Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1986, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1986, Blaðsíða 40
FRETTASKOTIÐ c>. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafirþú ábendingu eða vitneskju umfrétt- hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 3.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. ! Bolungarvík: . Viðreisnar- viðræður hafnar Myndun meirihluta í bæjarstjórn Bolungarvíkur hefur tekið nýja stefnu. Vinstra samstarf er úr sögunni eftir mikil fundahöld. Sjálfstæðisílokkur- inn hafnaði viðræðuboði Alþýðu- bandalagsins og nú þegar hefur hann rætt við Alþýðuflokkinn um meiri- hluta. Þeir flokkar hefðu þá þrjá og einn fúlltrúa eða saman fjóra af sjö bæjarfulltrúum. Sjálfstæðismenn setja það að skil- ' o yrði að Guðmundur Kristjánsson verði áfram bæjarstjóri. Að sögn Óiafs Kristjánssonar bæjarfulltrúa er ekki ágreiningur um það af hálfu Alþýðu- flokksins. Ólafur sagði verulegar líkur á samvinnu þessara tveggja flokka. -HERB The*'n Sigurvegaramir í kosningunum á Húsavík, Alþýðubandalagið, eru nú dottnir út úr viðræðunum um myndun meirihluta þar. Þess í stað ræða Al- þýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur saman. Þær vanga- veltur hófust um helgina. í gærkvöld var álitið að drægi til tíðinda en svo varð ekki. Flokkamir ætla að ræða saman aftur í kvöld. í þessum viðræðum er gert ráð fyrir því að Bjami Aðalgeirsson, nú';erandi bæjarstjóri, gegni því starfi áfram á Húsavík. Ungir Akureyringar unnu kappsamlega við það í morgun að gróðursetja meðfram Suður- landsbraut 300 tré sem þeir fluttu með sér suður og færðu Reykjavíkurborg að gjöf frá Akureyrarbæ. Dv-mynd: pk. Veðrið á morgun: Enn rignir Á morgun verður hæg suðaustlæg átt á landinu. Rigning verður um mestallt landið en úrkomulaust að kalla i innsveitum norðaustanlands. Þar verður hiti 10-12 stig en 6-10 ann- ars staðar á landinu. Búist er við óbreyttu veðri næstu daga. Smyglið í Sundaskála: Grunur um ~ smygl áður Starfsmaður Eimskips í Sundaskála var handtekinn þar sem hann var að losa pakka með 800 g af hassi af vöm- sendingu sem kom úr Eyrarfossi í skálann. í framhaldi af því voru svo tveir aðrir menn handteknir þannig að nú sitja þrír í haldi vegna málsins. Amar Jensson, yfirmaður fíkniefna- lögreglunnar, sagði í samtali við DV að gmnur léki á að þessi leið hefði verið notuð áður við smygl á fíkniefn- um til landsins og beindist rannsókn málsins að því að upplýsa hvenær slíkt hefði átt sér stað. Fíkniefnalögreglan. vann að upp- ljóstmn þessa mál í samvinnu við Eimskip og rannsóknardeild tollgæsl- unnar. Eimskip réð tvo lögreglumenn í vinnu við skálann og fylgdust þeir með starfsmönnum þar. f gær kom svo árángur starfsins í ljós. Enginn gmnur leikur á að áhöfn Eyrarfoss sé viðriðin málið. -FRI MIÐVIKUDAGUR 11. júní 1986. Þjóðviljinn: Vilja gera Svavar að ritstjóra Stuðningsmenn Svavars Gestssonar, formanns Alþýðubandalagsins, berjast nú mjög fyrir því að hann verði gerður að ritstjóra Þjóðviljans. Samkvæmt upplýsingum DV má reikna með að þet.ta mál verði borið upp á stjórnar- fundi í Útgáfufélagi Þjóðviljans á mánudaginn kemur. Mikil óánægja hefur ríkt innan flokkseigendafélagsins svokallaða með ritstjómarstefnu Þjóðviljans í tíð Össurar Skarphéðinssonar ritstjóra. Samkvæmt heimildum DV var þegar í vor farið að ræða um að koma ein- hverjum stuðningsmanni Svavars í ritstjórastól til mótvægis við Össur. Það var hins vegar ekki fyrr en í síð- ustu viku, eftir kosningar, að ákveðið var að fylgja þessu máli eftir af alvöm og koma Svavari sjálfum inn á blaðið. Ekki er ljóst hvort ætlunin er að láta Össur vikja fyrir Svavari eða hvort þeir muni starfa saman. Blaðamenn Þjóðviljans, sem DV ræddi við í morgun, sögðust ekki mundu sætta sig við Svavar í ritstjóra- stóli. Srnnir sögðust jafhvel segja upp störfum sínum á blaðinu. Hvorki náðist í Svavar Gestsson né Össur Skarphéðinsson í morgun. Úlfar Þormóðsson, sem á sæti í Útgáfufélagi Þjóðviljans, sagði hins vegar: „Ef Út- gáfúfélaginu stæði til boða að ráða Svavar Gestsson þá mundi ég fagna því.“ -EA i i i i i i i i i i i i i i Avísanamisferii: I • • ^ ■ Tvo mal rannsókn á Akureyri f Rannsóknarlögreglan á Akureyri hefur að undanförnu rannsakað tvö ávísanamisferli. I öðm tilfellinu var um að ræða 3 falsaðar ávísanir, að upphæð samtals 140.000 kr., og er það mál upplýst. í hinu tilfellinu var um að ræða ávísanir að upphæð samtals 30.000 kr. Er rannsókn þess máls enn í gangi og hefur einn maður verið handtekinn vegna þess. -FRI i Húsavík: G-listi út Jón G. Hauksson, DV, Akureyri: Amarflug - gjaldþrot upp á 250 milljónir króna blasti við Iif Amarflugs var framlengt í og heimild er fyrir. Gert er ráð fyrir hafa er talinn viðunandi. Einn gærkvöldi. Um 40 aðilar, einkum í að aðalfundur á næstunni samþykki þeirra, ríkissjóður, með um 30 millj- ferðaþjónustu, ákváðu á fundi á 50 milljóna króna viðbótarMuta- óna kröfú, hefur fallist á að greiðslu- Hótel Sögu að leggja Arnarflugi til fjáraukningu. Það hlutafé verði selt byrði félagsins verði lítil næstu tvö 150 milljónir króna í nýtt hlutafé. seinnihluta þessa árs eða í byrjun árin. Ekki mátti tæpara standa. Rekstr- þess næsta Lög, sem Alþingi samþykkti í vor, sustöðvun blasti við félaginu innan Enginn úr 40 manna viðreisnar- heimila fjármáfaráðherra að veita mjög skamms tíma og gjaldþrot með hópnum verður áberandi stór Amarflugi ríkisábyrgð fyrir allt að 200 til 250 milljóna króna skuldiun hluthafi. Ekki liggur fyrir hvaða ein- 100 milljóna króna láni. umfram eignir. staklingar koma til með að sitja í Þrátt fyrir þessar aðgerðir er ljóst {fyrsta áfanga verður hlutafé auk- næstu stjóm Arnarflugs. að staða Amarflugs verður veik ið um tæpar 100 milljónir króna, eins Árangur af viðræðum við kröfu- áfram. -KMU LOKI Þá ætti formaðurinn loksins að geta sagt ritstjóranum fyrir verkum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.