Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1986, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1986, Page 10
54 DV. LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1986. Sálræn ævisaga Howard Hughes Andleg vandamál, höfaðáverkar og lyfjaneýsla breyttu snjöllum milljarðamæiingi í sjúka mannafælu Eftír Raymond D. Fowler Howard Robard Hughes fæddist 24. desember 1905. Hann lést 5. apríl 1976 um borð í einkaþotu sem var ó leið fró Acapulco í Mexikó til Hous- ton í Texasríki þar sem har.n var fæddur. Hughes, sem hafði hlotið heimsfrægð ó yngri órum, hafði brevst mjög með aldrinum og síðari hluta ævinnar forðaðist hann nóin kynni og vildi ekki ekki vera i sviðs- ljósinu. Eftir því sem minna var vitað um einkamál hans jukust sögusagnir. Sumir töldu að Hughes bæri búinn að vera látinn árum saman, aðrir héldu að hann stjórnaði enn fjár- málaveldinu sem hann átti cg enn aðrir voru sannfærðir um að hann væri sálsjúkur og hjálparvana og meira eða minna á valdi starfsmanna sinna. Áhugi lögfræóinga Lögfræðingar Hughes fengu mik- inn áhuga á andlegri heilsu hans eftir dauða hans vegna lögfræðilegra flækja sem þeir þurftu þá að leysa. Engin erfðaskró fannst þótt hann hefði skilið eftir sig miklar eignir og þar við bættist að margir töldu hann hafa verið andlega sjúkan. Andrews and Kirth, lögfræðifyrirtækið í Houston, sem lengi hafði gætt hags- muna Hughes á viðskiptasviðinu, þurfti því að fá eins nákvæmar upp- lýsingar um andlega heilsu hans og hægt var að afla. Það sneri sér því til Raymonds D. Fowler, þáverandi forseta sálfræðideildar Alabamahó- skóla, höfundar þessarar greinar. Var hann beðinn að gera sálfræðilegt yfirlit þar sem greint yrði frá and- legri heilsu Hughes frá vöggu til grafar. Þannig sá teiknari hann fyrir sér á siðustu árum ævi hans. . _ t jri Byggt er á mörgu Þegar slíkt yfirlit er gert er byggt á bréfum, hegðunarlýsingum, sam- tölum við vini og samstarfsmenn og margvíslegum gögnum sem koma við starfi og einkalífi. Áreiðanleiki yfir- litsins er því að miklu leyti kominn undir því hve mikilla gagna er hægt að afla um viðkomandi. Um Hughes var til afar mikið af gögnum, allt frá þvi hann var ungur og fram á hinstu stund. Nær öll skjöl, sem sögðu frá uppvexti hans, höfðu varðveist og á þeim árum er hann var kaupsýslu- maður og milljarðamæringur þó voru allar skipanir hans skráðar, skýrslur haldnar um símtöl hans og nær allt sem við kom starfi hans og einkalífi skráð. Lögfræðingar Hug- hes sóu til þess að hægt var að rannsaka þessi gögn og viðtöl feng- ust við fólk víða í Bandaríkjunum og einnig erlendis sem kynnst hafði þessum óvenjulega manni. Truflanir á sálarlífi í æsku Niðurstaðan af þessum rannsókn- um varð meðal annars sú að Hughes hefði allt frá því í æsku átt við erfið sálfræðileg vandamál að stríða sem hefðu svo orðið erfiðari viðfangs síð- ar á ævinni meðal annars vegna höfuðóverka og óhóflegrar lyfja- neyslu. Er talið að rannsóknirnar hafi sparað dánarbúinu milljónir dala. Howard Hughes Jr. var sonur glað- lynds og úthverfs föður sem var oft að heiman og hæglátrar konu sem beindi nær allri athygli sinni að einkabarni sínu. Móðirin, Allene, kallaði hann Sonny og hún hafði stöðugar áhyggjur af heilsufari hans. Tíu ára gamall fór hann í sumar-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.