Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1986, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1986, Blaðsíða 39
DV. MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1986. 39 * The Shadows verður kynnt í Smellum í kvöld þar sem hljómsveitin spilar gömul og ný lög frá frægðarferli sínum. Sjónvarpið kl. 20.50: Utvarp Sjónvarp The Shadows - hljómsveitin kynnt í Smellum Hljómsveitin The Shadows er ein þeirra stórhljómsveita sem við fáum að sjá á Listahátíð og í kvöld verður hún kynnt fyrir sjónvarpsáhorfendum í nýrri breskri mynd þar sem hún flyt- ur nokkur gömul og ný lög. The Shadows hefur lengi verið ein frægasta gítarhljómsveit heims og er mikill fengur að fá hana hingað til lands. Hljómsveitina skipa þeir Hank B. Marvin á gítar, Bruce Welch, gítar og söngur, og á trommunum er Brian Bennett. Þessir þrir hafa verið með frá stofnun hljómsveitarinnar í kringum 1960. Auk þremenninganna koma fram á tónleikunum bassaleikari og hljóm- borðsleikari, þefr Alan Jones og Cliff Hall. Flestir tengja eflaust nafh hljóm- sveitarinnar söngvaranum Cliff Richard en samstarf þeirra stóð í ára- raðir. The Shadows hefur þó frá upphafi átt sinn eigin frægðarferil eða síðan hún sló í gegn árið 1960 með laginu Apache. -BTH - ; >'*<*<* Útvaipið, rás 1, kl. 13.30: Rætt við Þorbjöm Broddason um fjölmiðlanotkun bama í dagsins önn í dagsins önn - Böm og um- hverfi þeirra - er á dagskránni í dag og halda þær stöllur, Lilja Guðmundsdóttir og Anna G. Magnúsdóttir, áfram að velta fyrir sér áhrifúm mikillar sjónvar|> snotkunar á böm. Eins og komið hefur fram í rannsóknum undan- farin ár geta þau áhrif verið margvísleg og oftar en ekki skað- leg. Þorbjöm Broddason dósent mun heimsækja þáttinn og ræða við umsjónarmenn, m.a. segir hann frá rannsóknum sem gerðar hafa verið á almennri fjölmiðlanotkun bama og niðurstöðum þeirra hér á landi. Þama kemur margt fróðlegt fram sem athyglisvert er að heyra, eflaust geta þessar umræður vakið einhvena foreldra til umhugsunar. -BTH Þorbjöm Broddason dósent kem- ur i þáttinn í dagsins önn í dag og seglr m.a. frá rannsóknum á fjölmiðlanotkun bama hér á landi. í þættinum um konur og bókmenntir i kvöld verður reynt að rekja ástæður þess að konur virðast haldnar rótgróinni hræðslu við karlmenn án þess að sérstök ástæða sé fyrir hendi. Sumar konur fara á sjálfsvamamámskeið til þess að vera við öllu búnar. Útvarpið, rás 1, kl. 22.30: Ótti kvenna við karlmenn - í þættinum Konur og bókmenntir Hvers vegna fyllist kona ótta við karlmann áður en sýnt er að hann hafi illt í hyggju? Hvaða áhrif hefur t.d. sú einfalda staðreynd á konuna að karlmaðurinn er stærri vexti en hún? I fjórða þættinum mn konur og bók- menntir í kvöld er fjallað um smæð kvenna, samkvæmt skilgreiningu hefðarinnar, og ofbeldi gegn konum. Ber þessi þáttur nafnið Gegn okkar vilja og er þetta sá síðasti í þessari þáttaröð. Umsjónarmenn eru þær Margrét Guðmundsdóttir og Elín Jónsdóttir. Vart er hægt að segja að farnar séu troðnar slóðir í umfjöllun- arefnum þessara þátta, það verður því fróðlegt að sjá hvemig þær stöUur taka á þessu málefni í kvöld. Lesið verður úr verkum Svövu Jak- obsdóttur, Huldu, Ástu Sigurðardótt- ur, Álfrúnar Gunnlaugsdóttur, Sigurðar A. Magnússonar o.fl. Lesari með umsjónarmönnum er Rósa Þóris- dóttir. Veðrið í dag verður hæg, breytileg átt á landinu, skýjað verður um sunnan- og vestanvert landið og víðast skúrir. Norðaustanlands má búast við létt- skýjuðu veðri. Hiti verður 5-10 stig og sumstaðar í innsveitum norðan- og austanlands talsvert hlýrra. ísland kl. 6 í morgun: Akureyri léttskýjað 6 Egilsstaðir léttskýjað 7 Galtarviti léttskýjað 3 Hjarðarnes skýjað 8 KeflavíkurflugvöUur skýjað 6 Kirkjubæjarklaustur alskýjað 6 Raufarhöfn þoka 4 Reykjavík rigning 6 Sa uðárkrókur alskýjað 5 Vestmannaeyjar rigning 6 Útlönd kl. 6 í morgun: Bergen rigning 10 Helsinki léttskýjað 17 Kaupmannahöfn léttskýjað 14 Osló skýjað 15 Stokkhólmur heiðskírt 15 Þórshöfn skýjað 8 Útlönd kl. 18 í gær: Algarve skýjað 29 Amsterdam skúr 13 Aþena þrumuveð- 19 ur Barcelona léttskýjað 19 (Costa Brava) Berlín heiðskirt 22 Chicagó skúr 22 Feneyjar heiðskírt 25 (Rimini/Lignano) Frankfurt heiðskírt 25 Glasgow rigning 25 London skúr 13 Los Angeles mistur 21 Lúxemborg hálfskýjað 23 Madrid skýjað 29 Malaga skýjað 23 (Costa DelSoI) Mallorca heiðskírt 21 (Ibiza) Montreal alskýjað 25 New York skýjað 25 Nuuk þoka 7 París skýjað 17 Róm heiðskírt 21 Vín heiðskírt 22 Winnipeg skýjað 20 Valencía léttskýjað 22 (Benidorm) Gengið Gengisskráning 1986 kl. 09.15 nr. 106 - 11 júní Eining kl. 12.00 Kaup Sala Tollgéngi Dollar 41,040 41,160 41,380 Pund 61,853 63,037 62,134 Kan. dollar 29,578 29,665 29,991 Dönsk kr. 5,0194 5,0341 4,9196 Norsk kr. 5,4513 5,4672 5,3863 Sænsk kr. 5,7499 5,7667 5,7111 Fi. mark 7,9868 8,0101 7.9022 Fra.franki 5,8324 5,8495 5,7133 Belg. franki 0,9099 0,9125 0,8912 Sviss. franki 22.5767 22,6428 22,0083 Holl. gyllini 16,5051 16,5534 16,1735 v-þýskt mark 18,5870 18,6413 18,1930 ít. lira 0,02707 0,02715 0,02655 Austurr. sch. 2,6454 2,6531 2,5887 Port. escudo 0,2754 0,2762 0,2731 Spá. peseti 0,2907 0.2915 0,2861 Japansktyen 0,24697 0,24769 0,24522 írskt pund 56,325 56,490 55,321 SDR (sérstök dráttar- réttindi) 48,0170 48,1568 47,7133 Símsvari vegna gengisskráningar 22190. MINNISBLAÐ Muna eftir að fá mer eintak af r Urval -BTH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.