Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1986, Page 6
DV. LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1986.
50
Irskir þrælar báru sagnal
Andiés Eirikssan, DV, Dublin;
Gísli Sigurðsson heitir ungur mað-
ur sem undanfarin þrjú ár hefur
dvalið í Dublin við nám í íslensku
og fornírsku. Nýverið skilaði hann
frá sér lokaritgerð til M. Phil. gráðu
við University College, Dublin (U.C.
D.), sem íjallar um gelísk áhrif á
íslenskar fombókmenntir. Þar held-
ur hann því fram að sú list að segja
sögur hafi borist til íslands með írsk-
um og skoskum þrælum. Þar sem
menningararfurinn og uppruni þjóð-
arinnar hafa löngum verið helsta
hjartans mál allra Frónbúa, sem náð
hafa nokkru viti og þroska, þótti
fréttaritara ekki úr vegi að storma á
fund Gísla og krefja hann um sann-
leikann í málinu.
Gísli hefur um langt skeið verið
áberandi í starfi og leik fslendinga í
Dublin en þeir em helst til fáir. En
síðustu mánuði hefur svo borið við
að hann hefur lítið sést á mannamót-
um en þess í stað setið við fræðistörf
myrkranna á milli, jafnt helga daga
sem virka. Og þar eð hvorugur okkar
hafði litið inn á írska krá, sem orð
væri á gerandi, í háa herrans tíð þá
mæltum við okkur mót á einni slíkri.
Þar var margt um manninn, enda
föstudagskvöld og Dyflinnarbúar
mættir unnvörpum til að drekka sinn
Guinness eins og siður er í þessu
landi. Við létum heldur ekki segja
okkur það tvisvar, pöntuðum pintur
og tókum tal saman.
Ekki spurði ég Gísla hverra manna
hann væri en mér lék forvitr.i á að
vita hvað hann væri að vilja í fram-
haldsnám í íslensku hér í Dublin.
Er það ekki að fara yfir lækinn að
sækja vatnið?
íslensk fræði í Dublin
Gísli; Ekki endilega. Ekki ef menn
ætla að gera það sem ég hafði hugsað
mér, sem var að athuga fornírska
bókmenntahefð og bera hana saman
við íslenska. Það er einfaldlega ekki
hægt á íslandi. Hér í Dublin er líka
mjög gott íslenskt bókasafn, í U.C.D.
í aðalsafninu eru flestallir fom-
íslenskir textar sem gefnir hafa verið
út og í þjóðfræðadeildinni er mjög
gott safn um íslensk fræði, með ekki
einasta bækur heldur einnig sér-
prentaðar greinar varðandi það
verkefni sem ég hef verið að glíma
við. Þjóðffæðadeildin er með þeim
stærstu í heimi og á, að ég held,
stærsta handritasafh af flestum þjóð-
sögum og kvæðum í heiminum,
auðvitað á írsku. Varðandi það sem
ég hef verið að fást við er því ekki
hægt að hugsa sér betri stað.
Svo eru hérna mjög færir menn í
íslensku. Þar má nefna Bo Almqvist
og David Evans sem báðir námu á
íslandi. Bo Almquist er þar að auki
prófessor í írskum þjóðfræðum og því
var gott fyrir mig að hafa hann við
höndina.
- Hver er staða íslenskra fræða sem
námsgreinar hér í Dublin?
Gísli: íslensk fræði hafa verið
kennd hér talsvert í U.C.D. en stúd-
entar hins vegar látið á sér standa.
Mjög fáir írar hafa lært íslensku, ég
held að það hafi verið einn stúdent
í vetur og tveir í fyrra. En þetta er
fólk í byrjunarnámi sem heldur svo
ekki áfram, rannsakar ekkert og
notfærir sér því ekki þá aðstöðu sem
hér er. En það er full ástæða til að
hvetja íslendinga, sem áhuga hafa á
samanburðarrannsóknum, að koma
hingað.
- Hafa þeir gert það hingað til?
Gísli: Nei, ekki að læra íslensku,
það ég viti. Óskar Halldórsson sat
hér um tíma við rannsóknir. Davíð
Erlingsson, Helgi Guðmundsson og
Hermann Pálsson námu hér en þeir
voru mest að læra írsku, aðallega
nútímaírsku, sem er mjög frábrugðin
fomírsku. Hermann var auðvitað í
foma málinu líka.
Fornírskan ægilegt puð
- Þú lærðir sjálfur fomírsku sem
hluta af þínu námi. Nú hef ég heyrt
því fleygt að það sé ekki heiglum
hent að ná tökum á því máli.
Nú var ekki laust við að hrollur
færi um Gísla og hann fékk sér stór-
an sopa af Guinness: Æ, æ, æ, þetta
var ægilegt puð og mikill orðabóka-
lestur. Það er haft eftir lærðum
mönnum að þetta sé eina tungumálið
í heiminum þar sem ekki er hægt að
ætlast til að prófessor í málinu geti
þýtt reiprennandi texta sem hann
hefur ekki séð áður. Þegar ég var
að byrja tókum við eina setningu i
tíma og það tók mig fjórar klukku-
stundir að undirbúa hana. I síðasta
tímanum vorum við að fara í gegnum
kvæði eftir einsetumann. Þetta var
einhver fegurð um blómin og fuglana
og lesturinn gekk ákaflega hægt. Þá
varð mér hugsað til þess er ég settist
íyrst á skólabekk í vorskóla að læra
að lesa og fannst mér hafa farið ákaf-
lega lítið fram í lestri síðan þá. Ég
get ekki sagt að ég hafi neina umtals-
verða lestrarkunnáttu í fornírsku
eftir tveggja ára streð.
Það er fyrst og fremst flókið sagn-
kerfi og erfiðar beygingar sem gera
málið svona strembið. Beygingar eru
mjög samtvinnaðar og fornöfn beygð
inn í sagnirnar. T.d. er' setningin
„Hann gefur mér þetta“ eitt orð. Svo
er líka ríkjandi almenn óvissa um
málið. Þegar menn eru orðnir nógu
lærðir og eru að lesa fornírsku þá
ber þeim ekki saman um þýðingar á
einstaka orðum. Þetta á aðallega við
um kvæðin og er reyndar svipað og
með dróttkvæðin í íslensku.
- Þótt þú viljir gera sem minnst
úr kunnáttu þinni á þessu sviði má
þó ekki ætla að hún hafi komið þér
að notum við rannsóknir þínar?
Gísli: Jú, mikil ósköp. Ég held það
hafi verið nauðsynlegt að berjast í
gegnum fomírskunámið fyrst. Það
er oft talað um írsk áhrif í fornís-
lenskum bókmenntum en það hefur
staðið allri umræðu íyrir þrifum
hversu fáir íslenskufræðingar vita
eitthvað um fomírskar bókmenntir.
Og það eina sem hægt er að gera er
að koma hingað og kynna sér málið.
- Einmitt það sem Gísli gerði, og
hvað getur hann þá sagt okkur um
fomírskar bókmenntir?
Skáld og sagnamenn
í hávegum hafðir
Gísli: Það er talið að þær sögur,
sem hér voru festar á bókfell, hafi
verið skrifaðar á víkingatímanum,
jafnvel íyrr, flestar líklega á 8. og 9.
öld, þótt um það séu deildar meining-
ar. Þessar sögur virðast vera nokkuð
sama eðlis og þær sem gengu meðal
kelta á meginlandinu og rekja má
allar götur aftur til dága Sesars.
Þetta emhetjusögur, ákaflega litrík-
ar, fullar af stórum og sterkum
köppum, yfirnáttúrlegum hlutum,
göldrum og vitrum dýrum sem geta
talað. Þær búa yfir svipuðum anda
og Fomaldarsögur Norðurlanda.
Það er með þessar sögur eins og
íslenskar fomsögur að menn eru
ekki á einu máli um það hver séu
tengsl skrifaðra sagna og munnlegra.
frskar fomsögur eru reyndar oft
gagnrýndar íyrir að vera ekki nógu
góðar sem skrifaðar bókmenntir og
standa íslenskum sögum langt að
baki. Menn hafa gjaman haldið því
fram að þær séu meira uppskriftir
eftir munnlegum sögnum, þær byrja
oft mjög glæsilega með miklu orð-
skrúði en svo er eins og sá sem
skrifar gerist þreyttur á allri mælg-
inni og hlaupi hraðar yfir sögu.
Við ræðum nú drykklanga stund
um írskar fornsögur og Gísli segir
mér sögur af Cú Chulainn og fleiri
görpum en þær verða ekki hafðar
eftir hér. En aðalatriðið er, segir
Gísli, að þetta var list sem stunduð
var meðvitað í þjóðfélaginu og borin
■mikil virðing fyrir. Skáld og sagna-
menn nutu mikillar hylli og lögðu á
sig strangt nám. Og það er ekki vitað
um neitt sambærilegt meðal nor-
rænna þjóða nema íslendinga.
Grundvallarspurningln
- Síðan kemur þú hingað og ferð
að athuga áhrif þessarar írsku hefðar
á íslenskar bókmenntir.
Gísli: Já, eða öllu heldur gelísk
áhrif. Með gelísk á ég við bæði skosk
og írsk.
- Hver var kveikjan að þessum
pælingum þínum?
Gísli: Þetta er einfaldlega fyrsta
spurningin sem blasir við þegar mað-
ur fer að stúdera íslensk fræði. Af
hverju urðu þessar fínu bókmenntir
til á fslandi? Af hverju var bók-
menntahefð á íslandi svona miklu
sterkari en á hinum Norðurlöndun-
um? Mér fannst allt námsefni og öll
námskeið, sem boðið var upp á við
Háskóla íslands, ekki veita nein svör
við þessu. Ég var alltaf veikur fyrir
þeim skýringum sem gengu út frá þvi
að áhrif frá Bretlandseyjum hefðu
mótað íslenska menningu nægilega
mikið til að hún yrði allfrábrugðin
norskri.
Vtótal
viðGísla
isknsku-
fræðing
íDubin
Fornaldarsögur
í gelískum anda
- Hvemig birtast þessi áhrif og
hversu áþreifanleg eru þau?
Gísli: Það er reyndar mjög erfitt
að negla þau niður. Það hefur engin
heil írsk saga varðveist sem skrifuð
er á íslandi og engin írsk sagnahetja
birtist undir írsku nafni í íslenskri
sögu. Gelísk tökuorð, mannanöfn og
staðanöfn eru líka hverfandi í ís-
lensku. Það lítur auðvitað mjög
ógæfulega út fyrir þann sem ætlar
að rannsaka gelísk áhrif á íslenska
menningu að byrja með þessar stað-
reyndir í höndunum. En það má ekki
gleymast að eðli málsins er slíkt að
maður getur ekki ætlast til að fá upp
í hendurnar ótvíræðar sannanir.
Þegar farið er að skrifa sögur á ís-
landi hafa þær eflaust gengið í
munnmælum í einhverri mynd í
landinu í u.þ.b. 300 ár og tekið mikl-
um breytingum. Og ýmis alþjóðleg
minni flækja myndina og geta auð-
veldlega leitt mann á villigötur.
En hugmyndin er sú að andi Forn-
aldarsagna Norðurlanda líkist um
margt almennum einkennum írskra
sagna. í báðum tilfellum ræður hið
yfirnáttúrlega ríkjum. Ýmiss konar
trú á endurholdgun, sem tengist oft-
lega haugsetum, ferðir á ódáinsakur
þar sem Guðmundur á Glæsivöllum
ríkir, það að menn fari í fóstur til
begrisa eða yfirnáttúrlegra vætta,
allt á þetta sína samsvörun í írskum
sögum. Trú á álfa og huldufólk var
mjög svipuð á íslandi og á írlandi
gegnum aldirnar. Það hafa verið tínd
til ótal dæmi úr Fornaldarsögunum
sem svipar til írskra sagna og ógern-
ingur að þylja það allt upp hér.
Aldur Fornaldarsagna
- Fornaldarsögurnar eru yfirleitt
taldar vera ritaðar tiltölulega seint,
í lok 13. aldar og á þeirri 14., þ.e.a.s.
á eftir íslendingasögunum. Skýtur
ekki skökku við að þær sögur, sem
þú álítur undir sterkustum írskum
áhrifum, skuli hafa verið ritaðar
seinast því að eftir því sem tíminn
leið hlaut sambandið við írland að
dofha?
Gísli: Það er að vísu rétt að Forn-
aldarsögurnar eru almennt taldar
ritaðar þetta seint en það er líka álit-
ið að þær byggist á eldri munnlegum
sögum og í elstu heimildum, sem við
höfum fyrir því að sögur séu sagðar
á íslandi, í því margfræga Reykja-
hólabrúðkaupi 1119, er talað um
sögur í Fornaldarsögustíl. Og í Forn-
aldarsögunum er elsta sagnaefnið og
því held ég að það sé nokkuð tryggt
að gera ráð fyrir því að einhvers
konar sögur, líkar þeim Fornaldar-
sögum sem við höfum skrifaðar, hafi
verið sagðar á íslandi frá því land
byggðist.
Ég held líka að Fornaldarsögurnar
hafi ekkert endilega verið skrifaðar
jafnseint og menn vilja vera láta. Sú
skoðun byggist mest á ákveðinni
þróunarkenningu um íslenskar bók-
menntir á 13. öld, að þær hafi byrjað
í eins konar raunsæi en smám saman
hafi ímyndunaraflið fengið lausari
taum og það hafi gerst undir áhrifum
frá riddarasögum á meginlandinu,
einkum frönskum. Hið yfirnáttúr-
lega hefur verið notað sem mæli-
kvarði á aldur: því meira sem er af
yfirnáttúrlegu efni því yngri eiga
sögurnar að vera og þess vegna hafa
Fornaldarsögumar verið álitnar
yngstar. Ég held hins vegar að það
sé eðlilegra að reikna með því að hið
yfirnáttúrlega hafi alltaf verið til
staðar í landinu og sögur í þeim anda
við lýði jafnhliða öðrum. Sá bók-
menntasmekkur, sem þær endur-
spegla, hefur því alltaf verið til
staðar en kannski ekki komist á bók-
fell fyrr en seint á 13. öld. Ég sé ekki
neitt sem stutt getur þessa eilífu þró-
unarkenningu sem gefur sér það að
bókmenntasmekkur allrar þjóðar-
innar gangi í gegnum sömu breyting-
una á 13. öld.
Sámur hinn írski
- Okkur hefur að vonum orðið tíð-
rætt um Fornaldarsögumar. En hvað
um hinar eiginlegu íslendingasögur?
Eru Gunnar, Njáll, Egill og þeir fugl-
ar allir saman undir gelískum áhrif-
um?
Gísli: Þeir eru nú meira séríslensk-
ir. Hugmyndin er sú að sagnagerð
hafi þróast með eigin hætti á íslandi
og þeir félagar em hugsmíð íslend-
inga, sprottnir úr íslenskum jarð-
vegi. Þau eru afskaplega lítil, gelísku
áhrifin, sem hægt er að benda á í
þessum sögum. Samt hafa verið tínd
til einstaka dæmi. Til gamans má
geta þess að Sámur, hundur Gunnars
á Hlíðarenda, var írskur, gefinn af
Ólafi pá, sem sjálfur var hálfírskur.
Sámur var afskaplega vitur og góður
til vináttu, rétt eins og hundar em
gjarnan í írskum sögum.
Kjalnesingasaga og Laxdæla end-
urspegla að vísu nokkuð mikil gelísk
áhrif, enda báðar úr byggðarlögum
þar sem vitað er um Skota og íra á
meðal fyrstu landnámsmanna.
Baldur og Fergus
- í ritgerðinni fjallar þú m.a. um
írsk áhrif í norrænni goðafræði. Sem
leikmaður hefði maður haldið að
norræn goðafræði væri ábyggilega
norræn og engum blöðum um það
að fletta.
Gísli: Já, það held ég nú líka. Auð-
vitað er sjálf goðafræðin komin frá
Skandinavíu. 011 þessi goð, og hug-
myndafræðin á bak við þau, vorp
mótuð í Skandinavíu áður en ísland
byggðist. Hitt er annað mál að frá-
sagnirnar um goðin eru í formi'
einstakra sagna og ævintýra sem þau
lenda í og þessi sagnabanki er mjög
opinn fyrir breytingum og nýjum
sögum. Ég held að það gæti ekki
djúpra hugmyndafræðilegra áhrifa
frá hinum gelíska heimi í goðafræð-
inni en hins vegar má auðveldlega
benda á einstaka sagnir sem svipar
mjög til þess sem þekkist frá írlandi,
t.d. söguna um dauða Baldurs. Það
er til alveg sams konar írsk saga um
dauða Fergusar nokkurs sem fellur
fyrir spjóti blinds fóstbróður síns sem
plataður var til að henda því að hon-
um. Lík saga er til um Jesú Krist og
flækir það málið nokkuð. Ferð Þórs
til Útgarða-Loka á líka sína sam-
svörun í írskri fornsögu, eins. og oft
hefur verið bent á. Hugmyndir um
galdramátt höfða, t.d. höfuðs Mímis,
svipar mjög til þess sem var meðal
íra. Og Rígsþula, sem þykir nokkuð
einstök í Eddukvæðum, ber mjög
sterk gelísk einkenni.
Dróttkvæður háttur undir gel-
ískum áhrifum
- Hvað um Eddukvæðin
og dróttkvæðin?
Gísli: Eddukvæðin eru ekki undir
miklum gelískum áhrifum, að því er
séð verður. En dróttkvæðin eru eink-
ar áhugaverð í þessu sambandi. Það
voru fyrst bg fremst íslensk skáld
sem stunduðu þá list og höfðu með
henni ofan af fyrir sér í Skandinavíu
í margar aldir. Dróttkvæðin eru allt
öðruvísi en annar kveðskapur sem
þekktur er frá Norðurlöndunum eða
meðal germanskra þjóða. Þetta á
einkum við um bragarhætti sem hins
vegar sýna sterk líkindi við forn-
írska bragarhætti. Þess vegna hafa
oft komið fram tilgátur um að drótt-
kvæður háttur hafi orðið til vegna
írskra áhrífa.
Flest skáld af Vesturlandi
- Skáld á írlandi til forna gengu í
sérstaka skóla til að læra sína list.
Er hugsanlegt að eitthvað svipað
hafi verið uppi á teningnum á ís-
landi?
Gísli: Við vitum ekkert um form-
lega menntun skálda á íslandi. En
Snorra-Edda er auðvitað skrifuð sem
eins konar kennslubók sem bendir
til þess að það hafa verið ákveðnir
hlutir, goðsögur og þekking á brag-
arháttum sem menn urðu að kunna
og læra á meðvitaðan hátt til að
þykja gjaldgengir sem skáld. Þau
skáld, sem nefnd eru í heimildum,
virðast helst vera af ákveðnum ætt-
um og þau eru líka -íjölmennust í
vissum landshlutum, aðallega á
Vesturlandi, aftur á móti ákaflega fá
á Austurlandi. Hið sama gildir að
vissu leyti um sagnaritun. Það er
ekki nema eitt bindi af Austfirðinga-
sögum í Islenzkum fornritum. Við
þetta bætist að það fólk, sem við
þekkjum með nafni af gelískum
uppruna, virðist vera á svipuðum
slóðum og skáldin og bókmenntirnar
koma helst frá. Staðanöfn, sem talin
eru af gelískum rótum, kristnir land-
námsmenn sem getið er um, allt er
þetta mest á sömu slóðum. Því ber
þetta allt að sama brunni.
Þrælar sem skemmtikraftar
- Þessi síðustu orð Gísla leiða okk-
ur að þeirri spurningu hvernig hin
gelíska sagnahefð barst til landsins.
Kann Gísli svör við því?
Gísli: Ég held að leita verði svars
í uppruna íslenskrar þjóðar. Það er
margþvælt vandamál sem rætt hefur
verið aftur á bak og áfram. Það er
búið að telja aftur og aftur þau nöfn
landnámsmanna sem finnast í rituð-
um heimildum og þar eru afskaplega
fá gelísk nöfn. En í rituðum heimild-
um er auðvitað ekki unnt að leita
að neinu nema göfugum forfeðrum
en það er ekki þar með sagt að öll
þjóðin sé komin af konungakyni og