Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1986, Page 9
DV. FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1986.
9
Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd
Norska skipið Christian Radich siglir inn á höfnina i New York fyrr i vikunni. Það var fyrsta segiskipið sem kom til
New York í tilefni hundrað ára afmælis Frelsisstyttunnar. í baksýn má sjá turnana tvo i World Trade Center.
Frelsissfyttan:
Mikið um dýrðir
HaHdór Valdimarssan, DV, DaQas
I gær hófust í Bandaríkjunum
fjögurra daga hátíðahöldi í tilefni
hundrað ára afinælis Frelsisstytt-
unnar i New York. Mikið var um
dýrðir við styttuna sjálfa þar sem
fjölmargir listamenn komu fram
og lauk hátíðahöldum dagsins með
því að Ronald Reagan Bandaríkja-
forseti tendraði að nýju ljós í
kyndli styttunnar.
Undanfarin ár hefur verið unnið
að viðgerð og fegrun styttunnar,
sem var orðin illa farin, bæði af
völdum veðurs, elli og skemmdar-
verka. Gífurlegum fjármunum
hefur verið varið til þessarar við-
gerðar, að mestum hluta hefur fé
það fengist með framlögum frá ein-
staklingum og fyrirtækjum.
Við athöfnina í gærkvöldi
minntist Reagan forseti þeirra
milljóna innflytjenda sem komið
hafa til Bandaríkjanna gegnum
höfiiina í New York. Mörgum
þeirra er Frelsisstyttan tákn allra
þeirra vona sem þeir bundu við
Ameríku. í gær voru víða um
Bandaríkin athafnir þar sem þús-
undir fengu bandarískan ríkis-
borgararétt. í viðtölum, sem
Qölmiðlar höfðu við það fólk, kom
greinilega fram að Frelsisstyttan
vekur enn svipaðar tilfinningar í
brjóstum innflytjenda og hún gerði
fyrir hundrað árum.
Hátíðahöldin munu standa yfir
alla komandi helgi. Meðal þátttak-
enda eru áhafiiir hundruða skipa,
þar á meðal fjölda seglskipa, sem
siglt hafa til New York víðs vegar
að úr heiminum til að heiðra af-
mælisbamið.
Sjónvarpað var beint frá athöfri-
inni í New York í gær. Sjónvarps-
stöðvar ABC samsteypunnar
vörðu miklum hluta kvöldsins til
útsendinga frá henni og athöfhum
annars staðar í Bandaríkjunum
enda hafði samsteypan keypt
einkarétt á þeim. Samkvæmt sér-
stökum samningi varð ABC að
veita NBC og CBS hlutdeild í út-
sendingunum og var því allnokkur
röskun á efni þeirra sjónvarps-
stöðva líka.
í gærkvöldi
Norðmenn
hætta hvalveiðum
New York
Times
gagnrýnir
Sovétríkin
Bandaríska blaðið The New
York Times gagmýndi í morgun
Sovétríkin fyrir að halda banda-
mönnum sínum undir ströngu
eftirliti og hvatti Kremlarbúa til
að slaka á tökunum.
I leiðara segir að aðfórin gegn
Samstöðu staðfesti að „Brezhnev
aðferðin" sé enn í heiðri höfð og
fylgt sé valda- og hemaðarstefnu
þeirri sem keisararnir framfýlgdu
á 19. öldinni en Lenin kallaði veldi
þeirra „fangelsi þjóða“.
Blaðið sagði: „Nú, þegar eftir-
menn Lenins stjóma fangelsinu,
heitir það „sósíalískt þjóðfélag".
Andinn er hins vegar sá sami, það
hefur ekkert breyst.
„Undir stjórn Kremlar er Aust-
ur-Evrópa nokkurs konar kúguð
nýlenda með grimma nýlendu-
herra yfir sér.“
I leiðaranum vom neftid dæmi
um harðneskju og yfirgang í ölltun
ríkjum austan járntjalds og sagt
að ekki væri á góðu von því Gor-
batsjov væri í þessu sambandi
engu betri en fyrirrennarar hans.
Páfinn til
Ástralíu
Jóhannes Páll páfi annar mun
heimsækja Canberrá og allar höf-
uðborgir fylkja í heimsókn sinni
til Ástralíu síðar á þessu ári, að
því er haft var eftir Bob Hawke í
morgun.
Hawke sagði í útvarpsviðtali að
páfinn kæmi til landsins frá Nýja-
Sjálandi þann 24. nóvember og
færi frá Perth þann 1. desember.
„Það er viðeigandi að páfinn
suli heimsækja Ástralíu á þessu
alþjóðlega friðarári því Ástralía
heftir vissulega lagt sitt af mörk-
unum í þágu friðar í heiminum,“
sagði Hawke.
Björg Eva Ertendsdóöir, DV, Stavangri.
Norska ríkisstjómin hefúr ákveðið
að leggja niður allar hvalveiðar frá
lokum þessarar vertíðar og fram til
ársins 1990. Rannsóknum á stofninum
verður haldið áfram og ef að niður-
stöður úr þeim sýna að stofhinn þoli
meiri veiði segir ríkisstjómin að hval-
veiðar verði teknar upp aftur eftir
1990.
Það er hins vegar þiýstingur frá
bandarískum stjómvöldum en ekki
stærð stofnsins sem gerir það að verk-
um að hvalveiðar verða bannaðar í
Noregi héðan í frá. Viðskiptaráðherra
Bandaríkjanna átti að leggja fram
ákveðnar tillögur um efhahagslegar
þvinganir handa Noregi fyrir 10. júlí.
Nú gerist þess ekki þörf.
Kurt Mosbakk, norski viðskiptaráð-
herrann, segir að ekki hafi verið
réttlætanlegt að vemda hvalveiðamar
með því að leggja allan mikilvægasta
fiskútflutning Norðmanna að veði en
Bandaríkjamenn ætluðu að hætta að
kaupa lax frá Noregi, ef hvalveiðum
yrði haldið áfram.
Hosni Mubarak, forseti Egypta-
lands. reynir nú að miðla málum
milli Arafats og Husseins Jórdan-
iukonungs en stirt hefur verið milli
þeirra síðan í febrúar.
Mubarak
miðlar
málum
Yasser Arafat, leiðtogi PLO,
sendi fyrir helgina skilaboð til
Hosni Mubaraks, forseta Egypta-
lands, um sáttaumleitanir milli
PLO og Jórdaníu, að þvi er haft
er eftir heimildum í utanríkisráðu-
neyti Egyptalands.
Áðalráðgjafi Arafats, Hani Al-
Hassen, afhenti Osama Baz,
aðalráðgjafa Mubaraks, skilaboð-
in.
Þetta var svar við tillögum Mu-
baraks um sættir milli PLO og
Jórdaníu, en síðustu fimm mánuði
hefur andað köldu þar á milli.
Ekkert hefur verið gefið nánar upp
um innihald skilaboðanna.
Mubarak sagði fyrr í vikunni að
hann heföi sent Arafat tillögur um
það hvemig bæta mætti sambúð
PLO og Jórdaníu og að hann von-
aðist enn til að fá jákvæð svör frá
Arafat.
Mubarak hefúr reynt að vera
milligöngumaður milli Jórdaniu
og PLO en í febrúar síðastliðnum
sleit Hussein Jórdaníukonungur
viðræðum við PLO.
Mubarak er náinn vinur bæði
Arafats og Husseins.
Suður-Afríka:
Yfir hundrað fallið
frá skipan neyðariaga
Nú hafa yfir hundrað manns fallið i Suður-Afriku frá því yfirvöld boðuðu
neyðarlög i landinu vegna óróa i blökkumannabyggðum. Langflestir fall-
inna eru úr röðum blökkumanna.
Nú hafa yfir hundrað manns látið
lífið í átökum blökkumannaog her-
manna hvítu minnihlutastjómar-
innar í Suður-Afríku frá því yfirvöld
gripu til þess ráðs að setja neyðarlög
fyrir þrem vikum.
Skæmliðar blökkumannasam-
taka, er berjast gegn stjómvöldum,
hafa að undanfömu komið fyrir átta
sprengjum í hverfum hvítra í bæði
Durban og Jóhannesarborg og
Höföaborg.
Tveir hvítir lögreglumenn særðust
í gær er sprengja sprakk við varð-
stöð þeirra í úthverfi Höföaborgar
og nokkrar óeirðir urðu í hverfum
blökkumanna við borgina, að því er
segir í tilkynningu upplýsingastofn-
unar er nú hefur ábyrgð á öllum
fréttaflutningi frá landinu vegna
fréttabanns stjómvalda af kyn-
þáttaátökum.
Svissneski bankamaðurinn Fritz
Leutwiler sagði í gær af sér starfi
sínu sem málamiðlari á milli stjóm-
arinnar í Pretóríu og lánardrottna
hennar á Vesturlöndum. Ástæðuna
fyrir afsögninni sagði Leutwiler vera
hægagang og viljaleysi stjómvalda
í Suður-Afiíku við að koma á raun-
vemlegum endurhótum í landinu.