Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Blaðsíða 4
48 DV. LAUGARDAGUR 31.MAÍ 1986. HMíMexíkó HMíMexíkó HMíMexíkó HMíMexíkó • Julio Cesar Romero. „Náum öðm sætinu - segir þjálfarí Paraguay „Það er alltaf óþægilegt að vera í sama riðli og heimaþjóð- in. En ég er þó sannfærður um að við náum öðru sætinu í riðl- inum. Við erum mun vanari aðstæðum en Belgíumenn og margir lykilmannanna í liðinnu leika knattspyrnu við svipaðar aðstæður með sínum félagslið- um,“ segir Cayetano Re, þjálf- ari Paraguay, sem tryggði sér sæti í lokakeppnina eftir bið frá 1958. Liðið ætti vissulega að eiga góða möguleika. I undankeppn- inni gerði liðið jafntefli á útivelli gegn Brasilíu og vann Kolumbíu og Chile. Aðal- stjarna liðsins er tvímælalaust sóknarmaðurinn Julio Sesar Romero er undanfarin ár hefur leikið með Flamingo. Eftirtald- ir leikmenn skipa lið Paraguay: Markverðír 1. Roberto Fernandez. (192 sm-82 kg) 31 árs. 42 leikir. 12. Jorge Battaglia. (180-78) 25 ára. 9 leikir. 22. Julian Coronel. 25 ára. 9 leik- ir. Varnarmenn 2. Juan Torales. (172-69) 30 ára. 57 leikir. 13. VirgJnio Caceres. (172-67) 26 ára. 19 leikir. 4. Wladimiro Schettina. (185-79) 30 ára. 18 leikir. 5. Rogelio Delgato. (178-75) 25 ára. 32 leikir. 3. Cesar Zabala. (181-77) 24 ára. 28 leikir. Miðjumenn 15. Eufemeo Cabral. (180-77) 31 árs. 11 leikir. 16. Jorge Guaszh. (174-72) 25 ára. 20 leikir. 6. Jorge Nunes. (172-72) 24 ára. 10 leikir. 17. Francisco Alcaraz. 25 ára. 8 leikir. 19. Rolando Zhilavert. 25 ára. 10 leikir. 8. Julio Cesar Romero. (172-69) 28 ára. 20 leikir. Sóknarmenn 18. E varesto Isasi. 30 ára. 5 leikir. 7. Buenaventura Ferreira. (175- 74) 25 ára. 14 leikir. 20. Ramon Hicks. (174-69) 26 ára. 28 leikir. 9. Roberto Cabanas. (174-69) 24 ára. 7 leikir. 11. Alfredo Mendoza. 25 ára. 20 leikir. 21. Faustino Alonso. 26. ára. Nýliði. Æfingar í2500 metra hæð hjá Belgunum - sem gera sér dagamun með eiginkonunum Frá Kristjáni Bernburg, fréttaritara DV í Belgíu: Belgíska landsliðið kemur mjög vel undirbúið til Mexíkó. Fyrir um það bil ári var sérstök nefnd, skipuð tveimur læknum og einum sér- menntuðum prófessor í líkamsáreynslu, send til Mexíkó ásamt einum belgísku leikmann- anna, matreiðslumanni og þjálfara til að kanna aðstæður í þunna loft- inu. Nefndin skilaði síðan 46 síðna ritgerð til knattspyrnusambandsins. Konurnar með Það sem mest hefur verið deilt ó í sambandi við landsliðið er ekki val Guy Thijs þjálfara. Sú staðreynd að konur leikmannanna fara með hefur vakið mikinn úlfaþyt. Sólfræðingar hafa skrifað um málið og ekki verið á eitt sáttir. Sumir telja að nærvera eiginkvennanna (sem reyndar verða ekki á sama hóteli) komi til með að hafa góð óhrif á leikmenn. Aðrir hafa bent á að aðfinnslur þeirra gætu haft óæskileg áhrif. En hvað um það, því verður ekki breytt að konumar fylgja með í pakkanum auk sautján stjórnarmanna knattspyrnusam- bandsins, lækna, nuddara og þjálf- ara. Þá treysta Belgar ekki vatninu í Mexíkó og munu koma með fimm þúsund lítra að heiman. Æfingabúðir í Sviss Þann 2. maí sl. héldu belgísku leik- mennirnir síðan í æfingabúðir í Ovronnas í Sviss til æfinga í þunnu lofti. Hótelið, sem hópurinn bjó á, var í 1500 metra hæð yfir sjávarmáli en hópurinn hélt síðan með lyftu upp í 2000 metra hæð. Síðan var hlaupið upp í 2500 metra hæð. Sumir leikmanna liðsins voru fljót- ir að venjast þunna loftinu. Líklega enginn þó fljótari en Danny Veyt sem hætti fljótlega að fara í lyftunni með félögum sínum og hljóp. 18 flæmskumælandi Val Guy Thijs hefur ekki vakið upp neinar deilur. Flestir eru á eitt sáttir um að hópinn skipi þeir 22 bestu í Belgíu. Þó hefur hann verið gagn- rýndur fyrir að velja frekar flæmsku- mælandi leikmenn í lið sitt en frönskumælandi. Til að mynda eru aðeins fjórir frönskumælandi í hópn- um nú en það eru varamarkverðimir írak er þriðja arabaþjóðin til að vinna sér þátttökurétt í lokakeppni HM. Áður höfðu íran og Kuwait náð þeim árangri. Líklega hefúr ekkert lið þurft að hafa jafhmikið fyrir sæti í heimsmeist- arakeppni og írakar. Liðið þurfti að Ieika átta úrslitaleiki um sæti í loka- keppninni og alla á útivelli vegna styrjalda heima fyrir. Jorge Viera á líklega stærstan þátt í árangri liðsins, hann stjómaði liðinu í undankeppninni en fékk síðan reisu- passann, evrópskum knattspymusér- fræðingum til mikillar undrunar. Við tók Edu, sem þekktari er sem eldri bróðir Zico, sem leikur með Brasilíu, en eftir stutta viðdvöl er Ijóst að sam- landi hans, Macedo, verður með liðið. auk þeirra George Grún og Michael Renquin. Tap eða sigur Belgar gera sér fyllilega grein fyrir því að allt annað en eitt af tveimur toppsætum í riðli þeirra er tap. Eftir tap fyrir stuttu á heimavelli fyrir Júgóslavíu, 1-3, eru belgískir fjöl- miðlar allt annað en bjartsýnir. Ekki má þó gleyma því að landsliðið hefur alltaf staðið sig best þegar minnst hefur verið vænst af því. Belgar eru í riðli með heimamönnum, Mexíkó, Paraguay og írak. Þrátt fyrir fram- farir liðanna er þó ekki hægt að neita því að riðillinn er einn af þeim veik- ari. Flestir munu ætla Belgíu nokkuð öruggt sæti Mexíkó upp úr riðlinum. En hvað skeður ekki á HM? HM-hópur Belga er þannig skipað- ur: 1. Jean-Marie Pfaff (180 sm-80 kg). 32 ára markvörður. 50 landsleikir. Pfaff er einn af fáum Belgum sem náð hafa langt utan Iandsteinanna. Þrátt fyrir allt hefur hann átt við mikla erfiðleika að stríða og um tíma í vetur leit út fyrir að hann myndi ekki verða í HM-hópi Belga. Hann slasaðist í leik með Bayem Miinchen og varamarkvörður liðsins, Raymond Au- mann, tók sæti hans í liðinu. Guy Thijs, þjálfari Belga, sagði að hann gæti ekki valið leikmann í lið sitt sem ekki væri fastur með félagsliði sínu. Pfaff fékk síð- ar aftur tækifæri undir slánni er Aumann meiddist í leik og hann mun verða mark- vörður númer eitt hjá Belgum á HM. Pfaff fékk gullskóinn sem besti leikmað- ur Belga árið 1978 og fyrir tveimur árum var hann kosinn vinsælasti „rauði djöf- ullinn" en það er gælunafn á belgíska landsliðinu. Pfaff lék sinn fyrsta lands- leik 22 ára gamall sem er mjög ungt af markverði að vera. Hann er nú yfirleitt álitinn vera einn af fimm bestu mark- vörðum Evrópu. Staðsetningar eru hans stærsti kostur, auk þess sem hann er rómaður fyrir úthlaup sín. 12. Jacky Munaron (180-75). 30 ára markvörður. Sjö leikir. Munaron var orðinn 24 ára þegar hann fékk fyrsta tækifæri sitt með liði sínu, Anderlecht. Áður hafði hann vermt varamannabekk- inn og það mun hann að öllum líkindum gera í Mexíkó. Hann hefur átt við axlar- meiðsli að stríða. Snöggur og liðugur og var í hópi Belga á HM 1982. 20. Gilbert Bodart. 23 ára. 1 leikur. Þegar Preudhomne, aðalmarkvörður Standard Liege, var dæmdur í sjö mán- aða leikbann vegna mútumáls árið 1984 greip Bodart tækifærið og vann sig í aðallið Standard Liege. Lítið fengið að spreyta sig á alþjóðlega vísu enn sem komið er en hann á nokkur ár inni á Pfaff og Munaron. 19. Hugo Broos(180-78). 34 ára miðvörð- ur. 20 landsleikir. Broos er aldursforseti liðsins. Komst í landsliðið 22 ára gam- Hann mun líklega stjórna liðinu í Mexíkó þrátt fyrir að hafa ekki verið viðlátinn á blaðamannafundi þeim er liðið var tilkynnt. Hópur írak er þessi: 1. Raad Salman. 2. Maad Majeed. 3. Khalil Allawe. 4. Nadhum Salim. 5. Samir Mahmoud. 6. Ali Shihab. 7. Haris Hassan. 8. Ahmed Amaiesh. 9. Kerim Minshid. 10. Hussain Mohamed. 11. Abdul Aufi. 12. Jamal Hamza. 13. Karim Allawi. 14. Basil Hanna. 15. Natik Abidoun. 16. Shaker Hamza 17. Ainid Tweresh. 18. Ismail Sharif. 19. Basim Kassin. 20. Abdul Fattah Jasim. 21. Ahmed Mohammed. 22. Ghanim Al-Roubai. • Frankie Vercauteren. all. Lék með Anderlecht mestallan feril sinn en forráðamenn þess töldu hann búinn að vera fyrir þremur árum. Hann missti þá sæti sitt í landsliðinu en náði því aftur eftir að hafa blómstrað hjá hinu nýja liði sínu, Club Brugge. Var eitt af tilraunadýrunum til að kanna áhrif hins þunna lofts í Mexíkó á líkamsstarfsem- ina í fyrra. 4. Michel De Wolli(171-65). 28 ára bak- vörður. Vinstri bakvarðarstaðan hefur lengi verið höfuðverkur belgiskra þjálf- ara og hún er það einnig núna. Wolf mun að öllun líkindum leika þá stöðu þrátt fyrir að hann leiki stöðu „Libero“ með liði sínu, AA Ghent. Einn af bestu varn- arleikmönnum Belga, sívinnandi og á það til að geysast upp kantinn og hjálpa sókninni. Helsti veikleiki hans er hversu lágur vexti hann er (1,71 sm) en hann vinnur það upp með hraða og jákvæðu keppnisskapi. 2. Eric Gerets(177-77). 32 ára bakvörð- ur. 54 leikir. Var álitinn einn af bestu bakvörðum Evrópu og með árslaun í kringum 15 milljónir þegar hann var dæmdur í langt leikbann vegna Stand- ard-Waterschei mútumálsins. Flestir álitu að þá væri hann búinn að vera sem knattspyrnumaður. Hefur keppniskap og baráttuvilja sem getur verið lyftistöng heils liðs. Var fyrirliði Standard Liege og landsliðsins áður en þáttur hans í mútumálinu komst upp. 5. Michael Renquin(174-75). 30 ára bak- vörður. 5 leikir. Hefur lengi verið einn af bestu vamarmönnum Belga en átt erfitt með að tryggja sér fast sæti í lands- liðshópnum. Líkamlegur styrkleiki er hans helsta vopn. Farinn að missa nokk- uð af hraða sínum og búist er við að hann vermi varamannabekkinn. 13. Georges Griin(185-73). 24 ára mið- vörður. 13 leikir. Grún befur tvívegis skorað fyrir landsliðið og hafa bæði mörkin verið mjög dýrmæt. Það eeinna reyndar ómetanlegt því að það var mark- ið sem kom Belgum til Mexikó er liðið sigraði Holland . Traustur leikmaður fyrir hvaða lið sem er. Getur einnig leik- ið stöðu bakvarðar. 3. Frankie Van der Elst(184-70). 25 ára vamarmaður. 8 landsleikir. Lék á miðj- unni en var færður aftur til að styrkja vörnina. Líklegur til að vera í „Libero- stöðu“ Belga í keppninni. Þrátt fyrir að leika sem aftasti maður á hann það þó til að bmna í sóknina. 21. Stephane Demol. 20 ára miðvörður. 1 landsleikur. Kosinn sá leikmaður sem mest kom á óvart á síðasta keppnistíma- bili af blaðamönnum. Líklegur eftirmað- ur Hugo Bros í landsliðinu. Geysilega efnilegur leikmaður. 22. Patrick Vervoort. 21 árs bakvörð- ur. 1 leikur. Leikur stöðu vinstri bak- varðar en getur einnig leikið á miðju vamarinnar sem aftasti maður. Vakti fyrst á sér athygli aðeins tólf ára að aldri. Komst í aðallið Beerschot 17 ára. Val hans í landsliðið kom mjög á óvart. 8. Enzo Scifo(175-70). 19 ára tengiliður. Kemur úr ítalskri verkamannafjölskyldu sem fluttist til Belgíu. Aðeins 17 ára gamall komst hann í aðallið Anderlecht og ári seinna, er hann fékk belgískan ríkisborgararétt, fór hann samstundis í landsliðið. Gífurlegt knattspymuefni en virðist einnig ætla að verða vandræða- barn. Forráðamenn Anderlecht hafa fett fingur út í einkalíf hans sem þeim finnst snúast of mikið um glæsikerrur og kven- fólk. Innan vallarins þykir hann ekki eins góður að taka ákvarðanir og áður. Guy Thjis vonar þó að Scifo sýni sitt rétta andlit í Mexíkó og gæti hann þá orðið einn af bestu leikmönnunum í HM. Fékk gullskóinn sem besti leikmaðurinn í Belgíu árið 1984. 14. Leo Clijsters(178-78). 30 ára miðju- maður. 12 leikir. Sá leikmaður Belga sem hvað oftast mun koma til með að verma varamannabekkinn. Máttarstólpi í liði Waterschei og getur leikið allar stöður á miðjunni og i vöminni. írak: Þriðja araba- þjóðin á HM • Eric Gerets. 15. Leo Van der Elst(180-75). 24 ára útherji. 5 leikir. Þekktastur fyrir að vera yngri bróðir Francois Van der Elst sem meðal annars lék með West Ham og Anderlecht. Leo er sterklega byggður og fljótur en hefur lítið sýnt í landsleikjum. 7. Rene Vandereycken(183-90). 33 ára miðjumaður. 47 landsleikir. Flestir höfðu afskrifað þennan leikmann 1983 er hann meiddist illa á hné með liði sínu, Genova á Ítalíu. Eftir gffurlegar æfingar og nokkra uppskurði náði hann að vinna sér sæti í liði Anderlecht. Var talinn lík- legur fyrirliði Belga á HM en sá heiður mun falla Jan Ceulemans í skaut. 17. Raymond Mommens(178-70). 27 ára miðjumaður. 14 leikir. Lengi álitinn eitt mesta efni sem fram hefði komið í belgískri knattspyrnu. Þrátt fyrir að vera aðeins 27 ára hefur hann leikið í belgisku I. deildinni í tíu ár. Lék sinn fyrsta lands- leik 19 ára. Mommens lék með Lokeren ásamt Dananum Preben Elkjær á gull- aldarárum þess. Anderlecht og Club Brugge hafa bæði reynt að klófesta leik- manninn. Bestur vinstra megin á miðj- unni en þar er Vercauteren fyrir. Leikinn og þekktur fyrir aukaspyrnur sínar með vinstri fæti. 6. Frankie Vercauteren(175-73). 33 ára miðjumaður. 47 leikir. Gekk til liðs við Anderlecht aðeins sex ára að aldri og er þar enn. Þrátt fyrir það er hann ekki einn af vinsælustu mönnum Anderlecht en ástæðan er líklega sú hve hann dreg- ur sig til baka á vellinum þegar hann gæti verið í sviðsljósinu. Fyrirliði And- erlecht og hlaut gullskóinn 1983. Þekkt- ur fyrir hárnákvæmar fyrirgjafir sínar sem árlega gefa mörg mörk af sér. Álitinn einn af bestu leikmönnum Evrópu vinstra megin á miðjunni. II. Jan Ceulemans(188-84). 29 ára sóknarmaður. 55 leikir. Knattspymu- maður nýliðins keppnistímabils í Belgíu og einnig árið 1980. Kosinn besti leik- maður Evrópukeppninnar 1980 á Ítalíu. Fyrirliði Belga á HM. Góð blanda af krafti og tækni en hann á það þó til að bregðast bogalistin upp við markið. 16. Nico Claesen(171-70). 24 ára sóknar- maður. 13 leikir. Strax er hann var kornungur fengu stórfélögin Anderlecht, Club Briigge og Standard Liege augastað á honum en hann fylgdi ráðum föður síns og ólst upp hjá litlu félagi. Fór síðan til Seraing þar sem hann varð marka- hæsti leikmaðurr 1. deildarinnar. Síðan lá leið hans til Stuttgart þar sem hann náði sér aldrei á strik, mestmegnis vegna meiðsla. Leikur nú með Standard Liege. Snöggur og lágvaxinn. 10. Philippe Desmet (Rambo) (180-71). 28 ára sóknarmaður. 3 leikir. Lengi einn af bestu leikmönnum Waregem en komst ekki í landsliðið fyrr en í síðari leiknum við Holland um sæti í HM. Nefndur Rambo fyrir gífurlegan líkamsstyrk. Oft lent í vandræðum innan vallar sem utan og kemur t.il með að verða stærsti höfuð- verkur belgísku fararstjómarinnar. Hefur gaman af því að fá sér í glas. Fljót- ur, góður í návígi. 9. Erwin Van der Bergh(184-72). 27 ára sóknamiaður. 38 landsleikir. Marka- hæsti maður nýliðins keppnistímabils í Belgíu. Hlaut gullskóinn sem besti leik- maður Belga 1981. Hans sterku hliðar eru að skora mörk úr erfiðum aðstæðum. Fær þó mikla gagnrýni á sig, vinnur fá einvígi og sést oft ekki á leikvellinum. Oft gleymdur og grafinn þegar hann skorar mörk sín. Líklega á leiðinni frá Anderlecht vegna deilna við Arie Haan. Þekktur fyrir mark sitt gegn Argentínu í opnunarleik HM 1982. 18. Danny Veyt(174-71). 30 ára sóknar- maður. 1 landsleikur. I aðalhlutverki ásamt Rambo í framlínu Waregem. Þrátt fyrir það líklega önnur fiðla fyrir Erwin Van der Bergh í Mexíkó. Mikið þol, hugmyndaríkur og leggur upp mörg mörk jafnt sem hann skorar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.