Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1986, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1986, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986. Atviimumál hefur hækkað um 30% fra í fyrra vegna skorts á fiski „Þegar við gerðum samninga við Portúgali í byrjun þessa árs þótt- umst við hafa gert roksamninga þar sem verðið hækkaði um 20%. Við þorðum varla að segja frá þessu. Nú er þessi bindandi samningur að verða okkur höfuðverkur vegna þess að verðið á Spáni og Italíu og jafn- vel Grikklandi hefur hækkað meira en þetta, eða um 30% á þessu ári. Ástæðan er skortur á saltfiski. En við getum sama og ekkert selt til þessara landa því við getum varla fyllt upp í samninginn við Portúgal. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að nú selja allir út ferskfisk í gám- um,“ sagði Soffanías Cecilsson í Grundarfirði, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. Gámaútflutningurinn hefur sett strik í reikninginn hjá öllum grein- um fiskvinnslu á Islandi að sögn Soffaníasar. Ástæðuna fyrir hækkun á ffystum fiski í Bandaríkjunum sagði hann einmitt mega rekja til skorts á markaðnum og væri verið að lokka menn til að verka á þann markað með verðhækkun. Soffanías sagðist sannfærður um að eins og mál stæðu nú væri mest upp úr því að hafa að verka fisk í salt vegna hins háa verðs í S-Evrópu. „Þegar samningur, sem menn voru feimnir við að kynna vegna þess hve góður hann var, er orðinn manni höfuðverkur vegna hækkana annars staðar þá er nú eitthvað orðið skrýt- ið við þetta allt saman. Maður er eiginlega hálfhræddur við þetta,“ sagði Soffanias Cecilsson. -S.dór. Loðna: Engin veiði vegna brælu Aðeins tveir bátar tilkynntu um afla til loðnunefndar í gær. Storm- ur var á miðunum og gátu bátar lítið athafnað sig en allur flotinn, að heita má, var á sjó. Nú er heild- araflinn kominn í 250 þúsund lestir eftir hina miklu aflahrotu í byrjun þessarar viku. -S.dór. Peningaitiarkaður VEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur óbundnar B-9 Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsógn 8,5-10 Ab.Lb.Vb 6 mán. uppsögn 9,5-13,5 Vb 12 mán. uppsögn 11-14 Ab Sparnaöur - Lánsréttur Sparað í 3-5 mán. 8-13 Ab Sp. i 6 mán. ogm. 9-13 Ab Avísanareikningar 3-7 Ab Hiaupareikningar 3-4 Lb.Sb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1 Allir 6 mán. uppsögn 2,5-3,5 Lb Innlán með sérkjörum 8-16 Innlán gengistryggð Bandarikjadalur 5-7 Ab Sterlingspund 8,75-10,5 Ab.Vb Vestur-þýsk mörk 3,5-4 Ab Danskar krónur 7-9 Ib Útlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv.) 15.25 Allir Viöskiptavixlar(forv.)(1) kge Allir Almenn skuldabréf(2) 15.5 Allir Viðskiptaskuldabréf(1) Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 15,25 Allir Utlán verðtryggð Skuldabréf Að 2.5 árum 4 Allir Til lengri tima 5 Allir Útlán til framleiðslu Isl. krónur 15 S0R 7.75 Bandarikjadalir 7.5 Sterlingspund 11,25 Vestur-þýsk mörk 6 Spariskirteini 3jaára 7 4ra ára 8.5 6ára 9 Með vaxtmiðum(4 ár) 8,16 Gengistryggð(5 ár) 8.5 Húsnæöislán 3.5 Lifeyrissjóðslán 5 Dráttarvextir 27 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala 1509 stig Byggingavísitala 281 stig Húsaleiguvisitala Hakkaði 9% 1. okt. HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnverðs: Almennar tryggingar 111 kr. Eimskip 216 kr. Flugleiðir 152 kr. Hampiðjan 131 kr. Iðnaðarbankinn 98 kr. Verslunarbankinn 97 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til upp- gjörs vanskilalána er 2% bæði á verð- tryggð og óverðtryggð lán. Skammstaf- anir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb= Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbank- inn, Vb = V erslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peninga- markaðinn birtast í DV á fimmtudög- Loðnubræðsla í fullum gangí: verður verksmiðjunum fækkað? Verður loðnuverk- smiðjum og loðnu- skipum fækkað? I kaflanum um sjávarútveg í nýrri þjóðhagsáætlun er fjallað um þá erfið- leika sem skapast hafa í loðnubræðslu og þar af leiðandi loðnuveiðum vegna verðhruns á lýsi. Þar er talað um sem lausn á vandanum að fækka bæði loðnuverksmiðjum í landinu og loðnu- skipum. „Mér er kunnugt um að bæði í Nor- egi og Danmörku hefur þessi leið verið farin. í Danmörku eru nú bara 7 verk- smiðjur, allar stórar, og þær framleiða tvisvar til þrisvar sinnum meira magn en okkar 23 verksmiðjur. Norðmenn hafa fækkað bæði verksmiðjum og skipum hjá sér og telja þó ekki nóg að gert,“ sagði Jónas Jónsson, for- stjóri Síldar- og fiskimjölsverksmiðj- unnar í örfirisey. Jónas benti á að augljóst væri að stórar einingar í þessari grein, hvort heldur væru verksmiðjur eða skip, væru hagkvæmari en litlar. Hann sagði að nú væri verið að byggja hér á landi tvær bræðsluverksmiðjur til viðbótar, á Þórshöfn og Vopnafirði. í báðum tilfellum er um að ræða gamlar verksmiðjur sem keyptar eru frá Nor- egi. „Þetta kalla ég öfugþróun, ekki síst i ljósi þess að engin teikn eru á lofti um að lýsisverð hækki í bráð, á meðan Malaysíumenn dæla pálmaolíu á markaðinn fyrir aðeins 160 dollara tonnið," sagði Jónas. -S.dór. Eitt besta árið í sögu útgerðarinnar „Vissulega er það rétt að útkoman í ár verður einhver sú besta í sögu útgerðarinnar. En þá mega menn heldur ekki gleyma því að um langt árabil hefur verið tap á útgerðinni og menn hafa safnað dýrum skuldum. Sumir ná eflaust að grynnka á þeim í ár en aðrir gera vart meira en halda við, þ.e. skuldir þeirra aukast ekki. Eins ber á það að líta að afkoma út- gerðarfyrirtækja er misjöfh í góðær- inu,“ sagði Sveinn Hjartarson, hagfræðingur Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, í samtali við DV. Ástæða þess að DV ræddi þessi mál við Svein er sú að í Þjóðhagsáætlun er greint frá því að eftir mat á stöðu botnfiskveiða eftir fiskverðsbreytingu í júní sl. hafi komið í Ijós að brúttó- hagnaður í ár verði 21% til 22% af tekjum og hreinn hagnaður 7% til 10%. Þar er og bent á að hagur ann- arra útgerðargreina sá misjafn. Afkoma rækjuvinnslu hefur sjaldan eða aldrei verið betri, fer þar saman aukinn afli og hátt verð. Aftur á móti er útlit fyrir slæma síldarvertíð og mikil óvissa ríkir um loðnuvertíðina og afkomuna þar. Horfur í þessum tveimur greinum eru sagðar heldur dökkar. Sveinn Hjartarson sagði nauðsyn- legt að koma því að í umræðu um þessi mál að fólk mætti ekki líta svo á að um leið og eitt gott ár kæmi væru allir erfiðleikar að baki. Sann- leikurinn væri sá að undanfarin ár hefðu verið útgerðinni svo erfið að eitt gott ár dygði ekki til að leysa uppsafnaðan vanda hennar. En vissu- lega væru horfur góðar og haldi svo fram muni hagur útgerðar vænkast nokkuð enda sé tími til kominn. -S.dór. Sfldarsamningar: Sjómenn áhyggjufullir „Því miður hef ég enga trú á að samningar við Rússa um kaup á verk- aðri síld takist, ég ætla allar dyr hjá þeim lokaðar og þetta veldur sjómönn- um miklum áhyggjum," sagði Óskar Vigfásson, formaður Sjómannasam- bands Islands, í samtali við DV. Þá sagði Óskar að Sjómannasam- bandið hefði varað sjómenn við að fara á síldveiðar meðan ekkert verð væri í gildi. Ef eitthvert verð kæmi sagðist Óskar eiga von á því að það yrði mjög lágt, svo lágt að vonlaust væri að sjómenn næðu hlut, þeir væru því að þessu aðeins upp á tryggingu. Varðandi sildarfrystingu sagði Óskar að menn væru fremur svartsýn- ir á hana líka. Væri talið að ekki tækist að selja nema svo sem 3-4 þús- und lestir af frystri síld og þá á lægra verði en í fyrra. Örfáir bátar hafa verið að síldveið- um fyrir austan og einhver söltun er hafin en mest hefur þó farið í frystingu til beitu. -S.dór. Atvinnuleysið Aðeins 0,3% Atvinnuástand í september var betra en í nokkrum öðrum mánuði það sem af er árinu samkvæmt skýrslu frá Vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðu- neytisins. Skráðir atvinnuleysisdagar í september voru 6700 á landinu öllu en það er 3400 dögum færra en í mán- uðinum á undan. Þetta jafngildir því í september að 300 manns hafi verið á atvinnuleys- isskrá sem er 0,3% af áætluðum mannafla á vinnumarkaðinum. Þetta er þriðjungi færri atvinnuleysisdagar en í sama mánuði í fyrra og um 4000 dögum færra en að meðaltali í sept- embermánuði sl. 3 ár. -S.dór. Bandaríkjamarkaður: Fiskskortur orsök verðhækkana Sambandið hækkar veiðið eins og SH „Við munum að sjálfsögðu hækka verðið líka,“ sagði Sigurður Mar- kússon, framkvæmdastjóri sjávaraf- urðadeildar SÍS er hann var spurður hvort Sambandið myndi fara að dæmi SH og að hækka 5 punda blokk á Bandaríkjamarkaði. Höfuðástæður þeirra tíðu verð- hækkana á fiski á Bandaríkjamark- aði á þessu ári taldi Sigurður vera tvær. Annars vegar skortur á fiski, sem stafar af því að Kanadamenn og Norðmenn hafa aflað illa á þessu ári og minna framboð því af fiski frá þeim. Hina ástæðuna sagði Sigurður vera þá að fiskneysla hefði aukist mikið vestra og þegar þetta tvennt fer saman veldur það verðhækkun. Nú er verð á almennum markaði í Bandaríkjunum 230 sent fyrir pundið af frystum þorski og er það langhæsta verð sem nokkru sinni hefur fengist fyrir þorsk í Bandaríkj- unum. Sambandið selur til Long John Silver matsölukeðjunnar eins og SH, en þar fæst engin verð- hækkun þar sem gerðir eru langt- ímasamningar við Long John Silver. Sigurður Markússon sagði að Long John Silver keypti á milli 16% og 18% af allri þorskframleiðslu Sam- bandsins. -S.dór. um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.