Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Blaðsíða 16
60 DV. LAUGARDAGUR 31.MAÍ 1986. HM í Mexíkó HM í Mexíkó HM í Mexíkó HM í Mexíkó Furðuleg framkoma hjá Alex Ferguson Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta- ritara DV í Englandi: Fyrirfram er lið Skotlands talið veikast liðanna í E-riðlinum. Uru- guay, Danmörk og V-Þýskaland eru öll ofar á blaði og sú staðreynd að Skotar hafa fallið út í fyrstu umferð i þremur siðustu heimsmeistara- keppnum gerir vonir hinna liðanna enn meiri. Á Spáni féll liðið út eftir tap fyrir Brasiliu og jafntefli við Sov- étrikin. Liðið undirbjó sig fyrir keppnina í Texas, í svipaðri hæð og er á leikstað þeirra í Queréto, Liðið lék einn æf- ingaleik í ferðinni við N-íra sém lyktaði með jafntefli, 6-6. Charlie Nicholas skoraði þrennu í þeim leik og þótti sýna mjög góðan leik. Hall- ast nú margir að því að hann verði íyrir valinu í byrjunarliðið. Furðuleg tramkoma Það eru allir fjölmiðlar Bretlands- eyja á einu máli um að Alex Fergu- son, þjólfari Skota, hafi hlaupið illilega á sig í sambandi við valið á leikmönnum. Hann lofaði bæði David Speedie og Steve Archibald öruggu sæti í hópi sínum. Þegar Ferguson tilkynnti síðan hóp sinn var hvorugur leikmaðurinn ó listan- um. Viðbrögð Speedie voru mjög hörð, hann réðst opinberlega að þjálfaranum og kallaði hann fi'fl fyrir að svíkja sig um sætið er hann þegar var búinn að lofa. j Eftir harðar ásakanir Speedie var r ljóst að Ferguson mundi ekki velja hann í stað Kehny Dalglish sem féll á læknisskoðuh. Svo fór að Archi- bald, sem nýstiginn var upp úr • meiðslum, varð fyrir valinu. j Þá hefur Ferguson verið gagn- > rýndur fyrir stefnu sína að velja J frekar menn er leika með skoskum félagsliðum heldur en. enskum. Sterk miðja Alex Ferguson verður við stjórn- völinn fram yfir HM í Mexíkó hvort sem mönnum líkar betur eða verr en hann hefur þegar tilkynnt að hann muni hætta með liðið eftir keppnina. Hann ætti að geta stillt upp liði sem sterkt er á pappímum. Miðjan gæti verið skipuð þeim Graeme Souness, t Paul McStay, Gordon Strachan og [ Jim Bett. Engu ófrægari nöfn eru í framlínunni eða hvað geta þeir Frank McAvennie og Charlie Nic- holas ekki gert þegar þeim tekst vel upp? Lið Skota er þannig skipað. Markverðir 1. Jim Leighton (185 sm 74 kg). 27 ára. 26 leikir. Tók við stöðu Alan Rough sem aðalmarkvörður Skota eftir slæmt gengi Rough í HM á Spáni. Hefur síðan verið fastur maður í liðinu. Öruggur í byrjun- arliðið og Skotar gætu lent í vandræðum ef hann meiðist. Leighton hefur verið stoð og stytta í Aberdeenliðinu sem und- anfarin ár hefur verið sterkasta lið Skota. 22. Alan Rough (185-80). 34 ára mark- vörður. 53 leikir. Lék fyrst með Skotum fyrir tíu árum. Missti sæti í liðinu eftir síðustu HM en lék sig aftur inn í hópinn í fyrra og lék gegn Englandi í síðasta mánuði. 12. Andy Goram. 22 ára markvörður. 2 leikir. Hefur vakið mikla athygli í marki Oldham. Talinn einn af efnilegustu markvörðum á Bretlandseyjum. Varnarmenn 15. Arthur Albiston. 28 ára. 12 leikir. Lék sinn fyrstd landsleik 1981 en þurfti síðan að bíða í tvö ár eftir þeim næsta. Aldrei unnið sér fast sæti í liðinu. Einn af bestu leikmönnum Manchester Un- ited. Leikur stöðu vinstri bakvarðar. 2. Richard Gough. 24 ára. 4 leikir. Fæddur í Svíþjóð og alinn upp í S-Afr- íku. Fluttist síðan til Skotlands þar sem hann hefur ávallt leikið með Dundee Utd. Gough er vinstri bakvörður. Mun næsta örugglega vera tekinn fram fyrir Albiston í byrjunarliðið. 5. Alex McLeish. 27 ára. 43 leikir. McLeish og félagi hans hjá Aberdeen, Willie Miller, hafa leikið saman í hjarta skosku varnarinnar í nokkur ár og verða örugglega með í Mexíkó. Hefur leikið yfir 200 leiki með félagi sínu. 6. Willie Miller. 30 ára. 48 leikir. Fvrir- liði Aberdeen og einn af öruggustu miðvörðum sem Skotar hafa átt. Er landsleikjahæsti leikmaður Aberdeen í sögu þess. 3. Maurice Malpas. 23 ára. 9 leikir. Vann sér fast sæti í Dundee Utd-liðinu árið 1982 og hefur síðan tekið miklum framforum. Heyr nu mikla baráttu við Steve Nicol um hægri bakvarðarstöðuna í liðinu. 13. Steve Nicol. 24 ára. 7 leikir. Leikur jafnt í bakvarðarstöðunum sem á miðj- unni. Lék fýrst gegn Júgóslavíu 1984, sem var áður en hann vann sér fast sæti í Liverpoolliðinu. Miðjumenn 8. Roy Aitken. 27 ára. 21 leikur. Fastur maður í skoska liðinu undanfarin ár. Leikur með Celtic. Davie Cooper. 30 ára . Leikur utarlega á miðjunni. Gæti orðið einn aðalleik- manna liðsins ef hann nær sér á strik. 10. Jim Bett. 26 ára. 16 leikir. Ferill Bett tók mikið stökk eftir að hann gekk til liðs við Lokeren í Belgiu. Leikur nú með Aberdeen en öll helstu lið Englands reyndu að fá hann til liðs við sig í fyrra. Lék með Val um tíma. 11. Paul McStay. 21 árs. 14 leikir. Að- eins 17 ára þegar hann vann sér fast sæti í Celtic og 19 ára er hann spilaði sinn fyrsta landsleik. Hefur leikið yfir 150 leiki með Celtic og á góða möguleika á að leika með í Mexíkó. Maðurinn á bak við 3-0 sigur Skota á íslendingum í undankeppninni er hann skoraði tvö mörk. 14. Dave Narey. 29 ára. 28 leikir. Aldrei náð föstu sæti í skoska landsliðinu og reyndar nýkominn aftur inn í 22 manna hópinn. Hefur leikið með Dundee Utd. Þess má geta að hann skoraði bæði mörk Dundee Utd í Evrópukeppninni hér á landi fyrir nokkrum árum í 2-0 sigri skoska liðsins. 4. Graeme Souness. 32 ára. 52 leikir. Stjómandi spils og fyrirliði Skota. Tók nýlega við framkvæmdastjórastöðu Glasgow Rangers. Souness er þekktur fyrir að gefa aldrei tommu eftir og marg- ur knattspyrnumaðurinn hefur legið í valnum eftir tæklingu frá þessum harða leikmanni. 7. Gordon Strachan. 29 ára. 34 leikir. Þekktur fyrir hlaup sín upp hægri kant- inn sem gerðu mikla lukku hjá áhang- endum Man. Utd í upphafi keppnistíma- bilsins. Strachan lék með á HM 1982 og allt lítur út fyrir að hann verði með í Mexíkó þó langt hafi verið á milli land- sleikja að undanförnu. Eamonn Bannon. 28 ára. 9 leikir. Kall- aður í hópinn eftir tveggja og hálfs árs fjarvem. Getur einnig leikið sem útherji. Sóknarmenn 19. Charlie Nicholas. 24 ára. 15 leikir. Skoraði í sínum fyrsta landsleik gegn Sviss 1983 en misjafnt gengi með Arsenal hefur takmarkað leikjafjölda hans með Skotum. 18. Graeme Sharp.. 25 ára. Lék sinn fyrsta landsleik á Islandi fyrir ári og tryggði sér för til Mexíkó með góðri frammistöðu í Evertonliðinu. 16. Frank McAvennie. 23 ára. 2 leikir. Skoraði í sínum fyrsta leik gegn Ástralíu en vai . alinn í hópinn eftir frábæra byrj- un með West Ham í upphafi keppnistíma- bilsins. Erfitt að segja hvaða sóknarleik- menn koma til með að verða notaðir en líkur McAvennie eru góðar. 17. Steve Archibald. 29 ára. Var kallað- ur í hópinn eftir að Kenny Dalglish dró sig út úr honum vegna meiðsla í ökkla. Archibald hefur skorað reglulega fyrir Tottenham og Barcelona en missti næst- um því af sæti sínu vegna meiðsla sem hann er nýbúinn að ná sér af. Paul Sturrock. 30 ára. 14 leikir. Skorar reglulega fyrir lið sitt, Dundee Utd. Á bekknum. • Graeme Souness. Fyrirliði Skota. | Í5 Hð méð | i hvvta treyju j j - í aðal- eða varabúningi sínum IEnglendingar koma líklega til með heitum sólargeislum betur frá sér í . að leika í ljósbláum búningi í ein- stað þess að draga þá í sig eins og | I hverjum af leikjtun sinum á HM. rauði búningurinn hefði gert. Þess ■ * Búningurinn er varabúningur liðsins má geta að 15 af 24 liðum í HM hafa I | og án efa stendur litaval enskra í hvita treyju sem aðal- eða varabún- I • Karl-Heinz Rummenigge. • Rudi Völler. I Frábær framlína þýskra - en Beckenbauer telur það ekki nóg ■ : Frá Atla Hilmarssyni, fréttaritara i DV i V-Þýskalandi: I „Við eigum ekki möguleika á að sigra í keppninni með þetta lið. Við eigum ekki einu sinni möguleika á ' að vinna Evrópumeistarakeppnina 1988. Stefnan hjá okkur er að komast í undanúrslitin en við gætum komist í úrslitaleikinn með heppni,“ sagði v-þýski einvaldurinn Franz Becken- bauer á stormasömum blaðamanna- fundi í Mexíkó rétt fyrir keppnina. Ummæli „keisarans" vöktu mikla andúð í Þýskalandi og blöðin spurðu gjaman að því af hveiju hann sæti ekki heima. Það liggur þó ljóst fyrir að róðurinn verður mjög þungur fyr- ir Þjóðverja sem eru í riðli með Uruguay, Dönum og Skotum. j Það er vafasamt að nokkurt lið ■ geti stillt upp jafiisterkum sóknardú- " ett og V-Þjóðverjar koma til með að gera í keppninni. Karl-Heinz Rumm- enigge og Rudi Völler koma til með að verða fremstu menn liðsins, hins vegar er vömin ekki talin vera nægj- anlega sterk fyrir fljóta og liðuga Dana og Uruguaybúa. Það kóm mjög á óvart að Guido Buchwald skyldi ekki halda sæti sínu þegar 26 manna hópurinn var minnkaður niður í 22. Buchwald hef- ur átt mjög gott tímabil með Stutt- gart í vetur en það reyndist ekki nóg. Allir leikmenn liðsins eru nú til- búnir í leikinn gegn Uruguay. Rummenigge veiktist að vísu eftir komuna til Mexíkó en sjálfur segir hann að hann verði búinn að ná sér í tæka tíð. HM-hópur V-Þjóðverja er þessi: Harald (Tony) Schumacher. 32 ára markvörður. 66 leikir, sá fyrsti gegn Is- landi 16.5. 1979. Schumacher hefur verið fastur í liðinu í sex ár og hann mun vera aðalmarkvörður á HM. Einn af bestu markvörðum heims. Hann var kosinn vinsælasti leikmaðurinn í Bundesligunni árið 1985 og er gífurlega vinsæll meðal stuðningsmanna Kölnarliðsins sem hann leikur með. Hefur hins vegar verið óvin- sæll meðal erlendra áhorfenda eftir Ijótt brot hans á Patrick Battiston í undanúr- slitum HM á Spáni. Öruggur með sjálfan sig, opinn, heiðarlegur og alltaf tilbúinn til að gera sitt besta. Tekur áhættur í úthlaupum, er snöggur á línunni og ver fjöldann allan af vítaspymum. Uli Stein. 31 árs markvörður. 5 leikir. Stein hefur verið mjög traustur í marki Hamburger síðustu ár en hann hefur þó alltaf þurft að standa í skugga Schumac- hers. Eike Immel. 25 ára. 4 leikir. Talið er nær öruggt að hann muni standa í marki þýskra þegar Schumacher og Stein hætta. Á meðan verður hann að láta sér nægja að verða þriðji markvörður hóps- ins. Lengi talinn glaumgosinn í hópnum en ætlar sér að losna við þann stimpil með því að gifta sig í sumar. Hefur leikið í marki Borussia Dortmund sl. átta ár. Klaus Augenthaler. 28 ára varnarmað- ur. 10 leikir. Tók við fyrirliðastöðu Bayern Múnchen fyrir tveimur árum er Karl Heinz Rummenigge hélt til ftalíu og leiddi síðan lið sitt til sigurs í deildar- keppninni tvö ár í röð. Augenthaler gaf ekki kost á sér í landsliðið er Jupp Der- wall, fyrrverandi þjálfari liðsins, valdi hann ekki í hópinn. Gaf kost á sér er Beckenbauer tók við. Þekktur fyrir þrumuskot sín. Thomas Berthold. 21 árs varnarmaður. 10 leikir, 1 mark. Var kallaður „Franz“ sem unglingur vegna þess hve mjög hann minnti á Beckenbauer. Leikur venjulega sem „Libero" eða miðjumaður fyrir félag sitt Eintracht Frankfurt. Mun lxklega leika sem hægri bakvörður í Mexíkó. Mjög fljótur, laginn með boltann og góð- ur skallamaður. Andreas Brehme. 25 ára varnarmaður. 22 leikir, 2 mörk. Jafnvígur á miðvarðar- og bakvarðastöðuna. Nokkuð öruggur í byrjunarliöið sem vinstri bakvörður. Góður í návígi, skotfastur og les leikinn mjög vel. Hans-Peter Briegel. 30 ára. 64 leikir, 4 mörk. Fékk viðurnefnið skriðdrekinn er hann hóf að leika með landsliðinu vegna mikilla líkamsburða. Valinn knatt- spyrnumaður ársins 1985 af þýskum blaðamönnum. Fastur maður síðan á EM 1980. Mun leika sem vinstri bakvörður eða á miðjunni. ítalskur meistari með Verona 1985 en mun leika með Samp- doria á næsta keppnistímabili. Matthias Herget. 30 ára varnarmaður. 19 leikir, 3 mörk. Aftasti maður varnar- innar en getur einnig Ieikið á miðjunni. Lék sinn fyrsta landsleik 28 ára gamall. Mjög góð tækni, nákvæmar sendingar og hættulegar sendingar eru aðalkostir hans. Ditmar Jacobs. 32 ára varnarmaður. 14 leikir, 1 mark. 27 ára þegar hann lék fyrst fyrir þýska og 31 árs þegar hann lék landsleik númer tvö. Neitaði að leika undir stjórn Derwall. Harður en rólegur og á sjaldan slaka leiki-. Karl Heinz Förster. 73 leikir, 2 mörk. Hefur lengi verið talinn einn af bestu miðvörð- um heims. Tapar sjaldan návígum. Oft þó verið í betra formi en nú. Karl Allgöwer. 29 ára miðjumaður. 9 leikir. Einn af þeim leikmönnum er á- kváðu að leika ekki oftar með landslið- inu á dögum Jupp Derwall. Gott tímabil hans með Stuttgart varð til þess að Bec- kenbauer bauð honum sæti sem hann þáði. Annar markahæsti leikmaður Bun- desligunnar á sl. tímabili. Þekktur fyrir mörk sín af löngu færi. Klaus Allofs. 29 ára sóknarmaður. 38 leikir, 13 mörk. Dieter Höness. 33 ára sóknarmaður. 3 leikir, 4 mörk. Flestir reiknuðu með að dagar hans með landsliðinu væru á enda en í vetur hefur hann leikið vel þrátt fyrir að hafa oft verið á varamannabekk Bayern Miinchen. Hefur gott auga fyrir staðsetningum og þykir einn besti skallamaðurinn í Bundesligunni. Pierre Littbarski. 26 ára sóknarmaður. 38 leikir, 15 mörk. Talinn vera einn af bestu sóknarmönnum E vrópu þegar hon- um tekst upp. Hefur hins vegar átt misjafna leiki og átt við meiðsli að stríða. Gengur til liðs við Racing Paris á næsta keppnistímabili. Karl-Heinz Rummenigge. 30 ára sókn- armaður. 88 landsleikir, 44 mörk. 1 þau tíu ár sem hann lék í Bundesligunni tókst honum að vinna til allra verðlauna sem hægt var. Seldur frá Bayern Múnchen til Inter Milano fyrir metfé fyrir tveimur árum. Knattspyrnnumaður Evróp u 1980 og 81. Fyrirliði landsliðsins. Atti við meiðsli að stríða á síðustu HM en var samt notaður. Fljótur, leikinn og mark- heppinn. Rudi Völler. 26 ára sóknarmaður. 31 leikur, 18 mörk. Einn af bestu sóknar- mönnum í Evrópu en hefur í vetur átt við slæm meiðsli að striða. Talið var að hann mundi ekki komast á HM þeirra vegna. Skoraði síðan tvö mörk í 3-1 sigri á Hollandi fyrr í þessum mánuði og hreppti HM sæti. Upphaflega valdi Beckenbauer 26 leik- manna í hóp. Þeir fjórir sem duttu út voru Guido Buchwald, Wolfgang Fun- kel, Heinz Grúndel og og Frank Mill.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.