Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1986, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1986, Síða 15
DV. MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1986. 15 Bytting á bernskuskeiði Að liðnum kosningum er eðlilegt að íhuga úrslit og reyna að gera sér grein fyrir orsökum og afleiðingum. Það hafa þegar margir gert, en um- fjöllun þeirra nær harla lítið út fyrir gömlu flokkana. Lýsir það furðulegu skilningsleysi á einni afdrifaríkustu aðgerð í ís- lenskum stjórnmálum nú síðustu árin, þ.e. sérframboði kvenna, sem þegar hefur haft ótrúlega mikil áhrif og á eftir að hafa enn frekari áhrif. í fréttum af úrslitum kosninganna hefur verið talað um fylgistap Kvennalistans á landsvísu og þá borið saman við árangur Kvenna- framboðsins 1982. Slíkui’ saman- burður er marklítill og varla réttlætanlegur vegna mismunandi aðstæðna. Sérstöðu hefur þó Reykja- vík í þessu tilliti. Fyrir 4 árum krossuðu 10,9% reyk- vískra kjósenda við V-listann, en 8,1% núna og fylgistapið því heldur meira en flestir bjuggust við. Frá upphafi var þó Ijóst, að kosningabar- áttan yrði mun erfiðari í þetta sinn en hjá Kvennaframboðinu fyrir 4 árum, enda þótt málefnastaðan væri sterk. í fyrsta lagi vekja ný framboð allt- af forvitni og athygli, sem er mjög uppörvandi í kosningabaráttu og bætir upp skort á öðrum þáttum, sem nauðsynlegir þykja, svo sem flokks- málgagni og vel smurðri kosninga- vél. í öðru lagi áttu allir minnihluta- flokkarnir við ramman reip að draga nú, þar sem er Davíðsdýrkunin. Reyndar fannst mér óviðkunnanlegt, hvað fulltrúar minnihlutaflokkanna tóku undir þessa dýrkun og lögðu mikla áherslu á andstöðu við Davíð persónulega, að undanskildum fúll- trúum Kvennalistans, sem lögðu megináherslu á málefhin. 4 ár eða 40 í þriðja lagi - sem vegur sennilega þyngst - eru flestir þeirrar skoðun- ar, að sérframboð kvenna sé tíma- bundín aðgerð, jafhvel uppeldisat- riði. Hvort þessi aðgerð skuli standa í 4 ár eða 40 eða eitthvað þar á milli er hins vegar álitamál. Augljóslega hefur sérframboð kvenna haft mikil áhrif á gömlu flokkana og raunar langt út fyrir þá, jafnvel hin helgu vé búnaðarfélaga og kaupfélaga. þeim, sem nægir þessi árangur, finnst ekki lengur þörf að styðja sérframboð. Eftir stendur þétt fylgi fólks, sem skilur, að málið snýst ekki eingöngu um það að fjölga kon- um í stjómun lands og sveitarfélaga. Ofangreind atriði em að mínu viti meginorsök þess, að færri studdu sérframboð kvenna í Reykjavík nú en fyrir 4 árum. En auk þess fannst mér ekki nægilega mikið unnið að kynningu á málefhum Kvennalist- ans, baráttan hófst of seint, of fáir vinnustaðir heimsóttir, of lítið gert til að vekja athygli. Orsök þessa er fyrst og ffemst hið hrikalega vinnuálag, sem láglauna- fólk býr við og sem hefur aukist verulega síðustu árin. Flestar konumar, sem vinna fyrir Kvennalistann, hafa böm og heimili á sinni könnu, og flestar vinna að auki fullan vinnudag utan heimilis. Þær fóma miklu fyrir Kvennalist- ann, en allar erum við sammála um að taka sem mest tillit til bamanna okkar og þarfa heimilanna, og þetta er eitt af því, sem gerir starfið í Kvennalistanum öðm vísi en í gömlu flokkunum. Kjallarinn Kristín Halldórsdóttir þingmaður kvennalista Frábært á Selfossi Utan höfuðborgarinnar vakti at- hygli frábær árangur Kvennalistans á Selfossi, þar sem hann hlaut tæp- lega 11% atkvæða og vann fulltrúa frá Sjálfstæðisflokknum. Það kann að reynast þeim erfitt til útskýring- ar, sem reynt hafa að reka Kvenna- listakonur út í homið allengst til vinstri. Úrslitin í Hafnarfirði, þar sem ekki tókst að vinna sæti, ollu hins vegar vonbrigðum og reyndar undmn flestra, því þar hafði Kvennalistan- um verið spáð fulltrúa. En úrslitin í Hafnarfirði voru undarleg á fleiri vegu, og hafnfirskar kvennalista- konur em reynslunni ríkari, sem kemur þeim til góða í áffamhaldandi kvennabaráttu. Kvennalistinn bauð ekki ffam sér- lista víðar, en kvennalistakonur unnu góða sigra í samstarfi við aðra á blönduðum og óháðum listum á ýmsum stöðum á landinu, t.d. Höfn í Homafirði og í Bessastaðahreppi. það er því ffáleitt að slá nokkru föstu um fylgi Kvennalistans á landsvísu út frá úrslitum bæjar- og sveitarstjómarkosninganna. Ennþá langt í land En árangur sérffamboðs kvenna nær langt út fyrir það fylgi, sem mælanlegt er í tölum kosningaúrsli- tanna. Áhrif Kvennalistans á mál- flutning og ffamgöngu margra frambjóðenda gömlu flokkanna leyndu sér ekki, hversu vel sem það á svo eftir að skila sér í starfi. Og svo mjög var konum hampað í kosn- ingabaráttunni, að ætla mátti, að þær væm a.m.k. helmingur fram- bjóðenda í öruggum sætum. Úrslitin sýndu hins vegar, að konur em að- eins rúmlega fjórðungur þeirra, sem kjöri náðu. En með þessu hefur gömlu flokkunum vafalaust tekist að slá ryki í augu margra kjósenda. Er þá e.t.v. nóg að gert? Er þróun- in svo vel á veg komin, að hún geti ekki endað nema með fullkomnu jafhræði kynjanna í lands- og sveit- arstjómum? Og er þá markmiðinu með sérframboði kvenna náð, þegar konur verða orðnar helmingur kjör- inna fulltrúa? Svarið við öllum þessum spuming- um er neitandi. Við eigum ennþá langt í land. Sú hugarfarsbylting, sem Kvennalistinn beitir sér fyrir, er enn á bemskuskeiði. Kynið ekki aðalatriðið Fjölgun kvenna meðal kjörinna fulltrúa er fagnaðarefhi, og megi þeim öllum vel famast. En kynið er ekki aðalatriðið, heldur sjónarmiðin, málefhin og vinnubrögðin. Það skiptir okkur konur harla litlu máli, hvort við eigum fleiri eða færri full- trúa, ef þær hafa það ekki að meginmarkmiði að vinna að bættum kjörum kvenna. Það er langt ffá því gefið mál, að kvennapólitískum sjónarmiðum hafi vaxið ásmegin í réttu hlutfalli við fjölgun kvenna í bæjar- og sveitar- stjómum. Við vitum mæta vel, að kvennapólitík á erfitt uppdráttar í viðjum gömlu flokkanna með öllum sínum ofuráherslum á valdabaráttu og íhaldssama forgangsröðun verk- efha og steinrunna starfshætti. Margar þeirra kvenna, sem vinna með Kvennalistanum, gætu aldrei unnið með neinum gömlu flokkanna. Þeir geta aldrei orðið þeim sá fijói jarðvegur, sem er nauðsyn hverju stjómmálaafli. Kristín Halldórsdóttir, þingmaður Kvennalista „Það er langt frá því gefið mál, að kvenna- pólitískum sjónarmiðum hafi vaxið ásmegin í réttu hlutfalli við fjölgun kvenna í bæjar- og sveitarstjórnum.“ Utvarp Reykjavík eða útvarp Island? Ætla verður að Ríkisútvarpið okk- ar, bæði hljóðvarp og sjónvarp, eigi að vera fyrir alla islensku þjóðina og að þeir sem búa úti á lands- byggðinni njóti þar jafnréttis við höfuðborgarbúa. Þannig á það að vera. Fyrir kemur þó að engu er lík- ara en sumir starfsmenn þar haldi að útvarpið sé aðeins fyrir Reykvík- inga og kannski á ávarpið „útvarp Reykjavík" einhvem þátt í því. Það virðist stundum hreinlega gleymast að ísland sé eitthvað annað en Reykjavik. Mun líka vera svo að bæði stjómendur og starfslið er skip- að Reykvíkingum. Ekki sama hver á í hlut Sá hópur starfsmanna Ríkisút- varpsins, sem mest er í sviðsljósi, em fréttamennimir. Nokkrir þeirra eru nú, á þessum peningaausturs- og eyðslutímum, hafðir hingað og þang- að úti í löndum og senda þeir nákvæmar fréttir af því sem þar er að gerast. Hins vegar virðist oft minni áhugi á fréttastofunum fyrir innlendum fréttum af landsbyggð- inni. Og þótt ótrúlegt virðist þá virðast sumar fréttir ekki vera í náð- inni hjá þeim fyrir sunnan. Frétta- menn sjónvarpsins eru frekar sjaldséðir úti á laridi, nema þegar Ómar kemur á Frúnni, og fréttarit- arar em misjafnlega duglegir og misjafhlega djarfir að senda fréttir. Forystumenn Landssamtaka um jafnrétti milli landshluta hafa marg- oft rekið sig á að ekki virðist sama hvor á í hlut hann Jón eða hann séra Jón. Þeir voru búnir að gera margítrekaðar tilraunir til að fá að kynna samtökin i þessum ríkisfjöl- miðlum en höfðu ekki árangur sem erfiði. Sjónvarpið hefur fram undir þetta virst vera hreinlega lokað fyrir þessum fjöldasamtökum dreifbýlis- búa og hefur það sáralítið sagt frá þeim ennþá. Og hljóðvarpið var lengi vel litlu skárra. Reyndar er svo um fleiri fjöhmðla í Reykjavík að þeir hafa mjög lítið sagt frá þessum sam- tökum, - hvorki stofhun þeirra né öðru. Verður að ætla að þau öfl sem mestu ráða í þessum fjölmiðlum hafi nokkum ótta af samtökunum og finnist þau ógna veldi sínu. Hættuminnst þegar fæstir hlusta Dæmi um vinnubrögðin hjá Ríkis- útvarpinu er lestur ályktunar sem samþykkt var á fundi Skagafjarðar- deilda samtakanna í Miðgarði 22. febr. sl. Útdráttur úr henni var les- inn kl. 10 á sunnudagsmorgni og svo ekki minnst á hana frekar. Var varla hægt að finna „hættuminm" tíma til að lesa þetta enda munu fáir hlusta svo snemma hvíldardagsins. (Alykt- unin var um landbúnaðarmál.) Á landsfundi samtakanna, sem haldinn var í Skjólbrekku i Mý- vatnssveit 8.-9. júni 1985, var frétta- maður sjónvarpsins og tók myndir og viðtöl. Ekkert af þeim myndum var sýnt og ekkert sagt frá lands- fundinum. Hins vegar var sama kvöldið alllöng fréttamynd af borg- arstjóra Reykjavíkur að veiða fyrsta laxinn í Elliðaánum. Er þetta ekki undarlegt fréttamat? Þegar grennsl- ast var eftir hverju þetta sætti var sú skýring gefin að myndimar hefðu týnst (eða eyðilagst). Rósmundur G. Ingvarsson bóndi, Hóli, Tungusveit, Skagafjarðarsýslu. Svo bregðast krosstré sem önnur Forystumenn samtakanna höfðu samband við Ómar Ragnarsson og óskuðu að koma fram í sjónvarps- þætti hans er útvarpa átti frá Akureyri 12. mars sl. Tók Ómar því vel til að byrja með, enda áhugasam- ur um málefni dreifbýlisins. Ákveðið var að sama daginn yrði Ólafi Þ. Þórðarsyni alþingismanni afhentar, með nokkurri viðhöfh, tillögur sam- takanna að nýrri stjómarskrá íslands. Átti sú athöfn að fara fram - og fór fram á Akureyri og skyldi Ómar mæta þar sem myndatöku- maður sjónvarps. Þegar til kom fengu Landssamtökin um jafnrétti ekki aðgang í sjónvarpsþáttinn „Á líðandi stundu" og Ómar er sagður hafa verið hafður í öðm nægilega lengi svo hann komst ekki til af- hendingarathafnarinnar. Athöfnin var þó tekin upp, af fréttamönnum, en sáralítið sagt frá henni í útvarpi og sjónvarpi. fslenska þjóðin hefur beðið eftir stjómarskrá lýðveldisins í meira en 40 ár, - stjómarskrá sem henni var lofað við stofnun lýðveldisins 17. júní 1944. Stjómmálamönnum hefur ekki tekist að efna loforðið enn. Svo þegar Landssamtök um jafnrétti milli landshluta hafa, með mikilli vinnu og kostnaði, samið tillögur að stjómarskrá og vom að afhenda þær alþingismanni til flutnings á Alþingi þá lætur sjálft Ríkisútvarpið eins og ekkert sé að gerast. Sjónvarpið eyðir aðeins fáum sekúndum til að segja frá þessum atburði en í sama frétta- tíma eyðir það löngum tíma til að segja frá því að nýi valdhafinn á Filippseyjum muni kannski láta semja nýja stjórnarskrá fyrir þjóð sína. Samkvæmt þessu kemur okkur íslendingum eiginlega ekkert við okkar eigin stjómarskrármál en þurfum hins vegar allt að vita um stjómarskrármál Filippseyinga. Hvílík fréttamennska. Er stjórnað með spottum? Hljóðvarpið bætti nokkuð úr þessu, fyrir sinn hlut, er það stuttu síðar útvarpaði viðtali við Pétur Valdimarsson, formann samtak- anna, í tilefni þess að búið var að leggja stjómarskrártillögumar fram á Alþingi. Ég sem þessar línur rita hefði lík- lega engu trúað af því sem baráttu- menn jafnréttis - samtakanna segja um furðulega fréttamennsku fjöl- miðlanna ef ég hefði ekki kynnst vinnubrögðum „landeyðingar- manna“ í virkjunarmáli Blöndu. En vegna fenginnar reynslu koma mér svona vinnubrögð varla á óvart. Það er stundum lfkast því að einhverjir hafi spotta til að kippa í ef þeim þykri- við þurfa. En vonandi em það bara tilviljan- ir sem hér hafa verið að verki. Hlutir geta týnst. Kannski þykir ekki frétt- næmt suður í höfuðborginni þótt samtök áhugafólks séu eitthvað að brölta úti á landi. Það vekur þó óneitanlega nokkum ugg að starfs- menn útvarpsins virðast nú vera valdir eftir pólitískum lit og þóknan- legir konunginum sem sagðui- er mikið til einvaldur í borg sinni. Samtökin fullrar athygli verð Nú er eðlilegt að fólk spyrji hvort þessi landssamtök um jafnrétti séu svo merkileg að ástæða sé til að segja frá þeim í ríkisfjölmiðlunum eða lofa þeim að koma þar fram. Þetta getur hver og einn metið sjálfur. Samkvæmt upplýsingum frá starfsmanni samtakanna er þetta í fyrsta sinn sem stofnuð em á Islandi óflokksbundin þjóðmálasamtök með miklu og almennu fylgi alstaðar þar sem skipuleg félagasöfnun hefur far- ið fram. Þetta er einnig í fyrsta sinn sem áhugamannasamtök, sem að öllu leyti kosta sig sjálf, leggja ára- langa vinnu í endurbætur á íslensku stjómkerfi, en stjómarskrártillög- umar hafa verið í vinnslu í þrjú ár. Samtökin vinna að jafhrétti og jöfh- un lífskjara þjóðfélagsþegnanna hvar á landinu sem þeir búa. Þau vinna að því að landið haldist í byggð áfram, þvert á móti því sem mestráðandi stjómmálaöfl virðast stefha að í dag. Samtökin vinna að velferð þjóðfélagsins og þegna þess. Rósmundur G. Ingvarsson. „Kannski þykir ekki fréttnæmt suður í höfuðborginni þótt samtök áhugafólks séu eitthvað að brölta úti á landi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.