Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Blaðsíða 17
61 HM í Mexíkó HM í Mexíkó DV. LAUGARDAGUR 31.MAÍ 1986. HM í Mexíkó HM í Mexíkó Hæð yfir sjávarmál 2 500 Mexiko 2 000 Monterrey mM Leon Tampico 0 Irapuato Nezahualcoyoti Queretaro Mexíkóflói Mexiko City Veracruz oluca Acapulco Kyrrahafið Keppnisstaðir í Mexíko - mesta hæð í Toluca, 2651 - minnst í Monterrey Mexikóborg Mexíkóborg er í 2238 metra hæð eða í meiri hæð en hæsti tindur á íslandi. Enginn veit með vissu hvað íbúar í höfuðborginni eru margir. Þeir eru einhvers staðar á bilinu 15-20 milljónir og nokkuð öruggt að Mexíkóborg er sú fjölmennasta í heimi. Þar eru víða glæsilegar byggingar, mikill auður en lika einhver sárasta fátækt í heimi. Jarðskjálftamir miklu 19. september í fyrra eru enn í fersku minni. Þeir sem koma á heimsmeistarakeppnina verða þó lítið vrrir þeirrar eyðileggingar sem þar átti sér stað. í borginni er stærsti leikvangur landsins, hinn glæsilegi Aztec-leik- vangur sem rúmar 110.574 áhorfendur, stórkostleg bygging. Og þar hafa mikl- ir íþróttaatburðir átt sér stað, ólymp- íuleikamir 1968, og enn standa heimsmet, sem þar vom sett á styttri vegalengdum, og heimsmeistara- keppni í knattspyrnu 1970 fór þar fram. Heimsmetin í 200 og 400 m og lang- stökki vom sett á leikvanginum, auk margra annarra heimsmeta sem síðan hafa verið bætt. Loftmótstaðan miklu minni í mikilli hæð en á láglands- brautum. Hins vegar erfitt með hlaup á lengri vegalengdum og það sama gildir einnig um knattspyrnuleiki. Leikmenn verða því að spara kraft- ana. Það verður því oftast „göngu- bolti“ á HM í Mexíkó. Monterrey Borgin er í Norður-Mexíkó, ekki langt frá landamærum Bandaríkj- anna, og minnstri hæð, aðeins 522 metrum yfir sjávarmáli. Hitapottur og þar verður erfitt fyrir Pólverja, Eng- lendinga, Portúgala og Marokkómenn að leika. Leikið þar á tveimur völlum, leikvangi háskólans, sem rúmar 43.780 áhorfendur, og Tecnologico-leikvang- inum. Þar rúmast 33.805 áhorfendur. Guadalajara „Perla vestursins" eins og borgin er oft nefnd. Höfuðborgin í Jalisvo-fylki og ein frægasta sumarleyfisborg heims. Loflslag frábært og þar dvelst oft fólk sem mjög er í sviðsljósinu. Jalisco-leikvangurinn rúmar 66.193 áhorfendur. 3 de Marzo-völlurinn 30. 015. Leon og Irapuato Tveir keppnisstaðir í Guanajuato- fylki. Leon-leikvangurinn tekur 30.531 áhorfenda en í Irapuato verður leikið á aðalleikvangi borgarinnar, sem ber nafn hennar, og þar rúmast 31.336 áhorfendur. Borgin Leon er þekkt fyr- ir stóriðnað - einnig sem fremsta verslunarmiðstöð Mexíkó. QUeretaro Kunnur ferðamannabær og nafn fylkisins ber nafnið „knattleikur". í borginni eru einhverjar frægustu by ggingar Mexíkó - arkitektur i hæsta gæðaflokki. La Corregidara-leikvang- urinn rúmar 38,576 áhorfendur. Alveg nýr leikvangur. Puebla Borg í stórbrotnu landslagi, - um- kringd háum fjöllum meðal annars eldfjöllunum Popocatepelt og Iztacci- hualt. Sammt frá Mexíkóborg og knattspymuáhugamenn borgarinnar kallaðir „englamir“. Cuauhtemoc- leikvangurinn tekur 36.416 áhorfend- ur. Toluca Skammt vestan Mexíkóborgar með 300 þúsund íbúa. Höfuðborgin í Mexí- kófylki og leikvangurinn ber nafh borgarinnar. Þar rúmast 32.612 áhorf- endur. Nezahualcoyotl Einnig í Mexíkófylki og það verður erfitt fyrir útvarpsmenn, sem lýsa það- an, að bera fram nafn borgarinnar. Þar em íbúar um tvær milljónir, - margir sem em að reyna að komast til stórborgarinnar. Fátækt gífurleg. HM-leikvangurinn heitir Neza ’86 og tekur 34.536 áhorfendur. hsím

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.