Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1986, Blaðsíða 15
DV. FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986. 15 Daufleg kosningabarátta Ég held að kosningabarátta sú er senn lýkur sé einhver hin einkenni- legasta sem ég man eftir. Hún er fyrst og fremst einkennileg vegna þess hve lítið fer fyrir henni, það er rétt svo maður viti af því að almenn- ar sveitarstjómarkosningar séu á næsta leiti. Hvers vegna lognmolla? Það er líklega rétt að staldra að- eins við áður en lengra er haldið og athuga hvað getur valdið þeirri deyfð sem mér finnst hafa einkennt baráttima hingað til, í það minnsta hér á höfuðborgarsvæðinu, þar sem hún hefur yfirleitt verið hörðust. Ein meginskýringin kann að felast í því að fólk bíði eftir sjónvarpinu. Kosningabarátta hefur í sífellt auknum mæli færst i sjónvarpið, eins og pólitísk átök yfirleitt. Þar em málin rædd og í sjónvarpi sér fólk frambjóðendur, vegur þá og metur. Vafalaust em þeir margir sem ekki vilja gera upp hug sinn fyrr en þeir hafa fylgst með kappræðum í sjón- varpi, kannski ræðst það kvöldið fyrir kjördag hvemig nokkur þúsund Reykvíkingar verja atkvæði sínu. Fleira kann að koma til. Gríðar- lega margir nýir kjósendur bætast við. Ekki er nóg með það að þrjú ár séu liðin firá síðustu almennu kosningum heldur hefur kosninga- aldur verið lækkaður um tvö ár. Það em því fimm nýir „árgangar" íslend- inga sem ganga nú að kjörborði í fyrsta sinn. Það mætti segja mér að aðeins lítill hluti þessa hóps hafi í raun nokkra skoðun á þeim málefn- um sem hæstvirtir frambjóðendur vilja láta kjósa um. Alþingiskosn- ingar myndu væntanlega fremur höfða til þessa hóps, en sveitar- stjómarmál hér á höfuðborgarsvæð- Kjallari á fimmtudegi Magnús Bjarnfreðsson inu hefur þetta unga fólk yfirleitt lítið kynnt sér. Það vill ekki láta draga sig í pólitíska dilka og ýmsar pólitískar vanmetakindur hafa kom- ið því inn hjá því að pólitík sé eitthvað óhreint, sem heiðarlegt fólk komi lítið nærri. Líklega skilar þetta unga fólk sér á kjörstað, en miklar sveiflur geta enn orðið varðandi stuðning þess við menn og málefni. En hvað um það - flokkamir renna nokkuð blint í sjóinn hvað þennan fjöLmenna kjós- endahóp varðar og það setur sitt mark á kosningabaráttuna. En fleira hlýtur að koma til sem veldur þessari miklu deyfð, ekki hvað síst í höfuðborginni. Vonleysi minnihlutaflokka Vafalaust hefur það sín áhrif á kosningabaráttuna í Reykjavík að allir virðast ganga út frá því sem gefhu að engin breyting verði á stjóm borgarinnar. Maður heyrir engan svo mikið sem impra á því að íhaldið kunni að tapa meirihlutan- um, varla að nokkrum detti í hug að borgarfulltrúar þess verði færri en níu! Þegar þannig er í pottinn búið er ekki mikill spenningur í kosningun- um því mönnum finnst litlu máli skipta hvemig minnihlutasætin skiptast upp á milli flokka, sem verða algerlega áhrifalausir um stjóm borgarinnar. En af hveiju er svo komið að menn hafa enga trú á að meirihluta Sjálf- stæðisflokksins verði hnekkt? Er það vegna ágætis hans og leiðtoga hans einvörðungu eða hafa minni- hlutaflokkamir sjálfir valdið þessum ósköpum? Vafalaust vilja bæði borg- arstjórinn og fylgismenn hans halda sig við fyrri möguleikann, en ég held að þeir hafi fengið dyggilega aðstoð frá minnihlutaflokkunum. Lítum aðeins á þá ímynd sem borg- arstjórinn bersýnilega hefur sjálfur viljað skapa sér. Þegar hann kom til valda lauk eina kjörtímabilinu sem minnihluta- flokkamir hafa stjómað Reykjavík saman. Þeir unnu fremur óvæntan kosningasigur og það tók þá langan tíma að koma sér niður á starfs- gmndvöll, vom varla búnir að því þegar kjörtímabilinu lauk. Mál vom oft lengi í afgreiðslu, hver kenndi öðrum um og borgarstarfsmenn sjálfir lágu ekki á upplýsingum um skoðanaágreining þegar hann kom upp, enda næsta einlit pólitísk hjörð. í raun og vem vom kosningamál Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu borgarstjómarkosningar ákaflega rýr. Smámál eins og nokkrir Ikarus- strætisvagnar vom gerðir að stór- máli, eins og menn muna. En flokkurinn átti sitt leynivopn, sem var borgarstjóraefhið og síðar borg- arstjórinn. Hann var alger andstaða málamiðlunarkerfis þríflokkanna, hann tók einarða afstöðu strax og hann afgreiddi mál, hann var óum- deildur foringi í sínu liði, menn vissu að hann hafði völdin og hann skor- aðist hvorki undan því að axla þau né ábyrgðina sem fylgdi þeim. Hann skóp sér sjálfur ímynd hins ótrauða baráttumanns og afgerandi stjóm- anda. Og kjósendur tóku honum tveim höndum. Hafi nokkrir hjálpað honum dyggilega til að viðhalda þessari ímynd þá em það minnihlutaflokk- amir. Þeir hafa í baráttu sinni þrástagast á einræðishneigð hans, og mig gmnar að þeir hafi rétt hon- um mörg atkvæði á silfurfati með þessum söng. Kjósendur varðar ekk- ert um hvort hann tekur einn einhverjar ákvarðanir eða hvort samflokksmenn hans í borgarstjóm gera það. Þá varðar um að ákvarð- anir séu teknar og einhver vilji bera ábyrgð á þeim. Mér finnst í meira lagi skrýtið að það skuli vera meira ádeiluefni á borgarstjórann hvemig hann tekur ákvarðanimar en hvemig þær em. í stað þess að halda uppi harðri gagnrýni á ýmsar þær ákvarðanir, sem vissulega hafa orkað tvímælis, er óskapast og býsnast yfir málatil- búnaði og hraðri afgreiðslu. Að vísu eiga minnihlutaflokkamir þama ekki óskipt mál, en engu að síður er þetta áberandi sé á heildina litið. Allt þetta hefur orðið til þess að athyglin beinist að persónu borgar- stjórans fremur en raunvemlegri stjóm hans á borginni. Áróður minnihlutaflokkanna verður jafhvel til þess að fólki finnst Davíð varla pólitískur, heldur miklu fremur fyr- irbæri út af fyrir sig. Enda heyrist ungt fólk í Reykjavík segja: Ég botna ekkert í þessari pólitík svo ég ætla bara að kjósa hann Davíð! En nú styttist í að úrslit liggi fyr- ir. Hvemig verða þau í Reykjavík? Eigum við að giska? A-1 B-0, D-8- 9, G-3, V-2, M-0. En kannski á þetta eftir að breytast þegar fólk hefur horft á sjónvarpstækin kvöldið fyrir kjördag. Magnús Bjarnfreðsson. „Mér finnst í meira lagi skrýtið að það skuli vera meira ádeiluefni á borgarstjór- ann hvemig hann tekur ákvarðanir en hvernig þær eru.“ Borgarstjórnarkosningar og skólinn Nú líður óðum að kosningadegi til borgarstjómar. Þó óvenjulítið hafi farið fyrir kosningabaráttunni að þessu sinni hafa frambjóðendur þó verið á ferðinni á vinnustöðum hér og hvar. Sá háttur var upptekinn fyrir nokkrum árum að reyna að ná til fólks í vinnu þar sem almennir fundir hlutu ekki aðsókn sem skyldi. Þetta fyrirkomulag hefur þann kost, einkum þegar kosið er til borgar- stjórnar, að kjósendum gef'st kostur á að ræða um sinn vinnustað og af- skipti borgarinnar af honum. Þannig hlýtur að koma til umræðu sú þjón- usta sem borgin á að standa fyrir og á hvem veg þeim fjármunum er varið sem borgarbúar reiða af hendi í útsvörum sínum. Framlag Kennarasambandsins Ég hef veitt því athygli að einn málaflokkur, sem borgin hefur mikil afskipti af, skólamálin, hefur ekki verið á dagskrá hjá neinum af þeim listum sem nú bjóða ffarn. Á þessu sviði rekur borgin þó nær 30 stofnan- ir. I nær öllum hverfum borgarinnar em skólar sem em vinnustaðfr hundmða kennara og þúsunda nem- enda. Þessar stofnanir snerta hvert heimili í borginni og hlýtur að skipta milu máli hvemig málum er þar háttað. Það er hins vegar ekki ný reynsla að þessi málaflokkur veki ekki sérlegan áhuga opinberra stjómenda. Kennarasamband ís- lands hefur nú sent ffambjóðendum til sveitarstjóma ritling í þríblaða- formi sem ber yfirskriftina: Er allt í lagi í þínu sveitarfélagi? og fjallar um skólamál og kennslu. Þar er vitnað í nokkrar greinar gmnn- skólalaga og ffambjóðendur hvattir til þess að kynna sér hvemig málin standa í þeirra heimabyggð. Á því er vakin athygli að skólahald er einn meginþáttur hvers sveitarfélags og þau hafa þar miklar skyldur. Full ástæða er til að minna á að póli- tískar ákvarðanir er varða skólann em ekki bara teknar af ríkisvaldinu heldur einnig af sveitarstjómum og skólanefndum. Þess vegna hlýtur það að vera ffumskylda þeirra sem gefa kost á sér til setu í sveitarstjóm- um að kynna sér þennan flokk mála sem best. Þetta rit kynningamefhdar Kennarasambandsins stuðlar að því. Auk þess minna kennarar á að þeir em reiðubúnir til samstarfs við sveitarstjómir og þeir búa yfir mik- illi reynslu og þekkingu sem að haldi má koma. Reykjavík skipt í skólahverfi Reykjavíkurborg er eitt skóla- hverfi. Þar em reknir á þriðja tug gmnnskóla auk nokkurra fram- haldsskóla. í Reykjavík fer fræðslu- ráð með hlutverk skólanefndar. Það þýðir að þessi eina nefnd á að fylgj- ast með starfi allra gmnnskólanna og fjölbrautaskólanna. Reynslan hefur leitt í ljós að þetta er ofætlan. Fræðsluráð hefur enga möguleika til þess. Störf þess verða fyrst og firemst afgreiðslustörf sem em handauppréttingar um ýmis mál. Sáralítil skólamálamnræða á sér þar stað né umfjöllun um einstaka skóla eða hverfi. Sú spuming hlýtur því að vakna hvort ekki sé tími til kom- inn að breyta þessu og borginni verði skipt niður í smærri einingar. Þann- ig myndu verða til ákveðin skóla- hverfi sem hefðu sína skólaneffid og foreldrar úr viðkomandi hverfum ættu sæti í þeirri nefnd. Þannig myndi t.d. Breiðholtið verða eitt skólahverfi og skólanefridin fjalla sérstaklega um málefni skólanna þar. Fræðsluráð yrði eftir sem áður með yfirstjóm skólamála og væri samræmingaraðili fyrir borgina. Þannig myndu starfskraftar, sem úti í hverfunum búa, nýtast skólunum mun betur og meiri líkur til þess að samvinna skapaðist milli einstakra skóla. Foreldrastarf yrði með þessum hætti mun virkara. Æskilegast væri að slíkar skólanefndir yrðu skipaðar úr hópi foreldra frá hverjum skóla eins og áður er að vikið. Fræðsluráð yrði eftir sem áður kosið pólitískri kosningu. Það er hagur foreldranna, sem jú allir em kjósendur, að skóli bama þeirra sé sem best búinn og hafi á að skipa sem hæfustum starfsmönn- um. Ég hygg að það yrði metnaðar- mál íbúanna í skólahverfunum að stuðla að slíku. Vaxandi áhyggjur Nokkur umræða hefur í vetur orð- ið um það ástand sem ríkir í ráðning- armálum kennara. Þar hefur hæst borið hve torvelt hefur verið að fá kennaramenntað fólk til starfa. Slíkt hefur ekki bitnað í neinum mæli á skólum í Reykjavík þó örlað hafi á því síðastliðið haust, í fyrsta sinni hvað grunnskólana varðar. Á þessu skólaári, sem nú er senn liðið, gerð- ist það að 57 kennarar við gmnn- skólana í landinu sögðu upp störfum sínum á skólaárinu. Slíkt er nýtt í sögunni að menn hverfi frá starfi á miðju starfsári. Þetta er áminning um viðhorf til starfsins sem stafar Kjallarinn Kári Arnórsson skólastjóri af afar lélegum kjörum. Flestir hugs- andi foreldrar hafa af þessu vaxandi áhyggjur. Þó að skortur á menntuð- um kennurum hafi ekki háð Reyk- víkingum svo mjög þá er hitt ljóst að skólinn dregur ekki til sín af- burðafólk meðan þetta ástand varir. Ég er sannfærður um að verði borg- inni skipt í minni einingar eins og hér hefur verið vikið að þá munu hverfisskólanefndir láta sig miklu varða hvemig til tekst með ráðning- ar að skólunum og reyna með öllum ráðum að auka skilning ráðamanna ríkisfjármála á því alvarlega ástandi sem skapast verði skólamir ekki eft- irsóttur vinnustaður. Sem betur fer hafa ekki allir atgervismenn í kenn- arastétt yfirgefið skólana en hætta er á að þeir endumýist seint miðað við þær forsendur sem nú em. Von- andi hreyfir dreiffrit Kennarasam- bandsins við sveitarstjómarmönn- um í þessum efrium. Kári Arnórsson. Frá prófi i grunnskóla í Reykjavík. „Kennarasamband íslands hefur nú sent frambjóðendum til sveitarstjóma ritling 1 þríblaðaformi sem ber yfirskriftina: Er allt í lagi í þínu sveitarfélagi? ...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.