Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1986, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1986, Page 11
LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986. i Bergmann: y»l ' ■ DV-mynd BG bók þeirra Áma og Lenu. )lagöngu sína á stríðsárunum 3ið er ólíkt ykkar slægju með sama rytma þrátt fyrir mismunandi bakgrunn og uppeldi? „Þau gera það auðvitað. Þegar ég flutti til íslands fannst mér ég ekki vera útlendingur, ég tengd- ist fjölskyldu Árna og mér fannst í raun og veru ekki vera neinn munur á okkur,“ segir Lena en Árni grípur fram í og segir: „Við tvö vorum snemma lestrarfolöld og bókaormar En við lestur bók- arinnar kemur í ljós að bak- grunnur okkar er mjög ólíkur. Þó við fáum snemma áhuga á sömu hlutunum. Það getur líka verið að það sé kominn hjóna- svipur á fólk þegar það er búið að búa saman í aldarfjórðung og kannski endurspeglast hann aft- urábak." Mismunandi tímabil - Geta endurminningar ein- hvern tímann orðið raunsæjar? „Það er ekker hægt að alhæfa um það, það eru til endurminn- ingabækur sem eru hraðlygnar, en geta samt sem áður verið merkilegar. Það getur út af fyrir sig verið gaman að komast að þvi hvers vegna höfundurinn lýgur, efþaðerhægt. En það er gefið mál að hver og einn á erfíðar stundir sem hann vill gleyma, svo auðvitað er hætt við því að endurminningar geti gefið ranga mynd. Én það verður að hafa í huga að endurminning- ar eru tvenns konar, annars vegar að hve miklu leyti þær segja frá einstaklingnum sjálfum og hins vegar að hve miklu leyti þeim er ætlað að segja frá heilli kynslóð. Sá sem skrifar endurminningar hlýtur alltaf að vera að velja, maður velur ákveðin tilsvör sem passa inn í ákveðið samhengi. Hvunndagsleikinn er ákveðin rútína og úr honum þarf að sort- éra það sem máli skiptir. En það sést alltaf af þeirri mynd, sem dregin er upp, hversu vel hefur verið unnið. Ef maður ætlaði að fara að skrifa um hvern einasta dag í lífi sínu yrði frásögnin allt önnur en þegar maður skrifar um tímabil. Tímabilin í lífi manns eru nefnilega mjög mismunadi. Til dæmis aldursskeiðið frá því um þrítugt og fram að fimmtugu. Þá er maður í stórum dráttum búinn að uppgvötva heiminn fyrir sjálf- an sig. Á þessum aldri er maður búinn að eignast börn og það er eins og tíminn hverfi inn í þau. Þegar maður fer að rifja upp það sem gerðist minnist maður þess út frá bömunum. Fólk hættir að „konsentrera" á sjálfu sér eftir að börnin eru komin til sögunn- Aldarfjórðungur í blaða- mennsku - Árni, þú segir í lok þinnar frásagnar að nú sé mál að linni, því nú taki Miðvikudagar í Moskvu við, er þetta vamagli af þinni hálfu um að þú látir hér við sitja? „Nei, blessuð vertu. En Mið- vikudagar í Moskvu taka við þar sem ég hætti hér svo þar er engu við að bæta. En það getur vel verið að ég eigi eftir að skrifa bók sem héti til dæmis Raupað af rit- stjórastól. Ég er búinn að vera 25 ár í blaðamennsku og því yrði sú bók um samferðamenn mína frá þessum árum. Maður er kominn á þann aldur að að maður er hættur að þrosk- ast og er farinn að horfa á aðra.“ Lena bætir hér við: „Ég hugsa svipað og Árni í þessum efnum. Þegar maður er kominn á sex- tugsaldurinn fer maður að finna fyrir því hversu hratt tíminn flýg- ur, þegar maður lítur til baka langar mann mest af öllu til að negla hann niður." Enginn er dæmigerður full- trúi sinnar kynslóðar - Er eitthvað sem þið viljið segja að lokum? „Ég segi fyrir mig, að mér finnst að áherslan sé ekki svo mjög á það persónulega í þessari bók. Ég er að reyna bregða upp mynd af því hvernig fiskipláss var, hvernig skólaganga barna var, hvernig það var að byrja að vas- ast í pólitík og vera með smá skáldagrillur. Ég er að vona að báðir partarnir gefi einhverja mynd af okkar kynslóð í tveimur heimshlutum og hvað það var helst sem hélt vöku fyrir fólki. Auðvitað er enginn einstaklingur dæmigerður fulltrúi sinnar kyn- slóðar, til dæmis það að ekki nema 10-12 prósent ungs fólks af minni kynslóð fór í mennta- skóla. En engu síður er ég að vona að það skíni í gegn, í um- talsveruðu magni, hverjumenn voru að ’nrærast í á þessum tima. Hvað finnst þér Lena?“ spyr Árni. „Ég man þegar ég kom hingað fyrir 25 árum hvað fólk vissi ótrú- lega lítið um Rússland, þetta var ennþá svo langt í burtu, þá gengu alls konar skrítlur um Rússa. Fólk sagði, þegar það sá mig, nú þú ert bara alveg eins og við, eins og það væri alveg stórfurðulegt. En þetta hefur breyst. Það er margt i hversdagsleik- anum sem er svipað í ólíkum löndum. Ef þessi bók getur orðið til þess að fólk skilur betur hvernig lífið var í Rússlandi á uppvaxtarárum mínum þá er það af hinu góða,“ sagði Lena Berg- „Stríðsárakrákkar“ Mér finnst raunar núna, að stríð- ið hafi komið lítið við daglegt líf okkar. Undarlega lítið þegar það er haft í huga, að í heiðinni fyrir ofan Keflavík var að rísa stærsta herstöð landsins og allt land var bannsvæði nema smáskikar næst Suðurnesjaplássunum sjálfum. Kannski var þetta vegna þess að börnum er allt eðlilegt sem gerist nema dauðinn? Við krakkarnir vorum stórhrifin af hermönnunum sem voru komnir með alvörubyssur, einkennisbún- inga, sandpokavirki, flugvélar, ensku og gotterí úr öðrum heimi inn á gafl hjá okkur. Við höfðum mest af breskum flugliðum að segja því þeir komu oft niður á flötina rétt við húsið okkar að spila fót- bolta eða rugby. Við eignuðumst okkar uppáhaldsliðsmenn og hvöttum þá óspart. Áfram Stanley, æpti ég til hraðskreiðs vinstri út- herja, sem gaf glæsilega fyrir markið, beint á rauðan haus Tom- mys sem skallaði boltanum efst í markhornið. Frábært! Stanley þekkti mig, og ýfði vinsamlega á mér hárlubbann þegar hann átti leið framhjá: við stóðum saman í baráttunni. Hvenær eignast ég fót- boltaskó go bolta og get farið að nota yfirburði hins örvhenta, hlaupið upp á vinstri kanti eins og Stanley og gefið fyrir í stórum og hnitmiðuðum boga? En í skólanum fengum við að vita að við ættum að forðast hermenn- ina, ekki tala við þá, allra síst ef við værum ein á ferð, ekki þiggja gott af þeim, aldrei betla af þeim. Kennurunum gekk vitanlega ekki nema gott eitt til. Þeir vildu ekki að þjóðin yrði sér til skammar meira en orðið var, ekki að við ælumst upp við sníkjur. Þess voru líka dæmi að smástelpur lentu í kynferðisklandri. Ég sé að í Faxa er talað um „náin kynni" stúlkna á fermingaraldri og jafnvel yngri við hermenn og í einni grein er lagt til að stofna varðsveitir 20-30 manna sem skiptist á um eftirlit með börnum og unglingum í pláss- inu. Hitt var verra, að við vorum hvött til þess að segja frá ef ein- hver í bekknum bryti boðorð um rétta hegðun. Og einu sinni stóð ég upp, líklega átta eða níu ára þá, og kærði skólasystur mína fyrir að betla gott af Amríkönum. Það er ekki satt, sagði hún. Vist, sagði ég, ég sá þig, þetta var hjá Sunnuhvoli í gær. Get ég gert að því að þeir voru að spyrja mig um eitthvað? mót- mælti hún. Þeir voru víst að villast. Það sló vondri þögn á bekkinn og sú vitneskja steyptist yfir mig að ekkert væri verra en að klaga félaga sína. Skömm mín var mikil og ég fór með veggjum í marga daga. Stríðið kom líka í bekkinn til okkar með Grétari. Hann hafði verið að leika sér með öðrum strák- um í fjörunni á Seyðisfirði en mörg herskip lágu á firðinum. Þá flaug þar yfir þýsk flugvél og kastaði sprengjum á staðinn. Ein þeirra tætti í sundur bátinn sem drengirn- ir voru að leika sér við. Grétar slasaðist mikið og var tekinn af honum annar fóturinn. Hann kom til Keflavíkur að austan með ömmu sinni. Hún var ráðskona hjá Þóri, sem meðal annars stundaði búskap á túninu fyrir ofan Hringbraut. Við Grétar sátum saman og urðum miklir vinir. Það kom ekki í veg fyrir að stundum vorum við í skelfi- legri fýlu, töluðumst ekki við og lömdum á fingur hvor annars ef hinn dirfðist að fara yfir ímyndað strik sem skipti skólaborðinu okk- ar í tvennt. En oftast var allt með felldu - við sóttum sag undir belj- urnar fóstra hans, fórum í búðir, teiknuðum breskar orrustuflugvél- ar sem skjóta niður þýska messers- mitta eins og að drekka vatn, svo skiptum við í tvo heri hundrað tindátum sem höfðu verið steyptir handa okkur bræðrum og skutum þá niður með stálkúlu sem við renndum eftir ganginum uppi á lofti heima. Börn eru grimm. Þau leyfa eng- um að vera öðruvísi. Þau áttu það til að gera aðsúg að Grétari af þeirri ástæðu einni að hann var á einum fæti. Þá mundi enginn eftir því sem Ólafur kistniboði hafði kennt í sunnudagaskólanum, ekki heldur því að það voru andskotans þýskararnir sem höfðu rænt Grétar fætinum, þeir sömu og sökktu skip- unum okkar. Gerum at í Grétari! Grétar halti, Grétar halti! Þau fundu sér margt fleira til að æpa, en orðin skiptu minnstu máli, þau drukknuðu fljótt í æsingnum. Strákarnir stjökuðu við okkur og hrintu okkur og verst var að horfa framan í þessa glaðhlakkalegu og fólsku sefjun sem greip jafnvel stelpurnar líka. Einu sinni tók Grétar af sér tré- fótinn og barði frá sér með honum af þeirri heift og afli að jafnvel verstu hrekkjusvínin hrukku frá hissa. En vitanlega fórum við samt halloka fyrir ofureflinu og flúðum heim til mömmu háorgandi, Grétar hoppandi á öðrum fæti og studdist við mig, sem bar gervifótinn hans með slitnum festingum á öxlinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.