Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1986, Blaðsíða 8
8 DV. MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1986. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Færeyingar sýni meiri mannúð Gunnlaugur A. Jánssan, DV, Malmö: Alþjóðahvalveiðiráðið hvetur Fær- eyinga til að sýna meiri mannúð við grindhvalaveiðar sínar. Á öðrum degi fúndar hvalveiðiráðsins í Malmö í gær var meðal annars fjallað um grindar- dráp Færeyinga og því beint til dönsku ríkisstjómarinnar að sjá til þess að Færeyingar notuðu mannúðlegri að- ferðir við veiðamar en fram að þessu hafa tíðkast. „Efnislega gekk þetta út á að þeir myndu gera þetta eins vel og kostur væri, nota króka og stingi eins lítið og hægt væri og reka grindina á land þar sem aðstæður væm góðar,“ sagði Ámi Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, í samtali við DV. Þess má geta að þrír Færeyingar em í sendinefhd Danmerkur á þinginu og Faereyskir sjómenn við grindhvaladráp. Einn rússnesku fulltrúanna á þingi Aiþjóða hvalveiðiráðsins lét þau orð falla i umræðunni um mannúðlegar veiðar Færeyinga á grindhval að til þess að vita hvað mannúðlegar hvala- veiðar væm þyrfti maður að vera hvalur! munu þeir fyrir sitt leyti hafa getað fellt sig við þessa niðurstöðu þingsins. Einn rússnesku fulltrúanna á þing- inu hafði hins vegar á orði í umræðun- um um mannúðlegar veiðar að til þess að vita hvað mannúðlegar hvalaveiðar væm þvrfti maður að vera hvalur! Á fimdinum í gær var líka fjallað iim veiðar Grænlendinga. Var sam- þykkt samhljóða óbreytt veiðiheimild til handa Grænlendingum þar sem heimild þeirra til hrefhuveiða var þó aukin nokkuð. Samtök grænfriðunga og sænsk dýravemdunarsamtök halda áfram mótmælum sínum gegn hvalveiðum fyrir utan fundarstað ráðsins í Malmö. Mótmælendahópurinn er þó mjög fámennur og hafði Kristján Loftsson frá Hval hf. á orði að meira fjölmenni væri við pylsusöluna á torginu heldur en í hópi mótmælenda. Myrti föður sinn með hagiabyssu Gauti Grélaissan, DV, Þrándheimi: Réttarhöld eru nú að hefjast í máli nítján ára gamals piits í Frostaþingi hér í Noregi er ákærð- ur er fyrir að hafa myrt föður sinn á grimmilegan hátt. Á nýársnótt er ungi maðurinn sakaður um að hafa tekið hagla- bvssu af veggnum á heimili for- eldra sinna og skotið fimmtugan Riður sinn í bakið. Eftir það tiikynnti hann um morðið til yfirvalda. Segist piltur ekki sjá hót eftir því að hafa myrt föður sinn og segir hann hafa átt það skilið. Að sögn piltsins beitti faðirinn fjölskylduna baxii andlegu og iík- amlegu ofbeldi í mörg ár, og segist sjálfur margsinnis hafa verið lam- inn af föður sínum með ölhun tiltækum barefium, þar á meðal kúbeinum, hömrurn. og lausiun spýtum. Hann sagðist alltaf hafa orðið að segja félögum sínum i skólanum að hann hefði hrasað og slasað sig til skýringar á ýmsum líkams- meiðslum eflir barefli föðurjns. Sakbomingur segist fyrst muna eftir ofbeldi föður síns gegn móður sinni er hann var ellefu ára gam- all, en þá hljóp faðirinn um allt heimili fjölskyldunnar á eftir móð- urinni með byssu og hótaði að myrða hana. Segir sakbomingur föður sinn hvað eftir annað hafa lamið konu sína í höfuðið með byssuskeftinu að ásjáandi ungum systkinum sín- um. Síðastliðna nýársnótt segir sak- bomingur að faðir sinn hafi aftur gengið berskerksgang, meðal ann- ars stórlega sært annan son sinn, tólf ára að aldri, fyrir það eitt að hafa komið með ranga úlpu heim úr skólanum. Sakbomingur segir þetta ófremdarástand ekki hafa getað gengið lengur og segist ekki hafa átt önnur ráð en að myrða föður sinn. „Ég vissi að þetta myndi leggja líf mitt í rúst, en þetta var það eina sem ég gat gert til að bjarga móður minni og systkinum." Þrir danskir sjómenn fórust Talið er að þrír danskir sjómenn hafi farist eftir að danskur fiskibát- ur sökk í þungum sjó norðaustur af Englandi, samkvæmt upplýsing- um bresku strandgæslunnar í gær. Sagt var að tveimur af áhöfrt bátsins, Anna Sörine, heföi verið bjargað af öðrum dönskum bát en ekkert heföi sést til hinna þriggja er leit var hætt Ný spor benda til aðildar Chile Gunnlaugur A Jcmsson, DV, Malmö: Sydsvenska dagbladet skýrir frá því í morgun að ný spor hendi til þess að stjómin í Chile standi á bak við morð- ið á Olof Palme, eins og breska blaðið Observer skýrði frá á dögunum. Hafði breska blaðið frétt sína eftir háttsettum aðila innan sænsku ríkis- stjómarinnar. Sydsvenska dagbladet skrifar að til- ræðið við chileanska stjómarand- stæðinginn Bemardo Leighton í Róm árið 1975 hafi verið framkvæmt á ná- kvæmlega sama hátt og morðið á Olof Palme. Bandarískur leigumorðingi? Bandaríski leigumorðinginn Micha- el Townley stóð á bak við tilræðið við Leighton, en það var einmitt þessi Townley sem Observer heldur fram að hafi lagt á ráðin um morðið á Palme, að beiðni Chilestjómar. Sydsvenska dagbladet hefur það ennfremur eftir bandarískum fræði- manni, er rannsakað hefur feril Townleys, að hann hafi staðið í sam- bandi við sænska hægrisinnaða öfgamenn og fulltrúa króatísku fas- istahreyfingarinnar Ustasía. Sænska lögreglan hefur hins vegar sagt að Townley sé ekki ofarlega á blaði yfir þá sem kastljósi rannsóknar- innar sé nú beint að og virðist lögregl- an einkum vinna út frá þeirri kenningu að það sé sænskur öfgamað- ur eða öfgamenn er standa á bak við morðið á Palme. Gagngerar breytingar á yfirstjóm NASA Halldór VaJdimarssan, DV, Dallas: Ljóst er nú að það tekur að minnsta kosti eitt til eitt og hálft ár að fram- kvæma breytingar þær á geimferðaá- ætlun Bandaríkjanna sem þarf til að geimferjumar geti hafið ferðir að nýju. Nefnd sú ei Bandaríkjaforseti skip- aði til að rannsaka slysið í janúar síðastliðnum, er geimferjan Challen- ger fórst með sjö geimfömm, hefúr nú að mestu lokið störíúm. Helstu niðurstöður nefndarinnar em þær að endurhanna þurfi ákveðna hluti í skotbúnaði feijanna áður en öraggt verður talið að senda þær á loft á ný. Þá telur nefndin að gagngerar breyt- ingar þurfi að gera á yfirstjóm bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, og þeim reglum sem fylgt er við ákvarðanatöku innan hennar. Talið er að það taki að minnsta kosti eitt til eitt og hálft ár að koma geimferjuáætlun Bandaríkjamanna aftur í gagnið eftir endurskipulagningu í kjölfar sprengingarinnar í Challenger i febrúar síðastliðnum. Sjötíu fórust á Sri Lanka Að minnsta kosti 70 manns biðu bana er sprengja eyðilagði tvær rútur í Trincomalee í Sri Lanka í morgun. Talið er að skæruliðar tamila, sem berjast fjTÍr sjálfetæði, hafi komið þeim fyrir. Sprengingin í dag var sú öflug- asta, sem orðið hefúr í þeirri ofbeldisöldu, sem varð 130 manns að bana í síðasta mánuði. Meira en þrjú þúsund manns hafa beðið bana á Sri Lanka frá því skæmliðar hófu baráttu sína fyrir sérstöku ríki fyrir minni- hlutahóp tamila á norð-austur hluta eyjunnar. Ofbeldi milli tamila og sinhala jókst mjög árið 1983, er skæmliða- áras, sem varð 13 hermönnum að bana kom af stað kynþáttaátökum. Síðasti mánuður vai- blóðugasti, heilagi mánuðurinn í sögunni fyrir sinhala, sem em búddatrúar, og i meirihluta. Tamilar em hindúa- trúar og í miklum minnihluta. Ofbeldi gegn ósiðsamlegum auglýsingum Öf'gafullir gyðingar, klæddir í hefðbundinn svartan klæðnað, köstuðu í gærkvöldi flöskum að bílum og kveiktu í sex strætis- vagnabiðstöðvum til að mótmæla auglýsingum með myndum af' stúlku í efnislitlum sundbol. Enginn meiddist og enginn var handtekinn í hverfi rétttrúnaðar- manna í Jerúsalem, að sögn lögreglu. Hinir herskáu gyðingar kveiktu í biðskýlum, sem á vom auglýsing- ar með myndum af stulkunni í sundbolnum, sem þeir telja ósið- legar. Nokkrir tugir heittrúarmanna hafa verið handteknir síðan þeir hófu baráttu sína í síðustu viku til að hreinsa burt ósiðlegar auglýs- ingar í ísrael. Þeir hafa eyðilagt yfir 50 biðskýli. Um tuttugu prósent ísraelskra gyðinga lifa mjög strangt efitir bók- stafstrúnni en einungis lítill minnihluti þeirra tók þátt í árás- unum- á strætóskýlin. Umsjón: Hannes Heimisson . °9 Ólafur Arnarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.