Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Blaðsíða 14
58 DV. LAUGARDAGUR 31.MAÍ 1986. HM í Mexíkó HM í Mexíkó HM í Mexíkó HM í Mexíkó Danskt dínamít! Stórstjömur í nær hverri stöðu • Tvær dönsku stjarnanna, þeir Preben Elkjær og Sören Lerby. Haukur Lárus Hauksson, fréttaritari DV í Kaupmannahöfn: Danir taka þátt í lokakeppni heimsmeistarakeppninnar í fyrsta skipti og hefur mikið verið rætt og ritað um möguleika danska liðsins. Árangur þess síðustu 3 4 árin er flestu knattspyrnuáhugafólki vel kunnur. Hæst ber velgengni þess i úrslitakeppni EM 1984. Þá náðu Danir að komast í undanúrslitin þar sem þeir töpuðu fyrir Spánverjum eftir framlengingu og æsispennandi vítaspyrnukeppni (þær virðast vera orðnar hversdagsmatur fyrir spænska knattspyrnumenn). Þótti mörgum að sú keppni hefði átt að enda eins og hún byrjaði með leik Frakka og Dana. En hvað um það. Danska liðið hafði aflað sér virðingar og vinsælda hvar- vetna. Er óhætt að segja að með leikstíl sínum hafi það opnað augu fólks fyrir knattspyrnu eins og hægt er að leika hana, þar sem leikgleði, framúrskarandi knattmeðferð og baráttuvilji sameinast í eina heild (þegar vel gengur). Hafa Danir fengið nafnbótina Brasilíumenn Evrópu. Sterkasti riðill lokakeppninnar En hvernig mun Dönum svo vegna í lokakeppninni i Mexíkó í sumar? Margir danskir þjálfarar hafa leyft sér að vona að Danir hreppi 4. sætið. En það er hægara sagt en gert. Dan- ir eru í langsterkasta riðli keppninn- ar þar sem mótherjarnir verða Vestur-Þjóðverjar, Uruguaymenn og Skotar. í öðrum riðlum geta sterku liðin jafnvel leyft sér að tala um einn „léttan“ leik en slíkar vangaveltur ganga ekki í E-riðlinum. Árangur liðsins og gæði þess og síðast en ekki síst hið mikla sjálfs- traust, sem leikmenn hafa öðlast, þýðir að Danir geta sigrað hvaða mótherja sem er í dag. Þó má ekki vænta of mikils. Það er mikill munur á vangaveltum við skrifborðið og þeim veruleika sem lokakeppni HM er, ekki síst við hin framandi og erf- iðu skilyrði í Mexíkó. Undir venjulegum kringumstæðum eiga Danir að geta sigrað bæði V- Þjóðverja og Skota. Leikskilyrðin eru jafnerfið fyrir þessi 3 lið. Dani vantar helst leikreynslu í lokakeppni sem þessari en þeip tóku fyrst þátt í meiri háttar lokakeppni í EM 1984. Líklega verða Uruguaymenn erfið- ustu mótherjarnir og gildir það um V-Þjóðverja og Skota lika. Uruguay- menn leika við skilyrði sem ekki eru þeim sérlega framandi og geta því náð hámarksárangri. Án þess að fara út í miklar vanga- veltur um mótherja Dana og mögu- leika á sigri eru nokkur atriði athyglisverð. Vestur-Þjóðverjar eru ætíð harðir í horn að taka og virðast alltaf geta fengið einhvern aukakraft úr sínum leikmönnum til að vinna leiki undir kringumstæðum sem þessum. Keis- ari Beckenbauer segist staðráðinn í að ná a.m.k. 4. sætinu. Uruguaymenn eru tiltölulega lítt þekktir en engu að síður taldir með sigurstranglegri liðum í keppninni. Flestir leikmanna þeirra leika er- lendis en meðal þeirra eru geysi- sterkir einstaklingar. Vörnin þykir föst fyrir og hörð og talað um að létt- ari leikmönnum verði hreinlega slátrað en Danirnir eru ekki neinir drekar, margir hverjir. Skotar eru ætíð hættulegir og óút- reiknanlegir. Þeir hafa ekki átt velgengni að fagna í undanfórnum lokakeppnum og ættu því að hafa ríka ástæðu til að bæta um betur. Þó eru Skotar ein helsta von Dana um stig í riðlinum. Það má leika sér að möguleikunum með því að segja ef, ef og aftur ef. Tíminn mun skera úr um gengi lið- anna. Loks má þó geta þess að þjálfari Englendinganna, Bobby Robson, óttast Danina ef lið hans mætir þeim í milliriðli, auk þess sem þjálfari Uruguay, Omar Borras, telur að öll liðin í E-riðli geti orðið heims- meistarar 1986. Danskt dínamít Þeir sem hafa skapað velgengni Dana eru auk þjálfarans, Sepp Pion- tek, meirihluti þess 22ja manna hóps er hann valdi í apríllok. Sjö þeirra koma úr dönsku deildakeppninni, en hinir eru „útlendingar". Meðal þeirra eru 7 leikmenn sem nýverið hafa orðið meistarar með sínum lið- um víðs vegar í Evrópu og þar af tveir er unnið hafa bæði deild og bikar í ár. Það eru Sören Lerby frá Bayern Múnchen og Jan Mölby frá Liverpool. Hér á eftir fer upptalning á leik- mönnum danska liðsins með upplýs- ingum um leikjafjölda, mörk o.þ.h. Markverðir: \ 1. Troels Rasmussen (193cm--90 kg). 25 ára sölumaður sem leikur með danska liðinu AGF. Hefur leikið 14 landsleiki en sá fyrsti var 2-2 leikur- inn á móti Englendingum í Kaup- mannahöfn 1982. Þá fór athyglin fyrst verulega að beinast að danska liðinu. Hann er aðalmarkvörður liðs- ins, viðbragðsfljótur og nýtir vel hæð sína. 16. Ole Quist (184-80). 36 ára lög- regluþjónn sem alltaf hefur leikið með Kaupmannahafnarliðinu KB. Lék sinn fyrst'a landsleik 1979 og eru þeir nú orðnir 37. Vakti mikla at- hygli á EM 1984 en er 2. markvörður í augnablikinu. Á konu og 2 börn. 22. Lars Högh (180-75), 27 ára. Leikur með OB frá Óðinsvéum og hefur 3 landsleiki að baki. Er tækni- lega mjög góður en vantar reynslu og líkamsstyrk. Varnarmenn: 4. Morten Olsen (183-74). 36 án og aldursforseti liðsins. Fastur fyrir- liði og hefur leikið flesta landsleiki, 77 talsins, og skorað 2 mörk. Lék sinn fyrsta landsleik 1970. Lék fyrst erlendis 1972 og þá með Cercle Brúgge og Racing White. Nýbakaður og margfaldur belgískur meistari með Anderlecht þar sem hann hefur leikið undanfarin ár. Er sterkur persónuleiki utan vallar sem innan og nýtur alls staðar virð- ingar. Hefur leikið nær allar stöður í landsliðinu en í dag er hann einn besti „libero“ í Evrópu. Er menntað- ur í verslun með málningarvörur. Ókvæntur. 3. Sören Busk (183-80), 33 ára. Hefur leikið 45 landsleiki og skorað tvisvar. Lék sinn fyrsta landsleik 1979. Hann hefur leikið erlendis frá 1976, fyrst með Herne í V-Þýskalandi og síðar með Gent og nú Maastricht í Hollandi. Var fyrst sóknarleikmað- ur en er nú einn traustasti varnar- leikmaðurinn. „Dekkar" mjög vel og er ætlað að afvopna sóknarmenn andstæðinganna ásamt Ivan Nielsen. Mjög heiðarlegur leikmaður. Er prentari að mennt og á konu og dótt- ur. 5. Ivan Nielsen (190-84), 29 ára. Hefur leikið 29 landsleiki en ekki skorað. Hefur leikið með Feyenoord í Hollandi frá því hann hélt utan 1979. Er líkur Busk en þykir mun harðari í horn að taka enda oft kall- aður Ivan grimmi. Myndar ásamt Busk og Olsen kjarna dönsku varn- arinnar. Pípulagningarmaður að mennt, er giftur og á 2 börn. 2. John Sivebæk (180-81), 24 ára. Lék sinn fyrsta landsleik 1982. Hefur leikið 34 landsleiki og skorað eitt snilldarmark gegn írum í nóvember sl. þar sem hann prjónaði upp hálfan völlinn og vippaði yfir markvörðinn. Seldur fljótlega eftir það frá Vejle til Manchester United. Er mjög fljótur og líkamlega sterkur bakvörður og sókndjarfur. Hefur ekki náð al- mennilegri fótfestu í United en er á leið með að verða fastur landsliðs- maður. Trúlofaður, barnlaus og vann áður á skattstofu. 20. Jan Bartram (188-83). 24 ára og hefur aðeins leikið 3 landsleiki. Leikur með Árósaliðinu AGF. Vinstri bakvörður sem er góður í návígi og sókndjarfur. Gæti stutt Lerby á miðjunni. 21. Henrik Andersen (184-80), 21 árs. Hefur leikið 4 landsleiki, fyrst vorið 1985. Er fastamaður í meistara- liði Anderlecht en hann kom þangað 1982. Mun fá fast sæti í landsliðinu eftir komandi kynslóðaskipti. Hefur stúdentspróf og er piparsveinn. 17. Kent Nielsen (192-86). 24 ára og leikur með Kaupmannahafnarlið- inu Brönshöj. Hefur leikið 4 lands- leiki. Sterkur leikmaður, góður í loftinu og leikur skynsamlega. Mun væntanlega erfa stöðu Busk og Ni- elsen í vörninni. Miðjumenn: 9. Klaus Berggreen (182-74). 28 ára viðskiptafræðingur. Lék sinn fyrsta landsleik 1979 og hefur síðan leikið 30 landsleiki og skorað 5 mörk. Hefur leikið með Pisa á Italíu frá 1982 og var nýverið seldur til AC Roma fyrir um 130 milljónir ísl. króna. Er ótrú- legur vinnuhestur og talinn hafa 4 lungu! Fórnar sér alltaf 100% í hverj- um leik og skapar góðan anda í liðinu. Mjög fjölhæfur leikmaður. Góður sem „frakki" er sýndi sig er hann sá um að dekka Frakkann Plat- ini við EM 1984. Ókvæntur. 12. Jens Jörn Bertelsen (171—64), 34 ára. Hefur leikið 57 landsleiki, fyrst 1976, og skorað 1 mark. Leikur með svissneska liðinu Aarau eftir að hafa leikið í Belgíu og Frakklandi. Mikill vinnuhestur sem ber liðs- heildina fyrir brjósti. Ótrúlega lítt áberandi leikmaður þrátt fyrir gífur- leg afköst og fórnfýsi. Menntaður tryggingamaður, er giftur og á eina dóttnr. 7. Jan Mölby (187-89), 22 ára. Lék sinn fyrsta landsleik 1982 og hefur síðan leikið 8 leiki en ekki skorað - enn. Hefur skorað 14 mörk fyrir Li- verpool í vetur og tvöfaldur meistari með því. Lék með Ajax frá 1982-84. Líkamlega sterkur og um leið tækni- legur leikmaður. Nýtur sín framar- lega á miðjunni. Veldur Englending- um hugarvíli. Var afgreiðslumaður. Er ókvæntur. 6. Sören Lerby (184-82): Þessi 28 ára gamli miðjuleikmaður hefur aldrei verið betri. Nýbakaður deilda- og bikarmeistari með Bayern Múnchen. Hefur leikið þar síðustu 3 árin. Lék áður með Ajax og varð margfaldur hollenskur meistari. Hann var nýlega seldur til AS Monaco fyrir óþekkta - en háa upp- hæð. Fyrsti landsleikur 1978 og hefur nú náð 49 landsleikjum og skorað 10 mörk. Lerby er stjórnandi liðsins. Mikill baráttumaður sem hlifir sér aldrei, auk þess getur hann skorað af löngu færi. Er sjálfkjörinn erfingi fyrirliðastöðunnar. Er prentari að mennt og á konu og einn son. 15. Frank Arnesen (181-72), 29 ára gamall. Hefur leikið 43 landsleiki og skorað 14 mörk. Fyrsti landsleikur 1977. Nýbakaður hollenskur meistari með PSV Eindhoven. Lék áður með Ajax þar sem hann varð margfaldur meistari (hann og Lerby voru kallað- ir fótboltatvíburarnir i Ajax), Valencia á Spáni og Anderlecht. Mjög tæknilegur og nett leikandi leikmaður með mikla yfirsýn. Góð vítaskytta og húmoristi er bætir liðs- andann. Rekur stóra iþróttavöru- verslun í Kaupmannahöfn. Giftur og á tvö börn. 8. Jesper Olsen (168-60), 25 ára. Hefur leikið 25 landsleiki og skorað 3 mörk. Lék fyrsta landsleik 1980. Leikur nú með Manchester United og hefur verið umsvifamikill þrátt fyrir óhentugan leikstíl, skorað 11 mörk í vetur. Lék áður með Ajax. Mörg evrópsk stórlið hafa augastað á honum. Unun er að sjá Jesper leika á góðum degi. Knattmeðferð er í sér- flokki og sólar hann títt 2-3 andstæð- inga úr vonlausri stöðu. Léttleiki hans getur orðið dýrmætur í þunna loftinu og hitanum í Mexíkó. Mennt- aður bankamaður og á enska kærustu. 13. Per Frimann (177-66), 24 ára, 8 landsleikir. Lék fyrst 1983. Má sín varla mikils í samkeppninni um sæti á miðjunni. Leikur með Anderlecht við góðan orðstír. Nýbakaður meist- ari. Kemur oft inn á sem varamaður og fellur þá fljótt inn í spilið. Hleyp- ur mikið og er nær alls staðar á vellinum. Trúlofaður, barnlaus. 14. Allan Simonsen (165-59), litli risinn. 33 ára með 54 landsleiki og 21 mark að baki. Ftyrsti landsleikur gegn íslandi á Laugardalsvellinum 1972. Danir unnu þá 5-2 og skoraði Simonsen 2 mörk. Hann á mjög lit- ríkan feril að baki. Lék erlendis frá 1973-84 með Borussia Mönchenglad- bach, FC Barcelona og Charlton. Leikur nú með Vejle í Danmörku. Hefur unnið fjölda titla, þar á meðal titilinn knattspyrnumaður ársins í Evrópu 1977. Það gengur kraftaverki næst að Simonsen skuli vera í danska HM-liðinu. Hann fótbrotnaði í opn- unarleik EM 1984 en hefur barist hetjulega til að ná sér á strik aftur - „gamall" maðurinn. Simonsen hef- ur átt einn stærstan þátt í stöðu danska liðsins í dag. Hæfileikar hans eru óumdeilanlegir þrátt fyrir misjafna frammistöðu síðasta árið. Hann er sölustjóri og á konu og 3 börn. Sóknarmenn: 10. Preben Elkjær (183-73), 28 ára. Hefur leikið 54 landsleiki og skorað 32 mörk. Lék fyrst með liðinu 1977. Hélt utan sama ár og hefur leikið með FC Köln, Lokeren og nú síðast Verona á Ítalíu. ítalskur meistari í fyrra. Talinn einn skæðasti sóknar- leikmaður Evrópu í dag. Vakti mikla • Sepp Piontek, þjálfari Dana. athygli á EM 1984 og hefur haldið henni síðan. Óútreiknanlegur leik- maður, fílsterkur og hemjulaus. Kallast „sjeffinn". Skorar mörk á allan hugsanlegan hátt. Þykir óþekkur og á ósjaldan í útistöðum við dómarana. Fórnarlamb margra harðskeyttra varnarmanna - þarf nánast að bera þá um völlinn. Menntun: Knattspyrnumaður!! Gift- ur og barnlaus. 11. Michael Laudrup (183-75), 22 ára. Hefur 28 landsleiki og 18 mörk að baki. Hélt utan 1983 _og lék fyrstu tvö árin með Lazio á Ítalíu. Hefur síðan leikið með Juventus sem varð ítalskur meistari í vor. Ófáir kalla hann einn besta knattspyrnumann heims í dag og eru Danir og Italir fjölmennir í þeim kór. Sjálfur Plat- ini, samherji úr Juventus, sparar ekki lofsyrðin um Laudrup og segist alltaf vera að læra eitthvað nýtt af þessum unga manni. Hefur þroskast mjög frá EM 1984. Verður líklegast framarlega á miðjunni og mun þá skipta við Berggreen en það er hans uppáhaldsstaða þar sem hæfileikar hans nýtast til fulls. Knattleikni hans og innsýn í leikinn er með ólí- kindum. Hefur stúdentspróf og er trúlofaður. 18. Flemming Christensen (187-73), 28 ára. Hefur leikið 10 landsleiki og skorað 2 mörk. Leikur með Lyngby í Danmörku en mun vafalaust leika erlendis næsta vetur. Mjög snöggur og marksækinn leikmaður. Berst hálfvonlausri baráttu um að komast í liðið þar sem við Elkjær og Laudr- up er að etja. Kjörinn varamaður þar sem hann er fljótur að hitna og falla inn í spilið. 19. John Eriksen (180-74). 28 ára og hefur leikið 4 landsleiki og skorað eitt mark. Hefur skorað fjölda marka i Frakklandi og nú síðast í Hollandi þar sem hann leikur með Feyenoord og er með markahæstu mönnum. Hættulegur leikmaður er nýtir hvert tækifæri til hins ýtrasta. Sá á kvölina... Það er af nógu að taka fyrir Sepp Piontek. En þrátt fyrir að 7 þessara leikmanna séu nýbakaðir meistarar með sínum liðum eða hafi unnið af- rek með þeim segir hann: „Það hjálpar mér ekki mikið. Þeir hafa ekki allt lið sitt með sér! Leikmenn- irnir koma í landsliðið sem einstakl- ingar og eiga allt í einu að leika með mönnum sem þeir sjá ekki á hverjum degi og mynda eina velvinnándi heild.“ Piontek fer þó ekkert leynt með hvert hans sterkasta lið er. Þáð er svona: Marvörður: Troels Rasmussen-AGF. Varnarmenn: Sören Busk-Maastricht Ivan Nielsen-Feyenoord Morten Olsen-Anderlecht Henrik Andersen-Anderlecht Miðjumenn: Mic.hael Laudrup-Juventus Frank Arnesen-PSV Eindhoven Jan Mölby-Liverpool Sören Lerby-AS Monaco Sóknarmenn: Klaus Berggreen-AC Roma Preben Elkjær-Verona John Sivebæk, ManchesterUnited, er þó mjög líklegur til að leysa Hen- rik Andersen af hólmi. Hér er á ferðinni það sem Danir kalla danskt dínamít. Er danskt dín- amít nú orðið eins konar vörumerki fyrir danska knattspyrnu og passar nokkuð vel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.