Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1986, Blaðsíða 11
DV. FÖSTUDAGUR 4. JÚLI' 1986.
11
Viðtalið
Þorsteinn Steinsson, fjánnálastjóri Hafnarfjarðarbæjar:
Laxinn lagði hann
næstum inn á sjúkrahús
„Ég sótti um starf bæjarritara í
Hafnarfirði, sem auglýst var laust
til umsóknar í ágúst 1984, og fékk
starfið. Það varð síðan samkomulag
á milli mín og nýja meirihlutans hér
í Haíharfirði að ég sneri mér algjör-
lega að fjármálum bæjarins og að
nýr maður yrði fenginn í ritarastarf-
ið,“ sagði Þorsteinn Steinsson
nýráðinn fjármálastjóri Hafiiar-
fjarðabæjar.
Ömmur Þorsteins
Þorsteinn er fæddur í Reykjavík
árið 1954 en fluttist fimm ára gam-
all með foreldrum sínum til Sauðár-
króks þar sem faðir hans tók við
embætti héraðsdýralæknis. Þor-
steinn kom þó oft í heimsókn til
höfuðborgarinnar að hitta ömmur
sínar sem iðulega tóku vel á móti
honum og dekruðu við hann. „Ég
ákvað að fara í Menntaskólann í
Reykjavík frekar en á Akureyri
vegna þess að í Reykjavík átti ég
ömmur sem mér þótti vænt um og
hugsuðu vel um mig.“
Að loknu stúdentsprófi árið 1974
dvaldi Þorsteinn í tvö ár á Sauðár-
króki og starfaði sem sjómaður.
„Maður gat haft rífandi tekjur til
sjós.“ En Þorsteinn var ekki að saíha
fyrir fasteign ó þeim árum. „Pening-
amir fuku, maður lifði hátt á þessum
tíma.“ Þorsteinn hafði þá kynnst
konu sinni, Sigurbjörgu Guðmunds-
dóttur fró Sauðárkróki, og hófu þau
búskap eftir að Þorsteinn kom fró
Reykjavík. Þau eiga 11 ára gamla
dóttur og 5 óra gamlan son.
Sambýlið á Hjónagörðum
„Við drifum okkur síðan til
Reykjavikur, ég fór í viðskiptafræði
í Háskóla íslands en konan mín í
Þroskaþjálfaskólann. Flest mín hó-
skólaár bjuggum við á Hjónagörð-
um. Þar var gott að búa, góður andi
ríkjandi og mikil samvinna varðandi
bamapössun.“
Að loknu námi í Háskólanum hóf
Þorsteinn störf hjá Fjórlaga- og hag-
sýslustofnun og starfaði þar í 4 ár,
m.a. við fjárlagagerð. Hann var
Þorsteinn Steinsson, fjármálastjóri Hafnarfjarðarbæjar, er bjartsýnn á sam-
starfið við nýja meirihiutann í Hafnarfirði.
einnig starfsmaður fjárveitinga-
nefhdar Alþingis.
Síðan sótti hann um bæjarritara-
starfið í Hafharfirði og er nú orðinn
fjármálastjóri bæjarins. „Það leggst
bara vel í mig að hefja störf með
nýjum meirihluta. Þetta er ungt fólk
sem kemur með nýjar hugmyndir og
það er alltaf gott að velta fyrir sér
nýjum sjónarmiðum."
20 punda hængurinn
Hestamennska og veiðiskapur em
þau áhugamál helst sem Þorsteinn
stundar. „Ég á heilmörg óhugamál,
það er enginn vandi að dmkkna i
áhugamálum. En ég hef passað mig
að taka ekki þátt í þeim öllum.“
Þorsteinn er iðinn veiðimaður á
sumrin og segist veiða rúmlega í
soðið.
„Maður lendir í ýmsu í veiðitúrum.
Einu sinni, er ég var að veiða í
Blöndu, þá beit á agnið hjá mér fisk-
ur sem dróg mig frá veiðisvæðinu,
niður eftir allri ánni og bókstaflega
niður að sjúkrahúsinu á Blönduósi.
Ég hélt að fiskurinn ætlaði að leggja
mig inn á sjúkrahúsið. En ég hafði
betur. Þetta reyndist hinn vænsti
fiskur, 20 punda hængur."
-KB
DV á Olafsfirði:
Viltu í nefið,
væni minn?
]ón G. Haukssan, DV, Aknieyii
„Þetta var svolítið kropp í maí en
hefur dottið alveg niður að undan-
fömu,“ sagði Trausti Guðmundsson,
sjómaður ó Ólafsfirði, nýkominn að
landi. Að sjómannasið bauð hann upp
á neftóbak.
„Við höfiun verið ó netum en tökum
okkur frí eftir mánaðamótin. Þá verð-
ur netabann. Og ætli við notum ekki
friið til að dúlla í bátnum," sagði
Trausti.
Báturinn, sem hann er á, heitir Ár-
mann og er 22 tonn. „Við erum þrír
á, ég er víst vélstjóri." Og auðvitað
bauð kempan aftur í nefið.
Trausti Guðmundsson, sjómaður á
Ólafsfirði. Nýkominn að landi og
bankaði vel i dósina. Það er nauðsyn-
legt að fá sér í nefið eftir hvem túr.
DV-mynd JGH
Patreksfjörður:
Allt að því steindautt
„Blessuð vertu, þetta er ekkert og
hefur ekki verið neitt í surnar," sögðu
Kristinn Samsonarson og Smári
Gestsson, aðspurðir um aflann á grá-
sleppunni fyrir vestan.
„Þetta er allt að þvi steindautt -
mjög lélegt. Gæti verið um það bil einn
fjórði af því sem hefur veiðst áður
miðað við sama tima til dæmis í fyrra.
Þannig að tekjhmar eru ekki miklar
það sem af er vertíðar. Þó hjálpar tal-
svert að við verkum þetta sjálfir -
kemur ekki til móla að lóta kaupfélag-
ið hirða allan gróðann." -baj
„Einn fjórði miðað við síðasta ár.“ Kristinn Samsonarson og Smárl Gestsson
á Svani BA 19 frá Patreksfirði. DV-mynd baj
Bræðumir Guðfinnur og Eysteinn Aðalsteinssynir með „heimsins besta harð-
fisk“. Þeir verka fiskinn sjálfir, hengja hann upp, þurrka og berja. Sérlega
liflegir menn, Guðfinnur og Eysteinn. DV-mynd JGH
DV á Siglufírði:
Hengja og beija
Jcm G. Hauksscm, DV, Akureyii
„Við segjum heimsins besti harð-
fiskur og stöndum við það, enda eru
langflestir sammála okkur,“ sögðu
þeir bræður Eysteinn og Guðfinnur
Aðalsteinssynir, lítsglaðir menn og
eigendur Fiskbúðar Siglufjarðar.
„Við fáum fiskinn hjá bótunum hér
á Siglufirði og verkum hann sjálfir,
hengjum hann upp, þurrkum og berj-
um,“ sagði Eysteinn.
Fiskbúð Siglufjarðar hét í áratugi
Fiskbúð Jósa og Bödda og þeir lögðu
grunninn að versluninni eins og hún
er núna. Jóel og Bjöm fluttu suður.
En það er ekki aðeins hægt að fá
fisk í þessari fiskbúð, þar er líka selt
kjöt og meira að segja sígarettur. „Ég
ætla að fá fjóra sviðakjamma," sagði
enda einn viðskiptavinurinn þegar D V
var í búðinni.
DV í Hrisey:
Brekkan sá eini
með Galloway-naut
• •
• •
Viðar með vöðva. Þeir eru stórir, Galloway-vöðvarnir.
Jón G. Hauksson, DV, Akureyii
Veitingahúsið Brekkan í Hrísey
er eini veitingastaðurinn á Islandi
sem býður mönnum
Galloway-nautakjöt. Auðvitað,
Galloway-nautastöðin, tilraunastöð,
er i Hrísey. Ekki má flytja kjötið í
land.
„Þetta lítur mjög vel út hjá okkur
í sumar, ferðamenn streyma hing-
að,“ sagði Smári Traustason, eigandi
veitingastaðarins Brekkunnar.
„Það var fullt imi helgina og við
afgreiddum mat fyrir 170 manns og
í 95% tilvika fékk fólk sér nauta-
kjöt. Það er stefhan hjá flestum sem
koma hingað að fó sér naut.“
Brekkan hefur vínveitingaleyfi.
Boðið er bæði upp á hvítvín og rauð-
vín, auk sterkra tegund.
Og fyrir ferðamenn: Súpan er ó 100
krónur, nautasteikin ó 600 upp í 930
krónur, fiskréttir á bilinu 300 til 400
krónur, nema glóðaðir humarhalar
sem em á 650 krónur.
„Þetta er þriðja sumarið sem
Brekkan er starfrækt. Það var ekk-
ert athvarf fyrir ferðamenn hér óður,
þeir komust vart ó salemi og engan
mat var að fá nema í heimahúsum,"
sagði Smári.
A efri hæð Brekkunnar vom fjögur
2ja manna herbergi opnuð í vor.
Vistleg herbergi og kostar hvert
þeirra 1200 krónur ó sólarhring, eða
600 fyrir manninn.
„Það er algengast að ferðamenn
komi hingað með hódegisferjunni,
skoði sig um síðdegis og borði hér
hjá okkur um kvöldið,“ sagði Smári
Traustason í Hrísey.
Þau mata menn á Galloway-nautasteik í veitingahúsinu Brekkunni í Hri-
sey; Viðar Valdimarsson, kokkur (trá Akureyri og unnið á Varðborg, Sjallan-
um og viðar), Svala Jóhannsdóttir, Matthildur Sigurjónsdóttir og svo er það
eigandi Brekkunnar, Smári Traustason.
DV-myndir JGH