Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1986, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1986, Síða 36
FRETTASKOTIÐ 62 25 25 Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt - hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. FÖSTUDAGUR 17. OKTÖBER 1986. Pósti Og síma líst vel á nýja leið í póstflugi Einkaaðili hefur boðist til að taka að sér allt póstflug milli íslands og Evrópu. Póst- og símamálastofnun líst vel á hugmyndina og hefur kynnt hana stjómvöldum. * Hann hefur einnig boðist til að taka að sér póstflug milli Danmerkur og Grænlands. Danska póststjómin hefur sýnt málinu áhuga. „Þetta er mjög áhugavert. Eftir er að útfæra þetta nánar og kanna ótal- margt í þessu sambandi," sagði Rafn Júlíusson póstmálafulltrúi í morgun. Með kynningu á tilboðinu hefur Póstur og sími sent samgönguráðu- neyti og flugráði upplýsingar um að Flugfeiðir hafi á fyrstu sex mánuðum þessa árs skilið póst 30 sinnum eftir í ílughöfnum erlendis, oftast í Kaup- mannahöfn. Guðbrandur Jónsson, sem starfað hefur sem þyrluflugmaður erlendis í mörg ár, hyggst stofha sérstakt fyrir- tæki um póstflugið að bandarískri og franskri fyrirmynd. Til póstflugsins hyggst hann ráða til sín átta flugmenn og þrjá flugvirkja og kaupa tvær smá- þotur af gerðinni Falcon 20D Cargo af fyrirtækinu Federal Express. „Ef við getum fengið póst fluttan fyrir ekki meira en við borgum nú og kannski örari ferðir, sem kannski lægju betur að okkar þörfum, væri þetta til. mikilla bóta fyrir póstþjón- ustuna," sagði Rafh. - Sýnist ykkur svo um tilboð Guð- Jjrands? < „Já. Það sýnist okkur.“ Guðbrandur Jónsson sagði DV í morgun að ef Grænland yrði með í póstfluginu gæti hann boðið upp á þrjár ferðir á dag. -KMU TRESMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR HF., IÐAVÖLLUM 6, KEFLAVÍK. SÍMAR: 92-4700-92-3320. LOKI Það var timi til kominn að gera fjárnám hjá sjálf- um fógetanum! Náðu peningum Her manns af fógeta Nokkrir aðilar er lánuðu Hennanni Björgvinssyni fé á sínum tíma náðu með fjámámi peningum þeim sem vom í vörslu bæjarfógetans í Kópa- vogi vegna malshöfðunarinnar gegn Hennanni. Lögfræðingur þeirra gerði sér ferð suður í Kópavog og tók fjárnám í þeim verðmætum er Rannsóknarlög- reglumenn lögðu hald á við húsleit hjá Hermanni Björgvinssyni er hann var handtekinn í fyrra. Var hér um að ræða reiðufé í innlendri jafnt sem erlendri mynt, geymt í bankabókum. Þeir einstaklingar, sem áttu fé inni hjá Hermanni Björgvinssyni er punktur var settur fyrir okurlána- starfsemi hans, vom flestir búnir að gefa vonina um endurgreiðslu upp á bátinn. Hermann var eignalaus maður og því hlýtur snarræði lög- fræðings þeirra að vekja athygli. Fé það er hann sótti í hendur bæjarfóg- etans í Kópavogi nam tæpum fjórum milljónum króna, eða til að hafa það nákvæmt: 3.737.636,66 krónur. -EIR Hermann vill gjaldþrot Hermann Björgvinsson, höfuðper- sónan í okurmálinu svonefnda, hefur lagt fram beiðni um að verða tekinn til gjaldþrotaskipta. „Hermann mætir til mín í dag og þá verður tekin ákvörðun um fram- haldið," sagði Sveinbjörn Sveinbjöms- son, fulltrúi skiptaráðanda, í samtali við DV. -EIR Sviku út hundr- uð þúsunda Ffá Jóni G. Haukssyni, DV, Akoreyri: Uppvíst hefur orðið um ávísanamis- ferli sem nemur hundmðum þúsunda króna hjá fjórum Akureyringum, tveimur konum og tveimur körlum á aldrinum 20-30 ára. Fólkinu tókst að svíkja út þrjú ávís- anahefti úr bönkum í Reykjavík og gaf það út allar ávísanimar úr þeim, 75 talsins. Ávísununum var skipt í Reykjavík, Akranesi, Borgamesi og á Akureyri. Byggjung: Stjómarformaðurinn hrópaður niður A ,undi forystumanna Byggung með reiðum húsbyggjendum. Ámi Þór Arnason, stjómarlormaður Byggung, vei- far DV skömmu áður en hann var hrópaður niður og settur af sem fundarstjóri. Engin ástæða til samninga við Rússa sjá nánar á bls. 2 DV-mynd KAE. - segir fláimálaráðheira Veðrið á morgun: Sunnan kaldi í fyrstu Á morgun verður lægð nálægt suð- vesturströndinni á leið austur. Það verður því sunnankaldi í fyrstu en austlægari þegar líður á daginn. „Ég sé enga ástæðu til samninga um oh'ukaup af Rússum við þær aðstæður sem skapast hafa eftir að þeir hafa slitið síldarsamningunum. Það er hár- rétt hjá Knstjáni Ragnarssyni að engin leið er að veiða og verka síld við þvi verði sem þeir bjóða. Þess vegna tel ég ástæðulaust að leggja mikla áherslu á þessi viðskipti ef þau eru ekki gagnkvæm," sagði Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra í morgun í samtali við DV. Viðskiptanefnd frá fslandi er á leið til Sovétríkjanna til samninga um ol- íukaup þaðan og hafa útgerðarmenn skorað á stjómvöld að hætta við samninga um frekari olíukaup vegna þess að endanlega hefur slitnað upp úr síldarsamningum við Sovétmenn. Verðið, sem þeir bjóða, nægir varla fyrir umbúðum um síldina, auk þess sem þeir vilja ekki kaupa nema brot af þvi magni sem þeir hafa áður keypt og samningar em til um milli land- -S.dór. anna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.