Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1986, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986.
3
pv Fréttir
íslenskur prestur í Svíþjóð:
Sæmdur
æðstu orðu
Rotaiy
Prá Gunnlaugi Jánssyni, DV, Lundú
Séra Cecil Haraldsson, sóknarprest-
ur í Burlöv í Svíþjóð, var nýlega
sæmdur æðstu orðu Rotary-hrejrfing-
arinnar er hann var gerður að Paul
Harris-félaga. Viðurkenningin er
kennd við Paul Harris, sto&ianda
hreyfingarinnar.
„Þetta kom mér alveg á óvart,“ sagði
séra Cecil í samtali við DV, aðspurður
um viðurkenninguna.
Séra Cecil hefur verið sóknarprestur
í Burlövsöfiiuði í útjaðri Malmö und-
anfarin ár, en flytur til íslands í haust.
Hann er guðfræðingur frá háskólan-
um í Lundi og var talsvert í fréttum
í vor þegar Alþingi sett lög til að gera
honum kleift að taka þátt í prestskosn-
ingum á íslandi. Gffðfræðideild
Háskóla íslands fjallaði síðan um mál
Cecils og komst að þeirri niðurstöðu
að hann yrði að gangast undir nokkur
próf til að geta starfað sem prestur í
íslensku þjóðkirkjunni. Þessi próf eru
m.a. íslensk kirkjusaga, kirkjuréttur
og helgisiðafræði.
-APH
Rannsókn í
Öxarfjarðar-
kreppi
Ríkissaksóknari hefur nú heimilað
sýslumanni Þingeyjarsýslu að ranns-
aka ákæru á hendur oddvita og
hreppsnefhd Öxarfjarðarhrepps.
Eins og greint var frá í fréttum DV
á dögunum hefur Lárus Birgisson,
bóndi á Birkilandi í Öxafjarðarhreppi,
kært oddvitann og hreppsnefndina
fyrir að hafa haft af sér bótagreiðslur.
Nemur upphæðin, sem hér um ræðir,
einni og hálfri milljón króna.
„Ríkissaksóknari hefúr falið mér að
leita frekari upplýsinga um þetta,“
sagði HaEdór Kristinsson sýslumaður.
„Ég hef falið ákvéðnum starfsmönnum
embættisins að rannsaka málið. Sú
rannsókn er nýhafin. Það er á þessu
stigi ekki hægt að segja hvenær niður-
stöðu er að vænta.“
-ÞJV
Nýnemum í
hjúkran
hefúrfækkað
úr 134
niður í 52
Árið 1984 hófú 134 nemar nám í
hjúkrunarfræði við Háskóla íslands. I
ár hafa aðeins 52 skráð sig til náms.
í ályktun frá félagi háskólamenntaðra
hjúkrunarfiræðinga segir að þessa þró-
un megi rekja til lágra launa og sé
ógun við heilbrigði landsmanna.
Á félagsfúndi félagsins var samþykkt
ályktun þar sem niðurstöður Kjara-
dóms eru fordæmdar. Krafist er fulls
samnings- og verkfallsréttar. Bent er
á að illa hafi gengið að manna stöður
hjúkrunarfræðinga vegna lélegra
launa. Ennfremur segir að ef heil-
brigðisstofiianir eigi áfram að vera
reknar af ríkinu verði launin að vera
eftirsóknarverð.
-APH
essss&w'*'
Á leiö til útlanda er gott aö vita af verslun íslensks Markaöar í flug-
höfninni í Keflavík. Þar er mikið vöruval, miðað við þarfir þeirra sem
eru aö byrja utanlandsferðina. Allskonar minjagripir, gjafavara og
efni til afþreyingar.
Ullar- og keramikvörur, margskonar landkynningarbækur, blöð og
tímarit.
íslensk matvara vekur líka síaukna athygli. Ostar og mjólkurvörur,
lax og fjölbreyttar fiskafurðir. Hangikjöt og annað lambakjöt. Frá-
gangur og pökkun á matvælum er eins og best verður á kosið. Þá er
íslenska sælgætið vinsælt erlendis.
Þetta er þægileg þjónusta, prófaðu bara næst þegar þú átt leið úr
landi. - Þú getur greitt í íslenskum krónum eða með krítarkorti.
ÍSUNSKUR MARKAÐUR
qa flughöfn
BU KEFLAVIK
Sími 92-2791