Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Blaðsíða 20
Jules Rimet og
draumurinn
sem rætdst
Jules Rimet, Frakkann sem telja
verður fbður heimsmeistarakeppn-
innar í knattspymu, dreymdi stóra
drauma um útbreiðslu knattspym-
unnar í heiminum og hlutverk
hennar í samskiptum þjóðanna.
Keppnin í Mexíkó, sú sem hefst í
dag, er fjölmennasta og vinsælasta
íþróttakeppni sem haldin er í heim-
inum núorðið.
Sjónvarpsáhorfendur verða trú-
lega um 10 billjónir (10.000 milljónir)
- og rétt að taka það fram að sú
tala er ekki með öllu rökrétt því hún
er meira en tvöfalt hærri en saman-
lagður mannfjöldi jarðar. En sjón-
varpsmenn reikna með að fjölmargir
horfi á fleiri en einn leik og telja
hvem áhorfanda þarrnig margsinnis.
Þeir reikna og méð að 1000 milljónir
horfi á úrslitaleikinn einan þann 29.
júní.
Þegar Jules Rimet var forseti Fifa
(Alþjóða knattspymusambandsins)
1920 54 var áhuginn á heimsmeist-
arakeppninni ekki sambærilegur við
það sem nú gerist. En Rimet hafði
óbilandi trú á vaxandi vinsældum
knattspymunnar. Og hann gaf stytt-
una sem nefhd var eftir honum til
keppninnar. Brasilíumenn unnu
hana svo til eignar - styttu úr skýra
gulli allt í gegn - fyrir að hafa þrí-
vegis orðið heimsmeistarar, árin
1958,62 og 70. Nú keppa liðin um
bikar sem heitir bara heimsbikar
Fifa og það em Italir sem hafa varð-
veitt þann bikar síðustu fjögur árin.
Þeir urðu heimsmeistarar í Madrid
1982.
I ár em það stórstjömur eins og
Platini, Zico og Maradona sem
munu gera heimsmeistarakeppnina
eftirminnilega - og enginn vafi á að
keppnin í Mexíkó verður eftirminni-
leg, þvi þannig hefur það verið með
úrslitakeppni heimsbikarsins allar
götur síðan hún fyrst var háð árið
1930.
Uruguay 1930
Aðeins 13 þjóðir ákváðu að taka
þátt í keppninni - og gestgjafamir,
Umguay, sigmðu. Evrópuþjóðimar
fjórar, sem þátt tóku - Belgía, Rúm-
enía, Júgóslavía og Frakkland -
sendu lið sín til S-Ameríku á sama
skipi. Ferðin stóð í tvær vikur og
skipið kom við í Rio de Janero til
að taka Brasilíumennina með. Og
sunnudaginn 13. júlí þetta ár léku
Frakkar og Mexíkanar fyrsta leik-
inn sem Frakkar unnu með 4 gegn 1.
En úrslitaleikurinn fór fram 30.
júlí milli heimaliðsins, Umguay, og
nágranna þeirra, Argentínumanna.
Tíu skip lögðu upp frá Buenos Aires
í Argentínu þegar dró að úrslita-
leiknum en aðeins 8 þeirra náðu
höfii í Montevideo. Þokan tafði hina.
Á leikvanginum biðu 90.000 áhorf-
endur sem margir hverjir skutu
flugeldum og sprengdu kínverja og
andrúmsloftið varð eldfimt. Og ekki
dró úr þegar bæði liðin kröfðust þess
að leikið yrði með þeirra knetti.
Belgíski dómarinn, John Langenus,
gerði út um málið með því að ganga
út á völlinn með knött undir hvorum
armi. Argentínumenn unnu hlut-
kesti um knöttinn í fyrri hálfleik og
Umguay vann svo leikinn og bikar-
inn. Bikarinn hannaði franski
myndhöggvarinn Abel Lafleaur. Úr-
slitin urðu 4 gegn 2 eftir 2 gegn 1 í
hálfleik.
Sendiráð Uruguay í Buenos Aires
var grýtt daginn eftir. En heims-
meistarakeppnin var komin af stað.
Ítalía 1934
Umguaymenn vom svo elskir að
heimsbikar sínum að þeir neituðu
að keppa um hann þegar halda
skyldi keppnina á Ítalíu. 1934 komu
17 knattspymuþjóðir til Ítalíu og
enn vom það heimamenn sem sigr-
uðu Mussolini var víst í sjöunda
himni, eins og stundum framan af
valdaferli sínum. Á Ítalíu fóm menn
fyrst að ræða ítarlega fyrirkomulag
keppninnar. Argentínumenn og
Brasilíumenn vom vonsviknir yfir
að þurfa að æða yfir hálfan hnöttinn
og fá svo ekki að leika nema einn
leik. Svíar unnu Argentínumenn
með 3 gegn 2 og Brasilíumenn töp-
uðu fyrir Spáni með 3 gegn 1 í fyrstu
umferð. Mexíkanar komust ekki
einu sinni í úrslitakeppnina. Banda-
ríkjamenn sáu um það en Kanar
unnu þá í keppni um 16. sætið og
það hefur ekki verið oft sem Banda-
ríkjamenn hafa náð svo langt í
knattspymu.
Italir léku við Tékka í úrslitaleikn-
um sem fór fram í Róm. Tékkar
höfðu yfir þar til átta mínútur vom
til leiksloka. Þá var það að ítalski
framherjinn Orzi jafnaði. Orzi var
Argentínumaður að uppmna - og
hann jafhaði með hjólhestaspymu,
vippaði boltanum yfir Planicka,
markvörð Tékka, og svo var það
Schiavio sem skoraði í framlenging-
unni og Italir urðu heimsmeistarar
í fyrsta sinn en þeir hafa þrívegis
verið handhafar hins eftirsótta titils.
Daginn eftir sitt fallega mark
reyndi Orzi að endurtaka frægðar-
mark sitt fyrir ljósmyndara. Hann
gafst upp eftir tuttugu tilraunir.
Frakkland 1938
Stjómmálaástandið í heiminum
olli því að margar helstu knatt-
spymuþjóðir heims gátu ekki sent
lið til Frakklands. En ítölum tókst
að þagga niður ýmsar gagnrýniradd-
ir sem héldu því fram að þeir hefðu
aldrei unnið titilinn fjórum árum
fyrr hefðu þeir ekki verið á heima-
velli.
Austurríkismenn unnu þátttöku-
rétt í keppninni en sendu ekki lið.
Bestu menn þeirra skutu hins vegar
upp kollinum í liði Þjóðverja. Spán-
verjar sendu ekki lið því þeir áttu í
borgarastyrjöld. Argentínumenn
vom heima vegna þess að þeir vom
móðgaðir yfir að hafa ekki fengið
að halda keppnina. Og Umguay-
menn vom heima eins og íjórum
árum fyrr. Brasilíumenn og Pólverj-
ar léku einhvem eftirminnilegasta
leikinn. Hann fór fram í Strasbourg
og Brasilíumenn unnu með 6 gegn
5 eftir framlengingu. Leonidas gerði
út um leikinn - og vakti athygli fyr-
ir að leika berfættur.
ítalir léku til úrslita við Ungverja
- og unnu með 4 gegn 2 og sáu þann-
ig til þess að bikarinn yrði áfram í
Evrópu næstu 12 árin.
Þegar heunsstyrjöldin síðari
braust út fór Jules Rimet til ítalska
knattspymusambandsins og náði í
styttuna, sem hann síðan geymdi
undir rúminu sínu þar til friður hafði
verið saminn.
Brasilía 1950
Gegn öllum spádómum urðu Ur-
uguaymenn heimsmeistarar í annað
skipti þetta árið. Þeir sigruðu heima-
liðið í leik sem nefhdur var „úrslita-
leikurinn sem var enginn úrslita-
leikur". Og það var fleira markvert
sem gerðist í Brasilíu 1950: Banda-
ríkjamenn sigmðu Englendinga með
1 gegn 0 í Belo Horizonte. Og sænsku
áhugamenhimir unnu Itali með 3
gegn 2 í Sao Paulo. Átta sænsku
landsliðsmannanna vom svo komnir
á samning við ítölsk knattspymulið
næsta keppnistímabil.
Umguay, Brasilía, Svíþjóð og
Spánn léku til úrslita í fjögurra
landa keppni. Brasilíumenn með
sína frábæm framlínu: Zizinho,
Ademir og Jair, byrjuðu með því að
vinna báðar Evrópuþjóðimar með
7:1 og 6:1. Brassamir þurftu þannig
aðeins jafntefli gegn Umguaymönn-
um til að vinna bikarinn en nú brást
framlínan; eða réttara sagt: snilling-
amir hugsuðu einum um of um að
skora mörk og vömin var götótt.
Uruguay vann með 2 gegn 1.
Sviss 1954
Hafi sigur Uruguay verið óvæntur,
þá kom frammistaða Þjóðverja á
óvart í Sviss. Ungverjar komu til
Sviss með eitthvert besta lið sem
sögur hafa farið af. Þeirra lið hafði
ekki tapað í 28 leikjum í röð og hafði
niðurlægt Englendinga á Wembley
með 6:3 og með 7:1 í Budapest. Ung-
veijar vom ólympíumeistarar og
r
i
>■'.
Pelé - númer 10 að venju og segist enn til í slaginn.
státuðu af stórstjömum á borð við
Puskas, Bozsik, Kocsis og Hideg-
kuti.
I byrjun fór allt eins og reiknað
hafði verið með. Ungverjamir möl-
uðu Kóreu með 9 gegn 0 og Vestur-
Þýskaland laut í duftið fyrir þeim
með 3 gegn 8. En vísbending um að
ekki væri allt í lagi í ungversku
herbúðunum kom þegar Ungverjar
lentu í „Bardaganum í Beme“ ásamt
Brasilíumönnum. Bozsik og Brasil-
íumennimir Nilton Santos og Tozzi
vom reknir af leikvelli vegna ósæmi-
legrar hegðunar og slagsmálin héldu
áfram i búningsherbergjunum eftir
leikinn.
Þótt Þjóðverjar hefðu tapað fyrir
Ungverjunum í byrjun keppninnar,
þá náðu Þjóðverjamir sér á strik og
unnu rétt til að leika gegn Ungveij-
um í úrslitaleiknum. Og þrátt fyrir
það að Puskas og Czibor skomðu á
fyrstu sjö mínútum leiksins þá tókst
þeim að snúa gangi leiksins við.
Þjóðveijamir unnu með 3 gegn 2,
kantmaðurinn Helmut Rahn skoraði
tvö mörk.
Svíþjóð 1958
Loks kom að því að Brasilíumenn
ynnu Jules Rimet styttuna. Og í
Svíþjóð 1958 sýndu þeir knatt-
spymuáhugamönnum um allan
heim sautján ára strákpatta, sem
heillaði alla með töktum sínum. Pelé
var kominn fram á sjónarsviðið.
Pelé komst í fyrirsagnir dagblaða
þegar hann skoraði eina markið sem
gert var í leik Brasilíu og Wales,
skoraði þrjú mörk gegn Frökkum
(Brasilía vann 5:2) og bætti tveimur
mörkum við í úrslitaleiknum gegn
Svíum, sem einnig vannst með 5
gegn 2.
Sigur Brasilíumanna fór illa í arg-
entínska knattspymuáhugamenn.
Þegar argentínska liðið kom til Bu-
enos Aires lét „móttökunefnd" dynja
á þeim fúleggin og tómatana og
grjótið fylgdi á eftir. Fólk var eink-
um reitt vegna ósigranna gegn
Tékkóslóvakíu og V-Þjóðverjum.
I Svíþjóð var það Frakkinn Juste
Fontaine sem varð markakóngur.
Hann skoraði 13 mörk í keppninni.
Það er met sem enn stendur. En
þrátt fyrir þessa góðu frammistöðu
Frakkans þá var það Pelé sem var
ókrýndur konungur keppninnar. Og
hann sat í hásæti knattspymunnar
í mörg ár. Síðast um daginn bauðst
hann til að leika með brasilíska
landsliðinu í Mexíkó. „Ég hef áreið-
anlega úthald í einn hálfleik,“ sagði
kappinn sem orðinn er 45 ára.
-Reuter/GG