Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1986, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986.
Fréttír
BHMR:
Engar samningaviðræður
ef til aðgerða kemur
„Við fengum þau svör að ríkið
hefði verið að heyra um hótanir
okkar um aðgerðir. Pjármálaráð-
herra sagði að ef við myndum grípa
til einhverra aðgerða eða sættum
okkur ekki við niðurstöður Kjara-
dóms yrði ekki um neinar viðræður
að ræða við okkur um tilhögun
samningsréttarins,“ sagði Þorsteinn
A. Jónsson, formaður launamála-
ráðs BHMR, i viðtali við DV í gær.
Forystumenn BHMR fóru á fund
fjármálaráðherra í gær og kynntu
viðhorf sín í launamálum og spurð-
ust fyrir um hvað stjómvöld ætluðu
sér í sambandi við samningsrétt há-
skólamenntaðra ríkisstarfsmanna.
„Við spurðum einnig um efadir
loforða stjómvalda um leiðréttingu
launa okkar miðað við aðra há-
skólamenn á almennum markaði.
Fjármálaráðherra svaraði því til að
hann væri ekki til viðræðu um
breytingar á niðurstöðum Kjara-
dóms. Það var helst á honum að
skilja að við værum þegar búnir að
fá þessa leiðréttingu," sagði Þor-
steinn.
Forystumenn BHMR gengu einnig
á fund Steingríms fyrr í vikunni.
Hann var einnig inntur eftir loforð-
um um leiðréttingu launa félags-
manna BHMR. Að sögn Þorsteins
kom fram að ráðherra taldi nauðsyn-
legt að leiðrétta launamun ríkis-
starfsmanna og hinna sem starfa á
frjálsum markaði, en sú leiðrétting
yrði að gerast í áföngum. Þá kom
fram að ráðherra telur kröfur
BHMR vera allt of miklar.
I gær var aðgerðanefhd BHMR
falið að hefja undirbúning á hópupp-
sögnum félagsmanna og kanna
möguleika á öðrum aðgerðum. Ósk-
að hefur verið eftir því að skýr svör
liggi fyrir af hálfu stjómvalda um
hvemig þau hugsi sér breytingar á
samningsrétti BHMR.
-APH
Bíll brann
á Hellis-
heiði
Eldur kviknaði í bíl á Hellisheiði
um sexleytið í gærmorgun. Bíl-
stjórinn var einn í bílnum og náði
að komast út áður en hann varð
alelda. Bíllinn var brunninn þegar
slökkvifið Hveragerðis og lögregl-
an á Selfossi komu á staðinn.
Ekkert slökkvitæki var í bílnum
sem var af Fíat Uno gerð. Hann
er talinn ónýtur.
-ÞJV
Ruglast
á Fálkum
Okkur varð á í messunni í gær
er við greindum fiá fyrirhuguðum
húsakaupum menntamálaráð-
herra. Ekki er rétt að ætlunin sé
að kaupa hæð í húsi Fálkáns við
Suöurlandsbraut. Það rétta í mál-
inu er að ráðherra hefúr í sigtinu
hús við Laugaveg þar sem Fálkinn
var áður til húsa.
Björg Barðadóttir á Vopnafiröi í gönguferð meö soninn, Viktor Heiðarsson, sem verður tveggja ára i september, og systursoninn, Barða Stefánsson,
fjögurra ára í ágúst. „Blómin fara beint í vasann," sagði Björg. DV-mynd JGH
„VinsældaskandaH
„Við Skriðjöklar erum rasandi út í jökla, afnýjustusmáskífuþeirra,kippt
rásina. Við erum sakaðir í beinni út>
sendingu um stórfelld svik í sambandi
við vinsældalistann. Það er algerlega
úr í hött. Lögin hafa einfaldlega feng-
ið mikla kynningu, bæði í blöðum og
útvarpi. Auk þess árituðum við plöt-
una fyrir rúmlega þúsund manns hér
fyrir norðan. Það eru vinnubrögð
þeirra sem stjóma listanum sem flokk-
ast undir vinsældaskandal. Við höfúm
ekki skipulagt neitt svindl,“ sagði
Ragnar Gunnarsson, söngvari Skrið-
jökla, í samtali við DV.
Á vinsældafista rásar 2 á fimmtu-
dagskvöldið var báðum lögum Skrið-
út af listanum. Sú skýring var gefin
af hálfu stjómenda listans að um
skipulagt svindl hefði verið að ræða.
Þessu neita Skriðjöklar alfarið.
„Við fengum ábendingu að norðan
um að reynt yrði að svindla. Við teljum
að það hafi verið gert,“ sagði Ásgeir
Tómasson, einn fjögurra stjómenda
vinsældalistans. „Það kom greinilega
fram „víðtækt afl“ sem breytti öllum
listanum. En hér standa fúllyrðingar
okkar gegn fullyrðingum Skriðjökla.
Málið verður tekið fyrir hér á rásinni
þegar Þorgeir Ástvaldsson kemur aft>
ur úr sumarfríi eftir helgi.“ -ÞJV
Hljómsveitin Skriðjökiar. Þeir félagar hafa verið gerðir útlægir af vinsældalista
rásar 2.
HerjóHsmenn Ivtt
kátir vegna Smyrils
Mikil samkeppni virðist vera í
uppsiglingu á sjóleiðinni milli lands
og Eyja fyiir þjóðhátíð Eyjamanna
helgina 1.-3. ágúst. Ferðaskrifstofa
Vestmannaeyja hefur tekið Smyril á
leigu og hyggst ferja fólk á þjóð-
hátíð en slíkt er bein samkeppni við
Herjólf hf. sem setið hefur einn að
þessari leið hingað til. Talsverðar
væringar virðast vera og eru menn
ekki á eitt sáttir. „Við teljum óeðli-
lega að þessu staðið, að ekki skuli
hafa verið haft samband við okkur
áður en ráðist var í framkvæmdir,"
segir Guðmundur Karlsson, stjóm-
arformaður Herjólfs hf. Ásmundur
Friðriksson, einn aðalhvatamaður
leigunnar á Smyrli, segir að leigan
hafi verið bráðnauðsynleg ráðstöf-
un. „Hér er um að ræða gífurlega
mikla flutningsþörf þar sem þjóð-
hátíðin virðist vera eina alvöru
útihátíðin um verslunarmannahelg-
ina. Fjöldi fólks hefúr sýnt hátíðinni
áhuga og hann hefur aukist stórlega
eftir að fólk frétti að við hefðum leigt
Smyril,“ sagði Ásmundur. „Það hef-
ur gerst áð fleiri hundruð manns
hafa verið skilin eftir í Þorlákshöfn
á föstudagskvöldinu. Herjólfúr tekur
aðeins um 360 manns í hverri ferð
og þeir ætla ekki nema tvær ferðir
yfir daginn. Það þýðir að 720 kom-
ast é dag og með flugi komast vart
mikið fleiri auk þess sem flugveður
er langt í frá tryggt,“ bætti Ásmund-
ur við.
Árviss viðburður héðan í frá
„Ég sit sjálfur í stjóm Herjólfs og
veit því að þörfin er meiri en það
skip annar. Þar að auki opnum við
nýjan markað sem er Austurland og
hugsanlega Færeyjar en þaðan legg-
ur Smyrill upp og kernur við á
Seyðisfirði. Á mánudeginum heldur
skipið aftur til Þórshafnar með við-
komu á Seyðisfirði og geta menn þá
komist til Færeyja á spottprís," sagði
Ásmundur. Hann bætti svo við að
héðan í frá yrði þessi leiga árviss
viðburður auk þess sem Færeyingar
heföu hug á frekara samstarfi við þá.
Hafa sagt upp öllum samn-
ingum
Herjólfúr hf. hefúr nú sagt upp
öllum samningum við ferðaskrifstof-
una. „Hún skuldaði okkur heilmikið
og þetta vom eldri skuldir líka.
Vegna skuldanna og vegna þessa
máls riftum við samkomulagi okkar
við þá,“ sagði Guðmundur Karlsson.
Ásmundur taldi hins vegar skulda-
talið vera einungis fyrirslátt.
„Skuldastaðan er ekkert öðmvísi en
venjulega og eLsta skuldin er frá því
í maí ef hún er þá orðin svo gömul.
Skuldimar em ekki aðalmálið, þeir
em óánægðir með að missa spón úr
sínum aski.“
JFJ