Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1986, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1986, Qupperneq 16
16 Spurningin Hefur þú gróðursett plöntur í sumar? Ágúst Þór Bragason garðyrkjumað- ur: Já, það held ég nú. Ég er búinn að gróðursetja allar hugsanlegar teg- undif í sumar. I Elín Hannesdóttir húsmóðir: Já, margar. Ég er með tvo garða, heima og við sumarbústaðinn, og það er nóg að gera í þeim. Árni Sigurbergsson flugmaður: Já, við hjónin hjálpumst að í garð- inum við að gróðursetja. Þóra Árnadóttir jarðeðlisfræðingur: Nei, ég hef ekki haft tíma til þess í sumar. Pétur Ágústsson nemi: Nei, ég bý í blokk og þar er ekkert gróðursett. Gunnar Gunnarsson garðyrkjumað- ur: Já, ég hef gróðursett mikið í sum- ar. Það fylgir starfinu. DV. FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1986. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Lánasjóður islenskra námsmanna. Kostulegur lánasjóður Námsmaður skrifar: Ein kostulegasta stofnun landsins (og eru þær þó margar skrautlegar til) er án efa Lánasjóður íslenskra náms- manna. Stjómun þessa fyrirtækis er alveg með ólíkindum. Eins og málin standa í dag þá tekur það vikur og mánuði að fá fyrirgreiðslu hjá sjóði þessum. Maður þarf að fara óteljandi ferðir og hringja jafnmörgum sinnum til að heija út þessar fáu krónur sem manni em ætlaðar sér til lífsviðurvær- is. Þessi lán fær maður með herkjum þó ljóst sé að maður borgi þetta að fullu til baka. Ég skil ekki þá stefnu í þessu þjóð- félagi að ætla að námsmenn séu einhver sérþjóðfélagshópur. Stað- reyndin er sú að í nútímaþjóðfélagi er menntun blátt áfram nauðsynleg. Það er því æskilegt að sem flestir mennti sig til að allir hafi það sem best. Og það er því út í hött að reyna að gera námsmönnum eins erfitt fyrir og hægt er. Það verður til þess að margir leggi einfaldlega ekki í að læra neitt af viti. Hjúkrunarfræðingar nauðsynlegir A.H. hjúkrunarfræðingur skrifar: Ég get ekki orða bundist yfir les- endabréfi fi-á S.J. í DV 1. júlí þar sem sagði að hj úkrunarfræðingar væm með öllu óþarfir á spítulum. Mér þætti fróðlegt að vita hvað þessi manneskja starfar og einnig hvort hún hefur einhvem tímann legið á spítala. Ég vildi ekki liggja á spítala þar sem enginn hjúkrunarfræðingur starfar, að sjúkraliðum ólöstuðum. Þeir em jaftmauðsynlegir og við. Hins vegar hafia sjúkraiiðar miklu minni menntun og það er ótal margt sem þeim er ekki leyfilegt að gera. Til dæmis mega þeir ekki gefa lyf, ekki sprauta, ekki skipta um umbúðir á sárum nema i einstaka tilfellum og þar fram eftur götunum. Ef S.J. er haldin þeirri ranghugmynd að læknar taki að sér að vinna þessi störf okkar þá skjátlast henni hra- pallega! Gerir þú þér grein fyrir því, S.J.. að þú ræðst á heila stétt á sví- virðilegan hátt? Ég hef sjaldan lesið grein sem lýs- ir eins mikilli heimsku og fáfræði. Sem hjúkrunarfræðingur hef ég starfað í 9 ár og veit því hvað hjúk- runarfræðingar em nauðsynlegir. Ég vona að S.J. eigi ekki eftir að leggjast inn á spítala þar sem enginn hjúkrunarfræðingur er. Það er úti- lokað að spítalar geti starfað án okkar. Ég skora á þig, S.J., að svara þessari grein og athuga vandlega rökin fyrir þínum málflutningi. Bjami Felixson, stjórnandi beinna knattspyrnuútsendinga i sjóvarpinu. Bravó, Bjami Ein um sjötugt skrifar: Mig langar að þakka honum Bjama Felixsyni kærlega fyrir all- ar útsendingamar í júní. Við hjónin sátum alltaf við sjónvarpið með bamabömunum okkar og horfðum á leikina. Auðvitað fannst mér leiðinlegt hvemig fór með Danina. Ég hélt með þeim, enda bjó ég í Danmörku í fimmtán ár. Ég held að fólk á öllum aldri og ekki síst margt eldra fólk hafi haft gaman af þessu sjónvarpsefni. Þessir leikir em spennandi og það veitir stundum ekki af að hressa upp á hversdagslíf okkar gamla fólksins. Kærar þakkir, Bjami, fyr- ir skemmtilegar stundir. Bravó, Bjami! Broshýr afgreiðslu stúlka Stefán skrifar: Ég var að lesa í DV um daginn að fólk væri ekki alltaf glaðlegt við af- greiðslustörf. Ég versla svo til daglega við kjötbúð á Laugaveginum. Þar af- greiðir kona sem hefúr starfað í versluninni í fjölda ára. Hún er alltaf tilbúin til að brosa og segja eitthvað létt við okkur gamla fólkið. Ég kann því vel þegar fólk hefur tima til að miðla af sj álfur sér. Það léttir skapið. Vald neytenda Guðrún hringdi: Ýmislegt forvitnilegt hefúr komið fram í verðkönnunum sem gerðar hafa verið að undanfómu. Munurinn milli hæsta og lægsta verðs, á nákvæmlega sömu vöm, er í mörgum tilfellum gíf- urlegur. Þetta komast kaupmenn upp með í skjóli þess að neytendur em ekki nægilega vakandi fyrir því verði sem sett er á viðkomandi vöm. Það þýðir lítið að gráta Bjöm bónda þegar skaðinn er skeður og einhver hefúr keypt eitthvað sem hann kemst síðar að raun um að hann hefði getað feng- ið ódýrara annars staðar. Þetta er nokkuð sem vill oft gleym- ast. Fólk rýkur upp til handa og fóta og heimtar að neytendasamtökin geri eitthvað í málunum. Það emm við neytendur sjálfir sem eigum að sjá um þessi mál. Verum ófeimin við að fara á milli verslanna og bera saman verð. Verum líka ófeimin við að láta í okkur heyra þegar verð er greinilega of hátt, hvort sem er við kaupmanninn sjálfan eða á opinberum vettfangi. Það þýðir ekki að sitja með skottið á milli lap- panna. Við eigum að stjóma þessum málum sjálf. Kaupmönnum er nefnilega ekkert um að vera sakaðir um okur. Þá finnst þeim betra að lúffa og lækka verðið. Neytendur: Látum ekki kaupmennina komast upp með að spenna verðbog- ann hátt. Þannig er hag okkar best borgið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.