Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1986, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1986, Síða 11
DV. MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNl 1986. 11 Fom fjandi Breta nýtur ellinnar: Varðskipið Þór skólar sjóara „En þótt herskipin bresku séu sterk og stór stendur þeim stuggur af Óðni og líka Þór“ söng Haukur Morthens á þeim góðu gömlu dögum er varðskipið Þór hélt uppi merki lýðveldisins Is- lands í baráttunni við togarajaxla hennar hátignar Bretadrottningar á íslandsmiðum. En nú er öldin önn- ur, bresku sjóararnir drekkja sorg- um sínum á hafharkránum í Hull og Grimsby og nú er varðskipið Þór orðinn skóli. „Það er meiningin að þetta gamal- íræga skip verði miðstöð öryggis- fræðslu sjómanna," sagði Þorvaldur Axelsson hjá Slysavamafélaginu en fyrsta námskeið um öryggismál sjó- manna hófst um borð í Þór, þar sem hann liggur í Reykjavíkurhöfh, á dögunum. Fjármálaráðherra seldi Slysavamafélaginu skipið á þúsund- kall í fyrra og síðan hefur verið unnið að nauðsynlegum breytingum. „Innréttingar hafa verið rifhar niður miðskips og útbúinn kennslu- salur. Framskipið er óbreytt og þar fara fram æfingar í reykköfún. Kraninn nýtist í bátaæfingar og svo ættum við að geta notað þyrlupall- inn þegar fram líða stundir. Það er alveg kjörið að æfa björgun er mað- ur dettur í sjó á skipshliðinni. Þór á eftir að gera mikið gagn enn. Við stefnum að því að varðveita hann sem næst því sem hann var þegar hann var upp á sitt besta. Hann tók ekki aðeins þátt í öllum landhelgis- stríðunum heldur tók hann þátt í að biarga hundmðum skipa og þús- undum sjómanna,“sagði Þorvaldur. Það var áhöfnin af Hjörleifi RE sem reið á vaðið í öryggisfræðsl- unni. Mikill áhugi virðist vera á öryggismálum meðal sjómanna og er fullbókað á öll námskeið nema eitt sem þeir hjá Slysavamafélaginu halda. Aðra vikuna í júlí er enn hægt að komast á námskeið. Slysa- vamafélagsmenn fræða um öryggis- Áhöfnin á Hjörleifi var fyrst til að mæta í tíma í öryggismálum um borð i Þór.DV- mynd: S. mál víðar en um borð í Þór og munu verða víða á ferðinni á landsbyggð- inni í sumar. Þeir geta því miður ekki siglt á Þór því í bili er hann óhaffær. En það stendur til bóta að sögn Þorvalds Axelssonar. Því má svo bæta við að áhugi er á að lífga upp á Þór með gömlum myndum og munum úr áratuga slag hans á fs- landsmiðum og er þeim sem hafa slikt undir höndum bent á hina nýju eigendur skipsins. ás. Þörf handbók um helgistað þjóðarinnar: Þingvallabókin „Loks hef ég séð hinn fræga Geysi, en allir hafa heyrt mikið látið af hon- um. En ég hef einnig séð Þingvöll, sem enginn kannast við. Hverir eru sann- arlega dásamlegt náttúruundur, en Þingvöllur er miklu indælli og unaðs- legri; og sé það ómaksins vert að sigla yfir Spánarsjó til þess að sjá Geysi, þá borgar sig að fara kringmn jörðina til þess að líta Þingvöll." Þannig far- ast Dufferin lávarði orð í bréfi til móður sinnar sumarið 1856. Við ís- lendingar erum svo lánsamir að þurfa hvorki að leggja á úthaf né halda á veraidarenda til þess að gista Þing- Utivist Gunnar Ðender völl. Okkur nægir að aka bifreið tæpa klukkustund frá höfuðborginni, og við erum komin á stað sem er í senn nátt- úruundur og mesti sögustaður lands- ins.“ Þannig hefst handbókin um HanábðS um heíjisíað þJðSaifauar Þingvallabókin á vonandi eftir að koma mörgum i góðar þarfir og fræða fólk um þennan helgistað. DV-mynd G. Bender. helgistað þjóðarinpar, Þingvallabók- in. sem er „gullmoli" eins og bækumar Landið þitt ísland. Fyrsti hluti bókarinnar er í formi stuttra kafla og fjallar um jarðfræði og sögu Þingvalla. Annar hluti fjallar um einstaka staði í stafrófsröð og þriðji er yfirlit um gróður, birt lög um þjóðgarðinn og loks em þjóðsögur og ljóð. Það er margt hægt að fræðast um Þingvelli með lestri bókarinnar, hvort sem það er saga staðarinsj náttúru- fræði, staðfræði eða þjóðségur. Með lestri bókarinnar er hægt/að þekkja hundmð einkenni og staði á svæðinu. Bókina prýða margar fallegar myndir, kort og eldri Ijósmyndir. Þingvellir hafa að geyma margt gefi maður sér tíma til a^ skoða það og ekki væri verra að vera búinn að lesa sér til um staðinn. Sjón er sögu ríkari. Viötaliö Viðtalið Viðtalið Viðtalið Guðmundur Guðbjarnason, nýráðinn skattrannsóknarstjóri Dvaldi stutt utan ríkisgeirans Guðmundur Guðbjamason, nýráð- inn skattrannsóknarstjóri, hefúr unnið við skattamál hjú hinu opin- bera nær sleitulaust sjðan hann útskrifaðist frá Háskóla íslands árið 1967. „Ég hef þó aðeins komist í kynni við einkageirann, ég hætti hjá embætti ríkisskattstjóra og gerðist aðalbókari hjá Flugleiðum 1978. Þá var erfiðleikatímabil Flugleiða rnn það bil að hefjast, samdráttur á öll- um sviðum og þess vegna varð dvöl mín utan ríkisgeirans styttri en ég hafði reiknað með. Ég hætti haustið 1979 og hóf störf við embætti ríkis- skattstjóra að nýju,“ sagði Guð- mundur. Uppalinn í Skuggahverfinu Guðmundur er 45 ára gamall, fæddur og uppalinn í Skuggahverf- inu í Reykjavík. Hann var einn af fáum unglingum í hverfmu sem lögðu út í langskólanám. Eftir stúd- entspróf í Menntaskólanum í Reykjavík ákvað Guðmundur að hefja nám í viðskiþtafræðum við Háskóla íslands. Á háskólaámnum stofnaði hann heimili og kvæntist Þórunni Magnúsdóttur. Þau eiga 3 börn á aldrinum 5 til 18 ára. Árið 1967 útskrifaðist Guðmundur frá Háskóla íslands og hóf störf sama ár hjá ríkisskattstjóra við að undir- búa kærumúl fyrir ríkisskattanefnd. Eftir tveggja ára starf hjá ríkisskatt- stjóra flutti Guðmundur sig yfir á skattstofu Reykjanesumdæmis og gerðist skrifstofustjóri þar. Námskeið í skattamálum Árið 1975 tók Guðmundur sér árs- leyfi frá störfum og fór til Bandaríkj- anna í framhaldsnám. „Það var mikil tilbreyting að dvelja í Banda- ríkjunum, bæði fyrir mig og fjöl- skyldu mína. Við vorum í Columbus og ég stundaði nám í opinberri stjómsýslu í Ohio State University. Eftir númsdvölina í Bandaríkjun- um hóf ég störf hjá embætti ríkis- skattstjóra á nýjan leik. Ég tók að riiér að skipuleggja námskeið fyrir starfsfólk skattakerfisins. Það átti að mennta fólkið í skattamálum. En árar.gurinn af þessu varð ekki eins Guömundur Guðbjarnason, verð- andi skaltrannsóknarstjóri, hefur unnið við skattamál hjá hinu opin- bera í samanlagt 19 ár. mikill og efni stóðu til vegna þess að ég hljóp út undan mér og byrjaði hjú Flugleiðum. Þegar ég kom á embætti ríkis- skattstjóra aftur vom ný skattalög í uppsiglingu og ég starfaði ásamt öðrum við að annast undirbúning og framkvæmd nýrra laga um tekju- og eignaskatt. í framhaldi af því tók ég að mér að leysa úr ýmsum erfiðum og vandasömum verkefnum á sviði skattalegra framkvæmda og hef starfað við sh'k verkefni fram að þessu.“ Erfitt að halda góðu starfsfólki Guðmundur sagði að þó sífellt væri verið að reyna að efla skattaeft- irlit þá væri margt sem betur mætti fara. „Aðalvandamálið er þó að við eigum í erfiðleikum með að halda góðu starfsfólki.“ Guðmundur sagðist ekki ganga að einhverju ákveðnu áhugamúli þegar hann kæmi heim að loknum vinnu- degi. „Ég stunda badminton á vetuma og reyni að komast á tón- leika sinfóníunnar. Á sumrin skrepp ég í útilegur með fjölskyldunni." -KB BÆTIEFNA MOLD AFGREIÐUM OG ÖKUM HEIM ÖLLUM PÖNTUNUM SÍMI 62 28 15 GUDMUNDUR T.GÍSIASON skniAsarAyrkjumcistari GEGN STEYPU SKEMMDUM STEINVARI 2000_ hefur þá einstöku eiginleika aö vera þétt gegn vatni í fljótandi ástandi, en hleypa raka i loftkenndu ástandi auöveldlega í gegnum sig, tvöfalt betur en hefðbundin plastmálning. Viljir þú verja hús þitt skemmdum skaltu mála meö STEINVARA 2000. ÓSA/SIA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.