Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1986, Blaðsíða 35
DV. FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986.
35
Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál
Úrslit 1982
Fimm listar voru í framboði í kosn-
ingunum 1982.
Úrslit urðu þessi:
Alþýðuflokkur (A) 203 1
Framsóknarflokkur (B) 559 3
Sjálfctæðisflokkur (D) 677 4
Alþýðubandalag (G) 249 1
Óháðir kjósendur 169 0
Þessir voru kjömir í bæjarstjóm:
Steingrímur Ingvarsson (A), Ingvi
Ebenhardsson (B), Hafsteinn Þor-
valdsson (B), Guðmundur Kr.
Jónsson (B), Óli Þ. Guðbjartsson
(D), Guðmundur Sigurðsson (D),
Ólafur Helgi Kjartansson (D),
Guðfinna Ólafcdóttir (D) og Sigur-
jón Erlingsson (G).
Selfoss:
Sex listar í framboði
Á Selfossi hafa menn áhyggjur af
atvinnumálunum eins og svo víða
annars staðar. Bærinn hefur í gegnum
tíðina verið þjónustubær íyrir sveit-
imar í nágrenninu. Nú hallar undan
fæti hjá bændum og það bitnar að
sjálfcögðu á atvinnulífinu á Selfossi.
Þess vegna vilja allir frambjóðendur
efla atvinnuþróunina.
Hinn almenni kjósandi hefur úr
mörgu að velja því að sex listar bjóða
nú fram. Tveir þessara lista em nýir
af nálinni; Kvennalistinn og Flokkur
mannsins.
Þetta kjörtimabil hafa Framsóknar-
flokkur og Sjálfctæðisflokkur starfað
saman í meirihluta bæjarstjómarinn-
-APH
Alþýðubandalag:
Auka félags-
lega þjónustu
„Atvinnumálin skipta okkur mestu
máli. Við viljum að bæjarfélagið eigi
frumkvæðið að atvinnuuppbyggingu
hér og bíði ekki bara eftir því að hlut-
imir gerist. Einnig viljum við að
hingað verði ráðinn atvinnumálafull-
trúi,“ sagði Þorvarður Hjaltason, efsti
maður á lista Alþýðubandalagsins.
„Við leggjum einnig mikla áherslu
á að auka félagslega þjónustu. Upp-
bygging á þvi sviði hefúr að mestu
legið niðri. Það þarf að koma upp
dagvistarheimili með hraði og halda
áfram byggingu íbúða fyrir aldraða
eða halda áfram þar sem frá var horf-
ið ’78 til ’82. Þá viljum við að hér verði
byggðar íbúðir á félagslegum gmnd-
velli. -APH
Þorvarður Hjaltason.
Flokkur mannsins:
Ekki bóla
sem springur
Flokkur mannsins hefur verið starf-
srndi á Selfossi síðastliðin tvö ár og
býður nú fram lista í þessum kosning-
um.
„Við viljum að bæjarfélagið gefi gott
fordæmi og hækki laun bæjarstarfe-
manna. Við teljum það vera mögulegt
ef litið er á það sem sjálfcögð mann-
réttindi að hafa mannsæmandi laun,“
sagði Davíð Kristjánsson, efeti maður
lista Flokks mannsins.
„Hér þarf einnig meira atvinnuör-
yggi svo að fólk þurfi ekki að flýja
þetta láglaunasvæði. Einnig verður
að hraða framkvæmdum við byggingu
íbúða fyrir aldraða.
Við teljum að um 70 til 80 prósent
fólks sé sammála okkar stefnumálum,
en það þorir ekki að kjósa okkur
Davíð Kristjánsson.
vegna þess að það heldur að þetta
framboð sé einhver bóla sem eigi eftir
að springa. Það er mesti misskilning-
ur.
-APH
Kvennalisti:
Laun aldrei
undir fram-
færslukostnaði
„Við viljum auka hlut kvenna í
bæjarstjómarmálum. I síðustu kosn-
ingum komst aðeins ein kona í
bæjarstjómina,” sagði Sigríður Jens-
dóttir, efeta kona á lista Kvennalist-
ans, sem býður fram í fyrsta skipti á
Selfossi.
„Við setjum atvinnu-, launa- og fé-
lagsmál á oddinn. Við viljum að
bæjarfélagið styðji atvinnufyrirtæki
ef þörf krefur og reyni að laða hingað
ný fyrirtæki. Einnig leggjum við
áherslu á að greidd verði mannsæm-
andi laun og að þau verði aldrei undir
framfærslukostnaði."
Það em fjölmörg önnur málefhi sem
Kvennalistinn vill koma í framkvæmd.
Að sögn Sigríðar er mikil þörf á dag-
vistun fyrir böm á Selfossi og einnig
að komið verði á samfelldum skóla-
Sigríður Jensdóttir.
degi. Þá er mikilvægt að bætt verði
þjónusta við aldraða.
-APH
Framsóknarflokkur:
Fjárhagurinn
á réttum kili
„Meirihlutasamstarfið hefúr gengið
mjög vel. Okkur hefur tekist að koma
á mjög góðri fjárhagsstöðu bæjarfé-
lagsins. Við mörkuðum ákveðna
stefnu í þeim efnum í upphafi og höfum
náð að koma bæjarfélaginu á réttan
kjöl. Greiðslustaðan er góð og við-
skiptatraust bæjarins út á við einnig
gott,“ sagði Guðmundur Kr. Jónsson,
efcti maður á lista Framsóknarflokks-
ins.
Að sögn Guðmundar leggur Fram-
sóknarflokkurinn mesta áherslu á að
efla atvinnumál bæjarins. Þegar liggi
fyrir samþykkt bæjarstjómar um að
útvega fjármuni til kaupa á hlutabréf-
um í fyrirtækjum og einnig til að auka
hlutafé í fyrirtækjum.
Fjölmörg önnur mál em á dagskrá
Framsóknarflokksins. Efla þarf m.a.
æskulýðs- og íþróttamál og einnig er
Guðmundur Kr. Jónsson.
stefnt að því að leysa dagvistunarmál
bæjarins á árinu 1987.
-APH
Alþýðuflokkur:
Fyrirsjáan-
legur sam-
dráttur hér
„Við viljum fyrst og fremst efla at-
vinnulífið. Selfoss hefúr verið þjón-
ustubær við sveitimar hér í kring. Nú
er búið að byggja upp í sveitunum og
að auki hefúr mjólkurkvótinn verið
minnkaður. Það er því fyrirsjáanlegur
samdráttur hér á Selfossi. Fyrir þenn-
an leka verður að komast. Við viljum
auglýsa staðinn og efla ráðgjöf fyrir
fyrirtæki um markaðsmöguleika,11
sagði Steingrímur Ingvarsson, efeti
maður á lista Alþýðuflokksins.
Steingrímur er einnig óánægður með
þann samning sem bæjarstjómin hefúr
gert við Samvinnuferðir/Landsýn um
rekstur hins nýja félagsheimilis og
Steingrímur Ingvarsson.
vill að hann verði endurskoðaður.
„Við viljum koma inn kvöðum þannig
að félagsheimilið fúllnægi þörfúm bæj-
arbúa, og þá sérstaklega unglinga."
-APH
Sjátfstæðisflokkur:
Flokkurinn
er velferðar-
flokkur
„Við leggjum áherslu á að flokkur-
inn er velferðarflokkur þó að sumir
vilji halda því fram að hann sé íhalds-
og peningaflokkur. Við viljum nálgast
vandamálin þannig að framtak og
frelsi til athafna sé í fyrirrúmi. Að
okkar mati á ekki að stýra fólki held-
ur á það hafa möguleika til að eiga
sjálft frumkvæði," sagði Brynleifur
H. Steingrímsson, efcti maður á lista
Sjálfstæðisflokksins.
Brynleifur telur þó að bæjarfélagið
eigi að hafa frumkvæðið í ýmsum
málum t.d. þegar um er að ræða meiri-
háttar fjárstreymi inn í bæinn.
„Við höfúm einnig áhuga á að efla
iðnað í kringum landbúnað og sjávar-
Brynleifur H. Steingrimsson.
útveg,“ segir Brynleifur og telur að
það hafi verið mikil mistök að selja
togarann Bjama Herjólfcson á sínum
tíma. Sjávarútvegur eigi enn erindi til
Selfoss og nauðsynlegt sé að vinna að
þvi að koma upp fiskvinnslu þar á
nýjan leik. -APH
A-listi Alþýðuflokksins
1. Steingrímur Ingvarsson
2. Eygló Lilja Gránz
3. Sigurjón Bergsson
4. Katrín Bjamadóttir
5. Júlíus H. Baldvinsson
6. Erla Eyjólfsdóttir
7. Sigurður Guðjónsson
8. Ásgrímur Kristófersson
9. Sigríður Á. Jónsdóttir
10. Heiðar Snær Engilbertsson
11. Laufey Kjartansdóttir
12. Jakobina Óskarsdóttir
13. Sigríður Bergsteinsdóttir
14. Hreinn Erlendsson
15. Sigurbjörg Gísladóttir
16. Jón I. Sigurmundsson
17. Jónas Magnússon
18. Guðmundur Jónsson
B-listi framsóknarmanna
1. Guðmundur Kr. Jónsson
2. Grétar H. Jónsson
3. Ingibjörg S. Guðmundsdóttir
4. K. Hjördís Leósdóttir
5. Pálmi Guðmundsson
6. Jón G. Bergsson
7. Jón Ó. Vilhjálmsson
8. Ásdís Ágústsdóttir
9. Guðbjörg Sigurðardóttir
10. Hákon Halldórsson
11. Sólrún Guðjónsdóttir
12. Vignir Rafn Gíslason
13. Þorgrímur Óli Sigurðsson
14. Ingibjörg Stefánsdóttir
15. Guðmundur Eiríksson
16. Sigurdór Karlsson
17. Sigurfmnur Sigurðsson
18. Ingvi Ebenhardsson
D-listi Sjálfstæðisflokksins
1. Brynleifur H. Steingrímsson
2. Bryndís Brynjólfsdóttir
3. Haukur Gíslason
4. Valdimar Þorsteinsson
5. Haraldur B. Amgrímsson
6. Arndís J. Jónsdóttir
7. Óskar G. Jónsson
8. Nína Guðbjörg Pálsdóttir
9. Sigurður Þór Sigurðsson
10. Þórunn Einarsdóttir
11. Björn Ingi Gíslason
12. Aðalheiður Jónsdóttir
13. Jakob J. Havsteen
14. Kolbeinn I. Kristinsson
15. Dagfríður Finnsdóttir
16. Páll Jónsson
17. Guðmundur Sigurðsson
18. Óli Þ. Guðbjartsson
G-listi Alþýðubandalags
1. Þorvarður Hjaltason
2. Kolbrún Guðnadóttir
3. Sigríður Ólafsdóttir
4. Bryndís Sigurðardóttir
5. Ottó Valur Ólafsson
6. Þorbjörg Þorkelsdóttir
7. Hreggviður Davíðsson
8. Gyða Sveinbjörnsdóttir
9. Gunnar Jónsson
10. Ásthildur Bjarnadóttir
11. Magnús J. Magnússon
12. Lísbet Nilsdóttir
13. Gestur Ólafur Auðunsson
14. Hansína Stefánsdóttir
15. Magnús Aðalbjarnarson
16. Helga Guðjónsdóttir
17. Hafsteinn Stefánsson
18. Sigurjón Erlingsson
M-listi Flokks mannsins
1. Davíð Kristjánsson
2. Einar G. Axelsson
3. Lilja Jónsdóttir
4. Sigríður Haraldsdóttir
5. Sævar H. Geirsson
6. Guðný K. Axelsdóttir
7. Benedikt Þ. Axelsson
8. Stefán Pétursson
9. Maria Hafsteinsdóttir
10. Lúðvík P. Jónsson
11. Haraldur Magnússon
12. Haraldur Skarphéðinsson
13. Niels Joenson
14. Bergur Sigurjónsson
15. Þorvaldur Sigurðsson
16. Sigurður R. Óttarsson
17. Guðmundur S. ólafsson
18. Sigríður Einarsdóttir
V-listi Kvennalistans
1. Sigríður Jensdóttir
2. Ramiveig Óladóttir
3. Valgerður Kr. Fried
4. Kristjana Sigmundsdóttir
5. Svanheiður Ingimundardóttir
6. Jóhanna Lárusdóttir
7. Sigrún Ásgeirsdóttir
8. Kristín G. Guðmundsdóttir
9. Sigrún Jensey Sigurðardóttir
10. Guðrún Sigríður Þórarinsdóttir
11. Guðrím Amhildur Sveinsdóttir
12. Sigurbjörg Árnadóttir
13. Lilja Guðmundsdóttir
14. Ería Bára Andrésdóttir
15. Nanna Þorláksdóttir
16. Sigríður Matthíasdóttir
17. Kristín Þórarinsdóttir
18. Jóna Þómnn Vigfúsdóttir