Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1986, Qupperneq 8
Náttúrufegurð í Búlgaríu er mikil,
einkum eru skógamir fagrir, með
mörgum tegundum af trjám. Hver
blettur er ræktaður en mikil ávaxta-
og vínrækt er í landinu. Búlgaría er
rík af sól og jarðargróðri, loftið og
sjórinn er hreint. En götumyndin er
ekki jafnsólrík, almenningur með
þyngra yfirbragði en gengur og gerist
hér hjá okkur og bílamir em yfir-
mátta lítið skemmtilegir. Engir glæsi-
vagnar, ekkert nema gamlar Lödur,
Moskóvítar og Trabantar. Það var
dálítið spaugilegt að sjá löggumar,
þær vom á gömlum Moskóvítum.
Perla Svartahafsins
Ferðinni var heitið til staðar er nefh-
ist. Elenite og er við Svartahafið.
Haldið var frá Islandi með Flugleiðum
til Lúxemborgar og stigið þar um borð
í flugvél frá Balkanair. Eftir að hafa
verið á Saga farrými Flugleiðavélar-
innar vom þetta mikil viðbrigði en öll
þjónusta um borð var alúðleg. Fyrsti
áfangastaður okkar í Búlgaríu var
stórborgin Vama sem hefur verið
nefnd perla Svartahafsins en þaðan
er farið með áætlunarbíl til Elenite.
I hópnum vom ijórir blaðamenn og
ein ferðaskrifstofuhjón. Við vorum í
eins konar könnunarleiðangri, ætluð-
um að kynnast nýjum sumardvalar-
stað sem íslendingum er nú boðið upp
á, sem er Elenite.
Á flugvellinum tók á móti okkur
kona nokkur, sem var leiðsögumaður
okkar þann tíma sem við dvöldum í
Búlgaríu. Hún var jafnframt túlkur
okkar og hjálparhella og hét Kossy
Orthodoxova, en við kölluðum hana
Kossy. Hún galdraði okkur í gegnum
tollskoðun með einni setningu og
svaraði fýrirspumum okkar greiðlega.
Kossý er fulltrúi Balkantourist sem
er búlgarska ferðaskrifstofan, ríkis-
rekin eins og önnur fyrirtæki í
Búlgaríu.
Veðrið var mjög gott, hlýtt og sólsk-
in. Við vorum farin að þrá að komast
á leiðarenda enda höfðu allir þurft að
fara á fætur um miðja nótt til að ná
fluginu til Lúx. Við ókum nú sem leið
lá í áttina að Elenite, utan í The Balk-
an Range, eins og Kossý kallaði
Balkanfjallgarðinn sem Baíkanskagi
dregur nafn sitt af.
Við ókum í gegnum blómleg land-
búnaðarhémð, þar sem vin og ávaxta-
ekrur voru áberandi. Búlgaría er
sjálfri sér nóg með landbúnaðarvörur,
enda sauðfjárrækt mikil í landinu.
Búlgarir em duglegir að notfæra sér
hinar ýmsu sauðfjárafurðir. Hvíti ost-
urinn, sem borinn er fram með flestum
máltíðum, er búinn til úr kindamjólk.
Finnsk hönnun
Sumardvalarstaðurinn Elenite er
alveg glænýr af nálinni. Þetta er ann-
að sumarið sem hann er starfræktur.
Búlgarar hafa á undanfömum árum
verið að byggja upp aðstöðuna til þess
að taka á móti ferðamönnum. Þeir sjá
í þeim möguleika á að auka við gjald-
eyrisöflun sína. Til baðstaðanna í
grennd við Elenite er nefnist Sunny
Beach koma árlega 600 þúsund ferða-
menn. Þar af em fjölmargir ferðamenn
frá Svíþjóð, Finnlandi og Bretlandi. Á
sl. ári komu þrjátíu íslendingar til
Sunny Beach. Þetta kom fram á blaða-
mannafundi sem haldinn var með
aðalforstjóra Balkantoiuist, Jani Ni-
kolov. Þar kom einnig fram að 70%
hótela í landinu em á strönd Svarta
hafsins.
Það vom Finnar sem hönnuðu og
byggðu sumardvalarstaðinn Elenite.
Búlgarar hafa gert nokkuð að því að
fa öðrum þjóðum í hendur það verk-
efni að reisa hótel og sumardvalar-
staði. Það em þá þjóðir sem eiga
greiðari aðgang að lánsfé en þeir sjálf-
ir.
Þama em svokallaðar stúdíóíbúðir
í eins konar raðhúsum. Hver íbúð
hefur sér inngang og annaðhvort eigin
verönd eða svalir. Ibúðimar em allar
með kæliskáp og eldunarplötu, rúm-
góðu herbergi með ágætu rúmi. Hægt
er að búa um þriðja aðila í íbúðinni
án fyrirhafnar. Húsgögnin em einfold,
líkust því að þau væm keypt hjá
IKEA.
Hægt er að leigja sjónvarpstæki fyr-
ir einn dollara á dag, en við vitum
ekki hvemig sjónvarpsdagskráin er í
Búlgaríu, nema hyað þar em sýndar
vestrænar myndir með búlgörskum
texta.
Rúmgóð strönd
Eftir að allir höfðu komið sér fyrir
var safnast saman í veitingasal hótels-
ins eða þjónustumiðstövðarinnar í
Elenite. Þar var borinn fram veislu-
matur eins og raunar alla dagana sem
við vorum_í landinu. Var það jafnvel
svo að ýmsum þótti nóg um allar mál-
tíðimar.
Daginn eftir skoðuðum við baðað-
stöðuna. Sjórinn er hreinn og sömu-
leiðis ströndin.
Eitt af séreinkennum Svartahafsins
er að þar gætir ekki flóðs eða fjöm.
Hafið er líka minna salt en gengur og
gerist um úthöf og öldumar því „létt-
ari“ en í saltari sjó. En auðvitað er
Svartahafið ekki svart frekar en
Rauðahafið er rautt.
Svartahafið fékk nafh sitt í árdaga.
Þá var sú þjóð sem settist að þar sem
nú er Búlgaría ekki sæfarendur og var
meinilla við hafið. Þeir áttu ekki nógu
góð skip til þess að sigla á hafinu og
kunnu ekki að notfæra sér fiskinn sem
þar var að fá. Þess vegna kölluðu þeir
hafið Svartahafið, - svart var eitthvað
sem var slæmt.
Þótt þjóðimar við Svartahafið hafi
síðar lært að notfæra sér afurðir þess
og einnig að notfæra sér hafið sem
samgönguleið var nafninu ekki breytt.
Fyrir þá sem ekki vilja baða sig í
sjálfu hafinu á Elenite er þar sundlaug
sem fyllt er með sjó. Mjög góð aðstaða
er þama til hvers konar heilsubótar
og líkamsræktar. Þama er hægt að
fara á sjóskíði, sigla og svífa um loftin
blá í fallhlíf o.fl.
Staðurinn virðist sérlega heppilegur
Baðstrendurnar eru mjög hreinar og gróði