Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1986, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1986, Page 7
LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986. 51 i fjölskyldunni til skammar að hennar dómi. Songiil segir: „Ég gat ekki haldið áfram að læra vegna spenn- unnar á heimilinu sem aldrei slakn- aði. Ég mátti ekki fara í klúbb unga fólksins í Múnchen, ég klæddist bux- um í stað pils, ég vildi ekki bera höfuðskýlu eins og móðir mín og átján ára systir. Það var óslitin þræta heima. Þó er ég fædd í Þýska- landi! Hvers vegna má ég þá ekki hegða mér á þýska visu?“ Stúlka heitir Ayten Sagiroglw. Hún er tyrkneskur stúdent og les félagsfræði. Hún hefur skrifað iit um nauð kynsystra sinna í Þýskalandi. Hún kemst m.a. þannig að orði: „Stúlkurnar lifa tvöföldu lífi. Heima fyrir fara þær í einu og öllu að vilja foreldra sinna en utan heimilisins snyrta þær sig og hafast að eitt og annað sem ekki samræmist íslamskri trú.“ Strangastir þykja henni þeir Tyrkir sem búa úti á landsbyggð- inni. Þeir fela dætur sínar svo að þær sleppi við að fara í skóla, gefa þær ekki upp við manntal. Menntun kvenna er í augum þeirra uppreisn gegn hefð og trú. Næstefst í sínum bekk er Jandahlle í Dússeldorf. Hún er sýrlensk og fjórtán ára að aldri. í skólaleyfum banna foreldrarnir henni að taka þátt í sundnámskeiðum. „Móðir mín segir: „Þú ert að verða fullþroska stúlka og þá er það ósæmilegt að þú sért þar“ - og þó er hún kennari. Um ást og ástaratlot mundi Bett- ína, þó fædd sé í Þýskalandi, aldrei tala við ungt fólk. „Oftsinnis sé ég það kyssast í skólanum í annarra augsýn. Það finnst mér skrýtið.“ Þegar Bettína hefúr þetta mælt stokkroðnar hún. A ári hverju i skólaleyfinu fer Na- ima E1 Aissati frá Dússeldorf með foreldrum sínum heim til Marokkó. Allan þann tíma er hún í heimilis- fangelsi. Hún segir: „í Marokkó má ég ekki stíga fæti út fyrir dyr nema þá endrum og eins í fylgd Imads bróð- ur míns sem er 16 ára, einu ári eldri en ég. Þá er betra að vera í Þýska- landi. Þar fæ ég þó að líta á unga fólkið. En að ég fái að vera í bekkjar- félaginu er stranglega bannað. „Þú ert á hættulegum aldri.“ Á þessu stagast móðir mín daginn út og inn.“ Loks þótti stúlkunni nóg um og lýsti því yfir við móður sína að hún skyldi, hvað sem hver segði, taka þátt í bekkjarferð eftir lokaprófið. „Ætl- arðu að gifta þig?“ „Auðvitað," svaraði stúlkan. „En þá landa mín- um, annars mundu foreldrar mínir aldrei tala við mig og það vil ég ekki.“ Berlínarmúrinn blasir við. Á hverju kvöldi les fjölskyldufaðirinn, Abdulyachman Inal frá Suður-Ana- tolíu, þrjá tíma í Kóraninum fyrir eiginkonu sína og dætur. Þau búa í þriggja herbergja íbúð í nýbyggingu. Þessi sanntrúaði múslimi, sem er verkamaður, sættir sig illa við að frúin og dætumar hafa varpað höf- uðskýlunni fyrir borð og klæðast nú gallabuxum. En honum er ljóst að það er óhjákvæmilegt. Annars mundu þær ekki taldar menn með mönnum í þessu framandi landi. Sureyya, nítján ára stúdent, hefur Naima El Aissati frá Marokkó á heima í Dússeldorf. Hún ætlar að verða kennari. Hún segir: „Þýskar vinkonur mínar og jafnöldrur sumar hverjar hafa sofið hjá strákum. Það hef ég aldrei gert. En ég kosta alltaf kapps um að vera vel til fara. Ég er harla óánægð með það að þegar við förum heim til Marokkó i sumarleyfi okkar er ég lokuð inni.“ Quick þetta að segja: „Ég var lengi að átta mig á því að ég sem kona átti eigin vilja, eigin persónu, án þess að vera „léttúðug drós“. Ég er upp með mér af líkama mínum og vanda mig í klæðaburði." Sengún, ein af tyrknesku mæðrun- um, mælir svo: „Hvað getum við gert, hvernig getum við staðið gegn því að allar klæða þær sig á þýska vísu og fara meira að segja í sundlaugar? Ekkert, alls ekkert..“ Gúcken, 15 ára og bráðlagleg eins og þrjár eldri systur hennar, er vand- ræðabarn fjölskyldunnar. Hatice, 21 árs: Gúkcen var tíu ára þegar við komum hingað fyrir fjórum árum. Hún finnur til sín að vera Tyrki, en vill lifa að þýskum háttum. Þegar ég sé hana í baðfötum hrindi ég henni um koll. í dag er það tanga, á morgun baðar hún sig nakin og hinn daginn leggst hún með karl- manni. Systumar sjá vel menningargjána sem skilur heimana tvo. Tveggja, þriggja ára aldursmunur hefur sitt að segja. Sárgröm segir Gúkcen: „Þið leyfið mér ekkert - hvernig á ég þá að fara að því að kynnast manni? Ég fæ ekki einu sinni að farða mig!“ Gúlay, sem er elst systranna, 22ja ára, lætur skoðun sína í ljós með þessum orðum: „Andlit hennar er fallegra án þessara hræðilegu lita. Fyrir skemmstu rak ég henni vænan löðrung þegar hún fór að mála á sér vanrnar." Innileika og blíðu tilhugalífsins geta þessar stúlkur ekki gert sér hugmynd um. Þær hafa ekki frelsi til að njóta þess. Og þegar þær hafa eignast böm ala þær þau upp sam- kvæmt tyrknesku siðgæði og hefð. Faðirinn Abdulrachman, sem stendur á fimmtugu, lætur sér þessi orð um munn fara: „Ekki mundi ég deyða dóttur mína ef hún rataði í þá óhamingju að eignast bam í lausa- leik,“ og hann leggur áherslu á orðin. „En ef til þess kæmi mundi ég reka hana að fullu og öllu að heiman.“ Þessi tyrknesku hjón, Abdulrachman Inal og Sengún, eru um fimmtugt og eiga heima í Berlín. Dætur þeirra eru með þeim á myndinni. Þær eru Gúay 22ja ára, Gúkcen 15 ára, Súreyya 19, Era 5 og Hatice 21 árs. Faðirinn ber sig illa yfr því að þær klæðast buxum og nota ekki höfuðskýlu. „Ef einhver þeirra eignaðist óskilgetið barn mundi ég reka hana strax á dyr.“ Nýtt frá París Það verður Renault bílasýning í Bílatorgi við Nóatún, sími 621033, laugardag og sunnudag frá kl. 10-17. Komið og skoðið glæsivagnana frá Renault KRISTINN GUÐNASON HF. The New Movie nni OOtBYSTEREO |' Besta spennumynd allra tíma byrjar bráðlega. FELAGSFUNDUR Iðju, félags verksmiðjufólks, verður haldinn í Domus Medica þriðjudaginn 11. nóvember kl. 5 síðdegis. Fundarefni: 1. Kjaramálin. 2. Önnur mál. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, fjallar um kjaramál- in og Ari Skúlason, hagfræðingur Kjararannsóknar- nefndar, gerir grein fyrir niðurstöðum launakönnunar- innar. Iðjufélagar fjölmennið. Stjórn Iðju. RAFMAGNSVERK-, RAFMAGNSTÆKNIFRÆÐINGUR Hitaveita Suðurnesja óskar eftir að ráða rafmagnsverk- fræðing eða rafmagnstæknifræðing. Starfið felst í yfirstjórn rafmagnsdeildar H.S., þ.e. dag- legum rekstri, skipulagningu og uppbyggingu að- veitu-, stýri- og dreifikerfa, auk rafmagnseftirlits. Einnig aðstoð við skipulagningu raforkuframleiðslu, áætlanir um virkjanaframkvæmdir og samningagerð. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu menntaðir raf- magnsverk- eða rafmagnstæknifræðingar og hafi háspennuréttindi. Starfsreynla æskileg en þó ekki skil- yrði. Laun eru byggð á taxta Verkfræðinga- eða Tækni- fræðingafélags íslands. Umsóknarfrestur er til og með 20. nóvember nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrif- stofu Hitaveitu Suðurnesja, sími 3200, Brekkustíg 34-36, 260 Njarðvík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.