Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1986, Blaðsíða 10
10 DV. FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1986. Útlönd Útlönd Utlönd Utlönd Veisla í New Yoric í dag hefjast í New York mikil hátíðahöld vegna eitt hundrað ára afmælis Frelsisstyttunnar. Hún var lengi vel þaö fyrsta sem bar fyrir augu innflytjenda þegar þeir komu til Bandarikjanna. Nú er búið að gera við hana fyrir 2,6 milljarða króna og er hún nú glæsilegri en nokkru sinni fyrr. í New York er boðið til veislu nú um helgina. Fjörið hefst í dag og stendur fram á sunnudag. I dag verð- ur haldinn hátíðlegur þjóðhátíðar- dagur Bandaríkjamanna, en í ár er haldið upp á að ein öld er liðin síðan franska þjóðin gaf þeirri bandarísku Frelsisstyttuna, sem stendur í mynni New York hafhar. Nú er nýlokið miklum viðgerðum á styttunni, sem kostuðu 2,6 milljarða íslenskra króna. Það eina sem hefur breyst er að nú er kominn skær logi úr gulli fyrir ofan kyndilinn. Þessi logi er nokkuð táknrænn fyrir þá dýrð sem umlykur þessa „frelsishelgi". Gífurlegur fjöldi „gesta“ Talið er að um 15 milljónir manna muni koma og fylgjast með hátíðinni um helgina. Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, mim „afhjúpa" og kveikja á hinni nýviðgerðu styttu í viðurvist fjölda stórmenna, þar á meðal verður Mitterrand, forseti Frakklands. Þeir sem vilja fylgjast vel með opnunarathöfhinni þurfa að greiða 200.000 krónur fyrir sæti sín, en í staðinn fá þeir að taka í hönd Lee Iacocca, forstjóra Chrysler bílaverk- smiðjanna, sem hefur haft veg og vanda af fjársöfhun þeirri sem fór fram vegna viðgerðarinnar á Frelsis- styttunni og Ellis Island. Fyrir 400.000 krónur geta hjón horft á athöfriina með Pierre du Pont, fyrrverandi ríkisstjóra í Delaware, og snætt síðan kvöldverð um borð í glæsilegri snekkju og horft á flugeldasýningu. Bob Hope, sem er einn af 12 að- fluttum bandarískum ríkisborg- urum, sem Reagan mun sæma frelsisorðunni, mun skemmta um borð í annarri glæsisnekkju bæði kvöldin. Miði, sem inniheldur kvöld- verð og skemmtiatriði, kostar 40.000 krónur á manninn. Gert út á hátíðahöldin Veitingahús, sem eru með góðu útsýni yfir Frelsisstyttuna og þau hátíðahöld sem á dagskránni eru, selja nú kvöldverð fyrir allt að 28.000 krónur, og einnig er hægt að fá stól til að horfa á skipalest, sem fer um hafharmynnið í tilefhi afmælisins, fyrir gjald. Ekki hefur verið svona mikið um hátt verð við fyrri hátíðir í New York. Á tvö hundruð ára afmæli Bandaríkjanna fyrir tíu árum fékk fólk að horfa á skipalestina og flug- eldana ókeypis. Þegar Brooklyn- brúin var eitt hundrað ára fyrir þremur árum var allt meira í líkingu við fjölskylduboð. Einkaframtakið sá um við- gerðina í þetta skipti er það hins vegar svo að verslunin er komin inn í málið. Þetta má að miklu leyti rekja til þess að fjársöfnunin vegna viðgerð- anna var í höndum einkaaðila. Fyrir eitt hundrað árum lögðu Banda- ríkjamenn fram frjáls framlög til að borga fyrir stöpulinn, sem Frelsis- styttan stendur á, og franska þjóðin hafði fjármagnað smíði stytturmar á sama hátt, svo að vissulega var for- dæmi fyrir því sem nú var gert. Einnig var að Iacocca og hans menn dáðust mjög að þvi hvemig staðið var að fjármögnun Ólympíu- leikanna í Los Angeles 1984 og beittu sömu aðferð. Þeir veittu fyrirtækjum leyfi til að nota Frelsisstyttuna í auglýsinga- skyni, þ.e. eitt fyrirtæki í hverri grein keypti einkarétt á notkun Frelsis- styttunnar í auglýsingaskyni. Þetta gekk svo vel að jafrivel áður en auglýsingaherferðin vegna helg- arinnar hófst var búið að safria næstum 10 milljörðum króna. Mest af þessum peningum kom frá fyrir- tækjum sem vildu fá að tengja Frelsisstyttuna við framleiðslu sína. Sjónvarpsstríð Mestu lætin urðu vegna sölu á sjónvarpsréttindum til ABC sjón- varpsstöðvarinnar fyrir 400 milljónir króna. Keppinautar hennar mót- mæltu þessu og bentu á að mikill hluti af hátíðahöldunum hefði fréttagildi og því ætti að leyfa þeim að taka myndir líka. Bentu þeir á að allt það sem Reagan forseti kæmi nálægt væri fréttnæmt. Sérstaklega var tínd til sú athöfn er Reagan sæmir bandaríska ríkisborgara „Frelsisorðunni". David Wolper, kvikmyndaframleiðandi í Holly- wood, sem meðal annars framleiddi þættina „Rætur“, sagði að þetta væri sín hugmynd og ætti einungis að vera til skemmtunar, alveg eins og athöfh sú, er Warren Burger, frá- farandi forseti hæstaréttar Banda- ríkjanna, sver inn 250 nýja ríkisborgara. Eftir miklar samningaviðræður féllst ABC á að leyfa öðrum stöðvum að sýna frá þessum tveimur athöfn- um en hefur eftir sem áður einkarétt á flestum þáttum hátíðarinnar. Gagnrýni á framkvæmd Eins og alltaf þegar mikið er að gerast, eru ekki allir sáttir við allt sem fram fer og hefur dagskrá „frels- ishelgarinnar" ekki farið varhluta af því. Harðasta gagnrýnin hefur komið fram vegna veitingar „frelsis- orðunnar", sem 12 aðfluttir banda- rískir ríkisborgarar verða sæmdir. Það hefur verið gagnrýnt að þeir 12, sem fá orðumar, séu hreint ekki spegilmynd af samsetningu þjóðar- innar. I hópnum er einn svertingi, þrír Asíumenn og ftmm gyðingar en enginn rómverskur kaþólikki, Iri, ítali eða Pólveiji. (Edward Koch, borgarstjóri í New York, var svo hneykslaður á þessu að hann til- kynnti að hann myndi sjálfur veita 70 aðfluttum Bandaríkjamönnum orður.) Bandarískir svertingjar telja sig almennt vera útskúfaða frá há- tíðahöldunum, en raunar er það svo að þeir eru flestir komnir af inn- flytjendum sem voru fluttir nauðugir til Bandaríkjanna, svo að þeim finnast hátíðahöldin ósmekkleg í alla staði. Pyntingaskipi mótmælt Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur mótmælt því að ríkisstjóm Chile skyldi boðið að senda skipið Esmeralda til hátíðarinnar. Þetta skip var notað af hemum undir pyntingar eftir valdaránið 1973 og finnst öldungadeildinni það varla í anda frelsishugsjónar þeirrar sem Frakkar og Bandaríkjamenn halda í heiðri. Einnig hafa heyrst gagmýnisradd- ir vegna þess að fyrirtæki og ein- staklingar með miklar tekjur skuli geta notað mikið af kostnaði sínum í tengslum við hátíðina til frádráttar frá skatti og að því muni byrðamar lenda að miklu leyti á efhaminna fólki sem hafi ekki einu sinni efni á að fara á hátíðina. Þessari gagnrýni hefur verið hafnað og bent á það að hátíðin er fjármögnuð á vegum einkaaðila og því muni ríkið ekki lenda í neinum kostnaði vegna hennar. Dýrðleg veisla En hvað sem öllum deilum líður er ljóst að um helgina verður haldin fjörug veisla í New York. Hún verð- ur svo fjörug að margir íbúar borgarinnar hafa ákveðið að fara úr borginni yfir helgina til að losna við mannfjöldann og umferðina. Þeir sniðugustu leigja síðan íbúðir sínar fyrir tugi og hundmð þúsunda króna yfir helgina, sérstaklega þar sem gott útsýni er yfir alla dýrðina. Óttinn við að hryðjuverkamenn muni gera árás við þetta tækifæri, sem fyrir nokkrum mánuðum var í algleymingi, hefur nú dvínað, en lög- regla þorir þó ekki að taka neina áhættu og hefur flesta sína menn á vakt yfir helgina. Peningarnir tala sínu máli Bandaríkin hafa breyst á síðustu eitt hundrað árum. Þau eru ekki eins „kapitalísk" nú eins og þá. Samt kunna Bandaríkjamenn enn að láta peningana tala og skilja að stéttir manna. Að lokum má geta þess hér að þó að flestir innflytjendur frá Evrópu hafi á sínum tíma farið fram hjá Frelsisstyttunni og síðan þurft að fara gegnum Elliseyju áður en þeim var hleypt inn í landið, þá sluppu þeir sem ferðuðust á fyrsta fanými við þá reynslu. Umsjón: Ólafur Amarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.