þeirra og þeir til okkar," sagði hann. -FRI Rannsókn á þætti Útvegsbankans: Beinist einkum að mati á tiyggingum vegna lána til fýrirtækisins Á fundi sem bankastjóm Útvegs- banka íslands átti með Hallvarði Einvarðssyni, rannsóknarlög- reglustjóra ríkisins, vegna Haf- skipsmálsins kom fram að rannsókn RLR á þætti Útvegs- bankans að málinu þeinist sérstak- lega að mati á tryggingum vegna lána til fyrirtækisins. I fréttatilkynningu frá Útvegs- bankanum um þetta mál kemur fram að óskað var eftir fundinum af hálfu bankans vegna villandi fréttaflutnings í blöðum og útvarpi um hugsanlega aðild starfsmanna bankans að Hafskipsmálinu. Á fundinum lýsti bankastjómin sig reiðubúna að gefa þær upplýs- ingar um viðskipti bankans við Hafekip sem óskað væri eftir vegna rannsóknar málsins. Bankastjóm hefur áður á sama hátt upplýst aðra rannsóknaraðila á svipaðan hátt, svo sem skiptaráðanda og þingnefiid. Fram kom á fúndinum að rann- sókn yrði hraðað og ætti þessi þáttur Hafekipsmálsins að upplýs- ast innan skamms. -FRI í dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari Undanfama daga hafa birst mynd- ir í dagblöðum af vinnustaðafundum frambjóðenda í höfuðborginni. Er allt gott um það að segja enda hafa flokkamir fúndið það út að ef þeir ætla að komast í talfæri við kjósend- ur neyðast frambjóðendumir til að mæta hjá fólkinu. Fólkið er nefnilega löngu hætt að mæta hjá frambjóð- endunum. í gamla daga auglýstu stjómmálaflokkamir kosningafúndi og fólkið mætti til að láta sjá sig. Nú hefur þetta sem sagt snúist við. Yfirleitt er af þessum vinnustaða- fúndum nokkur skemmtan. Oftast birtist huggulegur frambjóðandi sem segist hafa setið í bæjarstjóm og sækist eftir endurkjöri. Kjósendur hafa sjaldnast nokkra hugmynd um að frambjóðandinn hafi verið til, hvað þá að hann hafi setið í bæjar- stjóm, enda em kjömir fulltrúar yfirleitt ekki til sýnis nema rétt fyrir kosningar eins og vera ber. Þess á milli em þeir hafðir til handaupprétt- ingar á borgarstj ómarfundum þegar borgarstjórinn gefúr merki. Einn er þó sá flokkur i kosninga- baráttunni i Reykjavik sem tekið hefur upp þann háttinn að senda á vinnustaðafundi menn úr sínum röðum sem alls ekki em í framboði. Það er Framsóknarflokkurinn. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra hefúr mætt á vinnustöðum í höfuðborginni, en Halldór var, þeg- ar siðast fréttist, alþingismaður fyrir Austurlandskjördæmi. Nú má sosum vel vera að Halldór sé einhver laumufarþegi í Reykjavík og kannski hefur Framsóknarflokk- urinn hugsað sér að láta ráðherrann mæta sem áheymarfulltrúa þegar siðasti móhíkaninn er fallinn út. Alla vega er það nýstárleg aðferð hjá Framsókn að tefla fram manni á kosningafundum sem alls ekki er í framboði. Skoðanakannanir benda reyndar til að fulltrúar Framsóknarflokksins hverfi með öllu úr sveitarstjómum á höfúðborgarsvæðinu eftir þessar kosningar og sú skýring er hugsan- leg að Halldór mæti á vinnustaði í höfúðborginni til að kynna sér hvemig ekki eigi að haga kosninga- baráttu svo þeir fyrir austan detti ekki í sama pyttinn og samheijamir á Reykjavikursvæðinu og geti þann- ig viðhaldið framsóknarstofninum austur á fjörðum þegar fokið er i öll skjól hér fyrir sunnan. En það er ekki nóg með að Fram- sóknarflokkurinn í höfúðborginni fari með frambjóðendur sína í felur og tefli fram alþingismönnum af Austfiörðum í staðinn. Kosninga- stefnuskrá flokksins er einnig i felum ef hún er þá til. Morgunblaðið segir að Framsóknarflokkurinn hafi háð kosningabaráttu sína í Breið- holtinu og vera má að flokkurinn hafi gefið út einhveija stefiiuskrá og dreift henni í fiölbýlishúsin í því hverfi. En þar sem Dagfari er ekki búsettur i Breiðholtinu hefur þessi stefriuskrá farið framhjá honum. Næst er þá að spyija: Hvers vegna á fólk að kjósa Framsóknarflokkinn þegar hvorki frambjóðendur né stefnuskrá em til sýnis? Að þessu spyr sömuleiðis málgagn Framsókn- arflokksins. í Timanum í gær er flennistór auglýsing þar sem þeir framsóknarmenn spyija af litillæti: Hvers vegna Framsóknarflokkinn? Það er von að aumingja fólkið spyiji. Það skilur ekki sjálft hvaða tilgangi það þjónar í Reykjavík að viðhalda framsóknarkynstofninum. Það flokkast miklu fremur undir Náttúrufræðistofnunina eða Fram- leiðsluráð landbúnaðarins að varð- veita nokkur exemplar af þessum þjóðflokki heldur en að það skipti máli hvort einhver fulltrúi kyn- stofnsins sifji í borgarstjórn Reykja- víkur. Borgarstjórnin er ekki þjóðminjasafn eða náttúrugripasafn. Borgarstjómin er ekki birgða- geymsla fyrir sjaldgæfa kynstofna eða dýrategundir. Það er sjálfsagt að viðhalda fram- sóknarkynstofninum á nokkmm stöðum úti á landi þar sem fólk held- ur upp á bústofna og skiptir sér ekki af pólitík. En í Reykjavík eiga eftirlif- andi framsóknarmenn að hafa vit á þvi að draga sig út úr pólitíkinni og leggja stund á sightseeing eins og Sjálfstæðisflokkurinn gerir í þessari kosningabaráttu. Það hentar flokkum sem annað- hvort vilja ekki vera með eða eiga ekki erindi i kosningabaráttu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.