Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1986, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986. 13 Neytendur Rennilásaísetning kostaði meira en hálft úlpuverð „Mér datt í hug að segja ykkur frá því hvemig var okrað á mér. Ég þurfti að fá settan rennilás í krakkaúlpu og það kostaði hvorki meira né minna en 650 kr. Rennilásinn sjálfur var ekki einu sinni innifalinn," sagði kona sem hringdi til okkar og var henni talsvert mikið niðri fyrir. „Svoleiðis var að í vor bilaði renni- lás í þessari úlpu. Þá fór ég með hana í fyrirtæki sem tekur að sér að skipta um rennilása í flíkum. Það var ekki hægt vegna þess að ég haíði ekki renn- ilás meðferðis. Ég spurði hvað þetta myndi kosta og var sagt að það væri um 300 kr. Svo dróst þetta hjá mér, enda veðrið svo gott í sumar að enginn þurfti á úlpu að halda fyrr en núna þegar skól- inn er að byija. Þá keypti ég rennilás og fór með úlpuna til viðgerðar. Ég spurði auðvitað ekki um verðið aftur en nú kostaði þetta 650 kr.! Rennilásinn kostaði eitthvað um 50 kr., þannig að þessi viðgerð er orðin nokkuð dýr. Úlpan sjálf kostaði 1100 kr. þegar ég keypti hana í febrúar. Þvi vil ég koma þessu á framfæri að fólk vari sig á svona viðgerðarstof- um eða spyiji í það minnsta um verðið áður en það afhendir flíkina.“ Við tökum undir vamaðarorð þess- arar konu um að fólk skuli spyija um verð áður en það afljendir flíkur til viðgerðar til þess að lenda ekki í svona okri. Ótrúlega margir þurfa á aðstoð að halda vegna rennilásaísetningar. Við birtum í vor lista yfir nokkra að- ila sem taka að sér að setja rennilása bæði í buxur og aðrar flíkur. Það líður ekki sú vika að ekki sé hringt og spurt eftir þessum stoðurn sem við gefum fuslega upp. -A.BJ. SJÁLFSTÆÐISMENN Veljum GuÖmund H. Garðarsson í O sæti í prófkjörinu á morgun Kosningaskrifstofan er á jarðhæð Húss verslunarinn- ar, gengið inn Miklubrautarmegin. Skrifstofan er opin í dag og á morgun frá kl. 9.00-22. 00. Upplýsingar um kjörskrá í síma 681841. BílaaAstoð og aðrar upplýsingar I síma 681845. Sjálfstæðismenn lítið inn. Heitt á könnunni allan daginn Stuðningsmenn. Rennilásar eru mikið þarfaþing og vefst greinilega tyrir mörgum hvemig á að setja þá i flikur. Biðjið um kostnaðaráætlun áður en þið afhendið flíkina til viðgerðar. Það getur borgað sig. DV-mynd GVA Síðbúnar sögur úr sumarfríinu Við rákumst á bráðskemmtilegt bréf fiú vinkonu okkar úr heimilis- bókhaldinu sem við ætlum að birta þótt það sé orðið nokkuð gamalt, en bréfið er frá því í byrjun september. „Við fórum í sumarfrí, hjónakom- in, austur í Skriðdal og gistum á Klaustri í austurleiðinni. Þjónustan og maturinn er í stjömuflokki. Það sem vakti mesta athygli á hótelinu var streituleysið hjá gengilbeinun- um þó að allt væri troðfullt. Hótelstýran, Margrét fsleifsdóttir, var frábær og vildi allt fyrir okkur gera. Júlímánuður var metmánuður hjá þeim í vinnu og bónusinn mjög góður enda rekið af þeim sjálfum og þá er unnið með öðm hugarfari, finnst mér. Við héma á suðvestur- hominu gætum lært ýmislegt í sambandi við streitu hjá þessu ágæta fólki. Sama var að segja um fólkið á Egilsstöðum. Ef einhver hílstjórinn herti á sér, svo enginn tæki réttinn af honum, þá var einkennisstafurinn á bílnum frá suðvesturhominu!!! Dýrar veitingar á Djúpa- vogi Það sem vakti sérstaka athygli hjá mér var verðið á Hótel Djúpavogi, sem var hátt. Steinbítur fyrir tvo 930 kr. og kaffið 50 kr. á mann. Fróðlegt að vita hvað verðið er á Borginni.... Nú, afborganir, skattar, tækifæris- gjafir o.þ.h. svipað og áður. Svona eiga útsölur að vera! Mig langar til að minnast á útsöl- ur. Buxur í Benetton, Laugavegi, kostuðu í upphafi 1775 kr. en vom komnar niður í 400 kr. Peysur frá Jaeger í versl. Dídó vom seldar á kr. 500 en kostuðu áður kr. 2.300. E.t.v. gamlarsendingar. Einnigfijáls álagning. Fróðlegt væri að heyra fleiri dæmi. Léleg bankaþjónusta Einnig mætti athuga „þjón- ustuna" í bönkunum. Við greiddum víxil með gjalddaga 15.8. í Lands- bankanum á Seyðisfirði þann 13.8. Stúlkan hringdi til Reykjavíkur í Austurbæjarútibúið til að fá upplýs- ingar og láta taka víxilinn frá. Hinn 21.8. er svo hringt heim frá fyrirtæk- inu, sem víxillinn var frá og okkur boðið að greiða víxilinn, dráttar- vaxtalaust!! Bóndinn varð að fara í fyrirtækið og láta taka ljósrit af kvittuninni frá bankanum á Seyðisfirði til að sanna mál sitt fyrir fyrirtækinu og bankan- um. Þetta er sjálfsagt allt tölvunni að kenna eins og venjulega! Ódýrara á Borginni Við þökkum þetta góða bréf. Á Hótel Borg kostar kaffibollinn 60 kr. en fiskmáltíð kostar 450 kr. á mann og er þá súpa innifalin. Það gerir 900 kr. fyrir tvo eða aðeins ódýrara en á Hótel Djúpavogi! -A.BJ. Gimilegir kjúklingabitar á góðu verði 1—10 bitar á 58 kr. stk. 11 bitar og fleiri á 56 kr. stk. Fjölskyldupakki fyrir 3-4 7 kjúklingabitar, franskar kartöflur, heit eða köld sósa og salat. 575 kr. Fjölskyldupakki fyrir 5—6 11 kjúklingabitar, franskar kartöflur, heit eða köld sósa og salat. 890 kr. Lítið inn, tyllið ykkur niður eða takið með ykkur heim. Kjukíingastaóurínn SOUTHERN FRIED CHICKEN Tryggvagötu Sími 29117 ARGUS/SlA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.