Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Page 7
LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986. 51 Karl Brandt við stríðsglæparéttarhöldin i Ntirnberg. Fullorðnir næstir á dagskrá Þegar í október 1939 gaf Hitler út tilskipun sem heimilaði „líknardráp“ á íúllorðnum. í henni var Karl Brandt og Philip Bouhler falið að „auka vald lækna, sem tilgreindir skyldu með nafni, til þess að binda enda á líf sjúklinga, sem samkvæmt besta mati á heilsu þeirra teldust vera ólæknandi, með líknardauða". Sérstakri stofnun var komið á fót til að sjá um framkvæmd þessa hluta áætlunarinnar um „endanlega lausn“. Hét hún Vinnuhópur heilsu- og hjúkrunarheimila ríkisins. Lét hún útbúa spurningalista eins og gert hafði verið til að afla upplýsinga um sjúk og vanheil börn. Velferðarsjúkraflutningaþjónust- an hét hlutafélag sem sett var á laggirnar til þess að flytja þá sem ekki voru taldir verðskulda að lifa. SS-menn óku vögnunum sem fólkið fluttu og voru þeir stundum klæddir eins og læknar, hjúkrunarkonur eða sjúkraliðar. Þannig eru til skýrslur um menn sem gengu í SS-stígvélum en voru í hvítum sloppum. Tjaldað var svörtu fyrir glugga þessara bíla og sjúklingunum var að sjálfsögðu ekki sagt frá áfangastöðunum. Komið var á fót sex aflífunarstöðv- um frá því í janúar 1940 og fram í janúar 1941. Allar voru á fáförnum slóðum og umgirtar háum veggjum. Voru sumar þeirra gamlir kastalar. Skriffinnar Þriðja ríkisins létu svo líta út að allt væri með felldu og héldu uppi bréfaskriftum sem áttu að sannfæra ættingja um eðlilega legu á sjúkrahúsum og svo eðlilegan dauðdaga. Stundum urðu þó mistök eins og þegar fólk, sem botnlanginn hafði fyrir löngu verið tekinn úr, var sagt hafa látist úr botnlangabólgu. Læknar að verki Einn af æðstu embættismönnum Þriðja ríkisins, Viktor Brack, sem hafði yfirumsjón með hluta áætlun- arinnar um „endanlegu lausnina", hafði komist að þeirri niðurstöðu að sprauta mætti ekki vera í annarra höndum en lækna. Þótt oftast væri notað gas þá átti þessi ákvörðun hans sinn þátt í því að læknar komu svo mikið við sögu þessara drápa. Reyndar lenti það mest á ungum læknum að aflifa fólkið. Einn þeirra manna, sem störfuðu i útrýmingar- stöðinni í Brandenburg að loknu læknanámi, var Aquilin Ulrich. Hann var aðeins 26 ára er hann kom þangað. Er fram fór rannsókn á hluta útrýmingaráætlunarinnar 1961 skýrði Ulrich frá því að læknisfræði- menntunar hefði þó vart verið þörf þar. Starfið hefði verið fólgið í „yfir- borðskenndri" skoðun nakins fólks í herbergjum fyrir framan gasklef- ana. Læknarnir sáu svo um að skrifa flest dánarvottorðin og höfðu sér- stakar leiðbeiningar verið útbúnar svo vottorðin litu sennilega út frá sjónarhóli þeirra sem báru eitthvert skynbragð á læknisfræði. Gyðingar hluti fórnardýranna, og svo... Áætlunin um dráp fullorðinna náði í rauninni strax til gyðinga þótt ekki væri farið að drepa þá í stórum stíl fyrr en i apríl 1940 er gefin var út tilskipun um að skrá skyldi alla sjúka gyðinga innan þriggja vikna. í júní það ár voru svo 200 gyðingar teknir af lífi í Brandenburg. Frekari aftökur fóru svo fram í júlí. Það sem á eftir fylgdi er þekktur hluti sögu Þriðja ríkisins. Þýð.: ÁSG. Áklæðin eru hlý og teygjanleg. Fjölbreytt litaúrval. Motturnar fást í rauðum, bláum, brúnum og gráum litum. Kynnið ykkur verð og gæði. FÁST Á NÆSTU SHELL BENSÍNSTÖÐ ✓ autostar % ÁKLÆÐI 0G GÓLFMOTTUR í FLESTAR GERÐIR BIFREIÐA BRAUTARHOLTI33 - SIMI695660. VW Jetta GL árg. 1985, ekinn Toyota Tercel 4x4 árg. 1986, ekinn 22.000 km. Verft kr. 400.000,- 22.000 km. Verð kr. 540.000,- Audi 100 CC árg. 1984, ekinn . Toyota Landcruiser árg. 1985, 34.000 km. Verð kr. 650.000,- ekinn 18.000 km, einn með fillu. Verð kr. 760.000,- ú | Subaru station 1800 4x4 árg. 1983,, Range Rover árg. 1984, ekinn | ekinn 73.000 km. Verð kr. 380.000,- 65.000 km. Verð kr. 1.000.000,- Sjálfskiptur. Sjálfskiptur. G0TT ÚRVAL NÝLEGRA BÍLA Á STAÐNUM TÖLVUVÆDD ÞJÓNUSTA RUMGOÐUR SÝNINGARSALUR — REYNDIR SÖLUMENN — OPIÐ: Mánud.-föstud. kl. 9.00-18.30. Laugard. kl. 10.00-17.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.