Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1986, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1986, Blaðsíða 31
DV. MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1986. 31 ■* Sandkorn Sandkorn Thor Vilhjálmsson kann að orða hlutina. Umskipting- amir Það vakti mikla athygli þegar allmargir listamenn, sem taldir voru tilheyra vinstri vængnum í pólitík- inni, settu nafn sitt við auglýsingu þar sem skorað var á kjósendur að krossa við Davíð í borgarstjórnar- kosningunum. Hlutu umræddir listamenn við- urnefni fyrir vikið og eru nú kallaðir „umskipting- arnir“. Svo var það á hljómleik- um með Herbie Hancock að Thor Vilhjálmsson heyrði af þessum undirskrifta- mönnum og muldraði þá með sínu lagi:- Nú já, þetta er eins og segir í vísunni, hvernig var hún nú aftur „Snemma lóan litla í/ loftið bláa o.s.frv.-" og svo kem- ur:-„alla étið hafði þá, HRAFN fyrir hálfri stundu." '68-kyn- slóðin tekur völdin Frá Höfn í Hornafirði ber- ast þau tíðindi að þar hafi 68-kynslóðin svokallað tekið völdin. Þar eru allir hreppsnefndarmennirnir nýkjörnu nefnilega á aldr- inum 32-40 ára. Blaðið Eystrahorn grein- ir frá þessu og segir meðal annars: „Þetta eru váleg tíðindi, þetta er greinilega 68- kynslóðin, fyrrverandi blómabörn og byltingar- sinnar, hippar og þess konar lýður. Fólk sem hlustar í laumi á Bítlana og Rolling Stones, sama dótið og er að taka völdin á sjón- varpinu, i Sjálfstæðis- flokknum og á Þjóðviljan- um. Oghananú... Tveir aðvestan Miklar hræringar hafa átt sér stað innan Vita- og hafnamálastofnunar að undanförnu. Varða þær mannaskipti á stofnuninni og hafa fæstar komið upp á yfirborðið. Þó er Ijóst að Aðalsteinn Júlíusson hefur látið af embætti vita- og hafnamálastjóra og við þvi tckið Hermann Guðjóns- son. Þá hefur verið skipað- ur forstöðumaður framkvæmdadeildar Gúst- af nokkur Jónsson. Enn frekari hræringar eru sagð- ar vera á döfinni en um þær ríkir dauðaþögn enn sem komið er. En það er varðandi þá Hermann og Gústaf. Þeir eiga eitt sameiginlegt. Þeir eru sumsé báðir að vestan. Hermann er frá Patreks- firði og Gústaf frá Bíldudal. Og auðvitað er það Vest- firðingurinn Matthías Bjarnason samgönguráð- herra sem fer með yfir- stjórn vita- og hafnamála. Getspakir þykjast nú geta fullyrt að Vestfirðingar geti í næstu framtíð hugsað hlýtt til Matthíasar og þá auðvitað með betri hafnir í huga. KSÍ og Camel- auglýs- ingamar Ekki er hægt að segja að við hér uppi á f slandi förum alveg á mis við það sem er að gerast úti í hinum stóra heimi. Og það þrátt fyrir öll Matthías Bjarnason Hermann Guðjónsson Camel-bæklingurinn sem KSÍ selur. þau boð og bönn sem eru ríkjandi hér. Tökum heimsmeistara- keppnina í fótbolta sem dæmi. Fyrir hana gaf tó- baksveldið ameríska, R.J. Reynold Industries, út lit- prentaðan bækling þar sem i var að finna allar upplýs- ingar um liðin, tímasetn- ingu leikja, sjónvarpsút- sendingar og annað sem dellumenn vilja vita. For- síðu bæklingsins prýddi svo vegleg Camel-auglýsing. Eins var nokkrar slíkar að finna inni í honum. Allt svoleiðis er auðvitað harð- bannað hér. Rolf Johansen er um- boðsmaður tóbaksmann- anna hér á landi. Hann fékk slatta af bæklingum og kom þeim áleiðis til Knatt- spyrnusambands íslands. KSÍ bætti svo enn um betur og hefur selt Camel-bækl- ingana á 50 krónur stykkið á leikjum fslandsmótsins og í Laugardalnum. Sko, svona eiga sýslu- menn að vera. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir Þú hringir — við birtum og auglýsingin verður færð á kortið. Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar og ganga frá öllu í sama símtali. Hámark kortaúttektar í síma er kr. 2.050,- Hafið tilbúið: 'Nafn - heimilisfang - síma - nafnnúmer -kortnúmer' og gildistíma og að sjálfsögðu texta auglýsingarinnar. SVEITARSTJORI Starf sveitarstjóra á Skagaströnd er laust til umsókn- ar. Umsóknir berist skrifstofu Höfðahrepps fyrir 25. júní nk. Nánari upplýsingar veita sveitarstjóri í símum 95-4707 og 95-4648 og oddviti í símum 95-4719 og 95-4651. Tilkynning til launa- skattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að eindagi launaskatts fyrir mánuðina mars og apríl er 16. júní nk. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttar- vexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt þer launagreiðanda að greiða til innheimtu- manns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. TJARNAR SKÓLi EINKASKÓLI VIÐ TJÖRNINA FRlKIRKJUVEGI l-IOI REYKJAVlK- SlMI 16820 Tjamarskóli hefur nú verið starfræktur í einn vetur. Sérstök áhersla var lögð á undirstöðunámsgreinar, tengsl við atvinnulífið og að skóhnn væri skapandi og skemmtilegur. Persónuleg.samskipti, samfelldur skóladagur og ánægðir nemendur. Á komandi vetri verður dag- legur skólatími kl. 0815-16°°, og öllum nemendum stendur til boða aðstoð við heimanám. Áhugasamir nemendur geta einnig stundað ítarnám í íslensku, ensku og dönsku. Skólagjöld em kr. 4.500.- á mánuði. Stjómendur hvetja nemendur eða forráðamenn þeirra til að sækja um skólavist fyrir jÚllí Nánari upplýsingar í símum 16820, 34886, 666939 kl. 09^-W00. Stjómendur Nauðungaruppboð annað og síðasta á Logalandi 7, þingl. eign Árna Kristjánssonar, fer fram eftir kröfu Páls A. Pálssonar hrl., Gjaldheimtunnar i Reykjavík og Ásgeirs Thoroddsen hdl. á eigninni sjálfri föstudag 13. júní 1986 kl. 14.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 12., 18. og 21. tbl. Lögbirtingablaðs 1986 á Heiðnabergi 6, tal. eign Magnúsar Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Tryggingast. ríkisins og Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri föstudag 13. júní 1986 kl. 16.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.