Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1986, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1986, Síða 11
LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986. 51 Nú fer hver að verða síðast- ur að sjá sýninguna á verkum Pablos Picassos að Kjarvals- stöðum. Þar sem ekki er líklegt að önnur slík verði sett upp hér á næstu áratug- um ætti fólk að grípa gæsina meðan hún gefst. Sýningunni lýkur nú á sunnudagskvöld- ið, 27. júlí. Hér til hliðar birtum við tvær litteikningar frá síðustu æviárum Picassos, þegar hann velti stöðugt fyrir sér hlutverki listamannsins fyrr og nú, íhugaði sambandið milli listamanns og fyrirsætu hans og tengslin milli sköp- unargáfunnar og kynhvatar- innar. Þessar myndrænu íhuganir voru að sjálfsögðu með sjálf- sævisögulegu ívafi, eins og hans var von og vísa. Höfum hugfast að Picasso var ævinlega í nánu sam- bandi við fyrirsætur sínar, þær voru um leið ástkonur hans eða stundargaman. Á efri myndinni situr föngu- leg stúlka fyrir hjá gömlum listamanni. Hann er klæddur í skrúð frá barokktímabilinu, en í augum Picassos var það tímabil bæði sérlega frjótt og glæsilegt. En við nánari skoðun kemur í ljós að þama er um þykjustuleik að ræða, andlit málarans er skrautleg gríma, fyrirsætan ber einnig grímu og málverkið á trönun- um er ekki af stúlkunni heldur (sennilega) af lista- manninum sjálfum. Sem sagt, lífið og listin eru leikara- skapur einn og listamaðurinn er sjálfselskan uppmáluð. Þessi túlkun er í samræmi við atburðarás í mörgum öðr- um myndum Picassos. Neðri myndin er mjög svip- uð að sjá, en þó með ívið breyttum áherslum. Fyrir- sætan situr fyrir í sömu stellingum en málarinn hefur fært sig til hliðar svo meir ber á striganum með skugga- myndinni fyrir miðju. Málar- inn er áfram skrautklæddur, en er nú ekki að fara í felur með grímu sína. Samt heldur leikaraskapur- inn áfram. Málari þykist mála fyrirsætuna en málar í staðinn mynd af sjálfum sér. En bíðum nú hæg. Hér er fieira að gerast. Jaðar vantar neðan á strigann og hægra megin á hann, þannig að hann virðist eins og op á veggnum. Getur hugsast að hinn raunverulegi málari myndarinnar standi þarna í gættinni og máli myndina af fyrirsætunni og sundurgerð- armanninum til hægri, rétt eins og þegar Velazquez mál- aði spánska kóngafólkið í „Las Meninas“? Er málarinn kannski að mála mynd af okkur í leið- inni? Picasso var ævilangt að leika sér og spyrja spurninga í verkum sínum - rétt eins og barn og með þessari ótrúlega þjálu línu. -ai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.