Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1986, Blaðsíða 6
6 DV. FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986. Peningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn- stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74 ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningamir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjömu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 15% og ársávöxtun 15%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 10% en 2% bætast við eftir hvcrja þrjá mán- uði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 13,64% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,6% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,75% í svonefnda vaxtaleið- réttingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 13,75% nafnvöxtum og 14,2% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 10,5% nafnvöxtum og 10,8% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5% vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvem mán- uð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygg- ing auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir em færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun eða ávöxtun 6ja mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 100 ára afmælisreikningur er verðryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir cru 7,25% og breytast ekki á meðan reikningurinn verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 8%, eftir 2 mánuöi 8,25%, 3 mánuði 8, 50%, 4 mánuði 9%, 5 mánuði 9,5% og eftir 6 mánuði 12%, eftir 12 mánuði 12,5% og eftir 18 mánuði 13%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún um hávaxtareikninginn. 18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 12,4%, eða ávöxtun 3ja mán- aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt- um sé hún betri. Samanburður er gerður mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé tek- ið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 8%, þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 12,9% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 8,5%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Vextir færast fjórum sinnum á ári og leggjast við höfuðstól. Þeir eru alltaf lausir til útborgunar. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 12,5%, með 13% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp- vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn- an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 8%. Vextir færast misserislega. 12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vél- stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði, óverðtryggða en á 15,5% nafnvöxtum. Þeir eru færðir einu sinni á ári og ársávöxtun er því einnig 15,5%. 18 mánaða reikningar 5 sparisjóða eru með innstæðu bundna óverðtryggða í 18 mán- uði en á 14,5% nafnvöxtum og 15,2% árs- ávöxtun. Sparisjóðirnir í Keflavík, Hafnar- firði, Kópavogi, Borgamesi og Sparisjóður Reykjavíkur bjóða þessa reikninga. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í Seölabankanunrt, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem eru 50 þúsund að nafnverði. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, fjög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfm eru ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er almennt 12 16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til einstaklinga 782 þúsundum króna, 2 4 manna fjölskyldna 994 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.161 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.341 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 391 þúsund krónur til einstakl- ings, annars mest 195 þúsund. 2 4 manna fjölskylda fær mest 497 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 248 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 580 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 290 þúsund. Láns- tími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30 60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150 1000 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 15 42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning rr.illi sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknað- ir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma- bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafnvel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónurnar inni í 6 + 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eft- ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni 6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10.25%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru frá 01.04.198*> 2,25% á mánuði eða 27% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitala í apríl 1986 er 1425 stig en var í mars 1428 stig og í febrúar 1396 og janúar 1364 stig. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 2. ársfjórðungi 1986 er 265 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3924 stig á grunni 100 frá 1975. Húsaleiguvísitala hækkaði um 5% 01.04. en um 10% næst þar áður, frá 01.01. Þessi vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðað sérstaklega í samning- um leigusala og leigjenda. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 11.-20. 1986 INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM ' | | SJA SÉRLISTA 11 || iiiiiiif liiilhi INNLÁN ÓVERÐTRYGGÐ SPARISJÓÐSBÆKUR Óbundin innstæða 9.0 9.0 SPARIREIKNINGAR 3jamán uppsögn 10,0 10.25 6 mán. uppsögn 12.5 12.9 12mán. uppsögn 14,0 14,9 SPARNAÐUR - LANSRÉTTUR Sparað3-5 min 13.0 Sp. 6 mán. ogm. 13.0 TÉKKAREIKNINGAR Avisanareikningar 6.0 Hlaupareikningar 4.0 INNLÁN VERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 1.0 6mán.uppsögn 3.5 INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bandaríkjadollarar 8.0 Sterlingspund 11.5 Vestur-þýsk mörk 4.5 Danskar krónur 8.0 ÚTLAN óverðtryggð ALMENNIRViXLAR VIÐSKIPTAVfXLAR 3) (forvextir) (lorvextir) 15.25 ALMENN SKULDABRÉF 2) VIÐSKIPTASKULOARRÉF 3) 15.5 HLAUPAREIKNINGAR YFIRORATTUR 9.0 útlAn verðtryggð SKULDABRÉF Að 21/2 ári 4.0 Lengrien21/2 ár 5.0 ÚTLÁN TTL FRAMLEIÐSLU SJA neðanmAls 1) 8.0 8.5 8.0 9.0 8.5 8.5 8.5 8.0 10.0 9.0 8.5 10.0 8.5 9.0 10.0 9.0 12.5 9.5 11.0 10.0 10.0 12.0 10.0 14.0 11.0 12.6 12.0 13.0 8.5 10.0 8.0 9.0 10.0 9.0 13.0 9.0 11.0 10.0 10.0 6.0 2,5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 3.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 3.0 2.5 2.5 3.5 2.5 3.0 3.0 3.0 7.5 6.0 6.0 6.0 6.5 6.2S 6.5 6,25 11.5 9.5 9.0 9.5 10,5 10.5 11.5 9.5 4.0 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 9.5 7.0 7.0 7.0 7.5 7.0 7.0 7.0 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 kge 19.5 kge 19.5 kge kge kge kge 15,5 15.5 15.5 15.5 15,5 15.5 15.5 15.5 kge 20.0 kge 20.0 kge kge kge kge 9.0 9.0 9.0 7.0 9.0 9.0 9.0 9.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4,0 4.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5,0 5.0 5,0 5.0 X) Lán til framleiðslu á innanlandsmarkað eru á 15,0% vöxtum. Vegna útflutn- ings, í SDR 9,25%, í Bandaríkjadollurum 9, 0%, í sterlingspundum 13,25%, í vestur-þýskum mörkum 5,75%. 2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilal- ána er 2%, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. 3) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, á þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá flestum stærstu sparisjóðun- um. Viðskipti Viðskipti Viðskipti Állinn dýrastur í Barcelona Ekki hafa borist upplýsingar um sölur á fiski erlendis utan það að ms. Súlan seldi á þriðjudag í Grimsby og fékk að meðaltali kr. 57 fyrir kílóið. Miklum verðmætum hent? Ensím eru talin til þeirra e&ia sem í framtíðinni verða hvað verðmætust til ýmislegrar framleiðslu. Rann- sóknastofriun fiskiðnaðarins heíur í samvinnd við Rannsóknastofnun Hóskólans unnið að rannsóknum á framleiðslu ensíma, en þetta er mik- ið og taísamt rannsóknarefhi og sennilega er með þessar rannsóknir eins og svo mörg önnur þörf rann- sóknarstörf að skorið er vel við nögl það fé sem til rannsóknanna þarf. Hér er þörf á stórátaki eins og á mörgum öðrum sviðum, en við verð- um að stefna að því að sjávaraflinn nýtist sem allra best. Til þessarar framleiðslu er notað slógið úr fiskin- um og annar úrgangur sem ekki nýtist til annarrar framleiðslu. Noregur í blaðinu Fiskaren er grein um þær rannsóknir sem gerðar hafa verið í Noregi. Segir blaðið frá þvi að fram hafi farið rannsóknir á framleiðslu ensíma og að um sé að ræða dýrmæt efni sem nota eigi við ýmsa fram- leiðslu. Norsk Hydro er í samvinnu við dótturfyrirtækið Biochemical A/S að reisa verksmiðju í Norður- Noregi til framleiðslu á þessum efn- um. í fyrsta lagi verða framleidd efni sem notuð verða við framleiðslu á osti og í öðru lagi verður framleitt efni til að nota við framleiðslu á þvottaefrú. Telja Norðmenn að hér sé um mjög arðvænlega framleiðslu að ræða. Hvað varðar þvottaefhið er ætlunin að framleiða efhi sem þvær þvott við miklu lægra hitastig en áður; telja þeir að við það að þvo Fiskmarkaðirnir Ingólfur Stefánsson við svo lágt hitastig sem gert er ráð fyrir sparist geysileg orka. New York Á markaðnum hjá Fulton hefur verið mikið framboð af fiski að und- anfömu, en fyrir hvítasunnuhelgina var verðið viðunandi. Stórlúða frá Alaska, sem veidd er í Kyrrahafinu, flæddi yfir markaðinn, en lúða frá Kyrrahafinu er aldrei í eins góðu verði og Atlantshafelúðan. Verðið á lúðunni var kr. 335 kílóið. Eins og áður barst mikið af laxi frá Noregi. Mikið af laxi haföi eyðilagst á mark- aðnum vegna sölutregðu og um tíma var bannað að flytja inn lax frá Noregi. Kom þetta sér illa fyrir selj- endur á íslandslaxi sökum þess að hann er seldur undir merkjum norskra fyrirtækja. Þessu verður að breyta og getur ráðið úrslitum um sölu laxins. Hafevæðið í kringum ísland er eitt það ferskasta í Norð- ur-Atlantshafinu og lítil hætta á menguðum fiski héðan. Meðalverð á þroski var kr. 139 kílóið, karfa kr. 70 og ýsu kr. 141 kflóið. íslenskur hörpudiskur seldist á kr. 375 kílóið og hefur verið lítill verðmunur á stórum og millistórum hörpudiski. Meðalverð á laxi var kr. 360 kílóið. Madrid Mikið barst að af ferskum fiski fyrir hvítasunnuhelgina, en markað- ur var góður þrátt fyrir þetta mikla framboð. Þó féll markaðurinn nokk- uð eftir hátíðina þótt aðeins væm 4 söludagar í þeirri viku. Verðið á þorskinum var kr. 87 kílóið og verð á laxi fór niður í 230 kr. meðalverð. Barcelona í tilkynningu frá Mecanbama- markaðnum kom eftirfarandi fram: Á árinu 1985 seldust alls 23.000 tonn af skelfiski; þar af vom 12.500 tonn af bláskel og var meðalverð hennar kr. 18,70. Af skötusel var landað 4. 119 tonnum og var meðalverð hans kr. 235 kílóið. Hæst verð fékkst fyrir ál, en meðalverð á honum var kr. 1260 kílóið. Ekki hefur gengið vel að selja norskan lax eftir óhappið í Kiev. París Venjulega er maí besti sölumánuð- ur ársins á laxi, en vegna óhappsins í Kiev hefur orðið að fylgja hverri sendingu heilbrigðisvottorð. Hefur dregið mjög úr kaupum manna og verðið verið fremur lágt eða frá kr. 240-355 kílóið. Lítið hefur borist til markaðarins af laxi frá Skotlandi, Shetlandseyjum, Færeyjum og ekk- ert frá íslandi, eins og venjulega. Erfitt er að gera sér grein fyrir hvort eitthvað af laxi frá íslandi sé á mörk- \ uðunum þar sem hann selst undir norskum framleiðslumerkjum. Um hvítasunnuna mynduðust langar biðraðir við bensinsjálfsalana sem teknir vom í notkun fyrir ári. Bensínsjálfsalar gera það gott Bensínsjálfsalamir hafa fengið að vera í friði fyrir skemmdarvörgum, að sögn forsvarsmanna Olíufélagsins Skeljungs og Olíufélagsins hf. Nú er liðið ár síðan þessi félög fóru að bjóða þessa þjónustu og að sögn hafa við- skiptin aukist jafnt og þétt. I fyrstu vom menn hræddir við skemmdarverk líkt og á símaklefum í borginni en sá ótti hefur reynst ástæðulaus. Nú hefur verið settur upp fjöldi bensínsjálfeala í Reykjavík og ná- grenni og nokkrir eru komnir upp úti á landi. Nýlega bættist við ný gerð sjálfeala hjá Skeljungi sem tekur allar gerðir seðla. Hingað til hefur bara verið hægt að nota 100 krónu seðla í bensínsjálfealana. Bjöm Jónsson hjá Skeljungi sagði í samtali við DV að fáar kvartanir hefðu borist vegna sjálfealanna. Nokkrir byrjunarörðugleikar hefðu gert vart við sig en nú væm menn famir að kunna á þetta. Nýju sjálfealamir, sem taka alla seðla, hefðu líka mælst vel fyrir. Þó hefðu menn flaskað á því að stilla þá þannig til að byija með að vélin tók ekki krumpaða seðla. Þessu heföi nú verið kippt í lag. Olíufélagið hf. reið á vaðið með þessa þjónustu í fyrrasumar. Sjálfealar hafa verið settir upp á þremur stöðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu en auk þess í Borgamesi, á Akureyri og Egilsstöð- um. Að sögn Þorsteins Þorsteinssonar hjá Olíufélaginu hf. er mjög sjaldgæft að menn segi sínar farir ekki sléttar af viðskiptum við bensínsjálfealana og allir séu mjög ánægðir með þessa þjón- ustu. Olís mun nú fljótlega bætast í hóp- inn og setja upp sjálfeala á sínum bensínstöðvum. Þórður Ásgeirsson, forstjóri Olís, sagði í samtali við DV að Oh's myndi setja upp bensínsjálf- sala í næsta mánuði. Boðið yrði upp á þessa þjónustu á öllum helstu bens- ínstöðvum Olís á Reykjavíkursvæð- inu, svo og á nokkrum stöðum úti á landi. Um yrði að ræða sjálfeala sem tækju bæði 100 og 1000 krónu seðla. Áður en bensínsjálfealamir komu til sögunnar var Umferðarmiðstöðin eini staðurinn í Reykjavík þar sem hægt var fa keypt bensín eftir lokun. Þar reka olíufélögin þrjú sameiginlega bensínstöð sem opin er fram eftir nóttu. Margir þurftu líka að grípa til þess örþrifaráðs að fá að fylla á tank- inn á leigubílastöðvunum. Þetta er liðin tíð. -EH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.