Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1986, Blaðsíða 20
20
LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986.
Hvers konar maður er það sem lætur
fláráða flugu í höfðinu teyma sig yfir
land og sjó upp á þau býti að standa
upp á endann í heila þrjá daga í
ókunnu landi, lúbarinn af regni og
öðrum refsivöndum veðurguðanna?
Masókisti? Veðurfræðingur? Ó, nei,
betur ef satt væri, þvi slíkum mönnum
má fyrirgefa. Hér er við snaróðan pilt-
ung að eiga sem gengið hefur sjálf-
viljugur í ánauð tónlistargyðjunnar
og vill hvergi annars staðar vera. Sjálf-
skipaður þræll, það hlýtur að vera
auðvirðilegasta stig heimskunnar, því
hvað er það annað en heimska að
henda 15.000 krónum í flugmiða yfir
hafið til að sækja saurlífissamkundu
þar sem öllum helgustu hugsjónum
borgaralegs lífemis er gefið langt nef
og seiðkarlar lágmenningar dansa
hringdans undir hljómfalli djöflatón-
listar?
Góðir landsmenn! Hér á eftir fer
skýrsla þessa ógæfumanns. Látið hann
ekki kasta ryki í augu ykkar með
skrúðmælgi og fogrum lýsingum. Sið-
menningin er í veði.
Stærsta rokkhátið Evrópu
Hróarskelduhátíðin í Danmörku var
nú haldin í 15. skipti og hefur hróður
hennar vaxið að því marki að nú er
hún almennt viðurkennd sem stærsta
tónleikahátíð Evrópu. Hróarskelda er
lítil borg vestur af Kaupmannahöfn
og var allt til ársins 1972 einkum þekkt
fyrir að geyma jarðneskar leifar af
velflestum meðlimum hins danska
kóngaaðals gegnum aldir. En frá 1972
hefiir Hróarskelda tengst tápi og fjöri,
iðandi mannlífi og hágæðatónlist
samtímans. Kinks oe Family komu
fram á fyrstu hátíðinni en síðan hafa
fylgt í kjölfarið m.a. Procol Harum,
. Bob Marley, Santana, Talking Heads,
U2, Simple Minds, New Order og í
fyrra m.a. Clash, Cure, Leonard Cohen
og Style Council. í fyrra bar mest á
oddvitum pönksins og nýbylgjunnar
en í ár var um fjölbreyttari blöndu að
ræða þar sem m.a. gat að heyra í helsta
gítargoði sjöunda áratugarins, gáfu-
mannapoppara þess áttunda og eld-
heitum hugsjónamanni er notið hefur
vaxandi athygli síðustu misseri.
Tónlistarflutningur fer fram á þrem-
ur misstórum sviðum, Orange sviðinu,
sem er þeirra stærst, Græna sviðinu,
sem áður hét Ryþmatjaldið, og loks
Blóa sviðinu en þar er þjóðlagatónlist
gert hátt undir höfði. Auk þessa má
svo nefna 4 minni tjöld þar sem tónlist
er flutt og má af þessu sjá að það er
ekki fyrir óvélknúinn tvífætling að
meðtaka allt það sem athyglisvert ge-
rist ó hótíð sem þessari.
Frískur Sharkey
Formleg setningarathöfn var síð-
degis á föstudegi en kvöldið áður höfðu
danskir listamenn þjófstartað fyrir þá
forsjálu ferðamenn er mættir voru á
svæðið til að tryggja sér gæfuleg tjald-
stæði. Allur þorri hátíðargesta lét þó
sjá sig um miðjan föstudag með bak-
poka og tjald á öxlum og bjórkassa í
fanginu. Unglingar voru að sönnu í
miklum meirihluta, hvaðanæva úr
Evrópu, en fertugir jafnaldrar meist-
ara Claptons létu sig ekki muna um
að stíga upp úr skrifetofustólunum og
endurupplifa tónlist þess tíma er vafa-
laust hefur tengst hugsjónum um betri
heim, hugsjóniun er reyndust tálsýnir
einar, eða geymdust þær bara í skrif-
borðsskúffunni? írski gæðasöngvarinn
Feargal Sharkey, fyrnun meðlimur
nýbylgjusveitarinnar Undertones en
nú vinsæll sólópoppari, kom fram á
Græna sviðinu kl. 17.30 með fríðan
flokk sér til fulltingis. Efnisskráin
samanstóð af vinsælum lögum fyrstu
sólóplötu hans: A good heart, You
little thief, auk gamalkunnugra rokk-
laga, s.s. It’s all over now og Watch
that man sem David Bowie flutti á
plötu sinni, Aladdin sane, árið 1973.
Sharkey var feikifrískur ó sviði, flutn-
ingurinn kröftugur og samband við
áhorfendur mjög gott. Meðreiðar-
sveinar hans eru lítt þekktir en stóðu
vel fyrir sínu, einkum tvær holdugar
blökkukonur er sungu bakraddir.
Vatnadrengir slá í gegn
Waterboys, stórgóð rokksveit frá
Skotlandi, hóf leik á stóra sviðinu
meðan Sharkey lauk sér af og var þátt-
ur þeirra í einu og öllu frábær.
Waterboys njóta vaxandi virðingar á
heimaslóðum enda er tónlist þeirra
mjög gjöful þeim er á hlustar, hvort
sem litið er á tóna eða texta. Hljóm-
sveitin hefur starfað í rúm þrjú ár,
ævinlega undir handleiðslu Mike
Scott, söngvara, gítarleikara og aðal-
lagasmiðs sveitarinnar. Sú fimm
manna sveit, sem kom fram í Hróars-
keldu, hefur þá aðeins starfað saman
í örfáa mónuði en Scott er ekki í vafa
um að hann hafi fundið hina einu
sönnu Waterboys, þar sem allir starfa
að einu markmiði. Þessi afetaða endur-
speglaðist í frammistöðu Waterboys í
Hróarskeldu, spilamennskan heil-
steypt og leikgleði mikil sem smitaði
áhorfendur. Waterboys fluttu einkum
lög af nýjustu plötu sinni: This is the
sea en auk þeirra vöktu athygli nýja
lagið Fisherman’s blues (óútgefið) og
tvö Dylanlög, Maggie’s farm og Death
is not the end, en Dylan er eitt helsta
átrúnaðargoð Scotts. Hópunktur tón-
leikanna var þó er Waterboys fléttuðu
saman Patti Smith lagið Becouse the
night og eigið lag, The pan within, af
nýjustu plötunni í eina magnaða rokk-
útgáfu.
Kóngurinn kemur
Önnur helsta stjama hátíðarinnar,
Elvis Costello kom fram á Græna svið-
inu um kl. hálftíu og voru þessir
tónleikar þeir fyrstu er hann hélt með
hljómsveit sinni, The Attractions í
heila 18 mánuði. Costello kom mörgum
á óvart í Hróarskeldu því lítið var um
lög af nýjustu plötum hans. Megin-
hlutinn var hressileg popplög hans:
Red shoes, You belong to me, Pump
it up, Watching the detectives, Clu-
bland og hið öfluga Lipstick vogue.
Aðeins tvö lög voru af nýju plötunni,
Lovable og svo auðvitað Don’t let me
be misunderstood, sem féll í góðan
jarðveg. Nokkur ný lög flutu með og
tók ég einkum eftir sterku rokklagi
sem nefiidist Uncomplicated. Eftir tylft
laga kvaddi vinurinn en múgurinn
sleppti honum ekki lausum fyrr en
gamla einkennislagið hljómaði í tjald-
inu, Olivers army, og tjaldið nötraði.
Costello endaði svo hressilegt pró-
gramm á fríðarsöngnum,- What’s so
funny’bout peace love and understand-
ing?, og maður getur ekki annað en
furðað sig á því að þessi snillingur
skuli ekki löngu orðinn súperstjama,
heimalingur á toppum vinsældalist-
anna. Billy Bragg lét mörg fögur orð
falla um Costello á blaðEimannafundi
,daginn eftir og sagði m.a.: „Elvis Co-
.stello er hinn fullkomni „showman".
Hann setur efnisskrána saman af slíkri
natni og mannþekkingu að maður get-
ur ekki annað en dáðst að. Að mínu
viti er Costello besti lagasmiður sem
yrkir á enska tungu í dag.“
Guðdómiegt
Það kom mörgum á óvart að Co-
stello skyldi ekki leika á aðalsviðinu
en ástæðan var ofur einföld, þar var
fyrir annar kóngur með hirð sína, sjálf-
ur Eric Clapton og hljómsveit hans
sem samanstóð af þeim Phil Collins
(trommur), Greg Phillinganess (hljóm-
borð) og Nathan East (bassi). Clapton
réðst ekki á garðinn þar sem hann er
lægstur, opnunarlagið var Crossroads
og í kjölfarið fylgdi annað ódauðlegt
Cream-lag, White room, síðan After
midnight, I shot the sheriff og hið leið-
inlega viðeigandi Let it rain. Clapton
fór á kostum, dyggilega studdur af frá-
bærri hljómsveit, og sú líkamlega
þreyta, sem var afrakstur daglangrar
stöðu í mannþröng, gleymdist sem
armasta fánýti. Best þótti mér meistar-
anum takast upp í Badge, laginu sem
þeir sömdu saman, Clapton og George
Harrison. Flutningur Claptons á þessu
lagi var hreint himneskur og mögnuð
sviðslýsing undirstrikaði frábæran gít-
arleikinn.
í miðju prógrammi steig Clapton
skyndilega til hliðar og hleypti félög-
um sínum í sviðsljósið. Phillinganess
söng þá poppsmell sinn frá síðasta ári,
Behind the mask, og Collins tók sér
sæti á stólpa fyrir ofan trommusettið
oe söng þaðan sitt besta lag, In the,