Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1986, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986.
Frásögn
af
Hróars-
keldn-
hátíðínm
1986
Eric Clapton tekur nístandi sóló.
air tonight, á ansi áhrifaríkan hátt er
reis hæst er skallmundur stökk að sett-
inu á ný og tók hið öfluga trommusóló
lagsins. Eftir þennan útúrdúr svaraði
Clapton með skotheldri þrenningu,
Cocaine, Layla og loks Further on up
the road, og geta menn rétt ímyndað
sér stemmninguna sem þá hafði skap-
ast meðal áhorfenda: hvarvetna tekið
undir í viðlögum og fjarrænn glampinn
í | augum gömlu hippanna líður mér
sfeint úr minni. Clapton hefur verið við
upptökur á nýrri plötu með Collins
sem upptökumann og frammistaðan í
Hróarskeldu sannaði eftirminnilega
að hann er enn fær um að töfra ní-
standi fögur sóló úr Fendemum. - Það
voru því andlega fullnægðir tónleika-
gestir sem lögðust í regnvot tjöld, enda
ekki ónýtt að sjá og heyra snillinga á
horð við Clapton og Costello á einu
og sama kvöldinu.
Postular
Alla þrjá dagana hófst hljóðfæra-
sláttur um hádegi með leik lítt þekktra
sveita frá Norðurlöndum og Mið-
Evrópu og það var ekki fyrr en síðdegis
að „stóru“ nöfiiin kvöddu sér hljóðs. I
millitíðinni gafst því tími til að virða
fyrir sér æði fjölskrúðugt mannlífið á
svæðinu. Sölumennskan er allsráðandi
í þar til gerðum tjöldum en á óðmm
stöðum hafa hinir ýmsu hópar komið
sér fyrir: trúarhópar, kjamorkuand-
stæðingar, indverskir hugleiðslupáfar,
og boða fagnaðarerindi sín af óbilandi
sannfæringu. Múgurinn gengur giott-
andi á milli tjaldanna og virðir fyrir
sér spémennina líkt og í gönguferð um
sædýrasafnið: Nei, sko! Aðrir bölva
siálfum sér fyrir atburði næturinnar
og það að þeir skyldu vakna upp í
öðru tjaldi en þeir tóku með sér
(humm...). En vangaveltingi lýkur um
kl. 16.30 þegar „góðkunningjar okk-
ar,“ Madness, stíga á svið, áhorfendum
til óblandinnar ánægju. Undirritaður
telur sig fullnuma í Madness-fræðum
og tekur sér þess í stað stöðu í Græna
tjaldinu þar sem naggurinn Billy
Bragg er mættur með gítartvennd og
sósíalískan boðskap. Ókunnugum til
fróðleiks skal það nefht að Bragg er
trúbador sem hefur ýmislegt við stefnu
Thatcherstjórnarinnar að athuga og
er einn forvígismaður Red Wedge
hreyfingarinnar í Englandi en mark-
mið hennar er að vekja pólítíska
vitund ungs fólks í Bretlandi. Lög
Braggs eru hrá, einföld og sterk og það
dylst engum að textar hans em magn-
aðir. A new England, There is power
in the union og hið frábæra Between
the wars fengu mjög góðar viðtökur,
auk nýja lagsins, Levi stubbs tears, en
eitt magnaðasta atriði tónleikanna var
flutningur Braggs á laginu Chile you
waters mn red through Soweto, sem
fjallar um ástandið í Suður-Afríku.
Bragg kynnti lagið með þessum orðum:
Suður-Afi-íka er blóðvöllur okkar kyn-
slóðar. Það er mín skoðun að böm
okkar og bamaböm muni koma til
okkar í framtíðinni og spyrja: Vissirðu
hvað var að gerast í Suður-Afríku og
ef svo var, hvað gerðirðu í málinu?
Vegna þessa verðum við strax í dag
að segja: Burt með aðskilnaðarstefn-
una, frelsum Suður-Afríku.
Nýliðar
Laugardagurinn var dagur nýrokks-
ins og á eftir Bragg léku Red Guitars
frá Englandi melódískt þenkjandi rokk
en hljómsveit þessi hefiir sent frá sér
tvær breiðskífur, þar af þá seinni fyrir
nokkrum vikum. Um kvöldið áttu The
Cult að leika á stóra sviðinu en þeir
forfölluðust og bandaríska rokksveitin
Dream Syndicate hljóp í skarðið.
Af öðrum tíðindum laugardagsins er
helst að geta írsku hljómsveitarinnar
Blue in heaven sem kynnti lög af ann-
arri breiðskífu sinni, Explicit material,
en hún kemur á markað í þessari viku.
Þungt, kröftugt rokk og lífleg sviðs-
framkoma tryggðu frunum góða
einkunn. Þegar hér var komið sögu
vom tjaldbúðir manna orðnar ansi
reisulitlar eftir rúmlega sólarhrings
regnskúr og þótti bónda ekki sérlega
fysilegur kostur að leggjast þar til
svefiis. Borgaraleg siðavendni aftraði
manni þó frá því að æskja sér nætur-
gistingar í ókunnu meyjartjaldi og það
varð því úr að menn fengu inni í hrör-
legum blaðamannakofa og sváfu þar á
íjórum eldhúskollum - ekki kannski
helber himnasæla en allténd hlaðsíða
í ævisöguna.
Stórsveitin
Eftir hina hressilegu vætutíð bjóst
maður allt eins við því að lunginn af
tónleikagestum sæi sitt óvænna og
héldi aftur í siðmenninguna á sunnu-
degi, enda þegar búið að skjóta af
helstu kanónum hátíðarinnar. Sú var
þó ekki raunin, menn vildu greinilega
ekki missa af hressilegu skosku gítar-
rokki. Big Country var á dagskrá kl.
16.30 og því brá mörgum í brún
skömmu eftir hádegi þegar upphafs-
tónar hins öfluga Wonderland bámst
úr hátölumnum. Menn litu ,hver á
annan, blótuðu bjórdrykkjunni, sem
hefði eyðilagt allt tímaskyn, og þustu
í átt að sviðinu. En það var engin
ástæða til að óttast, piltamir vom
bara í „sound-check“, rúlluðu létt í
gegnum lagið og sögðu svo: Sjáumst á
eftir!
Big Country er hið fullkomna hljóm-
leikaband, kröftugt, líflegt á sviði og
síðast en ekki síst fær það ætíð áhorf-
endur til að taka þátt í gleðinni.
Efnisskráin byggðist jöfnum höndum
upp á lögum af breiðskífunum þremur:
Fields of fire, Just a shadow, Look
away, The Teacher, hið frábæra
Chance og „einkennislag okkar. Ég
vona að það hafi jafnsterk áhrif á ykk-
ur og okkur, In a big country." Hið
gullfallega lag, The storm, af fyrstu
plötunni var sérlega magnað á tónleik-
unum og sýndi fram á ótvíræða gítar-
hæfileika Stuart Adamson. Eftir u.þ.b.
17 lög yfirgaf Big Countiy sviðið en
félagamir vom snarlega klappaðir upp
og tóku þá rafinagnaða útgáfu á Sto-
nes-laginu Honky tonk women sem
hristi ærlega upp í liðinu. I kjölfarið
fylgdi Smokey Robinson lagið Tracks
off my tears en það hefur fylgt Big
Country frá fyrstu tíð. Aftur þakkaði
Big Country fyrir sig en lýðurinn var
nú orðinn óseðjandi og vinimir ák-
váðu að fresta kveðjustund enn um
sinn og renndu sér í þriggja laga syrpu
með Clash laginu Should I stay or
'should I go, Boy about town úr söng-
smiðju Jam og loks var endað á laginu
sem kom Big Country á framfæri: Fi-
elds of fire (i annað sinn á þessum
tónleikum!).
Mezzo vinsælir
FulltrÚEir íslarids á hátíðinni, Mezzo-
oforte, vom á dagskránni á Græna
sviðinu kl. 17.30 og hefði maður nú
kosið þeim betri stað i dagskránni því
Big Country var þama í miðjum klíð-
um á stóra sviðinu. Þegar undirritaður
kom til leiks var mikill íjöldi áhorf-
enda og stemmning fantagóð. Mez-
zomenn virkuðu afslappaðir og nutu
sin greinilega vel fyrir framan danska
áhorfendur en hljómsveitin nýtur mik- 4
nla vinsælda í Danmörku. Efiiisskráin
var vel þekkt og var bestur rómur
gerður að Garden party og This is the
night þar sem áhorfendur tóku vikan
þátt í flutningnum. íslenskar hljóm-
sveitir hafa nú komið fram í Hróar-
skeldu tvö síðastliðin ár (Kuklið lék
þar í fyrra) og hefur frábær frammi-
staða þeirra beggja vafalaust opnað
augu manna í bransanum fyrir ís-
lenskri popptónlist.
Ég ætla aftur!
Aðstandendur Hróarskelduhátíðar V
vom mjög ánægðir með framkvæmd-
ina í áir. Ahorfendur voru að meðaltali
55.000 á dag og beinn hagnaður af
hátíðinni um 10 milljónir ísl. króna.
Hátíðin fór vel fram að öllu leyti og
hvað veðrinu viðvíkur,“ ja, þetta var
bara svona venjulegt Hróarskelduveð-
ur.“
Skúli Helgason. ‘