Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1986, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1986, Side 16
60 DV. LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1986. Sérstæð sakamál - Sérstæð sakamál - Sérstæð sakamál Ólevstar sakam írsku krúnuskartgripirnir. Þegar haft er í huga hve margir aðilar taka oft þátt í því að leysa sakamálagátur kann að virðast einkennilegt að sökudólgarnir skuli stundum komast undan. Það gerist þó. Upp koma mál sem eru svo flókin að hvorki leynilögreglu- mönnum, vísindamönnum né öðrum tekst að finna lausnina. Hér á eftir verður greint frá nokkrum slíkum málum. Með sái eníheilumfótum í mars 1901 fannst Lavinia Farr- ar, sem var auðug kona á áttræðis- aldri, látin á eldhúsgólfinu á heimili sínu í Cambridge í Eng- landi. Nef hennar var brotið og á andlitinu voru áverkar. Hún var fullklædd og við hliðina á líkinu lá blóðugur hnífur. Þá voru einnig nokkrir blóðblettir á gólfinu skammt frá. Krufning leiddi í ljós að ungfrú Farrar hafði verið stungin í hjart- að. Lengra komust yfirvöldin ekki í rannsókn málsins. Þótt hníf- stunga væri á sjálfu líkinu fannst hvergi gat á fötum hennar og á þeim fannst hvergi blóð. Þá hafði hún ekki verið klædd í fötin, sem hún var í, eftir að hún hafði verið ráðin af dögum. Fullvíst var talið að ekki hefði verið um sjálfsmorð að ræða og sárið var þess eðlis að dauðann hlaut að hafa borið að samstundis. Konan hefði því ekki haft tíma til að þurrka fingraförin af hnífnum en á honum fundust engin fingra- för. Blóðið á hnífnum og á gólfinu reyndist vera úr sömu manneskj- unni en þegar betur var að gáð reyndist það ekki vera úr Laviniu Farrar. Það má því segja að þessi saga sé einkennilegri en nokkur sakamálasaga sem skrifuð hefur verið; reyndar má spyrja hvaða sakamálasagnahöfundur myndi þora að leggja fram svona flókna gátu - og geta svarað henni þannig að lausnin þætti koma til greina. Lokuð íbúð og horfinn morðingi Klukkan hálfellefu að morgni 9. mars 1929 heyrði frú Locklan Smith hróp og skothvelli úr bak- herbergi í húsi við Eystra 132. stræti í New York. Hún kallaði á lögregluna sem komst að því að hurðin að herberginu var læst að innan og þar að auki var slag- brandur fyrir henni. Loks var brugðið á það ráð að láta lítinn dreng síga inn um glugga, sem var of lítill til þess að fullorðinn gæti komist inn um hann. f herberginu fannst svo líkið af Isodore Fink sem rak þvottahús. Hann læsti oft að sér á nóttinni. Fink hafði verið skotinn þremur skotum. Tvær kúlnanna höfðu lent í brjóstinu á honum og ein í vinstri handleggnum. Engin byssa fannst hins vegar í herberginu og veskið hans, sem hafði að geyma talsvert af peningum, var á sínum stað. Þá var ósnertur peningakassi í her- berginu. í fyrstu hélt lögreglan að hann hefði verið skotinn inn um gluggann en brátt kom í ljós að það gat ekki hafa gerst því að púð- uragnir á líkinu bentu til þess að skotið hefði verið úr afar lítilli fjar- lægð. Þá fannst engin undankomu- leið önnur en glugginn sem var þó svo lítill að aðeins lítill drengur gat komist inn um hann. Er málið hafði verið til rannsóknar í tvö ár lýsti Edward P. Mulrooney, lög- reglustjóri í New York, því yfir að málið væri „hreinn leyndardóm- ur“. IRA gleymir aldrei Ekki er um að ræða óleystar morðgátur í öllum tilvikum. Sum furðulegustu málanna eru þjófnað- armál. Þannig gerðist það í júlí 1907 að írsku krúnuskartgripirnir hurfu úr Bedfordturni í Dublink- astala. Þama var um að ræða dýrmæta gripi, þar á meðal stjömu sem kennd var við heilagan Patrick og Vilhjálmur fjórði hafði gefið írsku þjóðinni á fjórða tugi nítj- ándu aldar. Gæsla gripanna hafði verið falin fjórum mönnum: Sir Arthur Vicars, Pierce Mahoney, frænda hans, Francis Bennett- Goldney og Francis Shackleton. 28. júní hafði Vicars komist að því að lykill hans að útidyrunum að turninum var horfinn. Er þvottakona, frú Farrell, kom að turninum 3. júlí komst hún að því að útidyrnar vom opnar. Er hún kom svo til vinnu á ný þremur dög- um síðar sá hún að dyrnar að öryggisgeymsluherberginu stóðu opnar. Síðar þann dag kom svo i ljós að peningaskápur þar inni var líka opinn. Þá kom í ljós að skart- gripirnir vom horfnir. Ljóst var að sá sem hafði tekið þá hafði ekki aðeins opnað dyrnar að öryggisgeymsluherberginu og peningaskápnum heldur staðið við hann í að minnsta kosti stundar- fjórðung. Þó átti aldrei neinh gæslumanna í tuminum að víkja ffá svo lengi. Játvarður konungur sjöundi krafðist þess að fjórmenningamir, sem bám ábyrgð á skartgripunum, segðu af sér. Vicars neitaði því en rannsóknamefnd, sem skipuð var, skipaði síðar svo fyrir að hann léti af embætti sínu. frsku krúnuskartgripimir hafa aldrei fundist en fjórmenninganna, sem skipaðir höfðu verið umsjónar- menn þeirra, biðu vissulega óvenjuleg örlög. Mahoney lést í veiðiferð. Bennett Goldney lést í bílslysi á meðan Schakleton sat í fangelsi fyrir að svíkja allt sparifé gamallar konu af henni. Þá fannst lík Sir Arthurs Vicars í garðinum heima hjá honum. Hafði hann ve- rið skotinn mörgum skotum og á líkinu hékk miði sem á stóð: „IRA (frski frelsisherinn) gleymir aldr- ei.“ Talsmenn IRA hafa hins vegar aldrei viðurkennt að hafa ráðið Vicars af dögum og harðneita því að frelsisherinn hafi verið viðrið- inn ránið á skartgripum krúnunn- ar. Einkennileghvörf Árið 1974 fékk lögreglan í Ih- dianapolis í Bandaríkjunum til Teikning af Dan Cooper sem rændi þotu Northwest Airlines.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.