Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1986, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986. 11 Frjálslyndi flokkurinn Áhugamenn í pólitík hafa að und- anfómu rætt um þann möguleika að gengið verði til kosninga í haust. Gera má ráð fyrir að þessi hugmynd sé andvana fædd og ástæðulaust að fjölyrða frekar um hana. Hitt er fróð- legra að athuga hveijar voru ástæðumar fyrir þessari hugdettu. Annars vegar þykir sumum nauð- synlegt að kjósa áður en gengið verður til nýrra kjaraviðræðna, svo launasteínan verði ekki sprengd í pólitísku og ábyrgðarlausu mold- viðri. Talin er hætta á því að svokallaðir verkalýðsflokkar, Al- þýðuflokkur og Alþýðubandalag, sem báðir em utan stjómar, vilji fiska í gmggugu vatni og þvælast fyrir skynsamlegum kjarasamning- um, ef og þegar kosningar em á næsta leiti. Fyrir þetta mundi girt ef kosið verður í haust, áður en nú- gildandi kjarasamningar renna út um áramótin. Hin ástæðan er sú að nauðsynlegt er talið að losna við Framsóknar- flokkinn úr stjóm og mynda svokall- aða nýsköpunarstjóm Sjálfstæðis- flokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Þetta er draumur margra áhrifamanna í þessum þrem flokkum og fróðir menn segja að kjarasamningamir frá því í vetur hafi í raun verið aðdragandi slíkrar stjómarmyndunar. Það segir svo sina sögu um móral- inn á hinum pólitíska vettvangi að talsmenn þessara sjónarmiða óttast ábyrgðarleysi A-flokkanna ef kjara- samningar koma á undan kosning- um, en treysta þeim fyrir ríkisstjóm- arvöldum ef kosningar koma á undan kjarasamningum. I þessu felst auðvitað þversögn, sem er dæmigerð fyrir þankaganginn í pólitíkinni. Önnur þversögn er líka í þessum vangaveltum, sem er öllu broslegri. Grafalvarlegir menn í ýmsum flokk- um hafa haft á orði að lífsnauðsyn sé að gefa framsóknarmönnum fn. Framsóknarflokkurinn eigi ekki lengur erindi í ríkisstjóm. Hér er átt við að Framsókn sé afturhaldssamur flokkur og þeirra íhaldssamastur. Róttækar breytingar í byggðamál- um, landbúnaðarstefrm, hrossaka- upum hvers konar og stöðnuðu stjómkerfi geti sem sagt ekki orðið að veruleika meðan Framsóknar- flokkurinn haldi öllu í heljargreipum helmingaskiptareglunnar. Þá gleyma þessir góðu menn því að framsóknarmenn finnast í öllum flokkum ef talað er um framsóknar- Það er hins vegar mikill misskiln- ingur að sósíalismi svari kalli tímans. Ekki einu sinni þótt hann sé kallaður félagshyggja til að villa um fyrir fólki. Það er einfaldlega enn ein tímaskekkjan að halda að nýr sameinaður flokkur með vinstri slagsíðu sé svarið við sjálfheldu fiór- flokkanna. Hvað ætla mennimir að sameinast um: áætlunarbúskap, miðstýringu, þjóðnýtingu? Ætla þeir að sameinast um að ráðast gegn einkafyrirtækjum, fijálsri verslun, markaðslöginálum í viðskiptalífinu, sjálfseignarstefriunni í húsnæðis- málum eða spillingunni sem þeir sjálfir em á kafi í? Ætla þeir að sam- einast um úrsögn úr Nato eða brottfór hersins? Eða ætla þeir bara að sameinast um það að vera á móti Sjálfstæðisflokknum? Miðjustraumurinn þyngstur Nei, farvegurinn liggur ekki til vinstri. Hann felst ekki í því að draga kjósendur og hina ört vaxandi mið- stétt til einhverrar skilgreindrar félagshyggju sem atvinnumenn í póhtík búa til fyrir sjálfan sig. Straumurinn er allt annar. Með sæmilegri dómgreind og án nokkurra vísindalegra rannsókna má auðveldlega finna það út að meginþorri íslendinga hugsar afar líkt í pólitík. Hver er munurinn á hófeömum sjálfetæðismanni, greind- um framsóknarmanni, venjulegum krata eða manninum á götunni, sem getur ekki gert upp við sig fyrr en á síðustu stundu hvaða flokk hann á að kjósa? Sá einn að þeir krossa við mismunandi bókstafi í kjörklefan- um. Lífsviðhorfin eru meira eða minna þau sömu. Á þessu getur verið blæbrigða- munur í afetöðunni til einstakra, afinarkaðra mála, eins og gerist reyndar innan flokkanna sjálfra. En í heild sinni liggur meginstraumur- inn um miðjuna, eftir lygnunni. Án fordóma, sérvisku, harðlínu eða trú- arákafa. Upp til hópa eru íslending- ar fijálslynt og tiltölulega víðsýnt fólk, sem styður framtak einstakl- ingsins og samhjálpina jöfiium höndum, fylgir blönduðu hagkerfi í réttlátu velferðarþjóðfélagi. Þetta er það sem þjóðin vill. Hún hefur í rauninni engan áhuga á að skipta sér upp í flokka með mismunandi nöfnum, sem lifa sjálfa sig fyrir sögu- legan misskilning. Þjóðin vill gjaman sjá nýtt hreyfi- afl myndast í stjómmálunum, sem fylgir eftir þeim hræringum sem aug- ljósar em i samfélagi nútimans. 1 rauninni er flest á fleygiferð til fram- fara og framtíðar, nema náttröllin í pólitíkinni, fiórflokkamir. Samferða inn í framtíðina Ef menn vilja í alvöm koma stöðn- uðu flokkakerfi fyrir kattamef er aðeins ein leið fær. Hún er sú að sameina í nýjum flokki fólkið á miðj- unni, fólkið sem safnast fyrir tilvilj- im eða af gömlum vana til flokkanna fiögurra meðan annað er ekki í boði. Það er hægðarleikur að sameina þetta fólk í fijálslyndum miðju- flokki, sem höfðar jafnt til hægri og vinstri, án þess þó að eyða púðri á slík hugtök. Það yrði flokkur sem er laus við fortíð og hagsmuni í kerf- inu, flokkur sem getur gefið spilin upp á nýtt. Flokkur breiðrar fylking- ar launafólks og smáatvinnurek- enda, flokkur miðstéttar, flokkur nýrrar kynslóðar, sem blæs á henti- stefnur og öfgastefiiur og sækir sinn vaxtarbrodd i þjóðfélagið sjáift. Flokkur sem þyrfti í rauninni ekki að hafa annan tilgang en þann að losa stjómmálin úr sínum eigin álagafiötrum. Til að slíkur flokkur verði að vem- leika þurfa Alþýðuflokkur og Bandalag jafriaðarmanna að draga sig í hlé. Hann væri ákjósanleg út- gönguleið fyrir þá kjósendur Framsóknarflokksins, sem sjá ekki framtíð í Framsókn. Og hann yrði að hafa verulegt aðdráttarafl fyrir hefðbundna kjósendur Sjálfetæðis- flokksins. Frjálslyndur flokkur af þessu tagi er svarið við sjálfheldunni í pólitíkinni. Hann væri ekki rot- högg á flokkana á miðjunni því auðveldiega mætti skilgreina hann sem lýðræðislegan jafnaðarmanna- flokk. Hann yrði ekki ógnun fyrir Framsóknarflokkinn, sem hvort sem er sér sína sæng upp reidda sem smáflokkur á landsbyggðinni. Og hann væri stuðningur við sjálfetæð- isstefhu Sjálfetæðisflokksins að því leyti að hann mundi losa um stjóm- málahöftin, sem em ekki betri en önnur höft. Þeir einu sem sætu eftir með sárt ennið væri veshngs vinstra liðið, sem yrði þá sjálft að gera það upp við sig hvort það vill verða sam- ferða inn í framtíðina eða sitja uppi með sinn marxisma í sértrúarsöfnuð- um. Já, það er margt hægt að gera, ef menn bara vilja og þora - og nenna. Ellert B. Schram menn innan gæsalappa og ekki er að sjá að menn eins og Steingrímur eða Halldór Ásgrímsson séu verri framsóknarmenn heldur en hrossa- prangaramir í hinum flokkunum. Það eina sem gerist er í mesta lagi það að skipt er um hesta. Hrossa- kaupin dafha áfram. Stjórnmálahöft Ánnað er líka athyglisvert í sam- bandi við þessar umræður. Engu máli virðist skipta hvemig kosning- amar fara. Úrslitin eiga augsýnilega engu að breyta og engu að ráða um stjómarmunstur að kosningum loknum. Allt á þetta fyrirfram að ákveða, án tillits til atkvæðanna sem koma upp úr kjörkössunum. Það er reyndar ekkert nýtt. Margoft hafa stjómarmyndanir gengið þvert á þá strauma sem endurspeglast í kosn- ingaúrslitum og ennþá oftar hafa stjómmálamenn haft uppi opinberar tilraunir til að virða þau að vettugi. Feimnislausar ráðagerðir um nýtt stjómarmunstur eftir næstu kosn- ingar án tillits til kosningaúrslita eiga rætur að rekja til þeirrar stað- reyndar að fylgi gömlu flokkanna tekur yfirleitt ekki miklum breyting- um frá einum kosningum til annarra. Þetta em sveiflur á bilinu 3 til 5% og spuming um nokkur þingsæti til eða fiá. Svona hefur þetta verið kosningar eftir kosningar, áratug eftir áratug. Útkoman er sú að stjómmálamennimir fara sínu fram. Það em þeir sem ráða. Ekki kjósend- umir. Sömu sögu verður að segja af næstu kosningum og eftirleik þeirra. Valdahlutföllin breytast ekki. Né heldur valdabraskið. Það eina sem breytist er að flokkamir skáka sér til í stólunum, gefa hvor öðrum frí þegar þeir sjálfir þurfa á andlitslyft- ingu að halda. Þetta munstur þekkja allir og við- urkenna. Völd fiórflokkanna era allsráðandi. En að sama skapi þreytt og slitin. Þetta er nokkurs konar pólitísk haftastefha, stjómmálahöft sem þrúga bæði flokka og kjósend- ur, svo ekki sé minnst á þjóðlífið allt. Þrásetan verður að þrátefli, samtryggingin verður samdauna, valdakór.gamir verða ónæmir og óskeikulir eins og nýjustu dæmi sanna. Draumórar til vinstri Á öllum tímum hafa verið gerðar lagi jafnaðarmanna endist sennilega ekki lengra líf en til næstu kosninga. Að undanfömu hefur enn á ný sprottið upp hreyfing í þeim sama tilgangi að stokka upp flokkakerfið. Þar em á ferðinni Samtök félags- hyggjufólks sem dreymir um stóran og voldugan vinstri flokk eftir sam- einingu Alþýðubandalags, Alþýðu- flokks, Framsóknarflokks og leifanna af Bandalaginu. Þessi hug- mynd hefur verið kynnt í tímaritinu Þjóðlíf nýlega og sömuleiðis reifuð af Össuri Þjóðviljaritstjóra í frægu viðtali. Nú er það hárrétt hjá þessum hug- myndasmiðum að fiórflokkakerfið stendur þjóðfélaginu fyrir þrifum. Hér í þessum pistlum hefur marg- sinnis verið fiallað um þá tíma- skekkju, sem núverandi flokkakerfi er. Flokkar alþýðu og íhalds áttu erindi í stjómmálabaráttuna meðan stéttaskipting og ójafiiræði ríkti, þegar baráttan stóð um það hvort hér ætti að rísa sósíaliskt þjóðfélag eða borgaralegt. En sá tími er löngu liðinn og þjóðfélagið hefur tekið stakkaskiptum með nýjum áhersl- um, gildismati og pólitískum við- fangsefrium. Ellert B. Schram tilraunir til að bijóta þetta valda- munstur upp. Á sjötta áratugnum var það Þjóðvamarflokkur og Lýð- veldisflokkur, á sjöunda áratugnum komu Samtök fijálslyndra og vinstri manna til sögunnar og nú á níunda áratugnum hafa Bandalag jalnaðar- manna og Kvennalistinn haft erfiði en lítið erindi. Kvennaframboðið á sér litla vaxtarmöguleika og hefur heldur ekki hugsað sér þá. Banda-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.