Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Blaðsíða 18
62
DV. LAUGARDAGUR 31.MAÍ 1986.
HM í Mexíkó HM í Mexíkó HM í Mexíkó HM í Mexíkó
„Reikna með
Englendingum
í hefndarhug“
Sjaldan hefur verið búist við stór-
ræðum frá Pólverjum á HM. En þeir
hafa sannarlega náð að koma á
óvart. Liðið hefur tvívegis hafnað í
þriðja sætinu. Árið 1974 og i síðustu
keppni. Þrátt fyrir þennan árangur
heyrist liðið sjaldan nefnt þegar sig-
urstranglegustu lið keppninnar eru
talin upp.
Það verða leikmenn er leika með
félagsliðum fyrir utan Pólland sem
líklegastir éru til að verða í stjörnu-
hlutverkunum hjá liðinu í keppn-
inni. Zbigniew Boniek, sem leikur
með Roma, Jozef Mlynarczyk, er
- leikur með Porto, Wladyslav Zmuda,
leikmaður ítalska liðsins Cremonese,
og Stefan Majewski hjá Kaiserslaut-
ern.
Mótherji Pólverja nú verður Eng-
land sem á harma að hefna. Það voru
nefnilega Pólverjar sem kostuðu
Englendinga sæti í HM 1974 er liðið
gerði jafntefli, 1 1. „Ég efast um að
Englendingar hafi gleymt þessu
kvöldi, sérstaklega ekki Peter Shilt-
on sem stóð í markinu í þessum
ótrúlega leik á Wembley. Heiðurinn
er í veði og ég reikna með þeim í
" hefndarhug," sagði hinn 43 ára gamli
þjálfari Pólverja, Anton Piechniczek.
Aðrir mótherjar Pólverja verða
Marokkó og Portúgal. Annars lítur
HM-hópur Póllands þannig út:
- segir þjáffari Pólverja
Markverðir:
1. Jozef Mlynarczyk. 33 ára. 35 leikir.
Getur verið stórkostlegur á góðum degi
en hefur verið í misjöfnu formi að undan-
förnu. Ilæmdur í ársbann árið 1980 af
pólskum yfirvöldum fyrir að flækjast of
mikið á næturklúbbum.
12. Jacek Kazimierski. 27 ára. 13 leik-
ir. Hefur staðið í skugga Mlynarczyk sl.
fimm ár. Skapmikill og á það til að sýna
stórgóða markvörslu en á líka sína
slæmu daga.
19. Jozef Wandzik. 23 ára. 3 leikir. Átti
góða leiki í vináttuleikjum Pólverja á
árinu. Efnileg von og einn af lykilmönn-
um Gornik Zabre sem er núverandi
meistari í Póllandi.
Varnarmenn
18. Krzysztof Pawlak. 28 ára. 21 leikur.
Traustur en frekar litlaus hægri bak-
vörður. Góður í návígi en hefur verið
nokkuð frá sínu besta í vetur.
5. Ronian Wojcicki. 28 ára. 46 leikir.
Líklega mest hægt að treysta af varnar-
mönnunum. Leikur sem bakvörður,
hávaxinn og sterkur í loftinu.
2. Kazimierz Przybys. 26 ára. 9 leikir.
Sterkur „dekkari“ en skortir tilfinnan-
lega tækni.
4. Marek Ostowoski. 27 ára. 23 leikir.
Vinstri bakvörður með mikla yfirferð.
Góð vinstri fótar skot.
3. Wladyslaw Zmuda. 32 ára. 91 leikur.
Hávaxinn miðvörður. Stundum seinn en
á flesta bolta í loftinu. Þarf aðeins að
leika í tveimur leikjum á HM til að slá
met V-Þjóðverjans Uwe Seeler er lék 21
leik í lokakeppni HM. Hefur aðeins leik-
ið einn leik með landsliðinu síðan í maí
í fyrra.
14. Dariusz Kubicki. 23 ára. 11 leikir.
Mjög fljótur hægri bakvörður og hættu-
legur í skyndisóknum. Valinn í hópinn
þrátt fyrir að hafa oft lent í hörðum orða-
sennum við aðra leikmenn liðsins.
10. Stefan Majewski. 30 ára. 33 leikir.
Getur leikið í öllum stöðum varnarinn-
ar! Valinn í liðið í fyrra eftir þriggja ára
fjarveru.
Miðjumenn
Andrzej Buncol. 27 ára. 46 leikir.
Stjórnandi miðjunnarx og mikill vinnu-
þjarkur. Síðan hann var fyrst valinn í
landsliðið árið 1981 hefur hann verið
leikjahæstur Pólverja.
6. Waldemar Matysik. 25 ára. 38 leik-
ir. Lítt spennnadi en bráðnauðsynlegur
varnartengiliður. Fékk taugaáfall á
Spáni 1982 eftir að hafa legið í veikind-
um.
21. Dariusz Dziekanowski. 24 ára. 32
leikir. Leikinn og hefur mikinn skot-
kraft með báðum fótum. Ekki hræddur
við hörð návígi. Besti leikmaður Pól-
lands árið 1985. Getur einnig leikið sem
miðherji.
8. Jan Urban. 24 ára. 13 leikir. Mesta
uppgötvun síðasta árs. Leikinn og getur
tekið langa spretti.
13. Ryszard Tarasiewicz. 24 ára. 11
leikir. Sterkur og fljótur með mikla yfir-
ferð. Leikur yfirleitt vinstra megin á
miðjunni.
9. Jan Karas. 27 ára. 5 leikir. Varnar-
tengiliður. Vinnur oft boltann og er
góður gæslumaður.
7. Ryszard Tarasiewicz. 24 ára. 11 leik-
ir. Góð boltatækni en hefur lítið fengið
að spreyta sig í síðustu leikjum. Skap-
mikill.
Portúgal
Leikmenn vildu
hærra kaup!
Athygli manna beindist mjög að
Portúgal rétt fyrir keppnina er leik-
menn liðsins fóru í verkfall og hótuðu
að fara heim. Ástæðan var sú að leik-
mönnum þótti þeir vera illa launaðir
og vildu tvöfalda bónusinn sem þeir fá,
komist þeir upp úr riðlinum.
Þjálfari Portúgals er Jose Torres og
hann hefur marglýst þvi yfir að hann
telji möguleikana á að komast upp úr
riðlinum þokkalega. Annars hefur
mjög lítið borið á liðinu síðan á síðustu
Evrópumeistarakeppni. Liðið féll þá
út eftir æsispennandi leik við meistara
Frakka. Lið Portúgal er þannig skipað:
1. Manuel Bento (173459). 37 ára mark-
vörður. 62 leikir. Fyrirliði og leikja-
hæsti maður hópsins. Hefiir verið
fastamaður í liðinu síðustu sjö árin
og getur haft styrkjandi áhrif með
reynslu sinni. Fékk aðeins á sig 13
mörk í 30 deildarleikjum með Benfica
á sl. keppnistímabili sem er met.
22. Vitor Damas (180-76). 38 ára mark-
vörður. 27 leikir. Líklegur í markið
meiðist Bento. Elsti maður hópsins.
12. Jorge Martins (181-83). 31 árs mark-
vörður. Enginn leikur. Var annar
varamaðurinn um markvarðarstöð-
una á EM 1984 þegar Portúgal komast
í undanúrslitin og verður það líklega
nú.
20. Augusto Inacio (176-74). 31 árs
vamarmaður. 22 leikir. Einn af
reynslumestu vamarmönnum en tek-
ur einnig dijúgan þátt í sókninni.
2. Joao Pinto. 24 ára vamamaður. 22
leikir. Lykilmaður vamarinnar. Sýk-
ing í lungum varð þó nýlega til þess
að hann þurfti að hætta knattspymu
í þrjá mánuði en er kominn á fullt
aftur.
13. Antonio Morato (176-73). 21 árs
vamarmaður. 4 leikir. Berst um sæti
í byrjunarliðinu sem aftasti maður.
15. Antonio Oliveira. 27 ára vamar-
maður. 1 leikur. Sterkur miðvörður
sem er mjög sterkur í skallaboltum.
Fer gjaman inn í vítateig andstæðing-
anna í hom- og aukaspymum.
11. Fernando Banderihna. 23 ára vam-
armaður. Nýliði. Varð óvænt fyrir
valinu í stað Antonio Veloso er féll á
lyfjaprófi fyrir keppnina.
16. Jose Antonio (176-71). 28 ára vam-
armaður. 2 leikir. Vakti athygli í
undankeppninni með góðum leik.
8. Frederico Rosa (174-71). 29 ára vam-
armaður. 5 leikir. Traustur miðvörður
sem erfitt er að komast framjá. Sterk-
ur í loftinu.
5. Alvaro Magalhas (180-76). 25 ára
vamarmaður. 11 leikir. Harður í ná-
vígi, jaðrar við að kallast grófur.
18. Luis Sobrinho. 25 ára vamarmað-
ur. Nýliði. Vann sæti sitt með góðu
keppnistímabili íyrir Belenenses.
14. Jaime Magalhaes. 23 ára miðju-
maður. 7 leikir. Átti við meiðsli að
stríða á síðasta keppnistímabili en er
kominn yfir þau. Sóknartengiliður.
6. Carlos Manuel (174-73). 28 ára miðju-
maður. 39 leikir. Varð þjóðhetja þegar
hann tryggði Portúgölum sæti í Mex-
íkó með sigurmarkinu gegn V-Þjóð-
veijum. Fljótur og leikinn.
7. Jaime Pachedo (176456). 27 ára
miðjumaður. 21 leikur. Byggir upp
margar sóknir fyrir liðið. Er jafngóður
sem vamarmaður og sóknarmaður og
fær að leika frjálsa stöðu á miðjunni.
21. Antonio Andre. 28 ára miðjumað-
ur. 4 leikir. Vinnuhestur sem aldrei
gefur neitt eftir. Var eini leikmaður
Porto sem lék alla leiki liðsins á síð-
asta keppnistímabili er liðið varð
meistari.
3. Antonio Sousa (174-72). 28 ára
miðjumaður. 17 leikir. Mjög skotfastur
og tekur flestar aukaspyrnur.
4. Jose Ribeiro. 28 ára miðjumaður. 2
leikir. Fljótur leikmaður með mikla
yfirferð.
10. Paulo Futre (174-71). 20 ára sóknar-
maður. 10 leikir. Yngsti leikmaður
hópsins og hefur verið nefhdur „Gullni
drengur“ Portúgalskrar knattspymu.
kann best við sig á kantinum þar sem
hann skapar alltaf gífúrlega hættu
með fyrirgjöfum sínum. Leikinn og
kemur líklega með að vekja athygli
stórliða á HM. Leikur með Porto.
9. Femando Gomes (176-70). 29 ára
sóknarmaður. 42 leikir. Aðalmarka-
von Portúgala. Gomes hefur tvisvar
unnið gullskóinn fyrir flest mörk skor-
uð í Evrópu. Var ekki í sínu besta
formi á síðasta keppnistímabili en
skoraði engu að síður 20 mörk fyrir
Porto.
19. Rui Aguas (179-73). 26 ára sóknar-
maður. 3 leikir. Mjög hættulegur í
loftinu, hæfileiki sem hann hefur erft
frá föður sínum Jose sem lék einnig
með landsliði Portúgal.
• Waldemar Matysik. Einn traustasti leikmaður Pólverja.
Sóknarmenn
20. Zbigniew Boniek. 30 ára. 74 leikir.
leikur sem miðherji þrátt fyrir að uppá-
halds staða hans sé á miðjunni. Þekkt-
astur pólskra knattspymumanna. Hefur
leikið á ítalíu síðustu árin, fyrst með
Juventus og síðan Roma.
11. Wlodzimierz Smolarek. 29 ára. 47
leikir. Fljótur útherji vinstra megin.
Skapar mörg mörk með nákvæmum
sendingum af kantinum. Meiddist nýlega
en mun engu að síður leika með liðinu.
22. Jan Furtok.24 ára. 4 leikir. Hefur
lítið sýnt með landsliðinu .þrátt fyrir
mjög góða leiki með félagsliði sínu. Fljót-
ur og markheppinn.
16. Andrzej Palasz. 26 ára. 7 leikir.
Góður í loftinu þrátt fyrir litla líkams-
burði. Markheppinn.
17. Andrzej Zgutczynski. 28 ára. 4 leik-
ir. Markahæstur í deildinni á síðasta
keppnistímabili. Skorar yfirleitt af stuttu
færi og hættir sér sjaldan í návígi.
Aðeins fimm
atvmnumenn
hjá Marokkó
Merry Krimau er sá leikmaður sem
andstæðingar Marokkó þurfa að hafa
góðar gætur á. Krimau leikur með
franska liðinu Le Havre og varð fimmti
markahæsti leikmaður deildarinnar á
síðasta keppnistímabili. Krimau hefur
orð á sér fyrir að vera á réttum stað
á réttiun tíma og gæti gert hinum lið-
um F-riðilsins einhveija skráveifu.
Annar athyglisverður leikmaður er
Mustapha Haddaoui. Hann leikur með
svissneska liðinu Lausanne en annars
er liðið að mestu skipað áhugamönn-
um. Aðeins fimm atvinnumenn eru í
liði Marokkó.
Liðið er þannig skipað:
1. B. Zaki
2. E. Khalifa
3. A. Lammris
4. M. Biaz
5. N. Bouyahyaoui
6. A. Dolmy
7. M. Haddaoui
8. A. Bouderbala
9. M. Abdelkarim
10. M. Timoumi
12. S. Hmied
13. R. Abdelfettah
14. D. Lachen
15. M. Mouncif
16. A. Azzedine
17. A. Khairi
18. S. Mohamed
19. F. Jillarli
20. A. Sleimani
22. A. Mouddani
• Merry Krimau.