Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1986, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1986, Blaðsíða 17
DV. MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1986. 17 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Boðleg bráður? Hafsteinn G. Einarsson skrifar: Ég stóðst ekki freistinguna að leggja orð í belg eftir að hafa lesið myndbandagagmýni í DV á föstu- daginm Þar tekur Þorsteinn Vilhjálms- son fyrir 4 myndir og gagnrýnir þær á vægast sagt viðvaningslegan hátt. Mestu púðri eyðir hann á 15 ára gamla mynd sem flestir eru búnir að sjá en hinni ágætu afþrey- ingarmynd Bride gengur Þor- steinn af dauðri og gefur henni einkunnina 0! Þetta leiðir hugann að því hvaða tilgangi kvikmynda- gagnrýni eigi að þjóna. Er hún eins og tilviljanakennd dagbók kvikmyndaáhugamanns eða þjón- usta við lesendur? Mér er spum. Þó leikurinn í myndinni Bride sé ekki í heimsklassa er margt sem gerir hana frambærilega. Að gera mynd um gullfellega eiginkonu Frankenstein, sem einnig er skap- að líf með eldingu, er síður en svo kjánaleg hugmynd heldur frumleg tilraun til að nálgast hina klass- ísku Frankenstein sögu úr annarri átt. Og sú staðreynd að núverandi óskarsverðlaunahafi, Geraldine Page, feri með hlutverk í myndinni gefúr henni ákveðinn stimpil. í gagnrýni sinni á myndina minnist Þorsteinn ekkert á stórskemmti- legt samband Frankenstein og dvergsins Renaldo. Þar er leikur- inn ágætur, samræðumar skýrar og lifendi og meira að segja geta menn fundið boðskap í þræði sög- unnar. Ég er því alls ekki sammála Þor- steini og tel að Bride sé mjög frambærileg sem afþreyingar- mynd. Frekar en að hrósa myndum í hástert eða keyra þær í svaðið mætti Þorsteinn gefa greinarbetri lýsingu á þeim og gefa lesandanum hugmynd um við hveiju hann megi búast. Kvikmyndagagnrýnendur dagblaða mættu einnig vanda mál- ferið betur og draga úr hrokanum. Ég vil snúa þessari móðgun sem Þorsteinn segir að komi frá fram- leiðendum myndarinnar upp í móðgun við okkur lesendur. Þorsteinn J. Vilhjálmsson: Hafsteinn: The bride er ein af slakari myndum sem ég hef séð. Fannst þér hún virkilega góð? Gaman fyrir þig. Hvim- leiðir happ- drættis- miðar Anna Guðmundsdóttfr á Neskaup- stað skrifar: Mig langar aðeins að minnast á happdrættismiðana sem berast manni úr öllum áttum mánaðar- lega. Ég fór í burtu um daginn í rúmlega mánuð og þegar ég kom aftur höfðu borist happdrættismið- ar fyrir 3000 kr. Það er hvimleitt að fá alla þessa miða senda til þess eins að fleygja þeim út í tunnu. Maðurinn minn er ellilífeyrisþegi þannig að við höfiun engin tök á að kaupa alla jæssa miða. Við viljum líka fá að ráða því sjálf hvaða málefni við styðjum. Mér finnst það frekja að senda fólki, sem ekki hefur óskað eftir því, miða . Hótel- hörm- ungar Sjónvarpsglápari skrifar: Nú get ég ekki lengur orða bundist yfir þessum hörmungarþáttum, sem nefhast Hótel. Ég held að þetta sé það lélegasta og leiðinlegasta sem sjón- varpið hefur nokkum tímann sýnt. Þessir þættir eru dæmigerð amerísk sápuópera þar sem varla er þverfótað fyrir fallegu og skynsömu fólki. Allt gengur upp þrátt fyrir að gleði og sorg skiptist á og stutt sé í tárin hjá leikur- unum. í guðana bænum, hlífið okkur við þessum hörmungum. Má ég þá frekar biðja um Dallas alla daga vikunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.