Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1986, Blaðsíða 6
6
DV. FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1986.
Viðskipti
Viðskipti
Viðskipti
Viðskipti
Viðskipti
ksxz»
Edítoriaí, advcrtismg ano
circufation oífícesNaturai Food
Tracter: 30 Statton Approach,
West Byffcet, Surrey, KT14 6NF.
Toíaphooo: öytioet 43123/6.
EdítorínChM: Aían Lewts,
Aswstant Editor: Jenntfer
Advertisíng Manager: —A-
Carol Snowtíen.
CJassifícds: f?uth Cíark,
Coovrfpht Newman Turne j
Publicctíons 198S
Fish oil can help relieve
arthritis, says American study
A STUDY at an Amcrican
m<*dír3f cxtffoec sufteests that
suppfctnents can affcct the
cotifsc of dtseas.cs itke
DAILY NEWS
Grandma, you were right all along
Nawrai Foad Tradrsr ís avi
frm of charpð to r etaií sn> |
By niCHARD PHftLiPS
A salecttort of Lysí’s cod liver oil
ICELAND is one of thc woridFs top producers of cod cod liver ott believcra wfco oí Mcthaac lasi vcar carricd capsules and has crcated
liver oil. a medicinai líquid that over the last few years susocacd ifcere was some- an arucic on a 20-ycar studv sfror.e inicrtsít amonz nros-
Góð áhrif lýsis á sjúkdóma erunú mikiö til umfjöllunar víða um heim. Visindamenn gera sér æ betur grein fyrir
hvernig og hvers vegna lýsi hefur þessi áhrif og telja það stóran áfanga i sögu læknavísinda 20. aldarinnar.
Lækningamáttur lýsis:
Amma hafði rétt fyrir sér
„Sannanir eru að berast alls staðar
úr heiminum sem varpa skýru ljósi
á þetta,“ segir efiiafræðingurinn
William Lands, prófessor í háskólan-
um í Dlinois, um áhrifamátt fjöló-
mettaðra fitusýra í lýsi og fiskmeti
á sjúkdóma, t.d. liðagikt.
f viðtali sem ameríska dagblaðið,
Daily News, birti fyrir skömmu við
prófessorinn, William Lander, segir
að nú sé komið í ljós að fjölómettuðu
fitusýrumar, OMEGA-3, þar á meðal
EPA, sem eru í ríku mæli í lýsi,
hafi ekki aðeins mjög góð áhrif á
hjartasjúkdóma, heldur einnig á
liðagikt. Og þar með er listinn ekki
upptalinn. Lander bendir á að nú séu
að berast niðurstöður rannsókna
sem sýni að þessar fitusýrur geti
einnig dregið verulega úr hvers kon-
ar ofnæmissjúkdómum, asmasjúk-
dómum, sykursýki og meira að segja
krabbameini.
í maí síðastliðnum héldu bandarí-
skir og japanskir sérfræðingar
sameiginlega ráðstefhu um fitu og
bar hún yfirskriftina, Fita úr sjávar-
dýraríkjum og EPA. Þar var prófess-
or Landers mættur og kom fyrstur
manna með efnafræðilegar útskýr-
ingar á því hvernig og hvers vegna
lýsi hefur þessi góðu áhrif á ýmsa
sjúkdóma.
Áráðstefnunni, sem margir
áhugasamir sérfræðingar alls staðar
úr heiminum sátu, kom fram að
Bandaríkjastjóm ætlar að eyða 9
hundruð þúsund dollurum í þriggja
ára rannsóknaráætlun til að ganga
úr skugga um það í hvaða formi
best er að gefa líkamanum umrædd-
ar fitusýrur.
í blöðum vfðs vegar um heim er
nú fjallað um þennan áhrifamátt
lýsis og víða bent á þá staðreynd að
hún amma hafi haft rétt fyrir sér
allan tímunn þegar hún var að troða
í bömin lýsi án þess að geta gefið
viðhlítandi skýringar á því hvers
vegna væri svona gott að gleypa
þennan bragðvonda vökva. -KB
Reykhólaskip hættir rekstri:
„Viðskiptahugmynd
sem ekki gekk upp“
„Við ætluðum að hasla okkur völl á
suðurströndinni í fiskútflutningi fyrir
aðila sem ekki em í gámaflutningum,
smærri bátaeigendur og aðra. Einnig
ætluðum við að ná til fleiri hafha en
Eimskip. Þetta var viðskiptahugmynd
sem ekki gekk upp. Við erum hættir,"
sagði Vilhjálmur Lúðvíksson, stjórn-
arformaður Reykhólaskips, sem gert
hefúr út Helgey frá áramótum.
Helgey er sérhannað fiskflutninga-
skip með kælibúnað í lest, hið eina
sinnar tegundar hér á landi. Helgey
gat flutt ferskan fisk til erlendra hafna
án þess að geyma hann í gámum. Fisk-
urinn var settur ferskur í kælda lestina
og síðan var siglt út til erlendra kau-
penda. Tilraun þessi stóð frá áramót-
um en nú liggur Helgey bundin í
Hafharijarðarhöfh og óvíst um framtíð
skipsins.
Upphaflega var Helgey keypt til
landsins í sambandi við rekstur Þör-
ungavinnslunnar á Reykhólum og
flutti um tíma mjöl fyrir verksmiðj-
una. Hluthafar eru um 60 talsins,
Þörungavinnslan á 40 prósent og skip-
veijar og heimamenn á Reykhólum
afganginn. Framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins var Ólafur Sigurðsson.
-EIR
Helgey, sérhannað skip með kælibúnaði í lest. Viöskiptahugmynd sem ekki
gekk upp. DV mynd GVA
Perdngamarkaður
Innlán með sérkjörum
Alþýöubankinn: Stjörnureikningar eru
fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn-
stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir
verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn-
stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74
ára meö 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri
með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningamir eru
verðtryggðir og með 8% vöxtum.
Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með
9% nafnvöxtum.
Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá
lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn-
stæður eru óbundnar og óverðtryggðar.
Nafnvextir eru 15% og ársávöxtún 15%.
Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir
10% en 2% bætast við eftir hverja þijá mán-
uði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á
óhreyfðri innstæðu er 13,64% á fyrsta ári.
Búnaðarbankinn: Sparibók með sér-
vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 13%
nafnvöxtum og 13,6% ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð-
tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri
úttekt dragast 0,75% í svonefnda vaxtaleið-
réttingu.
18 mánaöa reikningur er með innstæðu
bundna í 18 mánuði á 14,5% nafnvöxtum og
15% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verð-
tryggðs reiknings reynist hún betri.
Iönaðarbankinn: Bónusreikningar eru
annaðhvort með 10,5% nafnvöxtum og 10,8%
ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5%
vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvem mán-
uð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygg-
ing auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka
má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án
þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir
30.06. og 31.12.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með
14% nafnvöxtum og 14,49% ársávöxtun eða
ávöxtun 6ja mánaða verðtryggðs reiknings
reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast
0,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu.
100 ára afmælisreikningur er verðryggð-
ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25%
og breytast ekki á meðan reikningurinn verð-
ur í gildi.
Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur
hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg,
fyrst 8%, eftir 2 mánuði 8,25%, 3 mánuði 8,
50%, 4 mánuði 9%, 5 mánuði 9,5% og eftir 6
mánuði 12%, eftir 12 mánuði 12,5% og eftir
18 mánuði 13%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6
mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún
um hávaxtareikninginn.
18 og 24 mánaöa reikningar eru bundnir
og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti.
Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort
hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í
bankanum, nú 12,4%, eða ávöxtun 3ja mán-
aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt-
um sé hún betri. Samanburður er gerður
mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé tek-
ið út af reikningnum gilda almennir spari-
sjóðsvextir, 8%, þann mánuð.
Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er
óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er
óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu
sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár-
reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun
annaðhvort 13,1% eða eins og á verðtryggðum
6 mánaða reikningum með 3% nafnvöxtum.
Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari-
sjóðsvextir, 8,5%, og eins á alla innstæðuna
innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur
verið út oftar en .inu sinni. Innlegg fær strax
hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila
ársfjórðung. Vextir færast fjórum siiyium á
ári og leggjast við höfuðstól. Þeir eru alltaf
lausir til útborgunar.
Sparisjóðir: Trompreikningur er verð-
tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikningé
með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn
3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun
með svokölluðum trompvöxtum, 12,5%, með
13% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn-
stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp-
vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt
á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn-
an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan
eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari-
sjóðsvexti, 8%. Vextir færast misserislega.
12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vél-
stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði,
óverðtryggða en á 15,5% nafnvöxtum. Þeir
eru færðir einu sinni á ári og ársávöxtun er
því einnig 15,5%.
18 mánaða reikningar 5 sparisjóða eru
með innstæðu bundna óverðtryggða í 18 mán-
uði en á 14,5% nafnvöxtum og 15,2% árs-
ávöxtun. Sparisjóðimir í Keflavík, Hafnar-
firði, Kópavogi, Borgamesi og Sparisjóður
Reykjavíkur bjóða þessa reikninga.
Spariskírteini
Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í
Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð-
um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum.
Nýjustu 8kírteinin eru að nafnverði 5, 10 og
100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem
eru 50 þúsund að nafnverði.
Þau em: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með
þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, fjög-
urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur,
vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól
við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14
•ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun
er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni
og vextir greiðæt út 10.01. og 10.07. ár hvert.
Við innlausn greiðast vferðbætur með höfuð-
stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára.
Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til-
tekín samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku
mnrki og frönskum franka). Vextir eru 8 5%r
Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í
einu lagi við innlausn.
Almenn verðbréf
Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá
verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með
veði undir 60% af brunabótamati fasteign-
anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða
óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum.
Þau eru seld með affóllum og ársávöxtun er
almennt 12 16% umfram verðtryggingu.
Húsnæðislán
Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis-
ins, F-Ián, nema á 2. ársfjórðungi 1986: Til
einstaklinga 826 þúsundum króna, 2-4 manna
fjölskyldna 1.052 þúsundum, 5 manna og fleiri
1.233 þúsundum. Lánin eru til 31 árs.
Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema
á 2. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn
er hámark 413 þúsund krónur til einstakl-
ings, annars mest 207 þúsund. 2 4 manna
fjölskylda fær mest 526 þúsund til fyrstu
kaupa, annars mest 263 þúsund. 5 manna fjöl-
skylda eða stærri fær'mest 617 þúsundir til
fyrstu kaupa, annars mest 309 þúsund. Láns-
tími er 21 ár.
Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns-
kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum.
Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól,
aðeins vextir og verðbætur.
Útlán lífeyrissjóða
Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver
sjóður ákveðursjóðfélögum lánsrétt, lánsupp-
/hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að
lánsrétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða
aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin
stig. Lán eru á bilinu 150 1000 þúsund eftir
sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð-
tryggð og með 5% vöxtuqi. Lánstími er 15 42
ár.
Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur.
Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli
sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum.
Nafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknað-
ir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir
reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári
verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður
þá hærri en nafnvextirnir.
Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á
10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma-
bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því
10%. Sé innstæðan óverðtryggð í veröbólgu
dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún
getur jafnvel orðið neikvæð.
Liggi 1000 krónurnar inni í 6 + 6 mánuði á
10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eft-
ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur
og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni
6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan
því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%.
Dráttarvextir
Dráttarvextir eru frá 01.04.1986 2,25% á
mánuði eða 27% á ári.
Vísitölur
Lánskjaravísitala í júlí 1986 er 1463 stig
en var 1448 stig í maí og 1432 stig í maí. Mið-
að er við grunninn 100 í jýní 1979.
Byggingarvísitala á 3. ársfjórðungi 1986
er 270 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3998
stig á grunni 100 frá 1975.
Húsaleiguvísitala hækkaði um 5% 01.04.
en um 10% næst þar áður, frá 01.01.86. Þessi
vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar
sem við hana er miðað sérstaklega í samning-
um leigusala og leigjenda.
Hlutabréfamarkaðurinn
Kaupverð Kaupverð Söluverð Söluverð
m.v. 100 kr. að lokinni m.v. 100 kr. að lokinni
nafnverðs jöfnun nafnverðs jöfnun
Eimskipafélag íslands 370 185 400 200
Flugleiðir 390 130 421 140
Iðnaðarbankinn 125 91 135 98
V erslunarbankinn 124 90 134 97
VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%)
1.-10.07 1986
INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM
SJA sérusta
innlán úverðtryggð
SPARISJÚÐSBÆKUR Úbundin innstaiöa
SPARIREIKNINGAR 3iamán.nppsogn
6 mán.uppsögn
12mán.uppsögn
SPARNADUR - LANSRETTUR Sparaá 3-5 mán.
Sp.6mán. ogm.
TÉKKAREIKNINGAR Avlsanareikningar
Hlaupareikningar
INNLÁN VERÐTRYGGÐ
SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn
6 mén. uppsögn
INNLÁN GENGISTRYGGÐ
GJALDEYRISREIKNINGAR Bandárikjadollá.ar
Sterlingspund
Vestur-þýsk mörk
Denskar krónur
ÚTLÁN ÚVERÐTRYGGD
ALMENNIR VlXLAR (frrmutrr)
VIÐSKIPTAVlXLAR 3) (fnnrutlr)
ALMENN SKULDABRÉF 2)
VIÐSKIPTASKULDABRÉF 3)
HLAUPAREIKNINGAR YFIR0RATTUR
ÚTLÁN verðtryggo
SKULDABRÉF AB21/2éri
Lengri en 2 1/2 ér
ÚTLÁN TIL FRAMLf IÐSLU
SJÁNEÐANMÁLS1)
9.0 9.0
10.0 10,25
12.5 12,9
14.0 14,9
13.0
13.0
6.0
4.0
1.0
3.5
7.0
11.5
4.0
7.5
15.25
15.5
9.0
4.0
5.0
iiiiiiíi IJ íilhl
8.0
10.0
12.5
14.0
13,0
13.0
6.0
3.0
1.0
3.0
7,0
10.5
4.0
7.5
8.5
9.0
9.5 11,0
8.0 9.0
8.5 10.0
8.5
8.5
10.0
2.5
2.5
1.0
2.5
6.0
9.5
3.5
7.0
11.0
8.5 10.0
9.0 11,0
3.0 4.0
3.0 4.0
8.5 8.5
9.0 10.0
10.0 12.5
12,6
9.0 10.0
10.0
1.0
2.5
1.0
3.5
4.0
4.0
1.0
2.5
3.0
3.0
1.0
3.0
1.0
3.0
6.0 6.0 6.5 6.0 6,5 6.0
9.0 9.0 10.5 9.0 10.5 9.0
3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5
7.0 6.0 7.5 7,0 7.0 7.0
15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25
kge 19,5 kge 19.5 kge kge kge kge
15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5
kge 20,0 kge 20,0 kge kge kge kge
9.0 9.0 9.0 7.0 9.0 9.0 9.0 9.0
4.0
5.0
4.0
6,0
4,0
5,0
4.0
5.0
4.0
5.0
4.0
5.0
1) Lán til framleiðslu á innanlandsmarkað eru á 15,0% vöxtum. Vegna útflutn-
ings, í SDR 8%, í Bandaríkjadollurum 8,5%, í sterlingspundum 11,75%, í vestur
þýskum mörkum 6,25%. 2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána ei
2%, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. 3)Við kaup á viðskiptavíxlum og
viðskiptaskuldabréfum, á þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá
þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá flestum stærstu sparisjóðunum,-