Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Page 13
LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986. 57 Þiykk eftir Magnús Kjartansson Á næstu vikum og fram að áramótum mun DV gera tesendum sinum kleift að eignast grafisk þrykk eftir einn af virtustu myndlistarmönnum okkar af yngri kynslóð, Magnús Kjartansson, á gjafverði. Myndin, sem ber nafnið „Timaþjófurinn“ (1984) er fjórlita þrykk, 78 x 58 cm. á stærð, prentuð i 200 eintökum. Sérhvert eintak hefur verið áritað og númerað rómverskum tölustöfum af listamanninum sjálfum. Það sem gefur þessum þrykkjum sérstakt gildi, er að við gerð þeirra breytti listamaðurinn hlutföllum i litablöndun með reglulegu millibili, þann- ig að engin tvö þrykk eru eins í útliti. Hér er því um 200 einstök listaverk að ræða. Þau verða til sölu á aðeins 2200 krónur hvert eintak. Þessi grafísku þrykk er hægt að fá á smáauglýsingadeild DV, Þverholti 11,105 Reykjavik, til áramóta, eða eins lengi og upplagið endist. Þeir sem búa utan Reykjavíkur geta pantað mynd eða myndir gegnum síma og greitt með VISA korti eða Eurocard. Einnig er hægt að tryggja sér eintök með því að senda pöntun merkta „Myndlistartilboð DV“ á smáauglýsinga- deildina. Pöntuð þrykk verða síðan send fólki í sérstökum plastumbúðum, eins fljótt og auðið er, gegn póstkröfu. Verði þessari tilraun DV til listmiðlunar vel tekið af lesendum, íhugar blaðið frekari útgáfu eða sölu grafískra listaverka á næsta ári. En við vilj- um ítreka, að þrykkin eru aðeins 200 og verða þau afgreidd i sömu röð og þær pantanir sem berast. Þeir sem safna sérstaklega númeruðum þrykkjum, eða vilja velja sér eintak í vissum litum, ættu að snúa sér beint til smáauglýsingadeildarinnar, en þar er eitt eintak af „Timaþjófi“ Magnús- ar Kjartanssonar til sýnis. -aj Magnús Kjartansson - Timaþjófurinn, 1984. Magnús Kjartansson myndlist- armaður. Óvenju- legar list- gáfur Magnús Kjartansson er fædd- ur 1949. Hann lauk stúdentsprófi frá MIÍ árið 1969 og námi frá Myndlista- og handíðaskóla Is- lands árið 1972. Að því loknu var Magnús við Listaháskólann í Kaupmannahöfn í þrjú ár, undir handleiðslu hins víðfræga danska listmálara, Richards Mortensen. Magnús vakti snemma á sér athygli fyrir óvenjulega miklar listgáfur. Á námsárum sínum við Myndlista- og handíðaskólann vann hann til alþjóðlegra verð- launa listaskólanema, og var boðið að sýna'á Norræna grafík- bíennalinum í Reykjavík árið 1971 og á Alþjóðlega grafíkbí- ennalinum í Lubljana í Júgó- slavíu ári seinna. Magnús hefur tekið þátt í (jöl- mörgum samsýningum, bæði heima og erlendis, til dæmis var hann einn þriggja fúlltrúa ís- lands á Alþjóðlega listabíennal- inum í Sao Paulo, Brasilíu, árið 1985. Listamaðurinn hlaut Menn- ingarverðlaun DV fyrir myndlist á síðastliðnum vetri. Magnús hefur haldið sex einkasýningar, að Kjarvalsstöð- um 1976, Gallerí Sólon íslandus 1978, Gallerí Djúpinu 1979, List- munahúsinu 1982, Gallerí Borg 1983 og Listmunahúsinu 1985. Auk þess hefur hann haldið tvær sýningar á höggmyndum, unnum í samvinnu við Áma Pál Jóhannsson og vinnur nú að sýn- ingu á listaverkum úr leir í samvinnu við Kolbrúnu Björg- ólfsdóttur. Verk eftir Magnús er að finna í eigu Listasafns íslands, Reykja- víkurborgar, Listasafris Kópa- vogs og fjölda einkasafna. -ai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.