Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1986, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1986.
51
istina tíl íslands
engu öðru. Þræla er vitanlega að
engu getið í rituðum heimildum.
Flestir sagnfræðingar virðast samt
vera á því að þrælahald hafi verið
stundað á íslandi og þrælar verið
umtalsverður hluti þjóðarinnar.
Vafalítið hefur allur þorri þræla á
íslandi verið írar eða Skotar. írskir
annálar skrá miklar þrælatökur í lok
9. aldar og á 10. öld, einmitt á sama
tima og ísland er að byggjast. Það
virðist gerast á sama tíma að ísland
byggist og þrælasalan á írlandi
blossar upp. Og ef við gerum ráð fyr-
ir því að flestir, eða a.m.k. umtals-
verður hluti, gelískra landnáms-
manna hafí verið þrælar getum við
einnig skýrt það hvers vegna svo fá
gelísk mannanöfn og tökuorð eru í
íslensku. Heimildir geta þess að
þrælum hafi verið gefm norræn nöfn
af húsbændum sínum. Og fólki, sem
ekki fékk einu sinni að halda nöfnum
sínum, hefur varla liðist að tala sitt
eigið mál heldur orðið að tala mál
húsbænda sinna. Þrælamir hafa
heldur ekki komið með húsdýr með
sér eða aðrar eigur. Því er það alveg
út í hött að blanda saman uppruna
íslenskra húsdýra og íslenskrar þjóð-
ar, eins og Stefán Aðalsteinsson
hefur verið að gera. Þrælar koma
ekki með neitt nema sjálfa sig og þá
væntanlega einhverjar hugmyndir
um lífið og tilveruna sem þeir hafa
alist upp við á sínum heimaslóðum
og þær sögur sem þeir kunna þaðan.
Þar eð sagnaskemmtunin var svona
stór þáttur í þeirra lífi má ætla að
þeir hafi reynt að halda henni áfram
eftir að til íslands kom og jafnvel
verið hvattir til þess af húsbændum
sínum sem hafi notað þá sem eins
konar skemmtikrafta. Þannig var
lagður grunnurinn að sagnagerð á
Islandi og henni lyft upp á allt annað
stig en var i Noregi. Norðmenn áttu
auðvitað sínar þjóðsögur eins og
aðrar þjóðir. Þetta er bara á miklu
hærra plani á Islandi.
- Engin söguhetja í íslenskri forn-
sögu er írsk, er ekki svo?
Gísli: Ekki nema kannski Kormák-
ur í Kormákssögu.
- En tilgáta þín er að það hafi ver-
ið írskir menn sem sögðu írskar
sögur á íslandi. Hvers vegna eru
söguhetjurnar þá ekki írskar, a.m.k.
einhverjar?
Gísli: Ef þetta hefur gengið fyrir
sig á þann hátt sem ég sting upp á
er viðbúið að húsbændur hafi ekki
kært sig um að heyra þræla sína
mikla sig af eigin forfeðrum. Þeir
höfðu engan áhuga á að heyra um
afrek Ira eða Skota. Þeir hafa vafa-
laust lagt til norrænan efnivið sem
þrælarnir gátu svo unnið úr með
sinni gelísku sagnahefð. Þannig
1 sköpuðust prósasögur að gelískum
hætti úr skandinavísku sagnaefhi
sem var eflaust til, meira í kvæðum
en óbundnu máli, býst ég við.
Tenasl íslands við Orkneyjar
- A miðöldum voru sterk tengsl
milli íslands og Orkneyja. Má ekki
reikna með að lslendingar hafi kom-
ist í kynni við gelíska menningu þar?
Gísli: Jú, jú, Orkneyjar voru eflaust
mikilvægur tengiliður Islendinga við
gelíska sagnalist og örugglega eru
mörg minni í íslenskum sögum það-
an. Það má t.d. vel ímynda sér að
Rígsþula, Krákumál og Darraðarljóð
séu þaðan komin. Ég held samt að
samskipti við fjarlægar eyjar hefðu
aldrei nægt til að skapa þá sagna-
menningu sem varð til á Islandi.
Tengsl Orkneyja og Noregs voru líka
mikil en það gerði Norðmenn ekki
að sagnaþjóð. En tengslin við Orkn-
eyjar hafa eflaust styrkt og eflt þá
sagnamenningu sem fyrir var á ís-
landi.
Þras á þingi
skapar engar bókmenntir
- Það grundvallarvandamál, sem
þú ert að fást við, er hvers vegna
sögur með þessum hætti voru skrif-
lagt grunninn að sagnalist þar. Gall-
inn við þessa kenningu er sá að hún
skýrir ekki hvers vegna Noregur
varð ekki fyrir sams konar áhrifum.
Víkingar fóru líka til Noregs frá
Bretlandseyjum en það virðist ekki
hafa hvatt Norðmenn til dáða í
sagnagerð. Það var einkum á þessum
forsendum sem víkingasögukenning-
in var kveðin í kútinn. Síðan varð
þetta feimnismál meðal fræðimanna
og menn úthrópaðir sem miklir
grillufangarar ef þeir héldu fram ein-
hverjum umtalsverðum þætti Ira og
Skota í íslenskri menningu.
Kokkteilblandan
- Maður hefur einmitt heyrt á
máli miðaldafræðinga að talað er um
„keltista" sem einhverja sérvitringa
og rugludalla.
Gísli: Já, þessi stefiia fékk svona
ljótt orð á sig og var barin mjög
rækilega úr öllum norrænum fræð-
um. Enda má kannski segja að menn
í upphafi aldarinnar hafi verið ansi
glæfralegir og ályktað fullmikið út
frá litlum líkindum. Þeir gerðu líka
allt of lítið úr sérstöðu íslands í bók-
menntalegu tilliti, sem er mjög
mikilvægt atriði og má ekki gleym-
ast. Og eftir að þessar heildarkenn-
ingar höfðu allar verið léttvægar
fundnar þá var eins og þeir einstöku
fræðimenn, sem héldu áfram ströggl-
inu, legðu ekki út í neitt meira en
að benda á eitt og eitt dæmi um gal-
ísk áhrif héðan og þaðan. Það hefur
ijöldinn allur af greinum verið skrif-
aður um eitt einstakt minni, eina
sögu, eitt kvæði o.s.frv., en enginn
hefur viljað taka grundvallarspurn-
inguna, um upphaf íslenskrar
sagnagerðar, til endurskoðunar. Hið
opinbera mat hefur verið að sérís-
lenskar aðstæður hafi með einhverj-
um undarlegum hætti skapað
bókmenntirnar og það hefúr verið
látið gott heita.
Einar Ólafur Sveinsson lýsti ís-
lenskri menningu sem
kokkteilblöndu og vildi meina að það
framlag í drykkinn, sem kom frá
Bretlandseyjum, væri sá dropi sem
gaf blöndunni akkúrat rétta bragðið.
Þetta er það næsta sem hann virðist
komast í átt að heildarkenningu um
mikilvægi gelískra áhrifa fyrir upp-
runa íslenskra fornbókmennta.
Það sem ég geri er að draga saman
niðurstöður fjölmargra ffæðimanna
síðustu áratugina og byggja úr þeim
heildarmynd sem verður sú að bók-
menntahefð okkar Islendinga sé að
stórum hluta gelísk að uppruna.
Ástæðulaust að reiðast
- Þegar hér var komið sögu ákváð-
um við Gísli að þetta mál væri útrætt
í bili. Við töldum víst að margur al-
múgamaðurinn heima myndi gleðj-
ast við tíðindin, enda hefur landinn
löngum haft taugar til Ira og þóst
finna frændsemi í þeirra garð. Allt í
kringum okkur voru þessir „frænd-
ur“ okkar að panta síðasta Guin-
nessinn áður en barnum yrði lokað,
öldungis grunlausir um framlag for-
feðra sinna til íslenskrar menningar.
Við fórum að þeirra dæmi, fengum
okkur annan umgang og spjölluðum
dágóða stund um írsk og íslensk
málefni á víðum grunni. Þar var nú
ekki töluð nein vitleysan. Svo kom
að því að þessari krá var lokað eins
og öðrum krám og okkur var ekki
til setunnar boðið. Ég spurði Gísla
hvort hann vildi segja eitthvað spakt
að lokum.
Gísli: Ekki annað en það að mér
finnst ástæðulaust fyrir menn að
reiðast og taka það óstinnt upp þótt
gert sé ráð fyrir gelískum áhrifum í
íslenskum fornbókmenntum. Mér
finnst sjálfsagt mál að þau séu
allnokkur og þar sé komin eðlileg
skýring á tilkomu íslenskrar bók-
menntahefðar. En menn geta haldið
stillingu sinni og glaðst yfir því sem
• fyrr að þetta eru rammíslenskar hók-
menntir.
aðar á Islandi en ekki annars staðar,
t.d. í Noregi. Fræðimenn hafa oft
viljað leysa þetta mál með því að
benda á ýmsar séríslenskar aðstæð-
ur, pólitískar og jafnvel landfræði-
legar. Hvað finnst þér um slíkar
menntir, sem klerkar sköpuðu
eingöngu á sínum grunni, voru Heil-
agramannasögur, Biskupasögur og
Hómilíur, sem eru ágætar svo langt
sem þær ná en jafnast þó engan veg-
inn á við Islendingasögur og Fom-
og langlíklegustu skýringuna. En
menn mega heldur ekki gleyma því
að síðan þróaðist þessi sagnalist á
íslandi, fór sínar eigin leiðir og varð
séríslensk. Það er enginn að halda
öðru fram.
skýringar?
Gísli: Já, það hefur verið talað um
að það að hittast á Alþingi hafi skap-
að góðan jarðveg fyrir sagnalist og
gott ef langar vetramætur eiga ekki
að vera vænlegar til bókmenntaaf-
reka og líka það að íslendingar voru
landnámsþjóð sem vildi vita uppruna
sinn. En ég held að þetta komi klass-
ískri bókmenntasköpun ekkert við.
Það koma engar bókmenntir út úr
því þótt menn þrátti lengur eða
skemur á þingi. Og langar vetrar-
nætur hvetja menn ekkert endilega
til bókmenntaafreka. Það eru lengri
vetrarnætur í Norður-Noregi. Ég get
bara ekki séð að þessar y tri aðstæður
á íslandi komi því neitt við að menn
verði meistarar í því að segja sögur
og yrkja kvæði.
Aðrir halda því fram að íslenskar
sögur séu algerlega lærðar bók-
menntir klerka, samdar og skrifaðar
á 13. öld af mönnum sem voru vel
að sér í guðfræði og heimspeki síns
tíma. En það er auðsýnt að þær bók-
aldarsögur. Það skrifar enginn slíkar
bókmenntir nema hann standi á inn-
lendum sagnagruni. En hvernig
sambandi ritaða og munnlegra sagna
er háttað nákvæmlega get ég ekki
svarað.
- Enda ekki beinlínis viðfangsefni
þinna rannsókna.
Gísli: Nei. Ég er að fást við þá
spurningu hvernig sagnalistin harst
upphaflega til landsins. Við stöndum
frammi fyrir þeirri staðreynd að á
íslandi var allt annars konar menn-
ing en í Noregi hvað varðar sagna-
gerð. Á íslandi voru skrifaðar
bókmenntir sem voru allt öðruvísi,
miklu ríkari og betri en norskar bók-
menntir sem voru aðallega riddara-
sögur og helgisögur. Og þetta þarf
að skýra. Og nú vitum við að í þessu
tilliti var íslensk menning ekki
ósvipuð því sem var á írlandi. Og ef
hægt er að gera ráð fyrir því að all-
stór hópur fólks hafi komið frá
írlandi til íslands fáum við upp í
hendurnar mjög einfalda skýringu
Menn hafa verið úthrópaðir
sem grillufangarar
- I ritgerð þinni vitnar þú í marga
ágæta fræðimenn sem borið hafa
saman íslehskar og gelískar forn-
bókmenntir. Þar ber hæst Einar ólaf
Sveinsson. Þessum samanburðar-
rannsóknum virðist því hafa verið
sinnt töluvet. Samt sem áður hafa
menn í langan tíma ekki sett fram
neinar heildarkenningar um þessi
efni, líkt og þú ert að gera nú. Hvað
veldur þessu?
Gísli: Á fyrstu áratugum þessarar
aldar og í lok þeirrar síðustu settu
menn glaðir í bragði fram heildar-
kenningar um gelísk áhrif. Það var
hin svokallaða víkingasögukenning.
Samkvæmt henni áttu víkingar, sem
dvöldust á Bretlandseyjum, að hafa
kynnst sagnalist þar og borið hana
til íslands. Sögur af Fornaldarsagna-
kyni áttu að hafa orðið til á Bret-
landseyjum meðal víkinga, síðan
verið skrifaðar niður á íslandi og