Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Blaðsíða 11
54
DV. LAUGARDAGUR 31.MAÍ 1986.
HMíMexikó HMíMexíkó HMíMexikó HMíMexikó
• Enzo Scifo.
Scifo
ekki
með?
„Ef Scifo leikur eins og við viljum að hann
geri þá er hann góður. En ef hann leikur
eins og hann vill sjálfur þá skaðar það okk-
ur. Við höfum leikið sömu taktik í sjö ár
og við förum ekki að breyta henni fyrir ein- j
staka leikmann. Það er því ekki enn ljóst
hvort hann leikur fyrsta leik okkar gegn
Mexíkó," sagði Eric Gerets, einn af frægari
leikmöimum Belga, um miðvaUarleikmann-
inn snjalla, Enzo Scifo.
Scifo hefur verið nokkuð frá sínu besta ;
að undanfömu en hann gæti þó styrkt lið (H
Belga mjög mikið á góðum degi.
Gerets sagði einnig að Belgar væm 70% j
ömggir að komast upp úr riðlinum en þeir 7
leika gegn írökum, Paraguay-mönnum og^ !j
heimamönnum.
Leikmenn |
í lyfjapróf
Tveir leikmenn úr hverju liði munu gang-
ast undir lyfjapróf á leikjum HM í riðla-
keppninni. Þau lið sem komast áfram munu
siðan þurfa að senda þijá menn í prófun
eftir riðlakeppnina.
Viðurlög em mjög ströng við neyslu
þeirra lyíja er em á bannlistanum. Falli
leikmaður á prófi er- hann umsvifalaust
sendur heim og síðan, í flestum tilvikum,
dæmdur í leikbann.
Orðinþreyttá
Mick Jagjger
Plakat keppninnar i Mexíkó er hannað af
Annie Leibovitz, kvenmanni sem undan-
farin ár hefur verið yfirljósmyndari bresku
rokkhljómsveitarinnar Rolling Stones.
„Það er ekki alltaf hægt að taka bara
myndir af Jagger sagði Annie sem sagði
skilið við hinn varanetta Jagger um tíma
til þess að hann plakatið.
Brasilía alls
staðar á toppnum
Verða lið frá Ameríku í fjórum efstu sætunum? Englandi spáð Irtilii lukku hjá veðmálafyrirtæki í Mexíkó
Frá Kristjáni Bernburg:
Rétt eins og á Spáni fyrir íjómm ámm
er Brasilia álitin sigurstranglegasta
þjóðin hjá flestum veðmálafyrirtækj-
um. Eitt þeirra, frá Mexíkó, birti
hlutföll sín nýlega og kom þá i ljós að
rétt tæpur þriðjungur taldi Brasilíu
næstu heimsmeistara. Hlutföllin em
þessi:
Brasilia......................11:4
Argentina.......................9:2
Uruguay........................7:1
Mexíkó........................11:1
Ítalía........................14:1
V-þýskaland...................14:1
Danmörk.......................14:1
Frakkland.....................14:1
Sovétríkin....................20:1
Pólland.......................25:1
Paraguay......................25:1
Spánn.........................25:1
Belgia........................25:1
Ungveijaland..................25:1
Portúgal......„................33:1
Skotland.................... 50:1
Búlgaría......................66:1
N-Írland......................80:1
England.......................80:1
S-Kórea......................250:1
Alsír........................400:1
Marokkó......................500:1
írak.........................500:1
Kanada.......................500:1
Á þessum lista kemur það nokkuð
spánskt fyrir sjónir að sjá möguleika
Englendinga svo Iitla. Danskur listi frá
fyrirtækinu Overseas Betting Services
gerði þeim öllu hærra undir höfði.
Möguleikar Englands vom taldir 10:1
ásamt Mexikó en minnstu möguleik-
ana hafði lið Kanada eða 1000:1. Þá var
röðin yfir þijú efstu lið sú sama: Mögu-
leikar Brasilíu 4:1, Argentínu 4,5:1 og
Uruguay 7:1.
28 útaf
1 Síðan að fyrsta heimsmeistara-
keppnin fór fram í knattspyrnu árið
1930 hafa 28 leikmenn verið reknir
út af í lokakeppninni. Flestir voru
þeir árin 1974 er keppnin fór fram í
V-Þýskalandi og 1982 er hún fór fram
á Spáni. I báðum keppnunum vom
fimm leikmenn reknir af velli, en á
Spáni voru það þeir Diego Maradona
og Ricardo Gallego frá Argentínu,
Ladislav Visek frá Tékkóslóvakíu,
Mal Donaghy frá N-írlandi og Gil-
berto Yearwood frá Honduras.
Það er jafnvel búist við að nýtt
met í rauðum spjöldum verði sett í
þessari keppni. Alþjóðlega knatt-
spyrnudambandið (FIFA) hefur lagt
hinum 36 dómurum sínum mun
strangari línur. Taka á fastar á brot-
um og það á ekki að gerast neitt í
líkingu við það þegar Maradona var
sparkaður niður hvað eftir annað í
leiknum við Itali. Það á að minnsta
kosti ekki að gerast nema að spjald
fylgi á eftir.
• Luis Femandez. Gat ekki haldið
munninum lokuðum.
Hverjir komast upp?
En það er ekki einungis veðjað um
það hvaða lið hreppi titilinn. Menn
kasta krónum um einstaka leiki og
hvaða lið vinni einstaka riðla. Danska
fyrirtækið tók einmitt fyrir riðlana
hvern fyrir sig og þar vom hlutföllin
þessi:
A-riðill
Argentína......................1,5:1
Ítalía........................2,65:1
Búlgaría.......................10:1
S-Kórea........................150:1
B-riðill Mexíkó 1,55:1
Paraguay 4,25:1
Belgía 4,25:1
írak 100:1
C-rÍðMI Frakkland 1,8:1
Ungverjaland 3,75:1
Sovétríkin 3,75:1
Kanada...................100:1
D-riðill
1,25:1
Spánn 4:1
N-Irland.....................20:1
Alsír........................50:1
E-riðill
Umguay......................2,2:1
Danmörk.....................3,5:1
V-Þýskaland.................3,5:1
Skotland.....................10:1
F-riðill
England......................1,85
Pólland.....................3,5:1
Portúgal...................3,75:1
Marokkó......................40:1
• Roberto Falcao sést hér fagna marki fyrir Brasiliu.
Femandez rekinn út af!
- franska landsliðið veldur vonbrigðum í undirbúningsleikjunum
Evrópumeistarar Frakka hafa átt í
nokkru basli í undirbúningsleikjum
sínum rétt fyrir heimsmeistarakeppn-
ina.
Liðið tapaði á miðvikudaginn fyrir
mexikanska félagsliðinu Pumas, 2-0,
og fjórum dögum áður varð liðið að
sætta sig við jafhtefli gegn unglinga-
liði. I þeim leik var Luiz Fernandez
vikið af leikvelli.
„Þetta var einungis undirbúnings-
leikur og lið Pumas var mjög gott,“
sagði Henry Michel, þjálfari Frakka,
en bætti við að frammistaða leik-
manna sína hefði verið langt frá því
að vera góð. Líklegt er að byijunarlið
Frakka verði það sama í fyrsta leik
liðsins er verður gegn Kanada en liðið
var þannig skipað:
Bats, Bibard, Battiston, Bossis, Amo-
ros, Femandez, Tigana, Giresse
(Genghini), Platini, Papin, Rocheteau
(Stopyra).
DV. LAUGARDAGUR 31.MAÍ 1986.
55-
HM í Mexíkó
HM í Mexíkó
HM í Mexíkó
HM í Mexíkó
Adidas j
Azteca !
- boltinn sem notaður |
verður í Mexíkó j
Knötturinn, sem leikið verður ■
með í öllum leikjunum i Mexíkó, I
ber heitið Azteca og er frá Adid- I
as. Hann leysir því Tango bolt- I
ann af hólmi en Tango var I
notaðir í síðustu keppni.
Við hönnun boltans var gert
ráð fyrir aðstæðum í Mexikó sem
eins og kunnugt er eru frá-
brugðnar því sem þekkist í hinu
dæmigerða Ioftslagi í meginlandi
Evrópu.
HM í sjónvarpinu
Riðlakeppni
Meiri hluti leikjanna í heimsmeistarakeppninni verður sýndur beint í sjón-
varpinu enn einnig verða nokkrir sýndir síðar. Útsendingar verða sem hér
segir( Punkturinn fyrir framan merki aðviðkomandi leikur sé sýndur beint):
• Laugardaginn 31. maí kl. 15.00 Opnunarhátíð
• Laugardaginn 31. maí kl. 17.50 Ítalía Búlgaría.
Sunnudaginn 1. júní kl. 17.50 Brasilía-Spánn (samdægurs)
• Þriðjudaginn 3. júní kl. 22.50 England-Portúgal
• Miðvikudaginn 4. júní kl. 17.50 V-Þýskaland-Uruguay
• Miðvikudaginn 4. júní kl. 21.50 Skotland-Danmörk
Laugardaginn 7. júni (síðdegis) Italía-Argentína (frá 5.6.)
• Laugardaginn 7. júní kl. 17.50 Spánn-N-írland
Sunnudaginn 8. júní kl. 17.50 V-Þýskaland-Skotland (samdægurs)
• Sunnudaginn 8. júní kl. 22.50 Danmörk-Uruguay
• Mánudaginn 9. júní kl. 17.50 Frakkland-Ungverjaland
Miðvikudaginn 11. júní kl. 22.50 England-Pólland (samdægurs)
• Föstudaginn 13. júní kl. 17.50 V-Þýskaland-Danmörk
Laugardaginn 14. júní síðdegis Brasilía-N-Irlánd (frá 12.6.)
8 liða úrslit
• Laugard. 21. júní kl. 17. 50 (Leikur 45)
• Laugard. 21. júní kl. 21.50. (leikur 46)
• Sunnud. 22. júní kl. 17.50 (leikur 47)
• Sunnud. 22. júní kl. 21.50 (leikur 48)
Undanúrslit-úrslit
• Miðvikud. 25. júní kl. 17.50 (leikur 49)
• Miðvikud. 25 júní kl. 21.50 (leikur 50)
• Laugard.28. júní kl. 17.50 (keppt um 3.sæti)
• Sunnud. 29 júní kl. 17.50 (úrslitaleikur)
HM-MOLAR HM-MOLAR
16 liða úrslit
• Sunnud. 15. júní kl.17.50 (Leikur 37)
Sunnud. 15 júní kl. 22.50 (Leikur 38-samdægurs)
• Mánud. 16 júní kl 17.50 (leikur 39)
• þriðjud. 17 júní kl. 17.50 (leikur 41)
• Miðvikud. 18 júní. kll7.50 (Leikur 43)
• Miðvikud. 18. júní kl. 21.50 (Leikur 44)
Laugard. 21 júní (síðdegis-leikur 42)
Pat Jennings er elsti leikmaðurinn
sem tekur þátt í HM. Jennings heldur
upp á sinn 41. afmælisdagþann 12. júní,
sama dag og lið hans, N-Irland, mætir
Brasiliu.
Rodolfo Rodriquez, fyrirliði Uru-
guay, mun ekki ná að leika neitt með
liði sínu í riðlakeppninni. Omar Borás,
þjálfari liðsins, hyggst ekki nota leik-
manninn fyrr en hann hefur náð sér
af veikindum sínum.
Ungverjaland lék á dögunum æf-
ingaleik við mexíkanska 1. deildar liðið
Leon. Ungveijaland vann öruggan sig-
ur, 4-2, og voru öll mörk liðsins skoruð
i fyrri hálfleik. í þeim seinni áttu leik-
menn Ungverja hins vegar í vök að
verjast, greinilega steinuppgefnir í hit-
anum.
GuId.Slar lii-fur nlla niÖKuli-ikniia:
* 83 rásir.
* 12 forvalHstillingar.
* 14 daga upptökuminni með 4
niisinunandi tímuin.
* Föst dagleg upptaka.
* Allt að 4 ttma samfclld upptaku.
* Létt rofar.
* þráðlaus fjarstýring með 13
stjórnaðgerðum.
* Truflanalaus samsetning á mynd í
upptöku.
* 5-föld hraðleitun fram og til haka.
* Kyrrmynd.
* Sjálfvirk spólttn til haka.
* Rafeindateljari.
* Teljarantinni.
* Skýrt ljósahorð sem sýnir allar
aðgerðir tækisins.
* Þú getur horft á eina rás, meðan þú
ert að taka upp af annari.
* Með E.T.R. rofanum geturðu tekið
upp í ákvéðinn tíma, Vz—4 klst., að
|>vi loktiu slekkur la kið sjálft á
upptökunni.
GS
GoldStar
VIÐ TÖKUM VEL
Á MÓTI ÞÉR
KIR MISSA EKKIAF HM I MEXIC0
„Éj fékk mér ioldStðr myndbandstáski é verði
sem slaer allt út aieins
kr. 5.980
c
DXOXu
Eqfékkmioa
" ' ikina
PIQUE
Mfflsmmmmm
SKIPHOLTI 19
SIMI 29800