Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1986, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1986, Blaðsíða 21
DV. FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986. 21 Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir ið vel. Hér sést Hlynur renna knettinum í markið tramhjá Friðrik. i betra lið“ iri Fram, eftir 2-1 sigur á Þór Efbir þessar spennumínútur hægðist frekar á leiknum og fátt markvert skeði fyrr en tvær mínútur voru til leikhlés. Þá varði Friðrik skot frá Bjama Sveinbjömssyni sem allt í einu komst í dauðafæri. Boltinn hrökk út til Halldórs Áskelssonar sem skaut framhjá. Þama nýtti Bjami gott færi illa. Tíðindalítill seinni hálfleikur Það var eins og leikmenn hefðu eitt aðalpúðrinu í fyrri hálfleik því seinni hálfleikur var ekki nærri eins §ömg- ur. Á 52. mínútu átti Hlynur Birgisson þó gott skot af löngu færi sem fór rétt yfir. Tveim mínútum síðar átti Pétur Ormslev lúmska fyrirgjöf sem stefndi inn en Baldvin náði að handsama knöttinn á síðustu stundu. Besta færi hálfleiksins kom síðan á 69. mínútu. Þá lagði Bjami boltann vel fyrir Halldór eftir góða sókn hjá Þór. Hörkuskot Halldórs þaut í „skeit- inn“ og þaðan langt út á völl. Á 76. mínútu var Halldór aftur á ferðinni. Eftir mikinn einleik upp kantinn komst hann inn að marki en skot hans fór rétt framhjá. Þegar 10. mínútur vom eftir setti Ásgeir, þjálfari Fram, vamarmann inná, Þorsteinn Vilhjálmsson. Ætlaði hann greinilega að ffeista þess að halda fengnum hlut. Það tókst því fleiri urðu mörkin ekki. Reyndar mun- aði litlu að Guðmundi Torfasyni tækist að bæta við einu marki í lokin en hann hitti boltann illa í góðu færi eftir fyrirgjöf Guðmundar Steinssonar. Bæði liðin sýndu ágætan leik á köfl- Bjami hefur ekki fengið á sig mark! - í 2. deildinni með Brann „Þetta gengur mjög vel hjá okkur núna og mér hefur tekist að halda hreinu ennþá enda með sterka vamar- menn fyrir ffaman mig. Sævar Jónsson er eins og klettur í vöminni. Við unn- um Mo, 3-0, á útivelli um helgina og ég held að við séum komnir á gott skrið,“ sagði Bjami Sigurðsson, mark- vörður hjá Brann í Björgvin í Noregi, sem leikur nú í 2. deildinni. Brann er þó eitt af þekktustu félögum Noregs. Það hefur gengið mjög vel hjá þeim félögum, Bjama og Sævari, og er Brann nú í efsta sæti deildarinnar ásamt Vidar. Brann-liðið er eina liðið í efri deild- unum sem ennþá hefur ekki fengið mark á sig. Er það ekki síst að þakka ffammistöðu þeirra félaga og em blöð- in í Björgvin ákaflega ánægð með þá. Mikill knattspymuáhugi er nú meðal Björgvinjarbúa og vonast menn til þess að liðið vinni sæti sitt aftur í 1. deildinni. Bjarni í íra-leikinn „Ég kem heim á sunnudaginn og leik gegn Irum, ef ég verð valinn. Ég verð hins vegar að fara út strax á mánudaginn en þá eigum við leik. Síð- an þurfum við að spila aftur á mið- vikudaginn svo það er nóg að gera. Ég kemst ekki í leikinn gegn Tékkum 29. maí vegna þess að ég verð í prófi þá. Sævar kemst ekki í þessa lands- leiki vegna þess að samkvæmt samn- ingi hans við Brann fær hann ekki frí nema í sex landsleiki á árinu og hefur þegar leikið tvo,“ sagði Bjami sem er einnig með svona klásúlu í samningi Það gengur illa hjá Víkingi frá Sta- vangri en þar leikur Pétur Amþórs- son. Liðið hefur aðeins tvö stig eftir fimm fyrstu umferðimar. Pétur hefur þó fengið góða dóma í norskum blöð- um. Jón Erling Ragnarsson hefur enn ekki komist í liðið hjá Víkingi. Aðalsteinn Aðalsteinsson spilar með Djerv 1919 í annarri deild og hefur að sögn Bjama leikið vel með liði sínu sem er í þriðja sæti í 2. deild. -SMJ um þó harkan væri fullmikil í leiknum. Greinilegt að mikið var í húfi. Dómari leiksins, Magnús Teódórsson, hefði að ósekju mátt beita spjöldunum eitthvað til að hægja á leikmönnum. Hjá Fram var Friðrik ákaflega traustur í mark- inu. Viðar átti einnig góðan dag í vöminni og Pétur er alltaf snjall á miðjunni þó hann hafi oft verið meira áberandi en í leiknum í gær. Guð- mundur Torfason, skoraði drauma- mark og barðist þar að auki vel. Hann er nánast einráður í skallaboltum. Þórsliðið átti í raun ekki skilið að tapa þessum leik. Það er léttleikandi og skemmtilegt lið sem verður greini- lega í toppbaráttunni í sumar. Halldór var góður þegar hann náði sér á strik í seinni hálfleik. Bjami skapar alltaf usla með hraða sínum þó hann væri ekki á skotskónum að þessu sinni. Liðin sem léku í gær: Fram: Friðrik Friðriksson, Þor- steinn Þorsteinsson, Jón Sveinsson, Viðar Þorkelsson, Þórður Marelsson, Pétur Ormslev, Kristinn Jónsson, Steinn Guðjónsson (Gauti Laxdal á 23. mín.), Guðmundur Steinsson, Öm Valdimarsson (Þorsteinn Vilhjálms- son á 80. mín.) og Guðmundur Torfa- son. Þór: Baldvin Guðmundsson, Jónas Róbertsson, Ámi Stefánsson, Júlíus Tryggvason, Baldur Guðnason, Sigu- róli Kristjánsson, Nói Bjömsson, Halldór Áskelsson, Kristján Kristj- ánsson, Bjami Sveinbjömsson og Hlynur Birgisson. Maður leiksins: Viðar Þorkelsson. -SMJ • Bjarni Sigurðsson hefur haldið hreinu hjá Brann i fimm fyrstu leikj- unum í deildakeppninni. Hann leikur með á móti írum á sunnudaginn. • Sævar Jónsson hefur verið eins og klettur i vöminni hjá Brann. Hann verður ekki með i landsieikjunum á móti írum og Tékkum. Öster í botninum Það hefur ekki gengið vel hjá Öster í Allsvenskan síðan Teitur Þórðarson slasaðist. Hann hefur ekki getað leikið með í síðustu leikjum sænska liðsins og það er nú í næst neðsta sætinu. Hefur aðeins hlotið þijú stig í fimm fyrstu umferðunum. Brage er neðst með tvö stig. Elfsborg og Norrköping hafa þrjú stig en betri markatölu en Öster. f 5. umferðinni mættust „Islendinga- liðin“ Halmstad og Öster. Halmstad sigraði 1-0 en Eggert Guðmundsson var í markinu. Hélt því hreinu. Halm- stad hefur fimm stig. Gautaborg er efst með 9 stig. Unnið fjóra leild og gert eitt jafntefli. Síðan koma Malmö FF, Örgryte og Hammarby með 7 stig. -hsím rs. Knötturinn hafnaði i þverslánni og þaðan í netið. Glæsimark hjá Guðmundi 3 glufu fyrir Guðmund. DV-myndir Brynjar Gauti. Lið 2. umferðar Eftirfarandi leikmenn skipa DV-lið 2. umferðar íslandsmótsins í 1. deild. Viðar Halldórsson (2) (FH) Benedikt Guðmundsson (Breiðablik) Stefán Jóhannsson (KR) Viðar Þorkelsson (Fram) Valþór Sigþórsson (Keflavik) Daníel Einarsson (Víði) Halldór Áskelsson (Þór) Ólafur Jóhannesson (FH) Valgeir Barðason Jón Þórir Jónsson (2) Ólafur Þórðarson (Akranes) (Breiðablik) (Akranes) Þeir Viðar og Jón Þórir voru einnig í DV-liði 1. umferðar. á stórmot í Svíþjóð Snjallasti sundmaður okkar, Eðvarð Þór Eðvarðsson, Njarðvik, hélt utan til Svíþjóðar í morgun ásamt þjálfara sínum, Friðriki Ólafssyni. Eðvarð, sem er kominn í fremstu röð baksunds- manna heims, tekur þátt i mjög sterku, alþjóðlegu sundmóti i Mölndal, bæ skammt frá Gautaborg, á föstudag, laugardag og smmudag. Á mótinu keppa margir heimskunnir sund- menn. hsím MK-keppnin í goifi í dag fer fram MK-keppnin í golfi á vegum Golfklúbbs Reykjavíkur. Það er Múlakaffi sem er bakhjarl að þessu móti og gefur öll verðlaun til þess. Leiknar verða 18 holur með forgjöf. Ræstverðurútfrá kl. 14.00 til 18.30. Khalifa kominn til Búdapest - vegna Afríku-hlaupsins Omar Khalifa, súdanski hlauparimi heimsfi-ægi, sem hóf Afrikuhlaupiö á þurrkasvæðum Súdans, kom til Búda- pest í Ungverjalandi í gærkvöldi og var það siðasti áfangi hans í hlaupinu - maraþonhlaupinu til styrktar hungr- uðum í Afriku. Hann bar ólympíu- kyndilinn og hljóp þegar 10 km i Búda- pest til hvatningar fyrir hlaupið þar í borg á sunnudag eins og annars staðar í heiminum. Atilla Mizser, heimsmeLstarinn í nú- tíma fimmtarþraut, tók á móti Ómari á flugveUinum í Budapest, Ferihegy- flugvelli og ungverska útvarpið skýrði frá því í gærkvöldi að margir af kunn- ustu íþróttamönnum Ungverjalands hefðu hlaupið með Khalifa um götur borgarinnar. Frá Búdapest heldur hann áfram för sinni. Fer til Helsinki næst, síöan Bonn, Amsterdam, Dublin og Ixmdon áður en hann heldur áleiðis til New York. Þar lýkur hann ferð sinni við byggingu Sameinuðu þjóðanna. hsím Lakers úr leik Los Angeles Lakers töpuðu í gær- kvöldi fyrir Houston Rockets með 112 stigum gegn 114 í fimmta leik liðanna í undanúrslitum NBA keppninnar. Með þessum ósigri eru Pétur Guð- mundsson og félagar úr leik en Houston Rockets munu mæta Boston Celtics í úrslitum. ÓA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.