Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Blaðsíða 19
Endurtaka enskir Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, fréttaritara DV í Englandi: Enska liðið kemur langbest undirbúið til leiks af Bretlandseyjaliðunum þremur og margir, meðal annars þjálfari síðustu heimsmeistara, Ítalíu, eru á því að Eng- lendingar geti endurtekið leikinn frá 1966 er þeir urðu heimsmeistarar. Enski hópurinn var við æfíngar í Col- orado Springs í Bandaríkjunum áður en hann hélt til Mexíkó og þykir mönnum líkamsþrek Englendinganna lofa mjög góðu. Meiðsli gætu sett strik í reikn- inginn Meiðsli lykilmanna eru sá hlutur sem Bobby Robson, þjálfari liðsins, hefur ótt- ast mest við undirbúning liðsins. Gary Lineker, sem talinn var öruggur í framl- ínuna, brákaði úlnlið í æfingaleik við Kanada og óvíst er hvort hann getur leikið í Mexíkó. Þá velti Bobby Robson því fyrir sér áður en að hann valdi hóp- inn hvort hann ætti að skilja fyrirliða liðsins, Bryan Robson, eftir heima vegna meiðsla, en ákvað síðan að treysta á að hann yrði að fullu búinn að ná sér. Talið er að Robson muni stilla upp þremur tengiliðum og einum útherja verði Bryan Robson með. Leiki hann ekki mun liðið leika með fjórum tengilið- um og þá kemur Trevor Steven inn í stað Chris Waddle. Enska liðið hefur síðustu ár átt í mikl- um brösum í undankeppni HM. Það tryggði sér sæti í lokakeppninni 1982 á Spáni en þá voru tuttugu ár síðan liðið hafði tryggt sér sæti eftir undam-iðla. Englendingar héldu nefnilega keppnina 1966 þegar þeir unnu og meistaranafn- bótin gaf þeim sjálfkrafa rétt á að leika í keppninni í Mexíkó 1970. Miklar vonir Frammistaða þeirra í undankeppninni nú var hins vegar með miklum ágætum. Liðið tapaði ekki leik og vann sér sæti ásamt Norður-írlandi eftir að Englend- ingar höfðu gefið írum stig í lokaleiknum á Wembley, að minnsta kosti að áliti Rúmena sem sátu eftir með sárt ennið. Góður sigur á heimamönnum, Mexíkó, 3-0, gaf einnig enskum byr undir báða vængi. Englendingar hafa alltaf staðið sig vel í mótum sem HM. Á Spáni hlaut liðið fullt hús upp úr riðli sínum eftir sigur á Frökkum, Tékkóslóvakíu og Kuwait en féll út eftir að hafa gert markalaust jafn- tefli við V-Þjóðverja og heimamenn, Spánverja. Enska landsliðið komst því taplaust út úr keppninni, eitt liða fyrir utan ítali. Margir telja liðið eiga raunhæfa mögu- leika og sjálfur hefur Bobby Robson látið svo um mælt að enska liðið sé eitt tíu liða er möguleika eigi á að berjast um eftirsóttasta bikar knattspyrnunnar. Enski hópurinn er þannig skipaður: Markverðir 1. Peter Shilton(183 sm-89 kg). 36 ára. 80 lands- leikir. Er talinn í hópi bestu markvarða heims og öruggur í byrjunarlið enskra í Mexíkó. Hef- ur leikið fleiri landsleiki en nokkur annar með liðinu undir stjóm Bobby Robson (40 leiki af 43). Varð einnig leikjahæsti markvörðurinn í sögu landsliðsins frá upphafi er hann sló 73 leikja met Gordons Banks í vetur. Shilton hefur haldið markinu hreinu í 41 leik af þeim 80 landsleikjum er hann hefur leikið. Gífurlega reyndur enda hefur Shilton verið atvinnumaður í tuttugu ár. 13. Chris Woods(188 79). 26 ára. Þrír lands- leikir. Lék sinn fyrsta landsleik gegn Banda- ríkjunum sl. sumar og mun líklega standa í enska markinu meiðist Shilton í keppninni. Var aðeins átján ára er hann lék í úrslitum deildar- bikarsins. Woods varð mjólkurbikarmeistari með Norwich í mars á síðasta ári. Sterkur og áhugasamur en skortir reynslu. 22. Gary Baily(186 83). 27 ára. 2 landsleikir. Nýlokið keppnistímabil var hrein martröð fyrir Baily en auk þess að véra settur úr aðalliði Manchester United meiddist hann á ökkla og missti næstum því sæti sitt í 22 manna hópnum. Orðrómur um að hann sé á leiðinni frá Man. Utd, þar sem hann hefur ávallt leikið, hefur ekki bætt úr skák. Hann á markvarðakunnáttu sína ekki langt að sækja því faðir hans, Roy, stóð á milli stanganna hjá Ipswich og Crystal Palace. Getur átt frábæra leiki en er einum of gjam á að gera villur. Varnarmenn 12. Viv Anderson(183 70). 29 ára bakvörður. 21 leikur, 1 mark. Arið 1978 lék Anderson sinn fyrsta landsleik og varð þar með fyrstur blökku- manna til að leika í enska landsliðinu í knatt- spyrnu, Hefur þó aldrei náð að festa sig í liðinu þrátt fyrir að ’iðið hafi verið mjög sigursælt með hann innanborðs. Hann hefur aðeins tapað einum leik og aldrei fengið meira en eitt mark á sig. Anderson lék með Nottingham Forest er liðið vann Evrópubikarinn tvívegis og Eng- landsmeistaratitilinn. Hann er hávaxinn, fljót- ur og hættulegur í loftinu þegar hann kemst inn í vítateig andstæðinganna. 3. Kenny Sansom(185 84). 27 ára bakvörður. 63 leikir, eitt mark. Hann hefur leikið stöðu vinstri bakvarðar í síðustu 24 leikjum og er landsleikjahæsti leikmaður Arsenal fyrir Eng- 9. Mark Hateley(185 73). 24 ára. 16 leikir, 6 mörk. Byrjaði feril sinn í landsliðinu með mikl- um látum en síðan hafa mörkin látið á sér standa. Hann berst nú við Dixon og Beardsley um sæti við hlið Lineker í sókn enska liðsins. Kraftmikill og sterkur í loftinu. 10. Gary Lineker(177 74). 25 ára. 13 leikir, 6 mörk. Blómstraði á síðasta keppnistímabili. Var kosinn leikmaður ársins bæði af leikmönnum og blaðamönnum. Þau fjörtíu mörk sem Line- land frá upphafi. Sansom varð dýrasti vamar- maður Bretlands er Crystal Palace seldi hann til Arsenal fyrir 1,35 milljónir sterlingspunda árið 1980. Hann er næsta öruggur með fast sæti í liðinu, snöggur og leikinn en skortir hæð. 2. Gary Stevens, Everton(180 -68). 23 ára bak- vörður. Sjö landsleikir. Hægri bakvörður sem lék sinn fyrsta landsleik gegn Ítalíu í Mexíkó í fyrra. Stevens er sérfræðingur liðsins í löngum innköstum. 6. Terry Butcher(193-89). 27 ára miðvörður. 38 landsleikir, 3 mörk. Butcher átti við mikil meiðsli að stríða á nýloknu keppnistímabili sem endaði illa fyrir hann og lið hans Ipswich sem féll í 2. deild. Nú er þessi sterki miðvörður á leið frá liðinu sem hann er alinn upp hjá og þá líklega til Manchester United. Butcher lék með Englandi á Spáni 1982 og er lykilmaður í áætlun Bobby Robson á HM, einkum þegar enska liðið fær hornspymur. 14. Terry Fenwick(185-70). 26 ára miðvörður. 15 landsleikir. Byrjaði sem bakvörður en hefur leikið á miðjunni í vetur. Besta staða hans er þó án efa miðja vamarinnar. Hann berst nú við Alvin Martin um stöðuna við hliðina á Terry Butcher og margt bendir til að að hann verði ofan á í þeirri baráttu. Gæti verið notaður sem yfirfrakki á einhverja mótherja enskra. 5. Alvin Martin(185-84). 28 ára miðvörður. 14 landsleikir. Hefur átt frábært keppnistímabil með West Ham en mistekist að nýta sér tæki- færin í landsliðinu. Martin frestaði hnéskurð- aðgerð vegna heimsmeistarakeppninnar en mun líklega fylgjast með keppninni frá vara- mannabekknum. Martin er gífurlega sterkur í loftinu en skortir tilfinnanlega hraða. 15. Gary Stevens, Tottenham(183-76). 24 ára miðvörður. 4 landsleikir. Er jaíhvígur sem bak- vörður, miðvörður og tengiliður. Stevens er nýbúinn að ná sér eftir slæm meiðsli sem hann hlaut í mars á sl. ári. Var valinn í liðið í stað Mark Wright, Southampton, sem fótbrotnaði. Miðjumenn 4. Glenn HoddIe(183-73). 28 ára. 32 leikir, 8 mörk. Lék sinn fyrsta landsleik gegn Búlgaríu 1979 og skoraði tvö mörk í þeim leik. Hann hefur ávallt átt erfitt uppdráttar með landslið- inu þrátt fyrir frábæra frammistöðu með félags- liði sínu, Tottenham. Hefur verið í byrjunarlið- inu síðustu tólf leiki. Hoddle hefur veri gagnrýndur fyrir að vera vamarleikmönnum lítil stoð. Enginn efast þó um hæfni leikmanns- ins. Frábærar sendingar og nákvæm skot eru helsti kostir hans. 16. Peter Reid(172-66). 29 ára. 4 landsleikir. Meiðsli hafa löngum gert honum erfitt fyrir og hann hefur misst af landsleikjum í vetur vegna þeirra. Um tíma leit út eins og hann hefði unn- ið sér fast sæti í landsliðinu en mun líklega vera á bekknum í keppninni. Knattspymumað- ur ársins hjá enskum blaðamönnum í fyrra og stórkostleg sending hans á Lineker í bikarúr- slitunum ensku ætti að verasjónvarpsáhorfend- um í fersku minni. 7. Bryan Robson(179-75). 28 ára. 51 landsleik- ur, 19 mörk. Missti tæpa fimm mánuði úr síðasta keppnistímabili vegna ýmissa meiðsla. Hann er ómetanlegur fyrir enska liðið og sá eini fyrir utan Peter Shilton sem er 100% ömggur í byrj- unarliðinu á HM, séu þeir heilir. Robson er dýrasti knattspyrnumaður Bretlandseyja og markahæsti leikmaður enska landsliðsins af núverandi leikmönnum. Hefur 27 sinnum verið fyrirliði enska liðsins og mun verða það á HM. Sókndjarfastur miðjumanna liðsins. Sterkur, fljótur, leikinn og hefur gott lag á að koma sér í marktækifæri. öheppinn með meiðsli og verð- ur með sérhlíf á annarri öxl á HM. Hefur tvívegis farið úr axlarliðnum. 17. Trevor Steven(17JM59). 22 ára. 9 leikir, 3 mörk. Hefur leikið stórvel með Everton frá því hann var keyptur frá Bumley árið 1983. Hann hefur leikið svipaða stöðu og Steve Coppel gerði og fari svo að Robson ákveði að nota ekki kant- mann kemur Steven inn í liðið hægra megin á miðjunni. 8. Ray Wilkins(172 70). 29 ára. 79 leikir, 3 mörk. Leikjahæstur útileikmanna Englands og fyrirliði í Qarveru Bryan Robson. Wilkins og Hoddle hafa loksins náð saman á miðjunni og leika þar líklega við hlið fyrirliðans. 18. Steve Hodge(170 66). 23 ára. 3 landsleikir. Fyllti vel upp í skarðið sem Robson skildi eftir sig í landsleik enskra við Skota á dögunum. Þó að Hodge verði ekki í aðalliðinu á hann bjarta framtíð fyrir höndum. Meiddist og talið var að hann mundi missa sæti sitt í stað Stew- art Robson. 19. John Barnes(180 76). 22 ára útherji. 25 landsleikir, 3 mörk. Yngsti leikmaður hópsins en samt sem áður einn af þeim leikhærri. Fræg- astur fyrir glæsimark sitt gegn Brasilíu 1984. Keppir við Chris Waddle um stöðu kantmanns. 11. Chris Waddle(183 72). 25 ára útherji. 14 leikir, tvö mörk. Hefur leikið 14 af síðustu fimmtán leikjum Englands. Tryggði sigur en- skra á Sovétmönnura með glæsilegu marki. Ef Englendingar leika með útherja verður Waddle líklega fyrir valinu. Mjög góð boltameðferð með vinstra fæti sem getur ruglað varnarmenn í rím- inu. Sóknarmenn 21. Kerry Dixon(183 82). 24 ára. 6 leikir, 6 mörk. Þrátt fyrir tvö mörk er hann kom inná sem varamaður gegn S-Kóreu nýlega verður Dixon líklega ekki í byrjunarliði Englands. Hefur orðið markahæsti leikmaður í 1., 2., og 3. deild í Englandi. Lék sinn fyrsta landsleik gegn Mexíkó í fyrra. Hefðbundinn enskur mið- herji. Sterkur, hávaxinn og skotviss. ker skoraði á sl. tímabili með Everton koma til með að tryggja honum nær öruggt sæti í liðinu. 20. Pete'r Beardsley(172 73). 25 ára. 2 lands- leikir. Lék sinn fyrsta landsleik gegn Egyptum sl. mars en sló í gegn í sigurleiknum við Sovét- ríkin. Svo gæti farið að Robson veldi hann til að leika við hlið Lineker í framlínunni. • Bryan Robson, fyrirliði Eng- lendinga. • • • • ORYGGI I ONDVEGI Monroe cas Matic hiöggdeyfar monroe hefur í áratugi verið leiðandi fyrirtæki í hönnun og framleiðslu á vönduðum höggdeyfum. Nú er komin á markaðinn ný kynslóð höggdeyfa frá Monroe, sem... • eru einstaklega fljótvirkir, traustir og endingargóðir • halda eiginleikum sínum við hin erfiðustu skilyrði • stuðla að minna sliti á dekkjum, stýrisbúnaði, hjöruliðum, hjólaiegum, skiptingu, kúplingu o.fl. • tryggja öruggan og þægilegan akstur og þannig leikur bíllinn í höndum þínum. Áratuga reynsla af Monroe höggdeyfum við íslenskar aðstæður tryggir þér og þínum meira öryggi. (fflmnaust n.t m* Síðumúla 7-9 ■ Sími: 82722 A fMONROEFi 4 DV. LAUGARDAGUR 31.MA1 1986. HM í Mexíkó HM í Mexíkó HM í Mexíkó HM í Mexíkó leikinn frá 1966?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.