Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1986, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1986, Page 12
12 DV. FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1986. TIL SÖLU byggingakrani, steypumót og loftundirsláttur. Upplýs- ingar í síma 96-71633 á daginn og í síma 96-71147 og 96-71473 á kvöldin og um helgar. KENNARA VANTAR að Stóru-Vogaskóla, Vatnsleysustrandarhreppi. Með- al kennslugreina: eðlisfræði, líffræði og tungumála- kennsla (enska, þýska). I sveitarfélaginu eru um 650 íbúar og þaðan eru um 35 km til Reykjavíkur. Upplýsingar veita Hreiðar í síma 92-6520 og Einar í síma 92-6600. SKEIFUNNI5A, SIMI: 91-8 47 88 L LANDSVIRKJUN VINNUBÚÐIR TIL SÖLU Landsvirkjun áformar að selja, ef viðunandi tilboð fást, vinnubúðir við Búrfellsstöð. Um er að ræða eftirtalin hús: 4 íbúðarhús, stærð 100 m2 1 mötuneytishús, stærð 260 m2 1 íbúðarhús, stærð 50 m2 1 svefnskáli, stærð 260 m2 Dagana 4.-5. þessa mánaðar munu starfsmenn Lands- virkjunar sýna væntanlegum bjóðendum húsin frá kl. 10-18. Nánari upplýsingar veitir innkaupastjóri Landsvirkjunar. Tilboð þurfa að berast Landsvirkjun, innkaupadeild, Háaleitisbraut 68, 108 Reykjavík, eigi síðar en 8. þessa mánaðar. Að kröfu ýmissa lögmanna og innheimtumanns ríkis- sjóðs verða eftirtaldir lausafjármunir seldir á nauðung- aruppboði sem fram fer við Tollvörugeymslu Suðurnesja, Hafnargötu 90, Keflavík föstudaginn 11. júlí nk. kl. 16.00. Bifreiðarnar: Ö-93 Ö-266 Ö-283 Ö-343 Ö-405 Ö-1146 Ö-1356 Ö-1455 Ö-2384 Ö-3136 Ö-3217 Ö-3398 Ö-3699 Ö-3840 Ö-3556 0-3699 Ö-3997 C 3273 Ö-4016 Ö-4173 Ö-4586 Ö-4335 Ö-4603 Ö-4659 Ö-4738 Ö-4853 Ö-4890 Ö-5439 Ö-5615 Ö-6179 Ö-6240 Ö-6279 Ö-6704 Ö-9233 Ö-7012 Ö-7363 Ö-7380 Ö-7480 Ö-7551 Ö-8025 Ö-8095 Ö-8244 Ö-8266 Ö-8498 Ö-8515 Ö-8842 Ö-8905 Ö-9064 Ö-9086 Ö-9165 Ö-9125 R-46419 Z-2287 X-2582 TD-jarðýta, lyftarar, hjólaskófla, rækjupillunarvél, traktorsgrafa, sjónvarpstæki, hljómflutningstæki, stenslavél o.fl. Þá verður seldur að Hafnargötu 31 byggingarkrani, Kvöel KS-44, og í hraðfryfetihúsi Voga hf., Vogum, fiskvinnsluvél af Baader gerð. Uppboðsskilmálar liggja frammi á skrifstofunni. Bæjarfógetinn i Keflavik Neytendur Neytendur Neytendur Hér sést húshitari, vatnshitari, ísskápur, eldavélarhellur, vaskur og eldavél með bökunarofni. Allt viðurkenndar vörur í sumarfoústaði, en allt of oft gerist það að fólk notast við gastaeki inni í sumarbústöðum, sem ætluð eru til nota úti v'4 DV-mynd Óskar Öm Gastæki í sumarbústaðinn - það er ekki sama hvað notast er við Nú ættu ferðalög og útivist að vera farin að heltaka hug og hjarta fólks. Straumur fólks liggur í sumarbústað- ina eða tjaldferðalögin. Þá kemur að því að elda ofan í sig eins og vanalega en alls kyns tól og tæki, tilmatreiðslu á ferðalögum, er hægt að fá. „Gastæki" er samheiti yfir þau þótt notagildi þeirra sé æði misjafht. Allt of algengt er að fólk sem selur slík tæki bendi ekki væntanlegum kau- pendum á muninn á þessum tækjum eða viti hreinlega ekki hvað það er að selja. Um er að ræða háþrýsti- og lág- þrýstitæki. Háþrýstitækin eru sér- staklega ætluð til nota á útiferðalög- um, t.d. tjaldferðalögum. Þrýstingur þeirra er um 6 kíló og er því stór- hættulegt að nota þau inni í sumar- bústöðum en mikill misbrestur er á að þetta atriði sé brýnt fyrir sumar- bústaðaeigendum. Lágþiýstitæki, en þrýstingur þeirra er um 30 g, er það eina sem nota má í sumarhúsunum. Erlendis er algjörlega bannað að nota háþrýstitækin, „campingtækin", nema við rétt skilyrði, þ.e.a.s. úti við. Þar eru reglugerðir sem kveða á um þetta en hérlendis er öllu slíku ábóta- vant. Ef eitthvað fer úrskeiðis við notkun er eldhætta vitanlega margfalt meiri þegar notuð eru háþrýstitækin. Hvar fást gastækin? Nafta, Hyrjarhöfða 4, flytur inn og selur ýmis gastæki í sumarbústaði. Verslunin á gaseldavélar með bökun- arofhi í tveimur stærðum. Onnur kostar 26.863 kr. en hin 14.673 kr. Átta tegundir af gashellum eru til og er verðið frá 3.880 - 8.102 kr. Sambyggður vaskur við tvær eldunarhellur kostar 6.910 kr. Einnig eru til vaskar í lausu, þrjár tegundir, og er verðið frá 6.809 - 7.469 kr. Vatnshitarar eru til í tveim- ur stærðum, á 11.285 kr. og 18.084 kr. Húshitarar eru einnig til í tveimur stærðum og kosta þeir 7.360 kr. og 9. 593 kr. ísskápur, 60 lítra, kostar 21.980 kr. og 37 lítra kælikista 15.818 kr. Vegg- og loftljós eru til í ýmsum stærð- um og er verðið frá 2.448 - 3.099 kr. Þessar sumarbústaðavörur sem Nafita flytur inn eru seldar hjá versluninni að Hyijarhöfða 4, sem og í ýmsum verslunum um landið, einnig ætti eitt> hvað af þessum vörum að fást á bensínstöðvum Olís. Skeljungsverslunin Síðumúla 33 er einnig með ýmsar vörur i sumarbú- staði. Eldavél með bökunarofhi kostar 29.866 kr. Eldavélarhellur fást í sex stærðum og kosta þær frá 3.232 - 8.045 kr. Húshitari kostar 4.544 kr. en vatns- hitarar 3.610 og 3.893 kr. Vaskar fást í tveimur stærðum og kosta 11.569 og 31.600 kr. Gangi ykkur svo bara vel að hafa það huggulegt í sumarbústaðnum, en umfram allt gefið góðan gaum að því sem verið er að bjóða ykkur. -RóG. Banana- kaka Sigríður hringdi og gaf okkur uppskrift að köku sem tilvalið er að nota annars flokks banana í. Raunar þurfa bananamir i þessa köku nauðsynlega að vera mjög vel þroskaðir. Uppskriftin er þannig: 100 g smjörlíki 150 g sykur 2 egg 170 g hveiti 2 tsk. lyftiduft salt á hnífsoddi 3 hananar Hrært deig sem búið er til á hefðbundinn hátt, smjörlíkið hrært með sykri og eggjunum bætt út í o.s.ffv. Notið heldur lít- ið form því kakan er nokkuð blaut í sér. Sigríður sagðist oft tvöfalda uppskriftina og notar þá fjóra banana. Kakan er bökuð við 200 gráðu C hita í eina klst. -A.BJ. | U pplýsingaseðill i til samanburðar á heimiliskostnaði 1 Hvað kostar heimilishaldið? I Vinsamiega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- I andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. I I ! Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks i Kostnaður 1 jum 1986: i i______________________ Matur og hreinlætisvörur Annað kr. kr. Alls kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.