Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1986, Side 9
Tímaritlyriralla
VERÐ KR. 175!
7. HEFTI
Skop........................
Hryggilegur sanuleikur
um heilsuíar unglinge......
Spetsnas:
Sérbúin árásarsveit Sovet..
Mislukkað {allhlííarstökk..
Sex hindurvitni seiti
eyðileggjahjónabandið.....
Unaðssemdir
móðurhlutverksins.........
, Geislavirkni:
l Nýfundin hætta í sígar ettum
S Hugsuníorðum..............
I Nýiaruppfinningar
I - misjafnlega gagnlegar...
1 Bíddu nú aðeins við!......
I Dægradvölfyrir
I bömáferðalagi...........'
| Mismunandikynþörf.......5
I Úrvalsljóð.............
| Völundarhús...........56
I Fellibylur...........57 ,
I Efþúlendiríflugráni..73 /
I ]onniogdraugurinn .76 / ,
Sexhindurvitml
sexn eyðileggjai
hiónabanaiðl
1 Bls. 25
\ Unaðssemdir
\ móðurhlut-
Bis.29!
Dægradvöl
v fyrirböm'
Xáferöalagi
\ Bls. 48
VikinguráSuður-
Atlantshafi......
Athyglisverð
lítilsöfn......S
Litli og stóri ....9*
rtahafsins
er borgin upphaflega frá 1. og 2. öld og
a.
jrinn alveg einstaklega fallegur.
inni, þetta er annað sumarið sem þar er
fyrir ung böm og jafhan mikið gert
daglega krökkunum til dægrastytting-
ar. Meðfram ströndinni eru ýmsir
staðir sem hægur vandi er að komast
á. Þama vom ýms tæki, rennibrautir
og fleiri tæki sérstaklega ætluð fyrir
böm. Farið var í leiki með bömunum
og verðlaun veitt.
Nefna má t.d. Robinson Krúsó sem
er strákofastaður á ströndinni þar sem
í gangi er skemmtidagskrá allan dag-
inn. A morgnana hjálpa baðstrandar-
gestir við að draga í land fiskinet
sjómannanna. Ekki var aflinn mikill
þegar við sáum til því aðeins einn fisk-
ur var í netinu og hann var á stærð
við löngutöng.
En þama var borinn fram fiskur úr
■Svartahafinu. Þeir hjá Robinson
Krúsó buðu t.d. upp á glóðaðan fisk
sem menn létu vel yfir.
Á glóandi kolum
A veitingastöðunum er boðið upp á
„lifandi1' tónlist, bæði þjóðlega búlg-
arska og einnig vestræna dægurmús^
ík.
Á einum veitingastaðnum, sem var
að miklu leyti undir berum himni, var
boðið upp á allsérstætt skemmtiatriði.
Tveir menn dönsuðu berfættir á gló-
andi viðarkolum. Ekki var annað að
sjá en mennimir slyppu algerlega við
bmnasár en hitann lagði frá glóandi
kolunum þar sem gestimir sátu rétt
við.
Kossý gaf okkur þá skýringu að
þetta væri mögulegt fyrir einhvers
konar sálfræðilegar tilverkanir en það
var óskiljanlegt hvemig mennimir
gátu gert þetta.
Heilsubót og endurhæfing
í Búlgaríu er að finna mjög full-
komna heilsubótarstaði þar sem £á
má endurhæfingu vegna hvers konar
sjúkdóma. Ekki síst fá menn bót meina
í stoð- og taugakerfi. Boðið er upp á
heit böð, lækningameðferð með hljóð-
bylgjum, nudd, svæðanudd og nálast-
unguaðferð, vatnsmeðferð með heitu
ölkelduvatni og heitu lindarvatni sem
er ríkt af hvers konar steinefiium.
Einnig em búnir til heilsubótardrykk-
ir úr þessu steinefharíka vatni og þá
einnig bætt um betur með alls kyns
jurtum.
Heilsubótar- og endurhæfingarstað-
imir em m.a. í glænýju og glæsilegu
hóteli í Sandansky. Það er ekki langt
frá höfuðborginni Sofíu og skammt fiá
grísku landamæmnum.
Svipaða aðstöðu er einnig boðið upp
á í Grand Hótel sem er fimm stjömu
hótel í Vama þar sem við gistum í
tvær nætur.
Þar er mjög góð aðstaða fyrir
íþróttamenn til æfinga og er hægt að
stunda nánast hvaða íþróttagrein sem
er. M.a.s. er þama fótboltavöllur til
afnota fyrir gesti hótelsins og rúmar
áhorfendastúkan þrjú þúsund manns
í sæti.
1 viðtali við forstjóra Grand Hótel
Vama kom fram að þama koma hópar
íþróttamanna til æfinga, bæði inn-
lendir og erlendir. Nefhdi hann að
þama væri tilvalin aðstaða fyrir
landslið að dvelja saman við æfingar.
Við getum fullyrt að enginn verður
svikinn af aðstöðunni sem þama er
að finna.
Götumyndin í Vama, fyrir utan
gróðurinn, er ekki ólík því sem maður
hefur séð á myndum frá Reykjavík
fyrir nokkrum tugum ára.
En inni á Grand Hótel Varna var
allt með öðrum brag. Þar er flest með
vestrænu yfirbragði. Herbergin em
stór, tvö rúm í hverju herbergi og
myndi heil vísitölufjölskylda rúmast í
hvom rúmi. Boðið var upp á fjöl-
brey.ttan matseðil með ýmsum góðum
réttum. Það sem vakti einna mesta
athygli gestanna í þessum hóp var
sérstakur ábætisréttur, ís sem hjúpað-
ur var marengs. Marengsið var „bak-
að“ með glóandi koníaki af mikilli
snilld framreiðslumannanna og við
mikinn fógnuð gesta. Undir borðum
var leikin hljómhst á fiðlu og píanó
áf mikilli leikni.
Dollarabúðir
í Búlgaríu er að finna sérstakar
verslanir fyrir þá sem eiga erlendan
gjaldeyri, svokallaðar dollarabúðir.
Þær em víða, t.d. í gestamóttökunni
á Elenite og mjög stór verslun í Grand
Hótel Vama. Þetta em nánast fríhafh-
arverslanir þar sem hægt er að kaupa
ýmsan varning, m.a. tóbak, áfengi,
snyrtivörur og sælgæti fyrir dollara.
Nessebar sem er í hálftíma aksturs-
fjarlægð frá Elenite er ævafom borg,
allt frá 1. og 2. öld. Borgin er í tveim-
ur hlutum, í nýja hlutanum em 5
þúsund íbúar en 3 þúsund í þeim
gamla. Sá hluti borgarinnar er undir
sérstakri vemd Sameinuðu þjóðanna
og þar má ekki byggja neitt nema í
samræmi við hina fomu götumynd.
I Nessebar andar mannkynssagan á
móti manni. Þar er m.a. hægt að skoða
mjög gamlar kirkjur, tíu talsins en
þegar þessi borg var og hét vom í
henni fjörutíu kirkjur!
Húsin í Nessebar em úr hlöðnu *
grjóti og götumar allar steinlagðar.
Rúmgóðir húsagarðar em fyrir utan
húsin og girtir vel af með tréveggjum.
Fjölskyldumar virðast hafast mikið
við i húsagörðunum, mátti sjá fólkið
sitja þar að snæðingi. En lítil nútíma
þægindi em í þessum húsum, víða
ekki öðmvísi salemisaðstaða en tvö
spor í kofa úti í garðinum.
Víða mátti sjá myndir af fólki með
einhverju tilskrifi hengdar á húsa-
garðana. Þetta vom tilkynningar um
dauðsföll og er skylda að láta þessar
tilkynningar hanga uppi með mynd
af viðkomandi í heilt ár eftir að andlá-
tið ber að höndum.
Mikill fíöldi ferðamanna kemur ár-
lega til Nessebar og þar var líf og fjör r
á aðaltorgi borgarinnar.
Loftpúðaskip em í förum milli
Nessebar og Vama. Þaðan fara einnig
nissnesk farþegaskip til Istambul í
Tyrklandi. Hægt er að tengja sólar-
hringsferð þangað dvölinni í Elenite.
Ferðin kostar 91 dollara og er algjört
ævintýri. Við geymum að segja frá
þeirri ferð þar til síðar. -A.BJ.
blaðsölustöðum
um allt land.