Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1986, Blaðsíða 7
DV. FIMMTUDAGUR 22. MAl 1986. 7 Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Spurt í Þorlákshöfn: Hverju spáir þú um úrslit kosninganna? Sigríður Garðarsdóttir afgreiðslu- stúlka: - Þetta er í fyrsta sinn sem ég kýs og ég veit ekkert hvað ég ó að segja um þessi mál. Tryggvi Samúelsson bensínaf- greiðslumaður: Framsókn fær tvo, Sjálfstæðisflokk- ur 2, K-listinn tvo og H-listinn einn. Páll Jónsson, umboðsmaður Olís: - Ég var í hreppsnefnd og fékk nóg. Spái ekkert í þetta lengur. Björg Óskarsdóttir afgreiðslustúlka: Framsókn fær tvo, Sjálfstæðisflokk- ur einn, H-listinn einn og óháðir þrjá. Gísli Guðjónsson sjómaður: - Óháðir fá líklega tvo menn kjörna, Sjálfstæðisflokkur einn, H-listinn einn og Framsókn 3. Ásdis Garðarsdóttir: - Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og óháðir fá tvo menn hver og síðan fá þeir í sveitinni einn. Þoriákshöfn: Ríkið að drepa einkaframtakið í Þorlákshöfn hefur ekki verið myndaður meirihluti í hreppsnefhd- inni frá upphafi. Nú virðast vera komnar upp raddir sem vilja að gerðar verði breytingar og myndaður meiri- hluti. Það muni gera störf hrepps- nefhdarinnar virkari. Atvinnuástand hefur verið þokka- legt en flestir benda á að atvinnulífið sé of einhæft. Nauðsynlegt sé að auka fjölbreytni þess. Eitt mál veldur Þorlákshafnarbúum áhyggjum. Þar hefur um nokkurra ára skeið verið starfandi kolsýruverk- smiðja. Nú bregður svo við að salt- verksmiðjan á Reykjanesi hyggst starfrækja aðra kolsýruverksmiðju. Þessu una menn í Þorlákshöfh illa og telja að þetta framtak ríkisins verði til að drepa verksmiðjuna þeirra. Nægilegt sé að hafa eina slíka og hún geti auðveldlega annað allri eftirspum hér á landi og rúmlega það. Væntan- leg hreppsnefnd mun án efa ganga til verks í þessu máli. -APH Frá Þorlákshöfn. Herjólfur að sigla inn. Framfarasinnar: FulHrúar allra í byggðarlaginu Listi Framfarasinna er skipaður mönnum úr. dreifbýlinu í nágrenni Þorlákshafhar. Að sögn Hrafnkels Karlssonar, efsta manns listans, eru fáar sveitir sem hafa svo fjölbreytt atvinnulíf sem þama. Afhefðbundnum búskap er að finna fiskirækt, loð- dýrarækt og garðyrkjubúskap. „Við byrjuðum að bjóða fram 1974 til að tryggja okkur hlut í hrepps- nefhdinni. Hér er þó ekki um neina aðskilnaðarstefnu að ræða. Við leggj- um mikla áherslu á að sameina hreppsbúa og mynda einingu milli þeirra er búa í Þorlákshöfn og þeirra sem búa í sveitunum. Við stefhum að því að auka fjölbreytnina í atvinnulíf- inu og ítrekum að við erum fulltrúar allra í hreppnum, hvort sem þeir koma úr dreifbýlinu eða þéttbýlinu. Þorlákshöfh er ungt byggðarlag. Það hefur þróast ört og félagsleg þjón- Sjálfstæðisflokkur: Verið að drepa einstaklings- framtakið „Það fylgja því nokkrir vaxtarverkir að bærinn hefur byggst upp á skömm- um tíma eða 25 árum. Hér hefur þurft að byggja allt frá gmnni og enn vant- ar byggingar sem snúa að félagsmál- um,“ sagði Bjarni Jónsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins. Bjami telur æskilegt að myndaður verði meirihluti í hreppsnefndinni. Sú skipan skili sér í fljótvirkari stjómun bæjarmálanna. Hann vill einnig að hreppsnefndin verði opnari. Bjami er óhress yfir því að saltverk- smiðjan skuli ætla að hefja kolsýru- framleiðslu. „Með þessu er verið að Hrafnkell Karlsson, efsti maður á lista Framfarasinna. usta hefur ekki náð að fylgja þeirri þróun nægilega vel. Við leggjum því áherslu á að félagsmálunum verði sinnt betur. Sérstaklega er mikilvægt að bæta aðstöðu þeirra eldri. Við vilj- um að sú kynslóð, sem byggt hefur þetta upp, fái að njóta sín í ellinni og eigi kost á að búa hér,“ sagði Hrafh- kell Karlsson. -APH Bjarni Jónsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins. redda þessari verksmiðju en um leið verið að drepa einstaklingsframtakið héma á Þorlákshöfh. Verksmiðjan hér getur ein auðveldlega annað kolsým- eftirspuminni hér á landi.“ -APH Óháðir og vinstrimenn: Á að mynda meirihluta „Ég vonast til þess að nú verði myndaður meirihluti í hreppsnefhd- inni, annars er hún að mestu óstarf- hæf,“ sagði Guðbjörn Guðbjömsson, efsti maður á lista Óháðra og vinstri- manna. Listinn samanstendur af stuðningsmönnum Alþýðuflokks og Alþýðubandalags og óháðum kjósend- um. „Það verður að styrkja atvinnuupp- bygginguna héma. Við þurfum að hafa hér fjölbreyttara atvinnulíf. Vænlegur kostur er að hér verði kom- ið upp iðngörðum. Þá er mikil þörf á því að byggja íþróttahús. Einnig er ljóst að byggja verður heilsugæslustöð. Almannavamakerfið og símamál Framsóknarflokkur: Ekki með neinn lof- orðalista „Ég er ekki með neinn loforðalista. Það er andstætt mínum grundvallar- hugmyndum að setja fram einhvem loforðalista, sem ekki er hægt að standa við,“ sagði Þórður Ólafsson, sem skipar efsta sæti á lista Fram- sóknarflokksins. „Nú er verið að byggja íbúðir fyrir aldraða og við leggjum áherslu á að þvi verki verði haldið áfram. Næsta stórverkefhi hér er að byggja íþrótta- hús. Einnig er æskilegt að komið verði upp léttum iðnaði fyrir eldra fólk.“ Þórður er ekki ánægður með að salt- verksmiðjan á Reykjanesi ætli nú að byrja að framleiða kolsýru. Það ógni Guðbjörn Guðbjörnsson, efsti maður á lista Óháðra og vinstrimanna. em hér í miklum ólestri. Símasamband hefur verið lélegt í langan tíma og ekkert eða lítið hefur verið gert til að kynna almannavamir.“ -APH Þórður Ólafsson, efsti maður á lista Framsóknarflokksins. tilvem kolsýmverksmiðjunnar á Þor- lákshöfn. „Mér finnst þetta lýsa vel vinnu- brögðum frjálshyggjuaflanna innan Sjálfstæðisflokksins. Þett mun að lík- indum eyðileggja rekstrargmndvöll verksmiðjunnar héma,“ sagði Þórður. Hann segist einnig vera andvígur því að myndaður verði meirihluti inn- an hreppsnefndarinnar. „Ég ætla ekki að taka þátt í þeim leik. Starf hreppsnefndarinnar hefur gengið mjög vel án þess að myndaður hafi verið meirihluti. Mitt „mottó“ er að velja fólk sem er hæft en ekki eftir pólitík. -APH Úrslit 1982 Fjórir listar vom í framboði í síðustu kosningum. Urslit urðu þessi: Alþýðuflokkur og óháðir (A) 1 Framsóknarflokkur(B) 2 Sjálfstæðisflokkur (D) 2 Óháðir kjósendur (H) 2 Þessir vom kjömir í hreppsnefhd: Ásberg Lárenzínusson (A), Þorleifur Björgvinsson (B), Þorvarður Vil- hjálmsson (B), Einar Sigurðsson (D), Kristín Þórarinsdóttir (D), Ólafur Ól- afsson (H) og Engilbert Hannesson (H). Framboðslistar við sveitar- stjórnarkosningar í Ölfus- hreppi Listi Framsóknarflokksins Þórður Ólafsson Hjörtur B. Jónsson Ingibjörg Ketilsdóttir Þorleifur Björgvinsson Hróðný Gunnarsdóttir Sveinn Jónsson Baldur Loftsson Hafdís Harðardóttir Þorvarður Vilhjálmsson Hrönn Guðmundsdóttir Árni St. Hermannsson Jón Eiríksson Árni Pálmason Ketill Kristjánsson Til sýslunefndar: Benedikt Thorar- ensen, Þorvarður Vilhjálmsson. Listi Sjálfstæðisflokksins Einar F. Sigurðsson Bjarni Jónsson Grímur Markússon Birna Borg Sigurgeirsdóttir Halldór R. Ottósson Jón H. Sigurmundsson Ármann Einarsson Hafsteinn Ásgeirsson Karl S. Karlsson Jóhanna Óskarsdóttir Bjarni E. Sigurðsson Hallfriður M. Höskuldsdóttir Ásta Júlía Jónsdóttir Kristín Lúðvíksdóttir Til sýslunefndar: Guðbrandur Ein- arsson, Kristín Þórarinsdóttir. Listi framfarasinna Hrafnkell Karlsson Guðmundur Baldursson Guðmundur Ingvarsson Guðmundur Birgisson Þorlákur Kolbeinsson Sigurður Hermannsson Runólfur Gíslason Sigurður Ragnarsson Eyvindur Erlendsson Jömndur Ákason Ragnhildur Johnsdóttir Siggeir Jóhannsson Þrúður Sigurðardóttir Engilbert Hannesson Til sýslunefndar: Hildur Hákonar- dóttir, Gunnhildur Davíðsdóttir Listi óháðra og vinstrimanna Guðbjörn Guðbjörnsson Oddný Ríkharðsdóttir Ásberg Lárenzínusson Elín B. Jónsdóttir Gunnar Þorsteinsson Þorvaldur Eiríksson Guðrún S. Sigurðardóttir Ása Bjarnadóttir Stefán Jónsson Þórður Sigurvinsson Einar Ármannsson Sigríður Stefánsdóttir Grétar Þorsteinsson Edda Ríkharðsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.