Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1986, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1986, Qupperneq 32
DV. FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1986. Sviðsljós Sviðsljós Svið 44 Sviðsljós Sviðsljós Ólyginn sagði . . . söngkonan sem hertekið hefur toppsæti vinsældalist- anna víða um heim segist varla þola að skrifa eigin- handaráritanir. Hún segir það vera eyðslu á tíma, bæði hennar svo og safnaranna. Hún vill fyrir alla muni ekki vera trufluð af uppáþrengj- andi fólki þegar hún fer út að borða og neitar að gefa eiginhandaráritanir við slík tækifæri. Whitney Houston finnst þetta stefna í að verða stórvandamál og hefur mikl- ar áhyggjur af einkalífi sínu. Whitney Houston .i sá er lék m.a. einn af gárung- unum í hinum geysivinsælu sjónvarpsþáttum „MASH" virðist vera sá leikari sem amerískir sjónvarpsáhorf- endur sakna mest. Nýleg könnun staðfesti þetta og vildi obbi þátttakenda í könnuninni fá „MASH" aft- ur á skjáinn. Alda, sem lítið hefur sést á skjánum í nokk- ur ár, telur að fjarlægðin geri fjöllin blá og mennina mikla og þannig beri að túlka niðurstöðurnar. Nancy Reagan fékk sína fyrstu tilsögn í hinni göfugu sjálfsvarnar- íþrótt, karate, þegar hún heimsótti Martin Luther King-skólann í Washington. Forsetafrúin sýndi íþróttinni mikinn áhuga og fékk leyfi til að koma síðar, óopinber- lega. Segja kunnugir að hana langi mikið til að læra meira í þessari íþrótt og ekki síst til að hún geti talað við öryggisverði, þá er sífellt fylgja henni, á máli sem þeir skilja. Er velgengnin þess virði? Heimsmeistarakeppninni í knatt- spymu er nú lokið eftir um fjögurra vikna baráttu. Milljónir manna .fylgdust með þessari mestu íþrótta- keppni heims, áttu sín uppáhalds- lið, uppáhaldsleikmenn og jafnvel uppáhaldsdómara. Keppnin kost- aði bæði svita og tár og skammt var á milli gleði og sorgar. Nýjar stjörnur fæddust og aðrar brunnu út. Michael Platini er einn þeirra leikmanna sem við komum til með að minnast frá þessu heimsmeist- aramóti. Hann er stjarna franska liðsins, fyrirliði og mikill „karakt- er“. Franska liðið var eitt hið allra skemmtilegasta og átti miklum vinsældum að fagna og sjálfur er Platini hátt skrifaður af öllum sem á annað borð fylgjast'með bolta- sparki. Honum hefur gengið vel, er hátt launaður en samt sem áður veltir hann nú fyrir sér hvort vel- gengnin sé þess virði. Vill lifa í næði og ró Æðsta ósk Platinis er að fá að lifa í næði og ró í faðmi fjölskyld- unnar án þess að vera umkringdur lífvörðum eða vopnuðum lögreglu- mönnum. Hann dreymir um að kaupa lítinn veitingastað í suður- hluta Frakklands og vera bara réttur og sléttur Michael aftur. „Þá yrði ég eins og hver annar og hryðjuverkamenn myndu missa áhugann á mér. Ég er mikið að velta þvi fyrir mér að hætta knatt- spymuiðkun. Ég á nóg af pening- um en ég elska það að leika fótbolta," segir Platini sem varð 31 árs þann 21. júní síðastliðinn. Hann býr í úthverfi Torinoborgar Platini brosir sjaldan, óttinn nagar sálartetrið sí og æ. Platini ásamt konu sinni, Christéle. „Karlinn" hefur líka krafta í kögglum Allir kannast við kraftakarlinn Jón Pál Sigmarsson og varla er til sá maður hérlendis sem efast um afl hans. Jón Páll ,á þó ekki langt að sækja kraftana því faðir hans, Sig- mar Jónsson, hefur svo sannarlega líka krafta í kögglum. Um daginn átti Sigmar i baráttu við einn 20 punda lax og þó laxinn berðist um af öllum kröftum var Sigmari í lófa lagið að innbyrða þann stóra. Laxinn veiddist í Norðurá í Borgarfirði og er sá stærsti sem veiðst hefur það sem af er sumri. Víst er að sjálfur Jón Páll mætti hafa sig allan við ef hann ætti að standast „karlinum“ snúning við veiðamar. Hér hampar Sigmar fengnum hlut og gerir það með léttum leik. Mynd Bragi Jónsson. íþróttamiðstöðin í Laugar- dal tekin í notkun Hin glmsilefia nýbygging íþróttamiöstöðvarinnar. Nýlega var hinn nýja bygging íþróttamiðstöðvar ÍSÍ tekin í notkun og mun þetta nýja húsnæði vonandi reynast íslensku íþróttalífi lyfti- stöng. Á fyrstu hæð hússins eru gistiherbergi sem geta rúmað tæp- lega 30 manns og eru hugsuð fyrir íþróttahópa, innlenda jafnt sem er- lenda, er leið eiga um Reykjavík til æfinga eða keppni. Á annarri hæð em fundarsalir, kennsluherbergi og kaffitería fyrir 60 manns. Á þriðju hæð em svo skrifstofur ÍSÍ og Ólympíunefndar íslands. Húsnæði þetta kemur til með að bæta úr brýnni þörf, auk þess sem kaffiterían verður opin frá 8-13 og 16-21 og verða þar ýmsar veitingar á boðstól- um. Er ekki að efa að íþróttamenn og forystumenn íþróttafélaganna munu líta á hana sem kærkominn stað til að hittast á til skrafs og ráða- -gerða. ...... Margir Frakkar em alveg sann- færðir um eigið ágæti og myndug- leik. Segja sumir að engin þjóð sé framagjarnari en Frakkar og óframfæmi sé óþekkt hugtak með- al þeirra. Þessi trú styrktist til muna hjá þeim sem sáu Cyrille de Vignemont spyrja Mitterrand Frakklandsforseta spjömnum úr í sjönvarpi fyrir skömmu. Það væri kannski ekki í frásögur færandi að Mitterand kæmist í hann krappan ef fyrirspyrjandi hans hefði ekki verið 15 ára unglingur. Fljótlega eftir sjónvarpsþáttinn fékk Cyrille starf hjá ráðherranum Herve de Charette sem fer með málefni fjöl- miðla og almannatengsla. Fulltrúi fjölmiðlafyrirtækis einungis 12 ára. - Þegar Cyrille var 12 ára gamall fékk hann starf sem fulltrúi amer- ísks fjölmiðlafyrirtækis í Frakkl- andi. í því starfi átti hann mikilli velgengni að fagna og gerði meðal Á Cyrille eftir að velgja Mitterrand aftur undir uggum?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.