Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1986, Qupperneq 10
10
FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986.
Utlönd
Knattspymuaðdáendur
ganga berserksgang
Verða hollensk knattspymufélög látin taka þátt í kostnaði vegna eftirlits á leikjum?
Sigrún Haröardóttir, DV, Amsterdam;
Mikil ólæti urðu eftir knatt-
spymuleik hollensku fyrstu deildar
liðanna Ajax og Feyenoord síðast-
liðinn sunnudag er Ajax sigraði með
þrem mörkum gegn tveimur.
Alls handtók lögreglan 39 manns
eftir slagsmál og ólæti áhangenda
liðanna. Ólæti eru orðin fastur liður
eftir leiki þessara félaga hér í Hol-
landi.
Stuðningsmenn Ajax lögðu í rúst
einn lestarvagn í lest þeirri er flutti
þá á leikinn og handtók jámbrautar-
lögreglan þar tíu áhangendur. Að
leik loknum kom til töluverðra
átaka milli stuðningsmanna Fey-
enoord og lögreglu í nágrenni
vallarins, íjöldi bifreiða var skemmd-
ur og þrír lögreglumenn særðust
lítilsháttar.
Á lestarstöðinni hér í Amsterdam
var heldur ekki friður því stuðnings-
menn Feyenoord létu grjóthríð
dynja yfir lestum stuðningsmanna
Ajax, bmtu 26 rúður í lestinni og
særðust þar nokkrir.
Venjuleg áætlunarlest átti leið um
jámbrautarstöðina er orrahríðin
stóð sem hæst og skemmdist hún
töluvert auk þess sem henni seink-
aði.
Dómsmálaráðherra Hollands,
Blóðug slagsmál og óeirðir eru orðnir fastir liðir eftir leiki vissra félagsliða í fyrstu deild hollensku knattspyrnunn-
ar. Hart er nu deilt um það í Hollandi hvort stjómvöldum beri nú að skylda þarlend knattspyrnufélög til að taka þátt
i kostnaði við löggæslu á knattspymuleikjum.
Corthals Altes, sagði í viðtali við
NCRV útvarpsstöðina á sunnudags-
kvöld að 350 manna lögreglulið, er
kostar ríkiskassann 150 þúsund hol-
lensk gyllini, tæpar þrjár milljónir
íslenskra króna, við gæslu vegna
knattspyrnuleiks, væri gersamlega
út í hött.
Ef knattspymuleikir þurfa á svona
íjölmennu lögregluliði að halda
verður að grípa til einhverra ráðstaf-
ana, banna slíka leiki eða að hluti
kostnaðar vegna löggæslu verði
greiddur af félögunum sjálfúm, sagði
Altes.
Dómsmálaráðherrann sagðist enn-
fremur ekki skilja hvers vegna
reglan um að skemmdarvargur borgi
eigi ekki við á knattspymuleikjum.
Þingmaður Frjálslynda flokksins,
sem er til hægri í hollenskum stjóm-
málum, Hans'Dijcstra, er ósammála
dómsmálaáðherra og segist ekki sjá
hvemig hægt sé að fara fram á það
við knattspymufélögin að þau beri
hluta kostnaðar af löggæslu, fremur
en ýmsir hópar og félög, er staðið
hafa fyrir aðgerðum er leitt hafa af
sér átök og óeirðir, og taldi hann
þessa hugmynd dómsmálaráðherra
fráleita.
Engar ákvaðamir hafa enn verið
teknar um þetta mál en það er nú
til umfjöllunar á þingi.
Vilja alþjóðlegan
dómstól til að dæma
um stríðsátök
Yuri Oriov skorar á þjóðir heims að sækja Sovétmenn til saka
fyrir ábyrgð þeirra í Afganistan
Sovéski andófsmaðurinn Yuri
Orlov, er sleppt var úr haldi í sové-
skum fangabúðum fyrr á þessu ári
og leyft að flytjast til Israel, og Ni-
kolai Movchan, fyrrum liðsmaður
Rauða hersins í Afganistan, er
hljópst undan merkjum og barist
hefúr með afgönskum frelsissveitum
undanfama þrettán mánuði, skor-
uðu í gær á þjóðir heims að koma á
laggimar sérstökum alþjóðlegum
dómstól er sækja myndi til saka þá
sem ábyrgir em fyrir átökunum í
Afganistan.
Orlov neitaði því aðspurður að
áskorun þeirra byggðist á hlut-
drægni og andúð í garð Sovétríkj-
anna og sagði að hlutverk slíks
alþjoðadómstóls væri einnig að lög-
sækja þá er ábyrgir væm fyrir
styijöldinni í Víetnam og grimmdar-
verkum í Kampútseu.
Áskorun Orlovs og Movchan kom
fram á blaðamannafundi Freedom
House mannréttindasamtakanna í
Vínarborg í gær. Blaðamannafund-
urinn var haldinn steinsnar frá
Hofburghöll, vettvangi öryggismála-
ráðstefnu Evrópu, sem nú er um það
bil að ljúka.
Með dvöl sinni í Vínarborg kváð-
ust Orlov og Movchan vilja minna
þátttökuríki öiyggismálaráðstefn-
unnar á áframhaldandi stríðsað-
gerðir Sovétmanna í Afganistan.
Áróðursbragð
„Við verðum öll að krefjast tafar-
lauss brottflutnings sovéskra her-
sveita frá Afganistan," sagði Orlov
á fundinum og kvað síðustu yfirlýs-
ingar sovéskra ráðamanna um
brottflutning Rauða hersins frá Afg-
anistan í áfóngum hreint áróðurs-
bragð er ríkisstjómir á Vesturlönd-
um mættu ekki láta blekkjast af.
„Það er lítill munur á því hvemig
hersveitir nasista hegðuðu sér í okk-
ar eigin landi á dögum síðari
heimsstyrjaldar og því hvemig við
hegðum okkur í Afganistan,“ sagði
Movchan, er hljópst undan merkjum
í Rauða hemum árið 1983 og gekk
til liðs við frelsissveitir afganskra
skæruliða.
Movchan sagði að sovéskir fjöl-
miðlar reyndu að búa til þá ímynd
í huga sovéskra borgara að í Afgan-
istan fagnaði afganskur almenning-
ur hermönnum Rauða hersins með
blómum og að þeir byggðu hús fyrir
innfædda og aðstoðuðu þá við upp-
byggingu lands síns eftir eyðilegg-
ingu af völdum skæruliða er nytu
aðstoðar Vesturlanda í baráttunni
gegn réttmætum valdhöfúm í Kabúl.
Almenningur óttast Sovét-
menn
Sagði Movchan að sannleikurinn
væri sá að afganskur almenningur
hraeddist hermenn Rauða hersins og
óttaðist að láta sjá sig á götum borga
og bæja ef sæist til Sovétmanna.
Movchan taldi skæmliða afg-
önsku frelsissveitanna hafa að
minnsta kosti tvö hundruð hermenn
Rauða hersins í haldi og að skæm-
liðar gerðu æ meiri usla í röðum
sovéska innrásarhersins.
Vestrænir hemaðarsérfræðingar
áætla heildarfjölda sovéskra her-
manna í Afganistan nú rúmlega
hundrað og fimmtán þúsund.
„Við verðum öll að krefjast tafarlauss brottflutnings sovéskra hersveita frá
Afganistan," sagði sovéski andófsmaðurinn Yuri Orlov á fundi mannrétt-
indasamtaka i Vínarborg í gær, þar sem hann skoraði á þjóðir heims aö
setja á laggimar alþjóðlegan dómstól til að dæma þá sem ábyrgir em
fyrir stríðsátökum.